Við erum mjög langt í frá búnir að jafna okkur á Svarta Föstudeginum en neyðumst nú til að velta hinu óhugsandi fyrir okkur, hver tekur við af Klopp næsta sumar? Ekki bara Klopp heldur öllum hans helstu samstarfsmönnum líka?
Liðið hélt annars áfram að malla vel í vikunni og fór áfram í báðum bikarkeppnum, nú er bara Wembley eftir í Deildarbikarnum og í FA Cup fáum við Southampton næst og þar með tækifæri til að nota áfram lagerinn af akademíustrákum sem hafa verið að grípa sín tækifæri rosalega vel undanfarið.
Framundan er svo stærsta vika tímabilsins það sem af er, Chelsea á miðvikudaginn ofan í allt Klopp dramað og svo er það Arsenal úti um helgina. Þurfum góðar fréttir úr þessum leikjum.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.
Úr umræðu í þættinum
- Stjórar sem helst koma til greina næsta sumar
- Leikmannakaup Chelsea í samanburði við Liverpool
Þeir sem eru líklegastir eru líklega þessir fjórir
Þetta getur breyst algjörlega fram janúar til maí enda það heil eilífð í fótbolta
Alonso
- Vann allt galleríið sem leikmaður og lykilmaður hjá Liverpool, Real, Bayern og Spænska landsliðinu. Spilaði fyrir Guardiola, Ancelotti, Mourinho, Benitez og Del Bosque
- Þjálfaði Real Sociedad í þrjú ár í þriðju deild til að öðlast reynslu í kjölfarið á einu tímabili með unglingalið Real Madríd
- Fór upp í 2.deild á öðru tímabili með B-liðið (fyrsta skipti svo hátt síðan 1962)
- Féllu tímabilið á eftir en Alonson var klár í slaginn og ráðin til Leverkusen.
- Tók við Leverkusen í næst neðsta sæti 5.10.2022 – 5 stig eftir 8 umferðir (21% stigasöfnun)
- 45 stig í næstu 26 leikjum skiluðu 4 sæti (58%)
- Eru með 49 stig núna í 19 leikjum (86%) 50 mörk / 14 á sig
- Leikkerfið er jafnan 3-4-2-1
De Zerbi – Kominn tími á að prufa hans fótbolta á hæsta leveli. Tekur pottþétt við stærra liði á næstu 1-3 árum.
- Hætti að spila 34 ára og fór að þjálfa tvö neðri deildarlið frá 2013-16 – alls um 110 leiki
- Tók við Palermo í Seria B árið 2016, 13 leikir og 8% sigurhlutfall!
- Tók við nýliðum Benevento í okt 2017 en féll með þá
- Tók við Sassuolo í kjölfarið (2018) og vakti heimsathygli fyrir frábæran fóbolta, náði 8.sæti tvö ár í röð með þetta smáfélag.
- Tók við Shaktar Donetsk 2021. Hætti árið eftir vegna innrásar Rússa
- Tók við af Graham Potter hjá Brighton og er í dag mun hærra skrifað nafn
- Guardiola um RDZ
- “Roberto De Zerbi is one of the most influential managers in the last 20 years” and on Brighton, said that “the way they play, I’ve never seen in 20 years”.
- Adam Lallana um Roberto De Zerbi:
- “The manager? I don’t know how he does it. The prep for every game. He will have his Italian coaches around his house, the chef cooking food, watching games, it’s his life.
- De Zerbi stays away from creating one-man teams and focuses on creating a connection that will be followed by fluidity and successful actions.
- His family are in Italy and he sacrifices so much. He puts everything into it. It is not luck, I will tell you that. He is obsessed. He’s a different breed.”
Ruben Amorim
- Spilar 3-4-3
- Stjórnaði B liðinu bara 11 leiki hjá Braga og aðalliðinu 13 leiki áður en Sporting keypti hann á metfé (10m)
- Er með um 70% vinningshlutfall sem stjóri Sporting!
Nagelsmann – Lengst verið orðaður við að verða eftirmaður Klopp
- Byrjaði bara 28 ára að stjórna Hoffenheim og bjargaði frá falli á fyrsta ári. Fór svo með þá í Meistaradeild og toppbaráttuna í Þýskalandi
- Tók við Leipzig 2018
- Var keyptur á metfé (25m) til Bayern 2021
- Rekinn 2023 með 71% sigurhlutfall – Tuchel tók við og er ekkert betri
- 2023 – Þýskaland – Tók aftur við af Hansi Flick og varð yngsti landsliðsþjálfari þjóðverja í sögunni. Ráðin út EM 2024 sem er í Þýskalandi
- Laus næsta haust
Önnur nöfn sem misjafnlega mikið hafa verið í umræðunni
Enginn af þeim er nálægt því að vera Jurgen Klopp það er vandamálið
Chelaea á miðvikudaginn
Það þarf einhver að útskýra fyrir okkur hvernig Chelsea er ekki mikið í FFP vandræði eftir eyðslu félagsins undanfarin ár. Megnið af liðinu kom síðustu tvö tímabil og kostnaðurinn er sturlaður. Hópurinn var síður en svo ódýr fyrir.
Frá 2020 til 2024 er Chelsea búið að kaupa leikmenn fyrir €1.444m
Af þeim leikmönnum sem félagið átti fyrir árið 2020 tókst þeim að selja leikmenn fyrir €390m. Auk þess hafa þeir fengið €153m til baka í kassann fyrir sölu leikmanna sem þeir keyptu undanfarin fjögur ár. Samtals því selt leikmenn fyrir €543m.
Nettó eyðsla Chelsea frá 2020 er því €903m!
- Félagið er ekki í Meistaradeild núna og verður það líklega ekki næst.
- Völlurinn þeirra er minni en Anfield var fyrir 10 árum!
Svona er hópurinn og kaupverð raðað niður á lengd samningsins sem hver leikmaður gerði við félagið.
Félagið er að greiða 187m á þessu ári og nú þegar búið að skuldbinda sig til að greiða það sama á næsta tímabili, áður en þeir kaupa fleiri leikmenn.
Launatölur ber að taka með fyrirvara en svona eru laun leikmanna Chelsea skv. þeim gögnum sem hægt er að finna – Það er ekki séns að þetta segi nærri því alla söguna.
Liverpool til samanburðar
Liverpool liðið hefur verið miklu betra en Chelsea í nokkuð mörg ár núna og er samt að borga mun minna í laun flest árin. A.m.k. grunnlaun en leikurinn jafnast líklega mjög þegar kemur að bónusum. Veit ekki hvað Chelsea ætti að greiða í bónusa fyrir…
Kaupverð deilt á samningstíma
Chelsea er búið að skuldbinda sig með núverandi leikmannakaupum til að borga hærri fjárhæð (€81,6m) vegna leikmannakaupa tímabilið 2029/30 en Liverpool var að greiða fyrir leikmannakaup á síðasta tímabili (€79,4m]!
Laun leikmannahóps Liverpool og lengd samningstíma
- Líklega átt við grunnlaun.
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 459
Flott að vanda. Þessi umræða flækir en meira hvaða stjóra maður vill!. Hansi Flick er meira inn núna hjá manni..
En nýjasta er að Rafa telur sig vita afhverju Klopp sé að hætta. Það eru áhugaverð ummæli.
Svo er Romano með það að Michael Edwards hafi neitað að koma inn í starf hjá Liverpool! Lengi getur vont versnað!
Ingo nokkur fékk nú heldur betur að heyra það hér um daginn fyrir að velta fyrir sér hvort það lægi eitthvað meira að baki þessara “óvæntu” uppsögn meistara Klopp.
Heldur betur haha 🙂
En við erum öll í sama liðinu
Við Benitez liklega jafn lélegir í ensku
“velta því fyrir sér hvort það lægi eitthvað meira að baki”
Drengurinn reynir að hrekja skýringar Klopp og fullyrðir að eigendurnir hafi misboðið Klopp og ekki staðið með honum þegar á reyndi.
Í viðtalinu segir Klopp einmitt að uppsögn sín hafi ekkert með eigendurna að gera.
Það eru engar vangaveltur,, heldur eru skýringar Klopps dregnar í efa, og aðrar skáldaðar í staðin.
Klopp hefur alla tíð verið fjársveltur hjá Liverpool. Hann var fjársveltur þegar hann framlengdi til 2026. Ekkert breyst þar, nema hvað skyndilega fundust 115 milljón pund til kaupa á Caisedo.
Ólíkt Arsene Wenger þá þekkir Klopp mögulega sinn vitjunartíma. Þetta verða 9 ár í vor og hafa fáir náð að starfa svo lengi á hæsta stigi.
Mögulega veit Rafa eitthvað,, en það var búið að reka Rafa þegar FSG kaupa klúbbinn svo ekki hefur hann neina reynslu af því að vinna með FSG. Rafa ætti að hafa betri tengingu inn í Everton í dag.
“Drengurinn” sem kann ekki ensku og þú kallaðir fífl er miðaldra háskólagenginn fjölskyldufaðir sem búið hefur í enskumælandi landi 🙂
Var eg að fullyrða?? Um eitthvað sem gerðist á skriftstofunum á Anfield? Hahah það var ég ekki að gera, það gæti ég ekki gert!! Hvernig í ósköpunum gæti þessi miðaldra leiðinlegi íslendingur það??
Ég kom með samsæriskenningu, ÉG sagðist HALDA að það væri eitthvað meira þarna en gefið er upp
Vil samt biðja þig klopp afsökunar að hafa móðgað þið með mínum ummælum og hefði vandað mig meira í orðavali ef ég hefði vitað að þú værir að skoða kop.is og værir orðinn svona sleipur í íslensku.
Þegar milljarða fyrirtæki gera breytingar er mikið í húfi. Þegar einhver stígur til hliðar þá er raunverulega ástæðan ekki alltaf gefin upp. Það er verið að vernda hluthafa, verðmæti, passa uppá PR, starfsmenn (leikmenn) og svo framvegis. Í viðskiptum er stundun nauðsynlegt að segja ekki nákvæmlega það sem gerðist til þess að vernda stærri hagsmuni. Her væri td hægt að nefna að undir eru 4 titlar sem eru ansi dýrmætir fyrir alla sem koma að liðinu.
Kannski voru FSG komir í viðræður við Sáda um sölu á hluta klúbbsins sem svo gengu ekki eftir eða eru on going, kannski er þetta uppsafnaður pirringur milli aðila og kannski er þettta bara algjört bull, bara mjög líklega. En mín personulega kenning er að minn besti maður og ein mín mesta fyrirmynd Jurgen Klopp, var misboðið og hans þjálfarateymi. Hann spilar með þvi hann elskar leikmenn og stuðningsmenn. Þeir komust að samkomulagi
Þetta er það sem eg hugsaði og sett i comment. Veit ég þetta. Auðvitað ekki!! Er eitthvað til í þessu? Óliklega. En á ég þá ekki að setja það sem ég er að hugsa hér inn?
Eftir hvern einasta leik erum við ósammála um hver var bestur og hver ekki. Og guð minn góður hvað við höfum oft gagnrýnt skiptingarnar hjá Klopp í gegnum tíðina, sem skýrir af hverju þær eru orðnar betri. Hann er að lesa commentin hér!!
Við þurfum ekki að vera sammála og sumt er kjaftæði ( vafalaust min kenning td) og annað ekki. En mér finnst skrítið að vera með dónaskap og það sérstsklega á þessari geggjuðu síðu sem er einmitt þekkt fyrir annað.
Þó svo að Benitez hafi ekki verið á launaskrá hjá FSG þýðir ekki að hann þekki ekki klúbbinn og fólkið í kringum hann. En við Benitez erum þá bara tveir með okkar álhatta og samsæriskennngar. Hann var alltaf smá skrítinn eins og ég 🙂
En ég velti fyrir mér… af hverju ætti hann að vera að segja þetta? Finnst það alveg áhugavert eitt og sér
Takk fyrir gott og upplýsandi spjall!
Bara svona í framhaldinu: Eru margir á De Zerbi vagninum í kvöld?
Það er eins gott að vanda valið!
Fyrir ykkur Kopverja. Fyrst þið eruð að ræða Chelsea.
Þá veit ég ekki hvort þið hafið hlustað á podcastið fyrsta sætið.
Í þætti nr 43 er viðtal við Sigurð Ólaf íþróttarlögfræðing þar sem hann ræðir um ffp og aðallega City. Mjög áhugavert viðtal mæli með að allir hlusti.
Ég er allavega 100% á því eftir að hafa hlustað að það er ekki spurning hvort heldur hvenær þessi lið fái dóma
Áhugavert að skoða þetta…..
Góður þáttur að vanda, flott samantekt á líklegum þjálfurum og hvernig forsagan er með þá.
Ég er á Xabi-vagninum en átta mig á að það sem talar gegn honum er reynsluleysið. Þó er ég ekki tilbúinn að kvitta undir þetta sem einhverja reynslu-ráðningu, hann hefur sýnt það og sannað að hann getur þjálfað hjá metnaðarfullum liðum. Þetta er líka svona comeback-saga með Xabi og Kaninn elskar það þannig að FSG er örugglega á þessum vagni líka.
Burtséð frá því hvaða stefnu aðrir þjálfarar hafa þá er alveg ljóst finnst mér að hópurinn okkar í dag er það sterkur og öflugur að það ætti ekki að vera stórkostlegt mál fyrir liðið að aðlagast nýjum þjálfara. Hinsvegar þá þarf nýr þjálfari að koma inn og vera með einhverja skýra sýn á framtíðina og hvert eigi að stefna. Með öðrum orðum, hann þarf að selja liðinu sýnina svo að menn á borð við TAA, VVD og fleiri séu tilbúnir að framlengja samninginn sinn við liðið.
Maður sem kemur inn og tekur við þessum hóp verður enginn Klopp 2.0, það er bara einn Klopp. Nýr maður getur hinsvegar komið inn og haldið tryggð við þá hugmyndafræði sem byggir fyrst og fremst á náungakærleika – ef þú getur ekki tileinkað þér það þá áttu ekkert erindi í brúnna hjá Liverpoo.
YNWA – Áfram að markinu!
Þúsund þakkir fyrir frábæran þátt. Fróðlegur og afar skemmtilegur og minnst var á helstu nöfn!!!
Er ekki gluggadagur/F5 hjá kop.is? Við hér á Ystu Nöf erum komin hér saman í hlöðunni til þess að fylgjast með. Ragnar E. frændi Reykás heldur því fram að Mohamed Salah hafi sést í morgun á æfingasvæði Al Kebab og væri örugglega að fara þangað. Gunna spákona leiðrétti það strax og segir að það sé vegna þess að þannig nái Salah sér miklu fyrr í góðum hita. Salah flýgur til London til þess að horfa á Arsenalleikinn á sunnudag. Eru einhverjar aðrar fréttir?