Tilvitnun Bill Shankly á ansi vel við eftir þessa viku “Ay, here we are with problems at the top of the league” Tveir frekar ósannfærandi útisigrar, sex stig og einhvernvegin er Liverpool komið á toppinn í deildinni. Tökum því heldur betur fagnandi.
Tvær umferðir og mikið leikjaálag hjá toppliðunum á Englandi og áhugaverð úrslit, deildin er töluvert jafnari á þessu tímabili.
Bættum svo miðjumanni við í Ögurverk Lið aldarinnar og drógum út sigurvegara í Facebook leik Kop.is og Jóa Útherja.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 451
Takk fyrir gott uppgjör, það er einmitt meistarabragur á okkar mönnum þessa dagana þegar menn ná að sigra þrátt fyrir lélega frammistöðu. Veit vonandi á gott með framhaldið gegn ManUtd og Arsenal, það eru alvöru prófsteinarnir á liðið okkar.
Held að það sé síðan deginum ljósara að Bruno náði sér í auka gult spjald á móti Bournemouth svo hann þyrfti ekki að spila fyrir ManUtd á móti okkur nk. sunnudag. Það breytir því ekki, eins og réttilega hefur komið fram, að leikir við ManUtd eru eins og derby-leikirnir við Everton… það getur allt gerst í þessum leikjum. Þetta eru leikirnir sem aftengja sig við öll náttúrulögmál og allt getur gerst. Það kæmi mér hreinlega ekki á óvart ef þetta yrði leikurinn sem ManUtd myndi allt í einu smella saman og Ten Hag væri með einhverja töfraformúlu þarna sem myndi keyra ManUtd í gang og senda þá langt upp töfluna í kjölfarið. En svo á móti gæti það gerst að staðan verði 9-0 fyrir okkur í hálfleik og Ten Hag verði látinn fara þá og rykið dustað af Mourinho sem myndi stýra liðinu út tímabilið.
Allaveganna, þá er ég smeykur um að núna fari andrúmsloftið á Old Trafford að skána með komu Radcliffe inn í eigendahópinn og að hans kónar séu að taka yfir reksturinn á félaginu. Þetta er einungis fyrsta skrefið í mínum huga í átt að Radcliffe taki félagið alfarið yfir og það er fátt verra fyrir andstæðinga ManUtd en nýr eigandi sem er stuðningsmaður liðsins frá barnæsku og er með sand af seðlum á bakvið sig.
Að því sögðu þá hef ég ekkert sérstakt á óskalistanum fyrir jólin annað en að Liverpool slátri ManUtd og Arsenal og komi sér þægilega fyrir á toppnum fyrir áramótin -er það ekki bara málið?
YNWA – Áfram að markinu!