Þá er komið að enn einum hádegisleiknum á laugardegi eftir landsleikjahlé og í þetta skiptið er það gegn Manchester City á Etihad, og ljóst að þetta verður frekar undarlegur stórleikur þar sem nokkrir eru tæpir hjá báðum liðum auk þess að margir hafa ferðast mikið í landsleikjahléinu og mun það hafa áhrif á hraða leiksins.
Klopp hefur ekki gengið sérstaklega vel gegn City á Etihad en við höfum ekki unnið gegn City á útivelli síðan liðin mættust þar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2018. Man City eru líka frekar sterkir á heimavelli en þeir hafa unnið 23 heimaleiki í röð og ef þeir vinna á morgun jafna þeir met Sunderland með að vinna 24 heimaleiki í röð en þeir settu það met 1892, árið sem Liverpool var stofnað.
Liðin mætst nú sem toppliðin tvö eins og svo oft á undanförnum árum en City leiðir deildina með 28 stig og Liverpool og Arsenal fylgja fast á eftir með 27 stig. Liðin hafa þó ekki verið jafn ósnertanleg og á síðustu árum. City tapaði óvænt um daginn gegn Wolves og gerði 4-4 jafntefli við Chelsea í síðustu umferð.
Það hafa verið nokkur forföll í City liðinu en De Bruyne og Stones hafa verið frá í nokkurn tíma og verða ekki með á morgun. Auk þeirra eru Matheus Nunes, Ake, Ederson, Kovacic og Haaland tæpir, hinsvegar sáust Ake, Ederson og Haaland á æfingu hjá City og því mjög líklegt að þeir verði með á morgun.
Okkar menn
Það hafa þó líka verið góðar fréttir af meiðslalista okkar manna þar sem Konate, Gomez, Gravenberch og Jones hafa allir verið að æfa og eru klárir fyrir leikinn á morgun og því aðeins Robertson, Bajcetic og Thiago sem eru frá. Helsta umræðan í aðdraganda leiksins hefur verið hver muni leysa Robertson að hólmi. Kostirnir tveir eru Kostas Tsimikas og Joe Gomez en Tsimikas hefur verið að spila þessa stöðu og átti sinn besta leik í langan tíma gegn Brentford fyrir landsleikjahlé en er ekki sá besti varnarlega og því verið spáð hvort Gomez fái að byrja þennan leik í vinstri bakverðinum. Klopp hefur hinsvegar verið mjög gjarn á að treysta sínum mönnum og ég á því erfitt með að sjá annað en að Tsimikas verði í byrjunarliði á morgun.
Helsti hausverkur Klopp fyrir morgundaginn er hvað skal gera við suður ameríkumennina sem hafa verið í löngum ferðalögum. Ég geri ráð fyrir að Mac Allister byrji alltaf þar sem hann er skásti kosturinn í sexunni en ég gæti séð hann geyma Diaz og Nunez á bekknum. Ekki endilega vegna þess að Jota og Gakpo séu betri kostir heldur frekar vegna þess að hádegisleikir sem og leikir stórliða eiga það oft til að byrja hægir og lokaðir og það gæti verið svaka sprengja að henda þessum tveimur óútreiknanlegu mönnum inn með hálftíma eftir.
Spá
Ætla að spá Liverpool sigri, Salah kemur okkar mönnum yfir snemma leiks enda fátt sem honum finnst skemmtilegra en að skora gegn City. City jafnar en Darwin Nunez kemur inná og klárar leikinn 2-1.
Það má heyra saumnál detta á Ystu Nöf. Allir hér á Ystu Nöf eru mjög huxi yfir leiknum framundan. Spákonan þegir og hér ríkir grafarþögn. Öll í hvílu. Allir eru að huxa sitt. Ég er með kenningu sem ég mun kynna fyrir söfnuðinum í fyrramálið að ef að mín liðsuppstilling verður rétt hjá Klopp þá munum við vinna 2-3.
Sælir félagar
Ég er hræddur um að Eyvindur á Ystu fari mjög nærri úrslitunum. Málið er bara hvoru megin 2 detta og hvoru megin 3. Þetta verður hunderfitt viðureignar og bæði lið fara af mikilli varfærni inn í leikinn sem verður ansi lokaður framan af. Ég vona að okkar menn nái að jaga fram eins marks sigur og segjum 1 – 2 og allir sáttir eða þannig.
Það er nú þannig
YNWA
Það er smá sérstök stemmning fyrir þennan leik. Hér áður fyrr mátti segja að þetta voru úrslitaleikirnir um titilinn því að þessi lið töpuðu varla stigum.
Núna líður manni eins og hvernig sem fer þá eiga bæði þessi lið eftir að tapa slatta af stgum. Ég er ekki viss um að liðið sem vinnur deildina fer upp í 90 stig og finnst manni því ekki allt undir á morgun en það væri mjög gott að næla í þrjú stig en ég ætla að spá því að við töpum 3-1 en það verður engin heimsendir og við náum þeim í desember mánuði.
Er svartsýnn fyrir leikinn.
Pep er búinn að uppgötva 116. svindið: fake-meiðsli svo leikmenn fái lengri hvíld í landsleikjahléum. Miklir menn erum við Matthías. Miklir menn.
En þarna verða úthvíldir leikmenn á heimavelli gegn óhvíldum og þotulúnum leikmönnum á útivelli.
Ver ekki vel.
1-3 segi og skrifa! YNWA