Eins og kom fram í vikunni þá verður þetta tvöfaldur slagur við rauðu djöflana í dag. Stelpurnar okkar ætla að mæta þeim í fjólubláu búningunum okkar á heimavelli United núna kl. 12:30, og strákarnir okkar fá heimsókn á Anfield kl. 16:30. Svo ætlar U23 liðið meira að segja að spila við Chelsea kl. 13, svo það verður nóg að gera á öllum vígstöðvum.
Stelpurnar fara inn í þennan leik í 5. sæti deildarinnar, með United í sætinu fyrir ofan, þrem stigum á undan. Það er því tilvalið tækifæri til að hirða þessi 3 stig sem eru í boði og jafna þær í deildinni. Annars er staðan á toppnum sú að Arsenal og Chelsea eru jöfn í efsta sæti með 22 stig, en Arsenal eru reyndar búnar með sinn leik í þessari umferð og töpuðu þar fyrir Vicky Jepson og félögum hjá Spurs, svo Niamh Charles og félagar geta komist á toppinn með sigri á Amy Rodgers og félögum í Bristol City núna á eftir. Laura Coombs og félagar í City lúra svo í 3ja sætinu með 19 stig.
En nóg um það. Það er óljóst hvort Matt Beard verður á hliðarlínunni í dag, hann var eitthvað lumpinn á miðvikudaginn svo Amber Whiteley stýrði liðinu í góðum 2-1 sigri á Everton, kannski tekur hún stýrið aftur í dag. Liðið sem byrjar lítur svona út:
Clark – Bonner – Fisk
Koivisto – Nagano – Hinds
Kearns – Holland
Lawley – Roman Haug
Bekkur: Spencer, Parry, Daniels, Lundgaard, Höbinger, van de Sanden, Enderby, Flint, Kiernan
Það virðist vera eitthvað bras á Rachael Laws, svo hún er ekki á bekk, og Spencer er aftur sótt úr unglingaliðinu til að vera á bekk ef eitthvað skyldi nú koma fyrir Teagan Micah í markinu. Auk hennar eru þær Lucy Parry og Sofie Lundgaard á bekk en þær sýndu báðar virkilega góðan leik í miðri viku, og eru klárar í slaginn ef kallið kemur. Marie Höbinger sest á bekkinn fyrir scouserinn Missy Bo Kearns, sem byrjar sinn fyrsta deildarleik í einhvern tíma. Mia Enderby er búin að jafna sig af heilahristingnum og er líka á bekk, sömuleiðis Natasha “Tash” Flint sem var í einhverju brasi með kálfa en er orðin leikfær. Yana Daniels gerði vel í vinstri bakverði á miðvikudaginn og skoraði mark, væri nú tilvalið að endurtaka leikinn í dag ef hún verður sett inná. Nú svo var gaman að sjá Leanne Kiernan ná 90 mínútum á miðvikudaginn, kannski ekki skrýtið að hún sé ekki tilbúin í að byrja í dag, en ef það er einhver leikur tilvalinn fyrir hana til að koma inná og setja sitt fyrsta mark eftir meiðslin þá er það þessi.
Leikurinn verður sýndur á BBC2 ásamt því að vera á The FA Player.
KOMA SVO!!!
1-1 í hálfleik. Okkar konur klárlega heppnar að sleppa í gegnum fyrstu 15 mínúturnar bara 1-0 undir, en svo jafnaði Emma Koivisto og Missy Bo var mjög nálægt því að koma okkur 1-2 yfir. Markið hjá Emmu var annaðhvort skorað með hendinni eða sjálfmark hjá Millie Turner, svo það verður ekki betra.
Nú er bara að setja annað skítamark á þær í seinni hálfleik ásamt því að fá ekki á sig fleiri mörk auðvitað.
Nunez faviti að fa gult spjald og er svo æstur að hann fær örugglega annað gult og rautt