Búið er að tilkynna hverjir eru tilnefndir sem leikmenn ársins í vali, sem að leikmenn í ensku deildinni standa fyrir ár hvert. Tilnefningarnar eru hálf skrýtnar.
FIMM af sex sem eru tilnefndir eru leikmenn Manchester United og er Steven Gerrard sá eini sem er tilnefndur, sem ekki spilar fyrir United. Eitthvað er þetta nú litað af frábærum kafla, sem að United átti í janúar-febrúar. Til dæmis er verulega einkennilegt að sjá menn einsog van der Saar á þessum lista.
Í raun eru ÞRÍR úr varnarlínu United tilnefndir (fjórir ef maður telur með efnilegasta leikmanninn) þrátt fyrir að United hafi fengið á sig nákvæmlega jafnmörg mörk og Liverpool (en þar eru auðvitað engir tilnefndir, enda hefur árangur Liverpool auðvitað bara náðst með einhverjum skussum. Það væri auðvitað ekki smart að tilnefna menn einsog Carragher eða Reina, sem hafa spilað alla deildarleiki Liverpool þetta árið).
Allavegana, þeir sem eru tilnefndir:
Rio Ferdinand – Manchester United
Steven Gerrard – Liverpool
Ryan Giggs – Manchester United
Cristiano Ronaldo – Manchester United
Edwin van der Sar – Manchester United
Nemanja Vidic – Manchester United
Gerrard á að vinna þetta, en hann vann þennan titil tímabilið 2005-2006.
Efnilegastir þykja:
Gabriel Agbonlahor – Aston Villa
Jonny Evans – Manchester United
Stephen Ireland – Manchester City
Aaron Lennon – Tottenham Hotspur
Rafael – Manchester United
Ashley Young – Aston Villa
Jammmmmmm…
Þess má geta að Da Silva hefur leikið heila 10 leiki í deildinni í ár.
Skrítinn þykir mér þessi listi!
Anelka?
Lampard?
G.Barry?
Alonso?
Allir hafa þeir verið betri en t.d Van der Sar heilt yfir.
Er Bobby Charlton formaður dómnefndar?
Hvaða helvítis grín er þetta?
Mér finnst þessi listi vera fáranlegur vægast sagt.
Eins og Brynjar segir þá voru aðrir betri.
Vægast sagt skrýtið þetta val, Set stórt spurningamerki við Ferdinand og van der sar og svo er Giggs eingöngu þarna því hann er að spila mun betur í ár en undanfarin 2-3 ár. Eins og að þetta sé val fyrir einn og hálfan mánuð en ekki síðustu 9 mánuði!!
Jamm, ansi litaður listi sammála því með fullri virðingu fyrir man utd þá eiga þeir ekki fimm af sex bestu á þessu seasoni. Gerrard hefur verið frábær og á skilið að taka þetta. Svo er fullt af mönnum í öðrum liðum sem hafa verið sterkir bara svona snöggt þá Lampard og Anelka, Ireland hjá Man city, náttúrulega Reina og fl og fl. Þessi listi er brandari.
af hverju í ósköpunum er Ryan Giggs tilnefndur. þetta er mesta grín sem ég hef séð. að hann skuli vera tilnefndur er fáránlegt! hvað hefur hann getað í vetur!? þetta er hneisa og ekkert annað.
Ég mundi skjóta á Gerrard í leikmaður ársins, held að Vidic eigi mestan séns fyrir utan Stevie. Ashley Young verður efnilegastur, ef ekki hann þá gæti ég trúað að Stefán Írland taki þetta.
Þetta með Ryan Giggs er algjörlega fáránlegt og rosalega mikil Óskars-verðlaunalykt af þeirri tilnefningu.
Gerrard bara hlýtur að vinna þetta.
Það er ekki eins og þetta sé einhver hlutlæg dómnefnd sem velur þetta, heldur leikmennirnir sjálfir. Þeir fá pappírana í hendurnar í febrúar/mars og því er ekkert skrítið að val þeirra sé litað af stórkostlegum kafla Manchester-liðsins í upphafi árs.
Þetta er einhver mesti bull listi sem ég hef séð lengi. Finnst bara skrítið að John O Shea hafi ekki bara verið á þessum lista í staðinn fyrir Gerrard.
Nú spyr ég síðan, er ekki Insua búnað spila ca jafn marga leiki og Rafael? Tel ég Insua vera talsvert meira promising.
Ef Gerrard amk vinnur þetta ekki þá er eitthvað að því hann augljóslega búnað eiga langbesta tímabilið af þessum túttum sem annars eru með honum á þessum lista.
Veit samt einhver hver það er sem tilnefnir á þennan lista. Leikmennirnir kjósa síðan en tilnefna þeir líka þá sem hægt er að kjósa um?
Verður bara að segjast að þetta er sanngjarnt val
@Brynjar: Já, Lampard hefur sannarlega verið betri en VDS. Hvernig framkvæmir maður annars slíkan samanburð?
tetta er bara grin. en gerrard og vidic eiga eftir ad berjast um tennan titil. eg var ad horfa a skysports adan og teim fannst mjog skritid ad brade hangeland hja fulham vaeri ekki tarna lika, teir toku einnig fram lampard.
Van Der Saar er væntanlega þarna fyrir að bæta metið, halda hreinu í flesta leiki í röð, á svosum alveg skilið að vera tilnendur fyrir það. Annars er þetta mjög skrítinn listi, get alveg fundið menn sem hafa verið betri en Rian Giggs og Rio Ferdinand
Af hverju er Van Der Saar þarna fyrir þetta met, en svo er Reina ekki tilnefndur fyrir að hafa haldið oftast hreinu öll þau tímabil sem hann hefur verið í ensku deildinni.
Hversu oft varði Van der Saar skot á þessum tíma?
Þessi listi er bara rugl.
Sammála eitthvað að fyrri ræðumönnum hérna.
Mætti halda að David Gill hefði fengið þann heiður að tilnefna leikmenn þetta árið.
Mín skoðun; allir leikmenn ensku deildarinnar fá blað í hönd, örugglega helgmingurinn af þeim kann ekki ENSKU og þá verður til listi sem er eins og ofan nefndur er. Svo einfalllllllllllt er það.
SG vinnur þetta og það er alveg ljóst.
Svo vinnum við í kvöld og ég segi og stend við það að það verða 4 mörk skoruð og það verður Liverpool sem vinnur.
Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is
Einar: eina ástæðan af hverju Reina fær alltaf þennan gullhanska er að hann spilar fleiri leiki en Van der Sar og Chech. Báðir hafa þeir alltaf haldið hlutfallslega oftar hreinu en Reina. En Van der sar hefur til að mynda ekki spilað alla leikina í ár en er samt búinn að halda oftast hreinu
Dísus hvað þið Liverpool menn eru miklir vælukjóar…. 😉 Hvenær ætliði að fatta að Liverpool verður aldrei meira en 3 -4 besta liðið í deildinni 😉
Hvaðan færðu þá tölfræði?
Æji Nonni shut it.
Þessi listi er ekki ásættanlegur að mínu mati og af hverju er verið að gera þetta núna ?
Það eru 6 leikir eftir og hvað ef að Torres skorar 2 mörk í hverjum leik og verður markahæstur, á hann þá ekki möguleika að koma til greina ?
Fáranlegt að mínu mati.
Þessar tilnefningar eru nú yfirleitt eitthvað grín, en það má nú svosem ekki gleyma að þetta eru leikmennirnir sjálfir og þeir mega kjósa hvern sem er. Hugsa að þeir séu nú kannski besti ákvörðunaraðilinn í þessu öllu saman. Það er rosalega margt sem gerist á vellinum sem áhorfandinn sér ekki.
Set að vísu bara spurningamerki við Rio Ferdinand. En Vidic og van der Saar eru vel að þessu komnir. Come on, þeir héldu hreinu í 14 leikjum í röð. Það er vægast sagt vangefið. Ronaldo fær þetta svo bara fyrir að vera Ronaldo. Ég meina, hversu oft hafa Lampard og Terry og meira segja sjálfur Steven Gerrard verið tilnefndir þegar aðrir hafa átt það skilið. Finnst að vísu líka vanta Rooney þarna.
Umræðan um Giggs finnst mér hins vegar fáránleg. Getur einhver hérna í alvöru talað sama hversu mikill Liverpool maður hann er horft í augun á mér og sagt að Ryan Giggs sé ekki einhver besti fótboltamaður seinni tíma og meint það? Hann er sennilega búinn að vera einn flottasti sendiherra íþróttarinnar hvað varðar líferni, hollustu við lið (að vísu rangt lið) og fagmennsku fram í fingurgóma. Þó hann hafi að vísu kannski ekki spilað jafn vel og Vidic og Gerrard finnst mér hann töluvert betur að verðlaununum kominn. Þetta er einfaldlega spurning um smá virðingu. Það er ekki eins og það sé heldur verið að verðlauna Gary Neville.
Held að það segi svo kannski bara meir um Liverpool að svo virðist vera að árangur liðsins byggist greinilega á sterkri liðsheild en ekki fáum einstaklingum. En það er gaman að vita af því að Stevie okkar er í miklum og góðum séns á að taka þetta.
Brúsi: Þetta eru “player of the year” verðlaun ekki “lifetime achievement”. Svo átti Van Der Sar lítinn þátt í þessu 14 leikja meti, hann fékk á sig fá skot og var hreinlega oft lítið traustvekjandi í þeim tilfellum sem reyndi á hann. Vidic og Rio og miðjan fyrir framan þá átti það met, ekki VDS.
Hvar eru Lampard, Haangeland, Lescot, Schwarzer á þessum lista svo nokkur nöfn sem mér dettur í hug séu talin til.
Hangeland á klárlega skilið að vera á þessum lista.
Doddi (12) – 🙂
Viðbót: En ef maður notar þau rök að hvort mennirnir sem eru á þessum lista eigi skilið að vera á honum, þá mætti líka færa rök fyrir því að Marlon King ætti líka að vera á honum. Vona að einhver skilji hvert ég er að fara með þessa pælingu.
Það er verið að tala um árið 2008 ekki 2009.
Mér finnst að það ætti frekar að velja menn leiktíðarinnar í lok hennar haldur en að taka eitt ár…. þá er ekki spurnig um hver ætti að vinna!
Þetta eru alveg fáránlegar tilnefningar. Ashley Young varð að ég held fyrsti leikmaðurinn til að vinna verðlaun fyrir leikmann mánaðarins tvo mánuði í röð í haust. Ef það á að tilnefna Van der Sar fyrir gott tímabil í desember og janúar ætti að gera það sama fyrir hann. Eins er fáránlegt að markahæsti leikmaður Englands, Anelka, sé ekki á listanum, sem og leikmenn eins og Phil Jagielka hjá Everton, Gareth Barry og Frank Lampard, Stephen Ireland sem var brilljant fyrir áramót, og svo mætti lengi nefna.
Gerrard vinnur þessi verðlaun aldrei. Tilnefningarnar sýna að menn ætla að einblína á góða rönnið hjá United yfir áramótin og í upphafi árs og því myndi ég segja að Vidic eða Van der Sar séu líklegastir í stöðunni.
Það er hægt að rökstyðja að Rooney, Van der Sar og Ronaldo séu þarna, jafnvel þótt verið sé að verðlauna VDS fyrir góða tvo mánuði og Ronaldo hafi verið talsvert lakari en hann var í fyrra, en eru menn að grínast með Ferdinand og Giggs? Ferdinand hefur spilað 23 af 31 deildarleik United, sem getur varla talist að hafa verið ómissandi. Hann hefur verið frekar mikið meiddur í vetur og aldrei náð sér á strik miðað við það sem hann gerði í fyrra. Giggs hefur einnig spilað 23 deildarleiki en þar af ellefu sem varamaður. Hann hefur aðeins skorað eitt mark, sigurmarkið gegn West Ham í febrúar. Ætti þá ekki frekar að tilnefna Macheda sem hefur skorað tvö sigurmörk? Eða kannski Torres sem hefur skorað ellefu sinnum í 19 leikjum, og er með bestu goals-per-minutes-played tölfræðina í deildinni?
Ég hef oft agnúast út í þessi verðlaun en þetta er bara rugl í ár. Bara rugl.
Já og fyrst við erum að tala um United-menn, af hverju í ósköpunum er Michael Carrick ekki þarna? Eða Berbatov? Berba er með bæði fleiri mörk og stoðsendingar en Giggs og hefur verið oftar byrjunarmaður, sem gefur til kynna að hann sé mikilvægari en Giggs í vetur. Carrick hefur svo að mínu mati verið þeirra langbesti maður. Af hverju eru þeir ekki tilnefndir frekar en VDS og Ferdinand?
Eru 23 ára leikmenn efnilegir eins og Ireland, hélt að það væri meira leikmenn sem eru undir tvítugu eins og Insúa, ítalski ræfillinn í Scömm og einhverjir arsenal kassar. Í staðinn eru reyndir leikmenn í því vali. Er ekki hægt að kalla þá B leikmenn ársins?
Finnst annars að fimm manna listinn eigi að vera svona:
Gerrard
Lampard
Vidic
Van der Sar (fyrir metið hans)
Barry
Jagielka/Hangeeland/Anelka/Dossena/Scwarcher/Alonso – Allavega fullt af öðrum möguleikum frekar en Krulluhaus, Skrímslafés og Dívudrottningin.
Daði. Minn punktur var einfaldlega sá að það er rosalega erfitt að sjá Giggs taka þessi verðlaun og verða fúll. Viltu í fullri alvöru t.d. frekar sjá Lampard fá þennan titil eða Terry ?
Ég vil svo bara aftur koma með hinn punktinn minn að það eru leikmennirnir sjálfir sem keppa við hvorn annan sem velja þetta. Ég er ekki í nokkrum vafa að þeir sjái leikina aðeins öðruvísi en ég.
Og eru menn eitthvað að grínast með Anelka ? Hann hefur ekki skorað í núna held ég 16 leikjum í röð. Þá getum við alveg eins farið að láta Macheda taka þetta.
Lolli, Dossena ? dear god
Já þetta er vægast sagt athyglisverður listi. Vidic á klárlega að vera á þessum lista sem og Van Der Sar. Ferninand, Giggs og Grenjaldo eiga ekki að vera þarna. Sammála Kristjáni Atla, Gerrard vinnur þetta ekki miðað við hvenær leikmenn krotuðu á blöðin.
Og nonni farðu aftur á United vefinn og vertu þar.
Mér sýnist nú varla vera hægt að gagnrýna þessar tilnefningar þar sem þetta er valið af leikmönnunum sjálfum. Að kvarta yfir þessu bara væll. Burtu með vælið og inn með baráttuandann.
Frá Wikipedia:
og
Nokkuð skýrt (ef þetta er rétt) að þetta er algjörlega mat leikmanna sjálfra, hvort sem er svo gáfulegt að okkar mati eða ekki.
Lolli. Dossena? haha hann er kannski ordin kongur a anfield en madurinn a ekki heima a tessum lista.
Paul Doyle skrifar góðan pistil um þetta. Hann velur bara einn Man U mann í lið ársins.
The Reds XI in full is: Reina, Aurelio, Arbeloa, Skrtel, Carragher, Kuyt, Lucas, Alonso, Mascherano, Benayoun, Torres. Subs: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Agger, Riera, Babel, Ngog.
Enginn Stevie og LUCAS, ALONSO og MASCH allir í byrjunarliðinu !?!?!?!
Ég ætla að vera mjög málefnalegur og segja það sem mér langar til að segja….
Fuck Scum Unætid……. Ég meina það.
Kæru púllarar. Þessi kosning var gerð fyrir yfir mánuði. Það útskýrir eflaust eitthvað 🙂