Á morgun mætir belgíska liðið Union SG á Anfield í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar og er nú ekki hægt að segja að sá leikur hafi endilega verið fremst á vörum stuðningsmanna Liverpool undanfarna daga og hefur umræðan líklega einna helst snúist um dómaraskandalinn gegn Tottenham um síðastliðna helgi og þessar einstaklega glötuðu upptökur sem heyrðust af einu stærsta atviki leiksins.
Við reynum að gleyma því í smá stund og fókusum á leikinn sem er í raun ekkert annað en algjör skyldusigur því Liverpool ætlar og í raun á að vinna þessa keppni og tryggja sér upp úr riðlakeppninni eins snemma og mögulegt er.
Klopp kom kannski pínu á óvart með liðsvalinu í síðasta Evrópudeildarleik gegn LASK sem endaði með 3-1 útisigri Liverpool en þar voru nokkuð sterkir leikmenn í byrjunarliðinu og í hópnum og komu inn á og skilaboðin voru skýr – það er alveg hægt að gefa tækifæri í þessari keppni en þeir taka henni alvarlega og ætla sér að vinna hana.
Í raun má fastlega búast við því að liðið verði bara nokkuð svipað uppstillt og í þeim leik sem og í bikarleiknum sem var í kjölfarið. Það verður eitthvað róterað og leikmenn sem byrjuðu t.d. ekki gegn Tottenham eru líklegir til að byrja þennnan leik. Ætli ég giski ekki á þetta einhvern veginn svona:
Trent – Konate – Quansah – Tsimikas
Jones – Endo – Gravenberch
Doak – Jota – Elliott
Konate og Trent voru á bekknum gegn Tottenham en báðir nýlega að koma upp úr meiðslum svo ég gæti þess vegna alveg trúað því að Trent myndi byrja leikinn til að dusta af sér smá rykið og Konate yrði pínu spilað aftur í gang – nema þeir jafnvel gefi Matip leikinn og reyni að fá hann til að stíga almennilega í fæturnar aftur eftir þetta ömurlega sjálfsmark í blálokin gegn Tottenham.
Quansah er hrikalega öflugur og á 100% að byrja þessa leiki. Jones er kominn í þriggja leikja bann svo líklega spilar hann þennan leik fyrst hann verður ekki með um helgina og líklega byrja Endo og Gravenberh þar líka en báðir hafa verið að koma fínt inn í þetta undanfarna leiki. Jota er sömuleiðis í banni um helgina og líklegur til að byrja frammi og Gakpo auðvitað meiddur, ég yrði ekki hissa ef Nunez, Salah og Diaz verði á bekknum og byrji gegn Brighton um helgina. Ben Doak er alltaf sprækur og byrjar líklega á kantinum og ætli ég myndi ekki spá því að Elliott verði þar líka.
Bajcetic byrjaði gegn LASK í hægri bakvarðar skástrik miðjumanns hlutverkinu og mögulega gæti hann dottið þar inn aftur ef Trent byrjar ekki.
Union SG gerði jafntefli við franska liðið Toulouse í fyrsta leiknum og í því liði er Kevin Mac Allister, bróðir Alexis Mac Allister, og vonandi ná þeir bræður einhverjum mínútum inn á saman á Anfield.
Annars er þetta auðvitað bara skyldusigur – sýnd veiði en ekki gefin og allt það en Liverpool á að vinna þennan leik nokkuð þægilega líkt og þeir gerðu gegn LASK og fara þá eiginlega bara langt með að tryggja sig upp úr riðlinum sem er það sem við viljum sjá og þá má fara að rótera þessu eitthvað ennþá meira.
Líst vel á þetta lið, Trent fær vonandi 60 mín til að koma sér aftur af stað og hinir halda áfram að stilla saman strengi og verða flott evrópu/bikar lið fyrir okkur. Þessi lið mun bara verða betra með leikjunum. það er gríðarlega mikilvægt að geta hvílt aðalliðið okkar fyrir deildarleikina.
Ég er mjög spenntur að sjá hvernig Doak og Quansah munu þróast á þessu tímabili, báðir mjög hæfileikaríkir og ótrúlega flott fyrir þá að geta fengið þessa leiki til að bæta sig, ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hver þessi Quansah væri fyrir tímabilið.
Sælir félagar
Takk Ólafur Haukur fyrir upphitunina en hefi svo sem engu við að hana bæta eða það sem Red segir.
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir þetta.
Mér list mjög vel á þessa uppstillingu og ef menn mæta með rétt hugarfar þá vinnum við. Ekkert manju-syndrom takk fyrir.
Meinarðu manju-syndrom þá að vera með markmanninn sem er rosalega góður að herma eftir Gimli úr Lord of the Rings? 🙂 Svona lítill gæji sem nær ekki upp í slánna? 🙂
Spennandi leikur í kvöld en ég er ekki alveg búinn með Tottenham leikinn 🙂
Hér er fínt fordæmi frá USA þegar Howard Webb var yfirmaður dómaramála þar en ég hef alltaf sagt að það sé munur á dómaramistökum og því að reglur leiksins eru brotnar eða framkvæmd leiksins er ábótavant.
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/howard-webb-previously-awarded-replay-27846874
Þetta atvik í USA er besta dæmið sem ég hef séð hingað til og ath. þar var Howard Webb yfirmaður knattspyrnumála. Augljóst að markið átti að standa þar sem sjálfsmarkið var ekki beint úr aukaspyrnu.
Það er alveg ljóst að það á að endurtaka leikinn í heild sinni en mér er svosem sama þó leikurinn byrji frá þeirri mínútu sem Luia Diaz skoraði markið sitt eins og gert var í USA ef það þykir sanngjarnari niðurstaða.
Áfram Liverpool!
Núna er Kelleher meiddur og spilar ekki þennan leik, er mig að minna vitlaust eða er hann ekki furðulega oft meiddur miðað við markmann sem spilar nánast aldrei.
Farinn að minna mig svolítið á Chris Kirkland sem spilaði fyrir Liverpool.
Ég held að hann hafi ekki líkamann í að verða neitt annað en varamarkvörður fyrir Liverpool.
Salah, Darwin, Trent, Alisson… þetta er bara hresst lið í kvöld!
Er einhvers staðar hægt að sjónræna leiknum? Man aldrei hvaða ránstreymisveitum er stungið upp á hérna.
Leitaðu bara að footybite, það er a.m.k. ein þeirra sem er í boði.
Kærar þakkir. Ég máske man svona snappí og stutt heiti. 🙂