Þá er það komið á hreint, þrjár breytingar frá því í leiknum gegn Newcastle og Darwin byrjar!
Jones er orðinn heill og æfði í vikunni, hann kemur inn í liðið í stað Endo (vona að það sé þó ekki í sexu-hlutverkinu), Gomez kemur inn í stað Virgil sem er í banni og Darwin Nunez tekur stöðu Gakpo sem fær sér sæti á bekknum.
Sóknarsinnað lið, enginn augljós varnarsinnaður miðjumaður í liðinu (væntanlega Mac Allister sem tekur það að sér) og eitthvað segir mér að það verða mörk…
KOMA SVO!
YNWA
3-1
Við skorum þrjú en eins og venjulega þá náum við ekki að halda hreinu og fáum á okkur eitt aulamark.
Salah með þrennu og þar með verða fjandinn laus og helvítis arabarnir mættir með seðlapúntið beint til Liverpool að gera okkur lífið leitt.
Spennandi uppstilling á liðinu, tökum þetta 4-1 i stórskemmtilegum leik
Smeikur með þessa vörn. Banana hýði? Sóknin klárar þetta 4-2 í rússípana leik
Bwah… engin 6a og einhverjir brothættustu miðverðir deildarinnar ásamt pseudo-sóknarsinnaða miðjumanninum sem er í bakvarðarstöðu…
Bist undan allri bjartsýni.
Slyyyyy !
Þessi leikur verður að vinnast!
spái 3 – 1 þessi vörn á örugglega eftir að leka inn marki.
Nunez!
Mér er bara alveg sama hver skorar mörk fyrir Liverpool, ég fyllist af þakklæti.
Passa að sofna ekki á verðinum. AV eru að reyna að svæfa okkur.
Sweet dreams are made of these!
(ætlaði ekki að læka, sorry)
Hvað gerir Unai Emery í seinni. Hrikalega skemmtilegur leikur og mikið er gaman að sjá fyrirliðann okkar í dag.
Þessi viðsnúningur á st James Park virðist hafa haft mjög jákvæð áhrif á liðið. Það er trú.
Áfram Liverpool og Áfram Klopp!!!
Stórliðabragur er fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar ég sé þennan leik. Gæðin allsstaðar hjá okkar mönnum og liðið mallar áfram eins og ómennsk maskína úr vísindaskáldsögu. Liðið á samt til með að missa boltann á hættulegum stöðum og fá á sig skyndisóknir.
Þeir sem eru að halda því fram að Joe Gomez og Joel Matip eru ekki með gæði til að spila miðvörð fyrir Liverpool eru greinilega ekki alveg með púlsinn á æðum liðsins. Þeir eru að standa sig virkilega vel og hafa varla stigið feilspor.
En síðari hálfleikur verður að klárast og liðið verður að halda þetta út. Þeir eiga hrós skilið fyrir þennan hálfleik en þeir þurfa að halda þetta út og vonandi tekst það.
Brynjar, það er rétt hjá þér að miðverðirnir hafa staðið sig vel í þessum leik og vonandi heldur það áfram út leikinn.
Ég miðaði mína skoðun út frá því hvernig þeir báðir hafa verið að standa sig undanfarið
vonandi verða þeir klárir áfram í næstu leikjum, ég er mest hræddur um að þeir lendi í meiðslum.
Það er gaman að þessu og ég held að það komi fleiri mörk í seinni. Það er bara Comes sem er óöruggur eins og oft áður en annars er þetta mjög gott lið sem við erum komnir með.
Salah!
Salah!!
Trent frábær í þessum leik
Nei Trent meiddur ?
Sly Machine og TAA bestir í dag.
Heyrðu það fyrst hér.