Liverpool 1-1 Arsenal

Mörkin
0-1 Gabriel 4.mín
1-1 Salah 29.mín

Hvað þýða úrslit leiksins?
Úrslit leiksins þýða það að Liverpool situr í 2.sætinu yfir jólin, stigi á eftir Arsenal og með jafn mörg stig og Aston Villa. Það þýðir í raun að Liverpool hafi mistekist að næla sér í fjögur stig sem þeir hefðu í raun og veru átt að taka. Deildin er mjög jöfn þegar styttist í að hún sé hálfnuð og að vera stigi á eftir toppnum á þessum tímapunkti er vissulega enginn heimsendir þó þetta hefði klárlega getað verið mun betra.

Hverjir stóðu sig vel?
Í raun voru flest allir leikmenn Liverpool sem spiluðu vel í dag og í raun bara gremjulegt hvernig fyrstu fimm mínúturnar höfðu þessi áhrif á úrslit leiksins. Arsenal byrjuðu af gífurlegum krafti og virkaði skjálfti í Liverpool en Arsenal komst yfir í upphafi leiks með marki eftir fast leikatriði en minnstu munaði að markaskorarinn væri rangstæður en slök dekkning og þessi smá “heppni” gerði Liverpool erfitt fyrir.

Liðið brást hins vegar bara mjög vel við þessu og eftir það stjórnuðu þeir meira en minna leiknum. Trent átti geggjaðan bolta upp völlinn á Mo Salah sem fíflaði varnarmann Arsenal upp úr skónum og lúðraði boltanum í netið og jafnaði metin.

Enn og aftur vantaði kannski helst upp á það að Liverpool bjó sér til alvöru skotfæri. Mig rámar í að besta færi Liverpool fyrir utan skot Trent í þverslá þegar Liverpool var í rosalegri yfirtölu í skyndisókn hafi verið skot Joe Gomez sem fór rétt framhjá.

Tsimikas var virkilega góður áður en hann þurfti að fara út af. Leikmaður Arsenal keyrði mjöðmina óþarflega harkalega inn í hann við endalínu sem varð til þess að hann lenti á Klopp og viðbeinsbrotnaði, algjör synd enda hefur hann verið mjög góður upp á síðkastið og verður eflaust frá í nokkuð langan tíma. Gomez kom inn í hans stað rétt undir lok fyrri hálfleiks og var mjög ryðgaður og kaldur fyrst en í seinni hálfleik var hann eflaust einn besti leikmaður Liverpool bæði í vörn og sókn.

Trent fannst mér virkilega góður, átti geggjaðan bolta í markinu og afar óheppinn að skora ekki þegar skot hans endaði í þverslánni. Hann sótti vel og varðist enn betur. Van Dijk var sterkur en Konate var bara á einhverju öðru leveli í kvöld og var gjörsamlega geggjaður í vörninni!

Szoboszlai var ekki alveg upp á sitt besta í sóknarleiknum en frábær í varnarleiknum og Endo var örugglega bara besti maður vallarins í dag, hann var virkilega góður í pressunni og vann boltann nokkrum sinnum alveg frábærlega og náði nær alltaf að setja Liverpool í jákvæða hreyfingu fram á við í kjölfarið.

Gakpo og Diaz byrjuðu inn á og voru svona nokkuð daufir fannst mér en Mo Salah var virkilega góður, skoraði gott mark og var alltaf mjög ógnandi.

Hvað hefði betur mátt fara?
Tja, Arsenal slapp með eina mest áberandi hendi sem ég hef séð í Liverpool leik í ansi langan tíma svo dómgæslan – sérstaklega VAR herbergið hefði svo sannarlega mátt gera betur þar.

Annars þá er það sóknin sem maður vill fara að sjá meira frá. Það vantaði heilt yfir betri færi og aðeins meiri kraft í sóknarleikinn eins og hefur verið nokkuð algengt undanfarið. Sömuleiðis það að Liverpool hafi byrjað leikinn á hælunum og gefið Arsenal forskot var óþarfa leiðindi.

Diaz fór út af eftir að hafa fengið högg á hnéð, líklega ekki alvarlegt en hvað veit maður. Tsimikas fór frá og enn bætist í leiðinlega langan meiðslalista Liverpool og eru nú báðir vinstri bakverðirnir frá og verða það eflaust í smá tíma í viðbót.

Hvað er framundan?
Næsti leikur er útileikur gegn Burnley 26.desember og það er bara sama gamla tuggan þar; það þarf að sækja stigin þrjú þangað og sjá hvað setur.

Annars þá óska ég lesendum gleðilegra jóla og hafið þið sem allra best yfir hátíðarnar, það hefði nú verið gaman að vera á toppnum yfir jólin en það má bara bíða – vonandi förum við í sumarfrí í toppsætinu!

35 Comments

  1. Eftir þennan leik: Einbeita sér að því að vinna þessa bikara – Carabao og Evrópubrassið.

    City er að endurheimta de Bruyne. Við erum að missa 1-2 leikmenn í hverjum leik. Höfum vissulega fengið flotta byrjun hjá öllum þessum nýliðum en nú er þetta farið að dofna.

    Gakpo er algjörlega gagnslaus gegn alvöru liðum. Hægur, hræddur og mistækur.
    Szlobo átti ágæta spretti en missir boltann alltof oft.
    Gravenberch hefði þurft að fá nokkra mánuði í aðlögun. Hann hefur hvorki haus, fætur né hreðjar í enska boltann. Hörmuleg innkoma.
    Nunez… átti smá sprett en það eru meiri líkur á marki frá Gomez en honum.

    Ljósi punkturinn? Endo. Mitt eftirlæti í þessum leikjum. Elska þessa áræðni, kraftinn, hugrekkið. Ef hann gæti nú bara smitað hina af þessum eiginleikum.

    Svo skil ég ekki af hverju Elliott fékk ekki að byrja. Allt annað í gangi þar.

    9
    • Merkilegt að við skyldum samt hafa verið betri en Arsenal með alla þessa “gagnlausu menn” innanborðs. Elliott, sem er einn af mínum uppáhalds Liverpool mönnum, átti hinsvegar ekkert merkilega innkomu í þessum leik, sást lítið fyrir utan þetta eina skot á markið. Hins vegar er ég alveg sammála þér með Endo, sá er að vaxa eftir því sem hann lærir meira inn á enska boltann sem er klárlega mun hraðari en sá þýski.

      19
    • Það sem þú getur bulla Lúðvík sem ég er farinn að halda að sé líka Henderson14…..þið minnið mig á Ragnar Reykás….ef ég væri jafngóður á lyklaborðinu og þú eða þið þá væri ég löngu búinn að lesa yfir ykkur sjáið ekkert nema það neikvæða í hverju skrefi….annars mjög góður og gleðilega hátíð til þín eða ykkar….

      13
      • Sælir félagr

        Það er alveg ljóst að Liverpool var betra liðið eftir klaufalega vörn í marki Arse. Mér fannst liðið okkar meira og minna yfirspila Arse nánast allan leikinn og þó ég hafi pirrað mig á því að TAA skyrldi ekki skora úr dauðafærinu sínu þá er það bara eins og það er. “Besta lið deildarinnar” átii meira og minna í vök að verjast gegn meiðslum hrjáðu liði Liverpool og að dómgæslan skuli vera með þeim hætti að Arse leikmenn megi stöðva bortann með hendinni inni í vítateig sínum er nottla rannsóknrefni.

        Mér sýnist að eftir þessa törn í des. geti liðið og við stuðningsmenn í raun og veru vel við unað. Annað sætið verðskuldað og liðið hefur ekki fengið neitt gefins í þessari törn frekar en vanalega. Allt sem Liverpool liðið fær af stigum er vegna þess að það hefur unnið fyrir þeim sem er eitthvað annað en hægt er að segja um “toppliðið” semhöktir áfram á því að dómarar dæma liðp en ekki leiki.

        Það er nú þannig

        YNWA

        14
      • @Börkur

        Þetta var do or die leikur milli toppliðanna í ensku deildinni og forystan undir. Ég áskil mér rétt til þess að nöldra eins og mér sýnist og þér kemur það ekkert við. Og nei, við Lúðvík erum ekki sami maðurinn. Ég er eldri.

        4
  2. Ég fer ekki mjög sáttur inn í Jólin eftir þennan leik sem þurfti að vinnast, en Gleðileg Jól poolarar !

    9
  3. Stundum verð ég hryggur þegar ég kem hingað á þetta annars ágæta svæði. Finnst þetta stundum svona eins og að horfa á ársmiðaöldungana sem hnussa á Spion Kop og eru hættir að syngja og hleypa ekki ungum og orkumiklu fólki að.

    Við erum í öðru sæti deildarinnar og heilt yfir að spila fínan fótbolta (og værum í efsta ef ekki VAR vitleysan). Auðvitað getum við bætt okkur. Og erum á þeirri leið.

    Bæði hafa meiðsli þynnt bekkinn verulega (sérstaklega vanmetið að missa Robertson), og við erum líka að læra að spila með nýja miðju. Megin málið er að tapa ekki innbyrðis stigum gegn hinum liðunum í toppbaráttunni og það er að gerast. Það var augljóst í dag að við þrýstum hart og áttum nokkur tækifæri — en svo var liðð hreinlega sprungið síðustu 10 mínúturunar og þá var bara stefnt í heimahöfn.

    Og þessi hræðsla við City er hallærisleg.

    LFC 2.0 er að spilast í að verða frábært lið — fyrir 4 mánuðum hefðum við aldrei reiknað með að vera á þessum stað. Fögnum því. Og hættið að pönkast í leikmönnum sem eiga einn eða tvo eða jafnvel þrjá lélega leiki. Ég sé engann í hópnum sem vinnur ekki af heilidnum og gefur sig í jobbið. Meira að segja Darwin sem getur ekki skorað þessa dagana er að vinna eins og brjálaður í pressunni.

    Gleðileg jól —

    59
    • Alveg sammála þér.
      Það sem pirrar mig meira en þessir háöldruðu sófasérfræðingar eru enskir dómarar en það er að vísu efni í sannakallaðan reiðilestur sem er ekki við hæfi um jólin.

      3
  4. Sammála. Við erum í bullandi sens á að vinna deildina og fleiri titla. Getum unnið allt og alla og erum samt bara komnir í þriðja gír.

    Gleðileg jól og ég er drullusáttur við stöðuna okkar núna,

    14
  5. Fín úrslit að mínu mati. Auðvitað hefði verið gott að vinna en aðalatriðið var að tapa ekki í dag. Ótrúlegt hvað Klopp og hans teymi hefur náð í mörg stig á árinu miðað við breytingar á mannskap.

    Ég er alltaf sáttari þegar við gerum jafntefli og áttum skilið að vinna. Það er góðs viti.

    Og Kóngurinn með enn eitt markið. Þvílíkur leikmaður sem Salah er. Ég væri til í að sjá styttu af Klopp og Salah að faðmast fyrir utan Anfield einn daginn.

    Áfram gakk!

    13
  6. Gunna spákona er komin heim eftir spítalaleguna og allt gengur nú eftir sem hún spáir. Heimabruggið gengur vel ofan í safnaðarmeðlimi og nú er sungið í hverju horni. Tignarlegur borgarísjaki rekur nú hér inn flóann framan við Ystu Nöf. Mér sýnist vera 11 ísbirnir o’n á honum. En þvílíkur leikur. Hér verður dansað fram eftir kveldi. Allir velkomnir. YNWA.

    12
  7. Gott að ná stigi gegn liði sem er augljóslega betra en Liverpool. 3 sætið er markmiðið sem er bæting frá sl tímabili.

    4
  8. Arsenal eru góðir en ekkert augljóslega betri, bara alls ekki. Miðjan okkar er reyndar ekki farin að tengja, og þegar það gerist mun ekkert stoppa LFC

    7
  9. Mikið skelfing er liðið slakt þegar komið er á seinasta þriðjung vallarins. Kolrangar ákvarðanir og framkvæmdir hræðilegar. Hefur heldur betur kostað okkur.
    Ef þessir 3 heimaleikir voru prófsteinn á getu liðsins þá stóðst það einn með glans en féllu á hinum tveimur.
    En, ef einhver hefði sagt mér að þetta lið væri í öðru sæti um miðbik tímabils þá hefði ég hlegið hátt.
    Stig betra en tap en engan vegin nógu gott, en líklegast er liðið bara ekki betra en þetta.

    7
  10. Hugsa sér ef við hefðum ekki selt Solanke á sínum tíma. Sá hefði staðið sig betur en þessar níur okkar!

    Held við verðum að opna peningaskápinn í janúar og bæta í hópinn.

    5
  11. Diaz og Gakpo eru ekki nógu góðir í þetta gigg. Mögulega hægt að finna hlutverk fyrir Gakpo með tíð og tíma en hættum þessari meðvirki með Diaz, gæinn er ekki lélegur en engin alvöru ógn. Hann er með gott lúkk og takta sem líta vel út í einhverjum street ball fótbolta en hann er betur geymdur á bekknum eða hreinlega seljann. Fremstu þrír verða að fara skila einhverju.
    Menn hérna inni alltaf að hjóla í þá sem gagnrýna en liðið er ekki að spila nógu vel til þess að vinna titillinn og það er drullu pirrandi. Miðjan tilviljunarkennd og Ungverjinn með mjög óstöðugar frammistöður.
    Klopp þarf að fara hrista upp í hlutunum, setja Salah fremstan, Trent í holuna, Nunez á vinstri, byrja með Elliot. Þetta er ekki nógu gott svona þó þetta sé ekki vonlaust þá er hægt að gera betur.

    6
  12. Þetta lið á helling inni og þessi jólatörn hefur bara reynst okkur nokkuð vel, við erum allavega ekki á sama leveli og þeir í manutd sem eru á leiðinni eitthvert.
    Núna þarf bara að bretta upp ermar og halda áfram að safna stigum.
    Setja Joe Gomez í bakvörðinn, djöfull er hann að standa sig frábærlega, svo vona að Konate haldist heill.
    MacAllister búinn að fá flott og verðskuldað frí og kemur ferskur til baka ásamt Thiago og svo styttist í besta slúttara liðsins Diogo Jota.
    Förum sátt inn í jólin í 2 sæti og höldum áfram að njóta þess að horfa á þetta geggjaða lið okkar.

    Gleðilega hátíð

    17
  13. Manni finnst svekkjandi að horfa upp á það að liðið sé mögulega 2-3 leikmönnum frá því að vera mjög gott. Ef liðið ætti topp nýju og betri miðjumenn fram á við þá væri líklega hægt að fá meira út úr mönnum eins og Diaz, Nunez og Gakpo. Síðan við keyptum Van Dijk, Alisson og Mané höfum við ekki verið að hitta nógu vel á leikmannakaup eða markið ekki verið sett nógu hátt til að fylgja eftir frábærum árangri og frábæru liði. Mér sýnist þetta lið í besta falli geta náð í topp 4. En það er bara mín skoðun miðað við spilamennsku og ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér því ég elska þetta fótboltalið.

    3
  14. Sælir aftur félagar

    Mér finnst gæta dálítillar ósanngirni hér. Menn eins og Sobo, og Ryan ásamt Endo eru jafnt og þétt að vinna sig inn í liðið og venjast álaginu og hraðanum. Darwin mun koma til þegar hann lærir að slútta því hann kemur sér nánast undantekningarlaust í markfæri. Hann þarf bara að læra að það er ekki alltaf nauðsynlegt að hafa það fast heldur er aðalatriðið að koma boltanum yfir marklínuna. Mér finnst Diaz ekki eiga framtíð nema sem “squad” leikmaður – því miður alltof “óðfluga” og æstur. Mér finnst að liðið sé að ná ákveðinni festu og svo þarf bara að nýta færin sem liðið fær í hverjum einasta leik þá tínast stigin inn – þrjú eftir þrjú 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    13
  15. Annað sinn er ekki dæmd hendi þó svo að augljós sé. Dómarar almennt í Englandi búnir að viðurkenna hendi á MU sem LIV fékk ekki. Líklega er LIV búnir að missa 4-6 stig útaf VAR. Finnst hálf kjánalegt að tala um að Dias og Nunes séu ekki nógu góðir á móti stóru liðunum en þeir hafa klárað leiki á móti þeim. En hafa skal það í huga að þeir fá ansi oft litla þjónustu.

    6
  16. Liverpool verða meistarar! Ekkert annað að segja um þennan leik nema að hann var skemmtilegur.

    5
  17. Eftir að hafa hlaustað á Arteta í viðtali eftir leik þar sem hann fór á kostum í ánægju sinni yfir leik Arsenal og þar sem hann talaði um yfirburði þeirra og að Liverpool hafi verið heppið að ná jafntefli spurði ég sjálfan mig. Vorum við að horfa á sama leik ? Næ ég virkilega ekki af mér Liverpool gleraugunum ? Hvað fannst ykkur ? Eftir slæmar upphafsmínútur fannst mér Liverpool taka leikinn í sínar hendur og stjórna honum á löngum köflum allt til loka. Einungis smá óheppni kom í veg fyrir sigur okkar manna. Að við skulum vera í öðru sæti einu stigi á eftir leiðandi Arsenal eftir mjög slæmt gengi einkum um miðbik síðustu leiktíðar og í titilbaráttu um þessi jól er miklu betri árangur en ég átti von á. Ef liðið kemst í gegnum áramótatörnina og janúar mánuð með ásættanlega stiga söfnun og án meiriháttar meiðsla á lykilmönnum er ég viss um að við eigum eftir að eiga skemmtilega vormánuði. Í sjónmáli mögulega 1-2 titlar. Klopps Liverpool er alltaf best á vorin. Liggur í DNA liðsins. Við erum á níundu leiktíð Klopps ! Hvað þessi einstaki þjálfari hefur gefið Liverpool samfélaginu mikið á undanförnum árum í ójafnari samkeppni við þetta svindl City lið. Ég er ekki allveg sáttur við tóninn og ósanngirni margra í skrifum í garð einstakra leikmanna liðsins því leikmannahópurinn er einstakur. Við erum með 7 lykilleikmenn sem spila alla leiki ef þeir eru ómeiddir (Alisson, VVD, Robertsson, Trent, Mac Allister, Sobo, Salah). Í honum eru einnig til staðar leikmenn sem stíga ávalt upp og bæta sig og falla vel að leik liðsins ef einhverjir af lykilleikmönnum meiðast og detta úr leik. Þetta hefur alltaf verið einkennandi fyrir lið Klopps. Gott dæmi um þetta er Endo sem blómstrar núna og einnig grikkinn sem því miður meiddist í lok síðasta leiks. Þegar Matip datt út steig ungi óreyndi bakvörðurinn upp og fyllti skarð hans. Þannig tekst Klopp ávalt að halda dampi þrátt fyrir meiðsli. Hann er ekki með 50 milljón punda leikmenn í röðum á varamanna bekknum eins og City. Að Liverpool skuli veita City þá samkeppni sem við höfum orðið vitni að á undanförum árum á í raun ekki að vera möguleg. Klopp er ástæðan fyrir velgegni Liverpool. Það verðum við að hafa í huga og ég kviði þeim degi þegar hann kveður. Ég óska öllu Liverpool samfélaginu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

    26
    • Er að flestu leiti sammála síðasta ræðumanni, ég nefnilega kvíði þeirri stund þegar Klopp endanlega kveður klúbbinn. Verður það eins og þegar Ferguson kvaddi manu? Liverpool vill ekki eyðimerkurgöngu, aldrei aftur. Besta lið í heimi þarf ekki á eyðimerkurgöngu að halda!!!!

      YNWA

      3
  18. í hvaða rugl heimi breskra dómara er þetta ekki hendi víti …. RUSL !

    4
  19. Fjelag gamlingja óskar öllu samferðafólki á kop.is gleðilegrar hátíðar! Best af öllu er að sólin tekur á hækka á ný en næstbest er að Liverpool hnyklar vöðvana og er til alls líklegt á nýju ári. 🙂

    6
  20. Ekki alslæm úrslit en þó ekki algóð heldur. Hef margoft rætt um að mikilvægast af öllu er að fá ekki færri stig í innbyrðis viðureignum heldur en andstæðingurinn sem þú ert að berjast við á toppnum. Staða innbyrðis viðureigna toppliðanna fimm er athyglisverð (Kannski fullsnemmt að afskrá önnur lið í keppninni um þann eftirsótta). Hver hefði getað giskað á þetta í upphafi tímabils?
    Aston Villa 4 3 0 1 4-4 9 stig
    Liverpool 4 1 2 1 6-4 5 stig
    Spurs 4 1 2 1 8-8 5 stig
    Arsenal 4 1 2 1 4-4 5 stig
    Man C 4 0 2 2 4-6 2 stig

    Gleðilega hátíð.

    7

Liðið gegn Arsenal

Gleðileg jól og Burnley upphitun!