Liverpool 4 – Blackburn 0

Þetta var ekki mikið mál. Eftir hræðilegan leik gegn Chelsea í Meistaradeildinni þá voru margir hræddir um að leikur gegn Blackburn liði Feita Sam yrði erfiður.

Eeeeen, þetta var ekki mikið mál. 4-0 sigur og Liverpool komið á toppinn aftur allavegana næstu tvo klukkutímana.

Fyrir leikinn var mínútu þögn á Anfield þar sem þetta er síðasti leikurinn á Anfield áður en þess verður minnst að 20 ár eru liðin frá Hillsborgouh. Jamie Carragher kallaði allt liðið saman í hring fyrir leikinn og það virtist virka.

Rafa stillti upp liðinu svona. Gerrard fékk frí:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger- Insua

Alonso- Mascherano
Benayoun – Kuyt – Riera

Torres

Frá 1. mínútu var augljóst hvert stefndi. Liverpool var betra liðið í 90 mínútur og Blackburn liðið ógnaði aldrei sigri okkar manna. **Fernando Torres** skoraði fyrsta markið strax á 6. mínútu og það var algjörlega stórkostlegt. Hann bætti svo við skallamarki eftir um 35 mínútur.

Í seinni hálfleik skoraði svo **Daniel Agger** frábært mark með langskoti (nánast copy-paste af svipuðu marki sem hann skoraði gegn West Ham) – og svo kláraði **David N’Gog** þetta með því að skalla bolta frá Lucasi Leiva, í markið.

Þannig að öruggur 4-0 sigur okkar manna staðreynd, engin hætta á neinu öðru. Liverpool menn eru núna efstir, en Man U heimsækja Sunderland á eftir, þar sem þeir tapa vonandi einhverjum stigum.

Já, og Rafa Benitez brosti eftir eitt markið!

**Maður leiksins** Fernando Torres. Hann skoraði mark ársins í dag og fyrir það er hann maður leiksins. Annars spilaði allt liðið vel og örugglega.

45 Comments

  1. Núna fer markatalan að skipta miklu máli. 4-0 er ok,hefði mátt vera 6-0 samt sem áður.

  2. 4-0 !!!!!! 14 mörk skoruð í síðustu 4 leikjum í PL, og eitt á okkur, gerist ekki betra

  3. Fínn leikur og frábær barátta! Það átti greinilega að vinna þennan leik og allir leikmenn einbeittir. Gerrard hvíldur og verður í fínu formi fyrir Chelsea og sjálfstraustið vonandi í hámarki hjá liðinu. Glæsilegt mark hjá Agger og Insua fannst mér gríðarlega öflugur í sínum leik. Meira af þessu:-)

  4. Gaman , gaman. Benni brosti.
    Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!

  5. Ánægður með hugafar leikmanna. Það koma aldrei annað til greina en að vinna þennan leik og hann hefði hæglega getað endað með stærri sigri.
    Ánægður að menn létu sér ekki duga 1-0 eða 2-0 heldur að klára andstæðinginn með því að þjarma á honum allann leikinn.

    Með fullri virðingu fyrir Liverpool en hvað var málið með þessa liðsuppstillingu hjá Blackburn??? Hvað átti Samba að gera einn frammi,,,,og ekki nóg með það að hann hafi verið algjörlega úti á túni í fyrri hálfleik, þá léku þeir með sama skipulag í seinni hálfleik. Mikið óskaplega hljóta framherjar Blackburn að vera lélegir ef þetta er fyrsti kostur, þetta er allavega ekki til að byggja upp sjálfstraust. Hefði kannski skilið þetta ef hann hefði haft einhvern með sér uppi til þess að hirða lausu boltana en hann var alltaf í aleinn gegn tveimur eða þremur Liverpool mönnum þegar hann fékk boltan. Það þarf nú heldur ekki að nefna þá ógn sem stafaði af hraða Samba ef málið hefði átt að vera að stinga inná hann.
    Ég kvarta allavega ekki, þetta gerði Liverpool bara lífið léttara.

  6. Sælir félagar
    Frábær endurkoma liðsins og sigurinn var síst of stór. Hefði þessvegna getað verið 6 til 7 – 0.
    Ég er helsáttur og vona að sunderland stríði Muuuuuuuuuuu kúnum
    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Klassa sigur hjá okkar mönnum. Ég var virkilega ánægður með að sjá Agger aftur í vörninni.Það var flott flæði á boltanum aftast og ég er ekki frá því að Insua sé að verða okkar besti vinstri bakvörður.
    Einnig fannst mér Alonso og Mascherano slátra miðjunni en það var eitthvað sem vantaði gegn Chelsea.
    Fernando Torres sýndi svo enn og aftur hversu góður hann er.Þetta 1 mark hans var ótrúlegt.Það hefði verið gaman ef hann hafði náð þrennuni því hann fékk færið til þess.
    Einnig var rosalega gaman að sjá Rafa glotta í 1 sek eftir að Torres skoraði annað mark sitt.
    Þá er það brúin á þriðjudaginn.Þá þurfa allir að eiga toppleik ef við ætlum að fara áfram
    Gary Neville að fá gult spjald fyrir leikaraskap.Frábært!

  8. Fínn leikur, en fyrrihluti seinni hálfleiks var ekki allt of góður. Sáuði spjaldið sem einn áhorfendana var með?
    “Im 40 today. Score 4 4me”

  9. Jonni heyrðirðu hvað íslenski vitleysings þulurinn sagði?? “Neville hoppaði bara yfir löppina á honum, þetta er sko ekkert spjald” örlítið hlutdrægur

  10. Kristinn Kjærnisted sem lýsir Sunderand-Manutd er einn mesti Liverpoolmaðu sem ég hef hitt, þannig að ég held varla að um hlutdrægni hafi verið að ræða.

    Insua besti maður liverpooll í þessum leik að mínu áliti.

    Frábært hjá okkar mönnum að koma svona til baka eftir leikinn á miðvikudaginn.

    Frábært mark hjá Torres.

  11. Flottur sigur hjá okkar mönnum, til hamingju öll með það.
    Nú er bara að vona að Sunderland standist álagið : )

  12. Það hefði verið aðeins of gott ef sunderland hefði tekið stig af united.

  13. Þetta er skita og svo fukking mikið bull. Til að Scömmers verði brotegir þarf örugglega að saga fót af andstæðingnum, hversu mörgum augljósum aukaspyrnum sleppti þessi dómararæfil í þessum leik.
    Djöfull hlakka ég til þegar þessi Mashitta áttar sig á því að hann er B leikmaður sem var óhugnalega heppinn í fyrstu tveimur leikjunum sínum og mun ekki geta neitt í komandi framtíð nema hugsanlega með liði Ancona eða álika rusli.

  14. æjj… Manchester voru með FULT af færum, Sunderland voru bara heppnir að fá ekki fleiri mörk á sig. Macheda er bara með “beginners luck”. Hann verður aldrei nein “threat”

  15. Flott hjá okkar mönnum, en Kuyt verður að fara að nota færin sín betur. Áttum að taka þennan leik ca 5-0 og Riera ætlaði að skora í þessum leik og var svolítið eigingjarn. Annars bara gott mál…

  16. Jæja ekki tókst að halda efsta sætinu núna en það kemur að því að united klúðrar (vonandi) og það er greinilegt að Liverpool munu ekki gefa þeim neitt eftir og verða klárir til þess að hirða tækifærið ef það gefst.

  17. Frábær sigur okkar manna og fyrra markið hjá Torres eitt af mörkum ársins.

    Heppni júnited fer að þurrkast upp. Mig dreymdi að við yrðum meistarararar í blálokin og stend við það. Er berdreyminn enda sef ég alltaf nakinn!

  18. United eru að fá á sig mark/mörk í hverjum einasta leik nú orðið, þeir hljóta að fara að tapa stigum núna. Ég er nokkuð viss um að t.d Arsenal eigi eftir að sigra þá.

    Þetta er langt frá því að vera búið.

  19. Ferguson seldi sálu sína djöflinum fyrir tímabilið! Alltaf verða leikirnir færri og færri sem United hefur til að tapa stigum. Hugsa að þetta ráðist allt á Arsaenal einvígunum sem bæði lið eiga eftir. Það lið sem fær fleirri stig þar verður meistari

  20. Frábær sigur hjá okkar mönnum. Við getum vel náð manutd því það þarf lítið að gerast til að þeir tapi stigum. Scumunited hefur t.d. á síðustu 4 og 1/2 mánuðum aðeins unnið 2 leiki með meira en einu marki. Það kallast víst seigla og karakter þegar sum lið spila á þennan hátt, en stöggl þegar önnur lið eiga í hlut.

  21. Nú er ég ekki búinn að lesa öll komment en: Insúa er greinilega kominn til að vera, hann var okkar langbesti maður inn á vellinum!

  22. glæsilegur sigur, sýnir að Chelsea leikurinn var ekki endirinn á þessu góða skriði sem liðið er á.

    Ekki beint skylt leiknum í dag en ég var svo heppinn að hafa misst af tapinu í vikunni, það var rétt núna að ég hafði kjark til að horfa á mörkin í leiknum. Ég man eftir leikinn, þá sagði Hiddink að til að stöðva Liverpool þá þyrfti bara að stoppa Torres, Gerrard og þríhyrningaspil Kuyt og Arbeloa. Með þessu er hann að ‘monta’ sig taktískt, og strá salti í sárin hjá Benitez. Það er lítið að því enda gerði Benitez það sama við Ferguson eftir Manu slátrunina.

    Nema hvað, fyrir það fyrsta þá tekur hann þrjá sókndjörfustu menn Liverpool og segir að einungis þurfi að stoppa þá …

    Hmmm, varla er það spakmæli að segja að til að stoppa scum united þá þarf bara að stoppa Ronaldo, Rooney og Berbatov. Eða til þess að stoppa Chelsea þá þarf bara að stoppa Fat Frank, Drogba og Anelka.

    Svo vill til að fyrsta mark Liverpool var flott spil á milli Kuyt og Arbeloa sem endaði með marki frá Torres:) Hljómar eins og hann hafi ekki allveg náð að stoppa Liverpool sóknarlega. Verst að vörnin klikkaði.

    Svo talaði hann um veikleika Liverpool í föstum leikatriðum, eða í loftinu. Við fáum ekki mikið af mörkum á okkur og eftir Bolton leikinn í dag þá sýndist mér Chelsea vera í stökustu vandræðum me háa bolta og ekki spila þeir svæðisvörn.

    Ég held að það eina sem geti verið sagt um tapið var að þetta var ekki dagur Liverpool. Kannski skoruðu þeir of snemma, kannski voru þeir orðnir vanir að vera í total control allan leikinn eftir undanfarna sigurtörn, kannski var það mental setback að fá á sig mark úr föstu leikatriði stuttu fyrir og eftir hlé, kannski var það of stór biti að hafa ekki Mascherano í svona leik …

    Að halda því fram að þetta hafi verið taktíkin hjá Hiddink sem vann leikinn er útí hött. Það þarf ekki snilling til finna uppúr því að setja mann á Gerrard, og það þarf ekki snilling til að setja alla stóru mennina fram í föstum leikatriðum. Ef báðir skallarnir hefðu farið framhjá, þá hefði ekki verið minnst á þessa taktík að setja stóra menn fram í horn og aukaspyrnur.

    Að segja að Liverpool séu fyrirsjáanlegir og að Benitez hefði átt að breyta einhverju er líka útí hött. Við vitum að ef að við stoppum Lampard og Drogba þá eru Chelsea ekki jafn hættulegir. Þótt allir viti að Gerrard og Torres séu bestir þíðir ekki að það sé hægt að stoppa þá.

    Það tókst að stoppa hálfmeiddan Gerrard, hann getur ekki alltaf átt stórleiki

    Chelsea vann leikinn af því að þeir voru betri á leikdegi, you can´t win it all!!!

    YNWA

  23. Flottur leikur, liðið í dúndurformi og frábært að sjá þá stúta þessum leik!
    Annars óþarfi að velta miklu upp öðru en hér er fram komið.

    Við erum heldur betur inni í titilbaráttunni með 6 umferðir eftir.

    Höldum áfram að trúa!

  24. og hugsið ykkur… í bara fyrra var Liverpool að tapa stigum á móti þessum liðum og undanfarnar leiktíðir… alltaf í djöfulsins basli með “smáu” liðin. EN það er vonandi breytt um ókomna tíð..
    Það er svolítill status að taka og jarða andstæðingana í hverjum leik 0-4, 1-4, 5-0 (0-1) 4-0.. þetta setur vonandi smá óstyrkleika og hræðslu í næsta andstæðing… Skiljiði ,,Fokk, það er Liverpool á laugard.”
    Þetta viljum við heyra..

    Áfram LFC

  25. Þetta var öruggur sigur og gott að sjá liðið komið í gang eftir vont tap gegn Chelsea. Ótrúlegt að horfa á Blackburn í þessum leik og tek ég upp orð Gísla: “Þú skelfur eins og hrísla á höndunum á Gísla!”

    Verst að Man U vann slakt Sunderland lið og Chelsea komst í 4-0 áður en Megson drengirnir skoruðu 3 mörk í röð. Ef Bolton getur skorað 3 mörk á Stamford þá getum við það 🙂

    Flott og hnitmiðuð skýrsla! Áfram Liverpool og já gleðilega páska.

  26. Já, getum alveg skorað 3-4 mörk á brúnni. Sérstaklega í ljósi þess að fokking terry verður í banni.

  27. Ja…Bolton skoraði 3 á Brúnni, þannig að hver veit. Leikurinn var í alla staði frábær, við söltuðum b-lið Blackburn og hefðum átt að klára þá miklu stærra. Talandi um svæðisvörn og maður á mann, ég held ég hafi talið hátt í tíu mörk úr leikjum laugardagsins gegn maður á mann vörnum úr hornum og aukaspyrnum. Ég neita að gefa þetta upp á bátinn úr því sem komið er. Við höldum áfram að anda ofan í hálsmálið á þessum grísurum þarna og þeir munu misstíga sig – eða missa heppnina. Kommonn, gaurinn fékk hann í sig í sigurmarkinu. En Kristján V, við höfum einmitt tapað á annan tug stiga á heimavelli gegn smáu liðunum.

  28. Snildar leikur. torres mörkin algjör snild og hann sýnir bara en og aftur að hann er besti striker heims. þvílíka negla hjá Agger algj0rt rugl. fíla Lucas ekkert í tætlur en þetta var mjög vel gert hjá honum . án vafa torres maður leiksins en allir voru geggjaðir

  29. Það var líka skemmtilegt að sjá hvað Insua er orðinn öruggur á boltanum og ég er sannfærður um að þarna er á ferðinni framtíðarbakvörður Liverpool ekki spurning.
    N´Gog verður líka framtiðarmaður hjá okkur held ég og vonandi að hann fái fleiri tækifæri bráðlega enda er hann hrikalega hæfileikaríkur og honum vantar bara meiri reynslu.

    Og ef að Torres helst heill út tímabilið þá ætla ég að ganga svo langt að segja að hann verði markakóngurinn í deildinni.

  30. Já og ekki gleyma Agger, rosalega var ég ánægður að sjá hann í byrjunarliðinu og að sjá þennan bolta liggja inna var auðvitað bara snilld.

  31. eitt sem agger hefur sérstaklega fram yfir skrtel er að rekja boltan upp völlinn, og bæti spilið og ekki skemmir vinstri fóturinn hjá honum;)

One Ping

  1. Pingback:

Blackburn á hádegi á morgun

Gleðilega páska.