Liverpool bauð upp á flugeldasýningu á nýársdag í einhverri mestu einstefnu sem sést hefur skv. útreikningum á marktækifærum (xG) síðan þær mælingar hófust. Fjögur mörk var niðurstaðan og Liverpool hefði vel getað skorað tíu mörk til viðbótar.
Livrpool er fyrir vikið eitt á toppnum þegar tímabilið er rúmlega hálfnað og haldi liðið áfram að spila svona þarf töluvert til að taka það af okkar mönnum og það voru sannarlega nokkur úrslit í öðrum leikjum sem féllu með okkar mönnum.
Janúarglugginn er opinn og framundan eru tveir bikarleikir og svo stutt vetrarfrí.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 454
Daginn félagar og takk fyrir frábæran þátt?. Er Salah ekki yfirburða bestur í heiminum í dag? Búin að halda okkur á floti í allan vetur.
Þakka fyrir flottan þátt. LFC-Barca 4-0, án Salah. Það var ekki vegna þess að einhver kom í hans stað, aðrir stigu einfaldlega bara upp, það sama verður líka núna. Klopp þekkir svona aðstæður mjög vel, þegar leikmenn fara í þessar álfukeppnir, og er örugglega löngu byrjaður að mótivera leikmenn.
XG 7,eitthvað unnum 4-2 en Howe talar um dómaraskandal, þó hans lið hafi fengið að spila líkast Amerískum fótbolta, dómari hvað? Annars frábær byrjun á einhverju mjög fallegu til enda tímabils.
YNWA
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn og spjallið, frábært að venju. Svo vikið sé að stöðunni núna þá tel ég að frábært yrði að fá Olise frá C. Palace og Robertson frá Fulham. Það væri mikill léttir fyrir Gomes að fá Robertson og losna úr vinstri bak sem hann hefur þó skilað með miklum ágætum. Tveir Robbar af svipuðu getustigi yrði ekki slæmt fyrir liðið. Olise er magnaður leikmaður gaman væri að stela honum fyrir framan nefið á nýja sörnum hjá MU
Það er nú þannig
YNWA
RobINson.
Takk Henderson14a, auðvitað er það RoniNson með ENNI en eftir stendur að það er samt möguleiki á tveimur Robbum 🙂
@Sigkarl.
Ég sem hélt að Maguire hefði einkaleyfi á ENNI… 😉
Í skugga óþarfa stigataps , glataðra marktækifæra og þeirrar tilfinningar að liðið okkar sé ekki að spila á öllum cylindrum er eitthvað virkilega brjálað í gangi. Við erum á toppi úrvalsdeildarinnar! Framundan er möguleiki fyrir þá leikmenn sem ekki fengu mörg tækifæri að sýna getu sína á haustmánuðum að sanna að þeir eigi heima í byrjunarliðinu. Stærsta prófið byrjar strax í janúar þegar Afríkumeistaramótið hefst. Fari Egyptaland langt gæti Salah hugsanlega misst af sjö leikjum, þar á meðal deildarleikjunum gegn Chelsea og Arsenal. Þetta ættu auðvitað ekki að vera óviðraðanlegar viðureignir fyrir liðið – þvert á móti eru nokkrir leikmenn í þeirri stöðu að fá loksins tækifæri til að sýna framfæturna. Ímyndum okkur að við gætum verið í þeirri stöðu í febrúar og að taka á móti Mo Salah sem áframhaldandi leiðtoga í liðinu með nýskipaða fremstu sóknarlinu sem jafnvel hann þarf að berjast við að passa inn í. Í fjarveru hans eru fullt af leikmönnum sem munu fá tækifæri til að blómstra og ég trúi og vona að leikmaður eins og Cody Gakpo geti sprungið út. Árið 2019 tókst okkur hið ómögulega án bæði Mo Salah og Roberto Firmino í liðinu. Þá steig Gini Wijnaldum fram. Árið 2021 stigu Nat Phillips og Rhys Williams fram þegar bæði Joe Gomez og Virgil Van Dijk voru meiddir. Við höfum verið hér áður, þetta er ekki ný staða fyrir Klopp og þetta lið og kannski er það sú reynsla sem kemur okkur í gegnum næstu sjö leiki án Mo Salah og Wataru Endo. Ef Manchester City nær að halda sér á toppnum án Kevin De Bruyne þá getum við verið án Mo Salah í sjö leikjum – sérstaklega vegna þeirra góðu varamanna sem við höfum. Það er í þessum aðstæðum sem sérstakar hetjur fæðast. Það er óeðlilegt að ætla að hægt sé að skipta leikmanni eins og Mo Salah út á einni nóttu en skærustu stjörnurnar í knattspyrnusögunni eru þær sem koma fram þegar liðið þarfnast þeirra sem mest.
Gleymum ekki heldur hversu oft Divock Origi „bjargaði okkur“ með ótrúlegum hæfileika sínum að opna leiki sem voru svo pirrandi læstir. Lucas Leiva tímabilið 2010/11 var líka leikmaður sem í fjarveru Steven Gerrard átti tímabil sem gerði hann ódauðlegan fyrir marga liverpool aðdáendur.
Að við séum nú með forystu í bestu deild heims er erfitt að skilja vegna þess að allt haustið hefur einkennst af svo mörgum furðulegum VAR ákvörðunum. Þetta er nánast eins og það sé samsæri í kringum allt sem gerist í fótboltanum og þá sérstaklega hvað varðar Liverpool. Umdeildar VAR ákvarðanir hér og þar, mistök dómara sem verða leik-afgerandi og tæklingar sem þýða rautt spjald í einum leik jafngilda varla neinu brot í þeim næsta. Í umræðu stuðningsmanna og í Liverpool hlaðvörpunum heyrum við að það halli mest á Liverpool og það erum alltaf við sem verðum fyrir mestu mótlæti. En leikum með þá hugmynd að við hefðum fengið víti á hönd Martin Ödegaard og að dómara mistökin gegn Tottenham hafi ekki átt sér stað. Spurningin er hvort trúin á það sem enn í dag virðist ómögulegt – að vinna titilinn í ár – hefði verið meiri. VAR umræðan mun halda áfram og síðasti undarlegi dómurinn hefur líklega ekki fallið. Meiðslalistinn mun stækka. Þegar við erum að fara inn í svona mikilvægan tíma með gremjuna sem margir stuðningsmenn finna fyrir, þá er rétt að benda á að liðið okkar hefur í raun átt nánast gallalaust tímabil. Þetta tímabil er alls ekki „okkar að tapa,“ burtséð frá því sem sérfræðingarnir í myndverinu segja. Allir sem hafa fylgst með úrvalsdeildinni undanfarinn áratug vita að það er núna sem Manchester City er að fara í næsta gír.
Þetta tímabil hefur opnað allar dyr fyrir liðið okkar að gera eitthvað mjög sérstakt og þá þurfa leikmennirnir og við að standa saman og gleðjast.
Fari svo að Liverpool detti úr titilbaráttunni í vor eftir harða baráttu við City eða Arsenal verður þetta ekki misheppnað tímabil. Hinsvegar ef þetta tímabil rennur okkur úr greipum vegna kæruleysis, að liðið mæti ekki til leiks eða að leikmennirnir sem geta svo miklu meira gera það bara ekki þá held ég að allir sem hlut eiga að máli eigi erfitt með að fyrirgefa sjálfum sér.
Á vissan hátt byrjar tímabilið núna. Sá leikmaður sem leiðir þetta lið í gegnum komandi mánuði mun allir hafa möguleika á að verða næsti Divock Origi okkar. Næsti Lucas Leiva okkar. Eða Rhys Williams, Nat Phillips eða einhver af þeim fjölmörgu sem sýndu að þetta félag og þessir aðdáendur eru þess virði að gefa allt fyrir.
Þetta er tækifæri Darwin Nunez til að hefna sín. Hann er í augum margra áhangenda Liverpool bara “markaskorari” og þó margir vilji loka augunum fyrir mikilvægi hans fyrir liðið umfram mörkin, þá er í raun kominn tími til að hann skerpi sig. Þetta er einnig tækifæri Cody Gakpo til að sýna hvar hann á heima á vellinum. Á hann að spila áfram út úr stöðu sem miðjumaður eða ætti hann að vera í framlínunni og sá sem skorar mörkin fyrir okkur? Þetta er tækifæri Diogo Jota til að sýna að hann er leiðtoginn sem getur komið ró yfir alla sóknina – leikmaður sem getur gert hið óvænta en líka gert framlínuna betri. Hvað varðar miðjuna þá er álíka erfiður tími framundan – Wataru Endo er hægt en örugglega orðinn vanmetnasti leikmaður tímabilsins með ákafa sínum og algjörlega óttalausu viðhorfi og verður sárt saknað. Kannski er það aðeins of snemmt fyrir Stefan Bajcetic, en hugsið ykkur hvað það væri flott ef hann myndi virkilega blómstra. Ef ekkert annað er þetta frábært tækifæri fyrir Curtis Jones að fá ekki aðeins fast sæti í byrjunarliðinu heldur einnig samning sem festir framtíð hans á Anfield í sessi.
Takk fyrir góðan þátt, vel af sér vikið að dúndra þessu strax út eftir xG-metaleikinn hjá okkar mönnum.
Þetta var mjög skrýtinn leikur að því leyti að mér leið ekkert vel fyrr en við vorum komnir í 3-1 og jafnvel þá þegar New€astle náði að koma sér í stöðuna 3-2 þá var farið að ókyrrast á mann rassinn í sætinu!
Enn og aftur nær Liverpool einhvern veginn að spila leik þar sem ásyndin er svolítið eins og við séum með margt niður um okkur en á pappír þ.e. í tölfræðinni þá erum við gersamlega að drottna yfir andstæðingnum.
Ef þeim tekst að fara að setja þessi færi inn í markið þá mun umræðan snúast bara um það hversu geggjaðir við erum og að Klopp 2.0 hjá Liverpool er farið að kikka inn á öllum cýlendrum… og sumargluggann er alveg eftir í því plani!
Hinsvegar þá er ég búinn að vera í miklu veseni með Núnez. Eins mikið og ég dýrka þennan gaur og hef verið á hans vagni síðan hann kom til liðsins þá á ég rosalega erfitt með hversu slök færanýtingin er hjá honum… þegar honum á annað borð tekst að komast í færi.
Í einum pistli las ég að vandamálið væri ekki hjá Núnez heldur væri þetta fyrst og fremst Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari, sem er einhvern veginn að reyna að móta hann í framherja sem hann er ekki. Núnez er svo öflugur og hrár, maður myndi helst vilja sjá hann riðjast áfram í hverjum leik og gersamlega negla boltanum bara í markið í hvert einasta skipti. En svo þegar maður sér hann núna inn á vellinum þá er eins og hann sé alltaf að reyna að vanda sig við skotin, svolítið eins og hann sé að reyna að mála frímerki með málningarúllu – mistekst alveg gersamlega.
Fyrir mér þá finnst mér Haaland og Núnez vera svipaðir leikmenn, svona sprengihlauparar sem geta potað boltanum inn. Ólíklegt Núnez þá þarf Haaland ekki að standa í því að vera sóla sig inn í teignum og að reyna að búa sér til stöðu svo hann geti skorað. Þarf mögulega að opna meira fyrir Núnez inn í teig til þess að þetta gangi eða þarf bara að hætta að reyna að ‘þjálfa’ hann og sleppa bara beislinu lausu?
Mögulega myndi það ganga til skemri tíma en líklegt er þó að hann myndi enda í sama ‘mannátinu’ og annar Úrúgvæi sem var einu sinni hjá okkur 🙂
,,mála frímerki með málningarrúllu” er skemmtileg samlíking. Sá sænski Isak komst í eitt færi maður á móti markmanni – margfalt betri en stóð hinum megin á vellinum – og skoraði með hnitmiðuðu skoti í hornið. Okkar maður Nunez óð hreinlega í færum en ekkert gekk upp.
Pælingin er – ef og hefði – Isak verið okkar megin í þessum leik og öðrum – mætti þá ætla að mörkum hefði ringt inn miðað við xG-ið?
Eða er Isak fremur þessi passívi sóknarmaður sem skapar lítið að eigin frumkvæði ólíkt Nunez sem virðist keyra vörnina út í leikjum, enda er okkar blómatími oftar en ekki síðasti hluti leikjanna.
Það eru því tvær spurningar: Fær Nunez fínlegri pensil til að ,,mála frímerkið” (skorar m.ö.o. úr þessum færum)? og hitt – jafnvel þótt hann sé svo mistækur með rúlluna – skilar það sér á endanum í útkeyrðri vörn?
Góður punktur með Isak hjá New€astle. Hann er nefnilega alveg ótrúlega lúmskur og kann að skapa sér færi í þröngri stöðu. Mig grunar að þjálfarateymið sé að reyna að koma Núnez á þennan stað en það er einmitt málið… hann er ekkert að fara að ná því af því hann er einmitt rúllukall en ekki frístundamálari að dúlla sér með vatnslitapenslana.
Persónulega finnst mér að hann ætti að fá að vera bara meira inn í teig og fá boltann í fæturna í stað þess að þurfa að hafa alltaf svona mikið fyrir þessu. Hann er að sprengja sig út í þessum hamagangi og svo þegar það kemur að skotinu þá er bara krafturinn búinn.
Eitt er alveg víst og sannað með tölfræði svart á hvítu: Darwin Núñez er besta vítaskytta Liverpool, með 100% árangur á sínum ferli. Skil þetta bara eftir hérna…
Jæja Henderson14, nú er ljóst að með þessu jinxi hjá þér þá á hann eftir að klikka á fyrstu vítaspyrnunni sem hann fær að taka með Liverpool!
Hahaha! Það mun enginn heilvita maður hjá Liverpool setja Darwin á vítin. Ætli kafteinninn taki þau ekki bara sjálfur?