Hrikalega svekkjandi markalaust jafntefli á Anfield um helgina og ósannfærandi frammistaða hjá okkar mönnum. Of margir lykilmenn ekki alveg að finna fjölina undanfarnar vikur en þurfa heldur betur að leita betur fyrir stórleikinn um næstu helgi. Toppsætið um jólin í boði í þeim leik.
Það er svo ljóst hvaða lið verða með Liverpool í Evrópudeildinni eftir áramót þó Liverpool verði reyndar ekki með í næstu umferð.
Bættum svo hinum miðjumanninum við í Ögurverk Lið aldarinnar, Gerrard var sjálfkjörin í síðustu viku.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 452
Takk fyrir þáttinn. Varðandi síðasta leik þá minnti Man. Utd. á ítölsku skriðdrekana í seinna stríði. Ítölsku skriðdrekarnir voru þannig hannaðir að þei voru með 2 gíra áfram en 6 bakkgíra. Þvílík leiðinda knattspyrna.
Takk fyrir góðan þátt, alltaf ljúft að ná smá jarðtengingu í jólaösinni með góðum þætti.
Mér hefur sjaldan liðið eins mikið og að við höfum tapað með því að ná jafntefli og í þessum leik á móti ManUtd-liði sem einmitt minnir meira á Sheffield United fremur en Manchester United.
Það sem situr eftir hjá mér að nú er kominn tími á að Darwin vinur okkur þarf að setjast aðeins á bekkinn. Það voru margir daprir hjá okkur í þessum leik en honum tókst eiginlega að standa upp úr (eða niður úr?) í slakri frammistöðu okkar manna. Þegar þú ert kominn upp á þetta level þá er lágmarkskrafa að láta ekki spila sig endalaust inn í rangstöðu. Það er bara óásættanlegt. Eins mikið og ég dýrka hann þá er ég bara orðinn rosalega hræddur um að hann eigi eftir að missa hausinn og lenda í löngu banni í kjölfarið. Hann er rosalega hrár og óheflaður og það þarf að slípa hann betur til.
Upplegg Ten Hag tókst, að verja stigið. Þetta hefur líka verið vandamál hjá okkar mönnum þegar verið er að spila á móti mun lakari liðum að þá eigum við erfitt með að brjóta aftur einhæfa tilburði þess þegar rútunni er lagt og lyklinum hent upp í stúku.
Liverpool 2.0 undir stjórn Klopp er á góðri leið og er í raun komið lengra en björtustu menn þorðu að vona en í svona leikjum sést svo vel að við erum ekki komnir ennþá á þann stað að vera jafn beittir og banvænir eins og þegar við toppuðum okkur á titil-árinu 2020.
Spá mín fyrir tímabilið var að allt umfram Meistaradeildarsæti væri bónus og liðið er á góðri leið með að ná þeim árangri. En mikið afskaplega yrði það svekkjandi ef við næðum ekki allaveganna að höggva hressilega í átt að efsta sætinu nú þegar Man€ity er að setja í brókina.
YNWA – Áfram að markinu!