Liverpool 4 – Chelsea 1 (Skýrsla uppfærð)

Mörkin

Jota ’23 1-0

Bradley ’39 2-0

Szoboslai ’65 3-0

Nkunku ’71 3-1

Diaz ’79 4-1

Hvað réði úrslitum?

Annað liðið mætti til leiks með fullkomið spennustig, gott leikplan, pressuðu eins og óðir menn og áttu á þriðja tug skota. Hitt liðið var Chelsea.

Einhvern tímann heyrði ég gárung segja að það sem einkenndi bestu þjálfarana væri að þeir gætu séð fyrir sér fullkomin fótboltaleik og væru alltaf að eltast við þann leik. Fyrri hálfleikur var eins og teiknaður uppúr hugmynd Jurgen Klopp um fullkomin leik. Liverpool pressuðu Chelsea gjörsamlega í tætlut. Gestirnir höfðu engin svör, engan baráttuanda og spiluðu eins og þeir hefðu að engu að keppa.

Það var Jota sem bauð upp á fyrsta markið með ótrúlegu einstaklings framtaki og stoðsendingu frá hinum unga Conor Bradley. Eftir það var nokkuð ljóst að Chelsea gætu ekki falið sig í teignum endalaust og leikar opnuðust, fullkomið fyrir Liverpool.

Um miðjan hálfleik sáum við draum ungs manns rætast. Conor effing Bradley tók hlaup upp kantinn og Diaz skipti boltunum yfir til hans af hinum kantinum. Bradley sá markið og var með tugi fermetra til að athafna sig. Fyrsta snertingin var ef til vill ögn kröftugri en hann hefði kosið en hann náði boltanum og slúttaði með Fowler slútti í fjær hornið. Að fylgjast með honum blómstra hefur verið hrein unun.

Undir lok hálfleiks var augljóst að Chelsea menn voru að missa hausinn og var gott þegar blásið var til hálfleiks, maður var farin að óttast að einhver Liverpool maður fengi Pickford tæklingu.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu Liverpool víti. Nunez fór á punktinn og engum að óvörum setti hann boltann því miður í stöngina. Var þetta eitt af þrem eða fjórum stangaskotum í leiknum, og eitt af yfir tíu skotum sem hann skaut án þess að skora. Það góða er að þetta virðist ekki hafa áhrif á áræðni hans né skotgreddu, Einhvernn tíman á næstu vikum á hann eftir að finna þessa tommu sem vantar í miðað hans og taka eitthvað grey miðjudeildarlið og skora fernu eða meira.

Í hálfleik gerðu Chelsea þrefalda skiptingu og verður að viðurkennast að stórbættu leik liðsins, en það þurfti lítið til. Enga síður var Bradley aftur lykilmaður þegar hann gaf stoðsendingu á Szobozlai. Þrátt fyrir að Chelsea næðu að skora eitt mark fór hjartað lítið af stað og úrslit leiksins voru innsigluð þegar Diaz skoraði fjórða mark Liverpool eftir stoðsendingu frá Nunez.

Hvað þýða úrslitin?

Liverpool heldur toppsæti sínu í deildinni og er munurinn áfram fimm stig milli okkar manna og Arsenal og City. Þeir bláklæddu eiga þó leik til góða.

Stærsi punkturinn úr þessum leik er þó að þrátt fyrir að Trent sé komin aftur á ferð er langt því frá augljóst að hann eigi að fá sæti í byrjunarliðinu, Bradley er einfaldlega búin að eiga eina bestu innkomu í byrjunarlið sem maður man eftir.

Bekkurinn hjá Liverpool er allt í einu orðin svakalegur með endurkomu manna úr meiðslum. Já og Salah er að nálgast aftur…

Hvað hefði betur mátt fara?

Eins og áður sagði er óheppni Nunez fyrir framan markið rannsóknarefni. Það er bara ekkert eðlilegt að skjóta fjórum sinnum í tréverkið í sama leik! En hann kemur með brjálæðislega margt annað í liðið, meðal annars geggjað skemmtanagildi. Það verður svakalegt þegar hann smellur.

Fjórföld skipting Klopp í seinni hálfleik var kannski full mikið af því góða. Allur taktur liðsins hvarf í smá stund og engin tilviljun að Chelsea pottuðu inn marki stuttu seinna.

Næsta verkefni

Arsenal um helgina. Maður minn þetta er leikur leikjana. Við höfum tækifæri til að ná átta stiga forystu á þá, þeir hafa tækifæri til að komast á hælana á okkur. Teljið niður klukkutímana!

34 Comments

  1. Þvílíkur leikur !
    Bradley klárlega maður leiksins nú þarf Klopp að fara koma Trent á miðjuna 😀
    Hefði Nunez skorað eitthvað af þessum stangarskotum sínum þá hefði staðan verið svona 8-1

    YNWA !

    14
  2. Sælir félagar

    Þvílíkt lið og þvílík frammistaða. Þvílíkur gullmoli sem Bradley er. Hver einasti leikmaður mjög góður í þessum leik og gott að TAA og Robbo eru komnir aftur og breiddin ein sú mesta í deildinni. Yfirburðirnir algerir og ég sem var skíthræddur fyrir leikinn. Takk fyrir mig

    Það er nú þannig

    YNWA

    19
  3. Nunez setti met í stangarskotum og gæti næst sett met í sláarskotum, en ég elska þennan geggjaða uppistandara.

    22
    • Setti boltann fjórum sinnum í tréverkið og setti þar með nýtt timburmannamet í deildinni.

      12
      • Ég ætla að halda því fram að hjarta og hugur Chelsea manna hafi veikst í öll skiptin.

        2
  4. Fallegt hvernig maður hefur komið í manns stað undir Klopp og er Bradley nýjasta dæmið.
    Hvernig lausnir eru fundnar heima fyrir en ekki bara rifið upp veskið og reynt að græja það þannig.

    Skil ekki afhverju að öll umræðan um að Xabi, De Zerbi… eða einhverjir aðrir eigi að taka við keflinu?

    Getur lausnin ekki komið heima frá?

    Pep Lijnders á minn disk takk

    9
  5. Maður er búinn að vera í bölvaðri lægð síðan á föstudaginn og er ennþá hálf dofinn.

    En MAÐUR LIFANDI ÞVÍLÍK SKEMMTUN sem liðið bauð upp á í kvöld.

    Erfitt að nefna einhverja framyfir aðra en ég bara dýrka okkar seinheppna Darwin “Captain Chaos” Nunez. Geggjaður.

    Mac heldur áfram að brillera. Þvílíkur leikmaður.

    Szoboszlai frábær.

    Jota geggjaður.

    Og Conor Bradley. Fátt skemmtilegra en að sjá uppalda leikmenn fá tækifæri og standa sig. Þvílíkur leikur hjá stráknum. Maður leiksins!

    Áfram Liverpool og áfram Jürgen Klopp!

    21
  6. Hver hefði getað séð það fyrir að Trent og Robbó væru á bekknum á móti Chelsea? Þvílík geggjun! Og samt enginn Salah… hann má bara passa sig að vera ekki fyrir þegar Bradley hraðlestin kemst á ferðina.

    10
  7. Vorum stórkostlegir í kvöld.
    Ég ætla að gefa varnarlínunni okkar 10 í kvöld Bradley, Konate, Virgil, og Gomez voru stórkostlegir.
    Ég ætla að gefa MacAllister kórónu dagsins fyrir að vera kóngurinn á miðsvæðinu(fær 10)
    Ég ætla að gefa Jota 10 fyrir að vera að drukkna í sjálfstrausti og virkar eins og hann sé að fara að skora mark í hvert skiptið sem hann snertir boltan.

    Nunez ég dýrka þig, hafðu engjar áhyggjur af því að stöngin elskar skotin þín. Varnarmenn hata að spila á móti þér, því að þú stopar aldrei og ert bæði hraður og sterkur( afhverju er ég að skrifa þetta beint til hans, jú því að Nunez elskar kop.is)

    Vá hvað við eigum flott lið. Það er ekkert öruggt að við munum vinna bikar eða bikara á þessu tímabili en það verður ekki af því að menn eru ekki að hlaupa úr sér lungun eða gefa ekki allt fyrir klúbbinn.

    YNWA – Takk fyrir þessa veislu

    p.s Geggjað að klára þennan leik svona sannfærandi því að næsti leikur verður rosalegur.

    27
  8. Geggjað ! Algjörir yfirburðir í leiknum.
    Miðja Chelsea slátrað gjörsamlega!
    Auðvita reyna menn að telja upp eitthverja dóma hingað og þangað sem styðja hýenu félagið.
    En að tapa 4-1 með 4 skot í tréverkið og klúðrað viti er sorglegt að ætla skrifa þetta á dómaran
    Nunez er klárlega að njóta sín betur sem ekta striker þegar hann er ekki í skugganum á Salah. Sem hefur verið.og er það stór póstur í þessu liði að hann tekur mikið til sín.
    Bradley er ný stjarna fædd!
    Næst er það stóra prófið Arsenal úti!! Sem hafa öllu að tapa og mæta með blóð í munni eftir fá cup tapið…

    7
  9. Ekki ónýtt að eiga endurskapaðan Robbo í vinstri bakverðinum. Minnir um margt á hann. Annars var allt liðið uppá 10. Þrátt fyrir að Nunez hafi ekki skorað þá var hann geggjaður.

    8
  10. Mikið verður nú gaman að fá inn ferskan stjóra. Klopp er alveg búinn. Hehe..djö á maður eftir að sakna kauða.

    11
  11. Sturlað gaman.

    Thierny var okkur ekki sami þrjóturinn og jafnan áður. Einhvern tímann hefði hann gert veður út af þesum selbitum sem felldu þá í teignum okkar.

    Glæsilegt. Hef í sjálfu sér engu við þetta að bæta. Liðið gengur á öllum strokkum. Grjótharðir og baráttuglaðir.

    Og þessir tveir leikmenn sem maður kveið svo fyrir að missa þurfa ekki að skammast sín fyrir að hafa brugðið sér af bæ!

    11
  12. Átján mörk í sex leikjum ÁN Salah? Þrjú mörk að meðaltali í leik ÁN Salah? Vá vá vá!

    10
    • Maður hlær af þessum fíflum sem sögðu að Liverpool væri ekkert án Salah.

      6
  13. Kannski farinn að skilja Klopp betur… Hver í andskotanum hefur sál í að velja bara 11 leikmenn í lið úr þessum hópi? Og það tvisvar í viku.

    Þegar myndavélin renndi yfir bekkinn í leiknum þá sást Gravenberch hugsa það sem ljóst er: ég er ekki í hópi þegar Salah og Endo koma til baka. Ef bæði TAA og Bradley eru í liðinu og Maca eða Endo að spila 6una – þá er ein miðjustaða laus fyrir Curtis, Dom, Harvey, Thiago, Bajectic, McConnell—og Gravenberch.

    Þetta er ótrúlegt lið.

    7
    • Gravenberch þarf bara að bæta sig. Var fínn í bikarleiknum en getur mikið meira. Byrjaði vel en hefur verið í lægð síðan í nóvember, þrátt fyrir að hafa fengið að spila reglulega.

      Þetta er reyndar ekkert nýtt að erlendir leikmenn fari í lægð á sínu fyrsta timabilið. Á til að gerast þegar fer á kólna. Szobo tók nokkuð djúpa lægð í desember.

      Gravenberch er stútfullur af hæfileikum og þarf að sýna þá. Væntanlega fær hann start í næsta FA cup leik og einhverjum í Europa league. Kominn pressa á hann að nýta tækifærin.

      Sama má segja um Elliott. Elliott er að eiga fínar innkomur af bekknum er veldur oftar en ekki vonbrigðum þegar hann byrjar. Það er kominn tími til að hann fari að sýna stöðugleika. Nú á hann að baki um 100 leiki fyrir liðið.

      8
      • Við fengum markið á okkur útaf því að Elliott hljóp úr stöðu og náði ekki að covera til baka.
        Hann var að pressa aftasta mann og miðjan opnaðist, lookar drullu vel þegar leikmaður tekur 100 metra sprett pressandi en það þarf að vera á réttum tíma.

        2
  14. Jarrel Quansah og Connor Bradley hafa komið ótrúlega sterkt inn í hópinn og sparað félaginu gríðarlega fjárhæðir í leikmanna kaupum. Einnig hefur Joe Gomez ekki beint komið mér á óvart því hann hefur sýnt svona áður en vá hvað hann hefur verið góður í vetur.
    Ég er á því að Gomez og Bradley eigi að byrja á móti Arsenal.
    Trent á miðjuna með Szobozlai og MacAllister.

    En þvílíkur leikur á móti chelsea, ef Nunez hefði nýtt 50% af þessum skotum þá hefðum við slátrað þessu 7-1
    Rosalegt lið og núna er trúin að koma að við getum mögulega tekið alla 4 titlana í vor.

    7
  15. Geggjaður sigur og Liverpool alveg sturlað góðir í fyrri hálfleik. Það virðist vera sem svo að það vanti eina afgerandi “sexu” og þá er liðið komið á þann stað að það er einn út og einn inn stöðu fyrir stöðu til að viðhalda breiddinni. Ég algjörlega elska að horfa Nunez (Captain Chaos) spila fótbolta, hvernig hann djöflast í varnarmönnum allan leikinn og heldur þeim algjörlega uppteknum og neglir bara á markið, er bara frábær skemmtun! Ef hann nær að stilla aðeins miðið….. úff Guð hjálpi varnarmönnum þá. En ég verð að nefna að þessi dómari á ekki að vera að dæma. Ég væri, vægast sagt, brjálaður ef Liverpool hefði ekki fengið amk eitt víti fyrir þessi brot inni í teignum okkar. Brotið á 7. mín er svona 50/50, Alison var með boltann, en þetta í síðari er klárt víti!

    3
  16. Sjitturinn hvað ég er spenntur fyrir sunnudagsleiknum gegn Arsenal 🙂

    YNWA

    7
  17. Skora á Einar og fèlaga að hnoða í celebrationcast!

    Þrátt fyrir brotthvarf Klopp þá erum við með firnasterkt lið sem allir óttast. Fèlagið er að verða mjög vel smurð vèl. Ávinningur þess að akademían var færð að beiðni Klopp er líka að skila sèr í alvöru starfi.

    4
  18. “Það er bara ekkert eðlilegt að skjóta fjórum sinnum í tréverkið í sama leik! ” Nunez skaut tvisvar í tréverkið, markmaður andstæðinganna varði svo tvö skot frá Nunez sem fóru svo í stöng annars vegar og slá hins vegar.

    4
  19. Hvaða leikmenn voru það aftur sem Liverpool falaðist eftir en Chelsea kom inn í myndina og þeir völdu Chelsea frekar en Liverpool? Mér finnst eins og það hafi verið einhvers smá slatti af mönnum sem voru fyrri kostir en þeir sem við höfum á endanum tekið inn vegna þess að Chelsea fékk þá til að velja að fara til þeirra.

    3
  20. Það hefur pottþett eitthvað að gera með Liverpool sé á toppi deildarinnar, en vá hvað ég elska þennan janúarglugga. Alltaf fundist leikmanna viðskipti eiga að fara fram milli tímabila en ekki meðan verið er að keppa. Vanalega er maður að pæla í þessu alla daga meðan opið er en ekki núna. Tottenham kaupir varnarmann, gaman. Albert orðaður við WH eða Villa, gaman, íslenskur markmaður í ensku, frábært…

    Vona innilega þetta séu afleiðingar FFP. Einn eða tveir nyjir inn á tímabili er málið.

    3
  21. Þetta er utan dagskrár. Solanke var að setja þrettánda markið sitt í vetur fyrir Bournemouth á móti West Ham og er orðinn markahæsti enski framherjinn. Næstur er Jarrod Bowen með ellefu. Og nú er ég að hugsa um EM í sumar. Skyldi Southgate hafa þessa tvo í hópnum hjá sér eða ætli hann treysti enn eina ferðina á blautu kexkökuna hjá Man Utd sem er búin að skora alveg heil fjögur mörk?

    2
  22. Ætla að vera með óvinsæla skoðun hèrna. Liverpool þarf selja Salah. Þetta er svipað ástand og var með Coutinho, hann tekur of mikið pláss í leiknum og er of selfish og leikmenn eru að leita of mikið alltaf að honum.

    6
    • Salah er ekki ómissandi. Höfum séð það. En engan vegin sammála að þetta sé sambærilegt við Coutinho. Salah getur einn unnið leiki fyrir okkur uppúr engu.

      En ef hægt að fá fyrir hann $150 milljónir væri glórulaust að selja hann ekki. Getum fengið amk. 2 topp sóknarmenn fyrir það — 3 ef við kaupum þá unga. Eins og leikjaálagið er hjá toppliðunum núna þá er fjöldi góðra leikmanna í kerfi sem hæfir þeim grunnurinn að árangri—ekki einn eða tveir súper leikmenn.

      1
  23. Vonandi breytist ekki leikskipulagið þegar Salah kemur. Án hanns hafa margir skorað enda ekki leikið upp á einn mann til að skora.
    Strákarnir hafa sannað hvað þeir geta.
    Kannksi kemst Salah ekki í liðið…..nei segi bara svona.
    Allir elska liðið núna og ekkert talað um þennan og hinn OUT.
    Reyndar rættist draumur sumra Klopp out fylgjenda núna ;-( : því miður.
    Liðið núna er bara geggjað og gaman að Gomes brillerar, Jones farinn að sanna sig, Jota geggjaður, o.fl.o.fl.
    Þolinmæði er dyggð.

    2
  24. Er ekki gluggadagur/F5 hjá kop.is? Við hér á Ystu Nöf erum komin hér saman í hlöðunni til þess að fylgjast með. Ragnar E. frændi Reykás heldur því fram að Mohamed Salah hafi sést í morgun á æfingasvæði Al Kebab FC og væri örugglega að fara þangað. Gunna spákona leiðrétti það strax og segir að það sé vegna þess að þannig nái Salah sér miklu fyrr í góðum hita. Salah flýgur til London til þess að horfa á Arsenalleikinn á sunnudag. Eru einhverjar aðrar fréttir?

    7
  25. Er að fara með afastrák á leikinn,mikill spenningur, vonandi gengur allt vel hjá okkar mönnum!

Liðið gegn Chelsea

Gluggavaktin