Liðið gegn Newcastle

Fátt sem kemur á óvart í uppstillingunni í dag:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Quansah, Tsimikas, Bajcetic, Elliott, Jota, Nunez, Doak

Klopp er semsagt ekkert að gera tilraunir með Nunez í fremstu víglínu – ekki nema þá inn af bekknum. Enginn Jones í hóp og enginn Thiago heldur, svo meðalaldurinn á bekknum er svona rétt rúmlega yfir frostmarki.

Nú væri aldeilis gaman að krækja í þrjú stig.

KOMASVO!

92 Comments

  1. Orðið þreytt með þennan blessaða Konate
    Gjörsamlega vonlaus 🙁

    6
    • Frábær þegar hann er heill en er búinn að spila minna en 40% deildarleikja síðan hann kom.

      4
  2. Flott lið svo sem og góðir kostir framávið á bekknum
    En öskrar á okkur hvað vantar betri miðvörð til að berjast við Konate og Van Dijk.
    Við hljótum að fá 1-2 leikmenn áður en glugginn lokar.
    Þetta verður gríðarlega erfitt en ég spái 1 marks sigri okkar manna.

    7
  3. Hefði viljað sjá Nunis fremstan. Gapko fittar ekki enn í liðið.

    3
  4. Þessir leikir við Newcastle í gegnum tíðina hafa oft verið markaleikir, vonandi verður það þannig í dag og okkur í vil!

    En sammála með miðverðina, guð og allir hans englar hjálpi okkur ef Dijk fari á heilsugæsluna með Konate!

    Sammála Lúðvík Sverris í fyrri þræði að í dag eru það hjartatöflur og blóðþrýstingslækkandi fyrir leik! :O)

    5
  5. Munum fá á okkur mörk í þessum leik vonandi skora okkar menn fleiri það er það eina sem ég bið um.

    4
    • Ég vil bæta við ósk um að Gordon skori ekki fyrir Necastle.

      6
  6. Skil ekki þessa dómara á Englandi í fyrsta lagi hvers vegna er þetta ekki aukaspyrna þegar hann hendir TAA útaf vellinum og svo fær hann gult spjald fyrir að henda boltanum og svo í næstu sókn þá brýtur hann af sér og stoppar skyndisokn sem á að vera gult spjald og þá sleppir hann því er það útaf því að honum fannst hann gera vitlaust með því að gefa honum gult spjald í fyrra atvikinu búnar 6 mínútur og dómarinn strax kominn í aðalhlutverk sem er gott dæmi um lélegan dómara

    11
  7. Trent, meiri helvítis froðuheilinn sem hann er orðinn. Brýtur fáránlega á gulu spjaldi og svo gefur hann Mark.

    út af með mannin og þennan hollenska Gakbo, hvað í annskotanun er hann að gera þarna inná

    5
  8. Geta þessir sádar ekki farið að kaupa þetta dómarahyski?

    aldrei aldrei aldrei rautt

    6
  9. Liverpool áfrýjar rauða spjaldinu og það verður tekið til baka. Shit, að taka minn mann Diaz af velli.

    7
  10. Glæsileg tækling. Aldrei rautt nema á þennan Isak sem feikaði það með tilþrifum.

    2
  11. Hann kemur fyrst við fótinn á honum. Ætli fréttin eftir helgi verði ekki að Sala verði seldur.

    5
  12. Ég bara skil ekki orðið þessa dómgæslu, Virgil fór í boltann og aldrei rautt spjald.

    4
  13. Algerlega sorglegt hvað dómarar á Englandi þurfa alltaf að hafa þvílík áhrif á alla leiki og vera alltaf í sviðsljósinu í hverri einustu umferð alveg furðulegt að geta ekki verið með hærri gæði í þessari deild.

    4
  14. Jæja……….. nú mega Nat Philips og Rhys Williams fara gera sig klára í miðvörðinn næstu vikur!

    Fróðleg vika framundan áður en glugginn lokar!

    6
  15. Rautt allan tímann … sést hins vegar ekki frá öllum sjónarhornum …. fer í gegnum mannin áður en hann snertir boltann …

    5
  16. Takiði efrir því hvað þetta Newcastle lið er gróft
    Brjóta af sér í hverju einasta návígi.

    7
  17. Alltaf rautt á Virgil, vond ákvörðun hjá honum.

    En ótrúlegt hvað Newcastle menn fá að beita fantabrögðum án þess að sjá spjald.

    7
  18. Ég legg það ekki í vana að kvarta yfir dómgæslu en það er alveg óþolandi hvað það tekur enska dómara margar umferðir að finna einhverja línu í dómgæslunni. Ár eftir ár eru fyrstu umferðirnar alveg random í dómgæslu!

    4
  19. Veit einhver hvort þetta er 1 eða 3 leikir í bann fyrir VVD?

    Þetta getur varla talist violent conduct eða dangerous tackles sem gefur 3 leikja bann.

    1
  20. Rosalega fer þessi spilamennsku hjá sádunum í mig, tudda, sparka og ýta mönnum útum allan völl.
    Mér finnst að okkar menn megi alveg fara að sýna smá skap á móti.
    Þetta verður risabrekka í seinni hálfleik en ég held að við náum inn jöfnunarmarki fljótlega í seinni

    6
  21. Hann gerir augljóslega atlögu að boltanum en fer í lappirnar á andstæðingnum og síðan í boltann. Eins og ég skil reglurnar er það gult. Reglan um manninn sem er sloppinn í gegn á ekki við því hann var ekki vísvitandi tekinn niður. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, en fyrir mér var þetta skelfilegur dómur.

    5
    • Hins vegar má færa rök fyrir því að TAA hefði átt að vera farinn út af.

      • Það má líka alveg færa rök fyrir því að TAA hefði átt að fá aukaspyrnu og þá hefði ekkert gullt farið á loft 🙂

        13
  22. Ótrúlegt hvað Newcastle kemst upp með án þess að dómarinn sjái nokkuð athugavert!

    Newcastle er að verða hið nýja Stoke – olíuborið tuddalið!

    5
  23. Erum mun betri 10 – 11

    Eg skil ekki afhverju allir eru alltaf pirra sig a domaranum, thid erud ad horfa enska boltan…
    Domararnir eru i lengjudeildar standard ekki mikid meira en thad.
    Vita ekkert hvad their eru ad gera, gefur soft soft gult spjald eftir 4 min i leik sem er ad vera tuttaleikur.
    Good luck ad dæma leikinn eftir thad.

    En trent er bara drulla upp a bak i thessum leik og hlakkar i mer ad sja okkar panic kaup segja nei vid okkur mig langar ad klara timabilid hja Þrótti Reykjavik.

    4
  24. Finnst bara algert forgangsatriði að kaupa nýjan hægri bakvörð og gefa TAA langt frí frá varnarvinnu því hann virðist bara ekkert geta lært og hann er ekkert lengur ungur og efnilegur núna er hann bara virkilega veikur hlekkur í liðinu.

    4
  25. Sælir félagar

    Þetta er svona þegar dómaraskepnan dæmir lið en ekki leik og alveg ljóst hvað hann ætlaði sér frá upphafi. Það er afar erfitt að eiga við það þegar dómari er ákveðin í að dæma öðru liðinu í hag og það svo úr öllu hófi gengur. Svona dómgæsla er ástæða þess hvað lítið og fáir enskir dómarar dæma í alþjóða knattspyrnu,

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  26. Hörmung að sjá Van Dijk frussa „fökk jú” á dómarann! Og gott ef hann sendi ekki fjórða dómaranum eitthvað álíka kjaftæði áður en Klopp beinlínis ýtti honum niður göngin. Þvílíkt leiðtogaefni eða hitt þó heldur!

    6
  27. Held að áfrýjun dugi ekki núna en tæpt var það. Dómaratríóið sam greinilega með smá olíupening í vasanum. TAA átti aldrei að fá spjald en hins vegar átti hann að fá aukaspyrnu. En nei, gullt spjald og svo gefur gæinn mark. Klaufalegt og Gordon snöggur. Joelinton má svo bara sparka í mann og annan. Fær tiltal og brýtur svo strax af sér aftur en nei fær bara fleiri tækifæri. Finnst línan bara ekki eins á bæði lið.

    5
    • Meðalmennskan algjör. Engin samkeppni um stöður. Þetta er ávísun á algjört hörmungar tímabil. Gjaldþrot hjá eigendum Liverpool

      5
  28. Van Dijk er óheppinn, það er í rauninni ekkert hægt að segja yfir þessu spjaldi 🙁
    hann fær varla meira enn eins leiks bann, annað væri fáránlegt!

    Síðari hálfleikur veður mjög erfiður tíu gegn ellefu, verðum að setja mark og ná að minnsta kosti jafntefli

    4
  29. Staðan í þessum leik hefur ekkert mið gluggann að gera. Tveir reynslumestu leikmenn liðsins að gera mistök.

    Rauða spjaldið er eitthvað sem ég er ekki víðs um. Veit og gult er sennilega rétt. Ekki viss um rautt þar sem erfitt að segja að leikmaður hafi verið kominn í gegn. En verður ekki snúið við með áfrýjun. Vafaatriði fara oft gegn okkur eins og hér.

    Joelinton ætti að vera á gulu.

    Við þurfum einfaldlega að taka rútuaðferð og reyna að stela marki. Lang tímabil framundan.

    Kannski tryggir rauða spjaldið að við fáum miðvörð í vikunni? Komnir á 3 og 4 kosti strax í þriðja leik.

    2
    • Kemur þér það á óvart ?
      Lið nota 3 og 4 hafsenta.
      Það var vitað af öllum að konate yrði frá strax 3 mættur það er vitað að matip er mikið frá 4 mættur gomez er líka mikið frá.
      Á að taka ákvorðun útfrá einum leik að kaupa miðvörð ? Haha…
      Glugginn er vonbrigði sem af er! Ekkert á að koma á óvart með miðvarðardæmið.

      4
      • Ég reiknaði ekki með að Virgil fengi rauða spjaldið í þriðja leik, nei.

  30. Dómgæslan er eins og hún er.

    En verðum líka að hotfa inná við.
    Liðið er ekki klárt sama hvað menn tala um plön og éta sokka.
    Næsti leikur

    Gomez og matip í hafsent.
    Trent fyrirliði sem er ekki tengdur leik eftir leik
    Gefur mörk fram og aftur og hvernig virkar þannig fyrirliði á hópinn ?
    Þeir leikmenn sem félagið vill fara alltaf annað ef við náum ekki að vera skrefi á undan að spotta þá. Og þá er liverpool í hóp með brighton og svoleiðis liðum..

    5
    • Jol, ég er alveg sammála þér, Trent á að fara á miðjuna það var það sem ég var að vona í vor

      það vantar hægri bakvörð, miðvörð og öfluga miðjumann til að sópa upp fyrir framan vörnina
      eins og staðan er núna erum við engan vegin tilbúnir í þetta tímabil, það er nú bara þannig.

      Ég vona að við náum að minnsta kosti jafntefli, ég fer ekki fram á meira.

      4
  31. Risavandræði hjá okkar liði.

    Nú er maður bara þakklátur fyrir titlana sem við lönduðum á þessum góða tíma sem við fengum að njóta.

    Verður einhver boð á því að við finnum meira brass.

    Nema að eitthvað verði gert í málunum.

    7
  32. Þvílíkur bekkur hjá newcastle.

    Eitthvað annað en hjá okkur, víst.

    2
  33. Núúúúneeeessss!!!!

    jesss!

    Nú er bara að halda hauauauausss!

    5
  34. Nú vil ég sjá Nunez byrja leiki. Finnst hann miklu betri en Gakpo sem mér finnst rosa mikill meðalmaður

    5
  35. Ég vill sjá einhvern annan byrja sem hægri bakvörður í næsta leik búnir 3 leikir og TAA búinn að gefa 2 mörk á silfurfati og ekki búinn að vera góður í neinum leik finnst mér.

    4
  36. Frábært að stela þessu í lokinn!
    Af hverju byrjaði ekki Nunez þennan leik!

    3
  37. Stórkostleg úrslit!
    Miðað við gang leiksins getum við ekki verið annað enn ánægðir!

    4
  38. Sælir félagar

    Aðeins ein setnig segir allt sem segja þarf “ég elska Darwin Nunez”.

    Það er nú þannig

    YNWA

    13
  39. Nú þarf bara að finna kórónu sem passar fyrir pónítagli á kónginum.

    1
  40. Þetta var magnað að sjá hvernig þessi leikur snerist við í seinni hálfleik eftir skiptingar stjóranna. Klopp vann þetta skák og mát.

    9
  41. Geggjaður sigur!.. ég hefði verið ánægður með 5 stig út úr fyrstu 3 leikjunum og eiginlega bara sáttur við 1-0 tap eins og þetta leit út í hálfleik. En 7 stig er geggjað og liðið á enn eftir að komast í gang. Skv. nýju reglunum er þetta ekki rautt á Dijk. Svo er alveg ótrúlegt að ekki sé dæmd aukaspyrna þegar Gordon fer í bakið á TAA. Í staðinn fær TAA gult fyrir að kasta boltanum inn á völlinn og “tefja”, til að setja þetta í samhengi að þá fer Joelinton í gegnum leikinn án þess að fá gult spjald!??!

    6
  42. Í minum huga má Salah fara til sáda ,sýnist hugur hans komin þangað.

    1

Heimsókn til ríkasta liðs í heimi – Upphitun fyrir Newcastle

Newcastle 1 – 2 Liverpool