Wataru Endo er kominn til Liverpool Fc
Fáum eitt á hreinu að flestir stuðningsmenn Liverpool vita ekkert hver hann er en það er bara allt í góðu. Miða við það sem maður les um kappan þá er þetta orkubolti sem skilar alltaf sínu. Hann er vel liðinn af liðsfélögum sínum og segir það kannski mest um hans karakter er að hann var fyrirliði Stuttgart og að stuðningsmenn Stuttgart eru mjög ósáttir við að hann sé að fara rétt fyrir mót.
Í nútímafótbolta samfélagi þá oftar en ekki setjum við saman sem merki við að dýr leikmaður er góður leikmaður og ódýr leikmaður er líklega ekki merkilegur en það er allur gangur á hvernig svona viðskipti enda. Við höfum séð leikmenn eins og Hyypia og Andy Robertson blómstra þrátt fyrir að kosta lítið og svo kaup á köppum eins og Keita eða Aquilani klúðrast skelfilega. Svo að við ætlum að gefa þessum leikmanni séns áður en við förum að dæma kappan.
Tifo fóru vel yfir hvernig Liverpool geta notað Endo
Svo er hérna stutt myndband um kappan
YNWA og vertu velkominn í Liverpool fjölskylduna.
p.s Við vildum fá inn nýjan leikmann helst í gær og margir voru að tala um að fá tilbúinn leikmann en ekki eins og 19 ára Lavia svo að hérna er 30 ára leikmaður með reynslu og hann er mættur á svæðið. Þetta hljóta að vera góðar fréttir og ég er nokkuð viss um að við munum kaupa að minnsta kosti einn í viðbót áður en glugginn lokar.
Sæl og blessuð.
Allan, allan daginn þennan gaur frekar en þessa oflaunuðu ,,on season wonders” sem við ætluðum að fara að kaupa á yfirverði.
Og svo ekki meira rugl, takk. Finna góðan miðvörð og e.t.v. meira bakköpp í DM – og láta það ganga að þessu sinni.
Ég óskaði eftir leikmanni með reynslu sem gæti spilað stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og við fengum Endoinho frá Japan. Það er talað gríðarlega vel um hann og hann var algjör lykilmaður hjá Stuttgart og með eina af betri tölfræði í þýsku deildinni.
En ég vona samt sem áður að það komi inn yngri leikmaður í þessa stöðu sem lykilmaður í liðinu.
Hlakka bara til að sjá Endo spila vonandi um helgina eitthvað.
Sælir félagar
Ég býð Wataru Endo velkominn í hóp leikmanna Liverpool og ekki mun veita af liðveislu hans. Nú vantar bara einn miðjumann og einn miðvörð.
Það er nú þannig
YNWA
Flott kaup Endo, getur spilað miðaverð og leist það vel af fæti.
Munurinn á Endo og Lavia? GBP 40 milljónir í innkaupum + lægri launamiði. Og já, lið Endo féll ekki síðasta vetur af því að hann var fyrirliði og besti leikmaður þess…
Einlæg spurning: af hverju eru alvöru aðdáendur liða að elta það sem einhverjir “has beens and never beens” í sjónvarpinu eru búnir að ákveða að 5 leikmenn séu “nöfnin í þessum glugga” — einfaldasta jobb í heimi er að sitja uppí stúku og tala um fótbolta. Skiptir engu hversu heimskulegt hjalið er — það koma auglýsingar eftir 5 mínútur og VAR skandall eftir 10 og þá gleyma allir bullinu úr síðasta umræðubút. Þannig “banter” hefur aldrei skilað bikar eða árangri og þeir sem tala þannig eru ekki alvöru áhrifafólk í rekstri íþróttafélaga. Bara skemmtiatriði á sumarhátíð áhangenda.
Innkaupin eru leið að markmiði — ekki markmiðið sjálft. Árangur á vellinum og áferðin á fótboltanum er það sem skiptir máli. Velkominn Endinho—
Munurinn á eigendum Liverpool og eigendum annara stórvelda á Englandi?
Eigendur Liverpool eru bestir í að fylgja reglum FFP.
Eigendur hinna eru bestir í að sniðganga reglur FFP.
Fínasta neiðar redding en ekki partur af neinni uppbyggingu að kaupa 30 ára gamlan leikmann.
Ef meira kemur inn þá er þetta fínt mál, ef enginn annar kemur þá er þessi gluggi algjört flopp.
Hvað er uppbygging? Er það einhver leið til þess að vinna titil eftir x fjölda ára?
Af hverju ekki bara vinna titil í ár?
Við byggjum upp lið sem við teljum samkeppnisfært. Ég vil heldur fá leikmann sem getur styrkt liðið mitt strax í dag heldur en að leikmann sem á mögulega, með réttu þjálfuninni og þá réttu leikmennina í kringum sig, að vera góður eftir x fjölda ára.
Ekkert nema gott um þetta að segja. Japanskur fyrirliði, pottþett meira en tilbúinn í slaginn. Vona þetta hafi verið ósk Klopp.
Koma svo!!!
Eitt er víst að það er auðveldara að segja Endo en Hendó !
YNWA.
Eftir að hafa kynnt mér þennan leikmann, Trúi ég því að þetta sé virkilega leikmaðurinn sem við þurfum. Held hann gæti verið meira en sá sem “ber pianoið”. Hann er með ótrúlega tölfræði. Einn sá besti í þýsku deildinni. Þetta er leikmaður sem getur farið beint inn í byrjunarlið. Eða hvaða leikmaður ætti að getað spilað betur CDM hjá Liverpool í dag en nákvæmlega þessi gaur ?