BBC elskar Liverpool

BBC voru aðeins hrifnari af Liverpool leiknum um helgina en ég var. Í [liði vikunnar hjá þeim](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/3569808.stm) eru 3 Liverpool leikmenn: Xabi Alonso (verðskuldað), Riise og Baros. Grunar að Riise og Baros hafi farið í liðið vegna þess að þeir skoruðu. Baros lék reyndar vel, þannig að hann átti þetta sennilega alveg skilið.

Soccernet eru hins vegar ekki hrifnir og enginn Liverpool maður er í [þeirra liði](http://soccernet.espn.go.com/feature?id=315016&cc=5739).

Já, og hér með útnefni ég Alex Ferguson [mesta vælukjóann í enska boltanum](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=315035&cc=5739). Mikið er pirrandi að hlusta á þetta endalausa nöldur í honum og Man U leikmönnum.

Cisse búinn í aðgerð

GÓÐAR Fréttir!