Arsenal 3 – 1 Liverpool

Okkar menn fara tómhentir frá Lundúnum eftir leiðinlegt 3-1 tap gegn Arsenal í kvöld.

Mörkin

1-0 Saka (14. mín)
1-1 Gabriel (sjálfsmark) (45+3 mín)
2-1 Martinelli (67. mín)
3-1 Trossard (90+2 mín)

Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

Það var nú í fyrsta lagi eins og okkar menn kæmu hálfþreyttir til leiks, lítið orkustig og Arsenal mikið betri aðilinn. Saka hefði átt að vera búinn að skora eitt mark áður en hann svo skoraði fyrsta markið eftir korters leik. Okkar menn áttu ekki skot á markið í fyrri hálfleik, Gakpo átti eitt gott færi en setti boltann framhjá. Það var því í raun alveg gegn gangi leiksins að staðan væri 1-1 í hálfleik eftir að Díaz náði að juða boltanum einhvernveginn í hendina á Gabriel og þaðan í netið.

Seinni hálfleikur var svo talsvert betri hjá okkar mönnum, a.m.k. fyrstu mínúturnar. Slatti af skotum á fyrstu mínútunum og allt annað að sjá liðið. En svo þurfti Virgil endilega að gefa þeim gjöf með því að hreinsa ekki bolta sem hann ætlaði að láta Alisson taka, og einhvernveginn mistókst þeim báðum þannig að Martinelli var með galopið markið og gat ekki annað en skorað. Undir lokin tóku okkar menn svo meiri áhættu, sem varð til þess að í einni sókninni náðu Arsenal menn boltanum og Konate braut klaufalega af sér þegar hann reyndi að stoppa heimamanninn. Lítið brot, en fékk gult spjald og sitt seinna í leiknum, svo uppbótartímann þurftu okkar menn að spila einum færri. Ekki hægt að segja að það hafi hjálpað neitt til. Leikurinn kláraðist svo endanlega þegar Trossard fékk að hlaupa inn í vítateig frá hliðarlínu nálægt miðlínu, og renndi boltanum milli fóta Alisson sem hefur líklega átt betri leiki í hérumbil öllum öðrum leikjum sínum með Liverpool. Þetta var a.m.k svona frammistaða að ef þetta hefði verið Kelleher þá hefðum við sagt að Alisson hefði aldrei gert svona mistök.

Hvað réði úrslitum?

Okkar menn voru einfaldlega passívari, líklega með minni orku, og kannski vantaði þá einhverja trú á verkefnið. Gleymum ekki að Arsenal spilaði á þriðjudaginn en okkar menn á miðvikudaginn, það eitt og sér skýrir samt ekki allt. T.d. voru Gakpo og Grav ekki að sýna eitthvað mikið orkumeiri leik þó svo þeir hefðu ekki hlaupið úr sér lungun í miðri viku. Klopp gerði svo nákvæmlega þær skiptingar sem vænta mátti, en þær breyttu litlu.

Rétt svo að taka fram að þó að dómgæslan hjá Antony Taylor hafi nú alveg verið betri, þá réði hún ekki úrslitum. Þetta var algjörlega á ábyrgð okkar eigin leikmanna.

Gleymum svo ekki að auðvitað vantar enn inn í hópinn. Salah, Endo, Szoboszlai, Bradley, Bajcetic, Tsimikas, Matip. Það munar um minna. Trent greinilega enn að koma til baka eftir sín meiðsli sem dæmi.

Hverjir stóðu sig vel?

Gomez og Mac Allister stóðu líklega uppúr. Jota gerði það sem hann gat miðað við þjónustuna sem hann fékk, og Díaz gerði vel í markinu og var hlaupandi eins og vitleysingur þangað til flautað var til leiksloka, stundum má hann nota fótboltaheilann sinn aðeins meira, en vinnusemina vantar ekki.

Hvað hefði mátt betur fara?

Leikmenn hefðu gjarnan mátt mæta ákveðnari til leiks. Svo hefði Virgil gjarnan mátt vera búinn að skrúfa á sig hausinn áður en leikurinn byrjaði, svona byrjendamistök eiga náttúrulega ekki að sjást. Taylor hefði svo alveg mátt sýna aðeins meira samræmi í dómum, t.d. fékk Nunez gult spjald undir lokin fyrir að mótmæla að það var ekki dæmt á brot á honum, mjög sambærilegt og þegar Konate fauk út af örstuttu áður. En eins og áður sagði, þá réði þetta ekki úrslitum heldur þessar gjafir frá okkar mönnum, og orkustigið (eða skorturinn á því) allan fyrri hálfleikinn.

Hvað er framundan?

Leikur við Burnley eftir viku. Einfaldlega must-win (ekki það að þeir eru það allir, en alveg 100% þessi). Nú þarf að ná mönnum til baka. Það væri frábært ef Salah nær þeim leik. Spurning með Szoboszlai. Bradley þarf að fá að syrgja í friði og mæta svo tvíefldur til leiks.

Áfram gakk!

35 Comments

  1. Jæja, mjög sanngjörn úrslit. Arsenal betra liðið í þessum leik á öllum sviðum fótboltans. Fljótari, sterkari, techniskari og bara almennt ákveðnari í öllum aðgerðum. Áfram fáum við fá stig út úr viðureignum við toppliðin, 1 stig í tveimur viðureignum við Arsenal sem dæmi. Nú er bara að fara að elta City (geri ekki ráð fyrir að þeir tapi stigi í þeim 2 leikjum sem þeir eiga á okkur), það hefur verið vonlaus eltingarleikur á vormánuðum. En er það bjartur að það verður meistaradeild næsta season. YNWA

    6
  2. Í stuttu máli…..betra liðið vann í dag. Það var eins og fæstir væru tilbúnir í þennan leik. Seinni bara jafn og allt opið fram að gjöf þeirra félaga. Eftir það höfðu Arsenal þetta í höndum sér. En gerum okkur samt alveg grein fyrir því að við vorum að tapa fyrir liði sem er í sömu baráttu og við þ.e.a.s. á toppnum. Allt getur gerst í fótbokta og smá skita í dag er ekki heimsendir. Nú mæta menn bara klárir í rest
    YNWA

    6
    • Arsenal gerði það við Liverpool sm Liverpool gerði við Chelsea i seinasta leik; pressuðu okkur í kaf og tóku miðjuna í nefið. Attum ekkert skilið í þessum leik!

      9
  3. Dapurt var það,heillin.

    Liðið átti bara ekkert skilið úr þessum leik,svo einfalt er það og varla hægt að tala um einhvern sem fær meira en 4 í einkunn í þessum leik.

    Upp með hausinn og Burnley næst og algjör skylda að mæta þeim og fá 3 stig.

    4
  4. Fór allt í skrúfuna þegar VVD og Alisson ákvöðu að gefa þetta mark.
    Arsenal voru betri það er enginn vafi á því.
    Verða koma strax til baka í næsta leik og reyna halda pressuni í titilbaráttuni þetta er ekki búið.

    5
  5. Um leið og ég sá að Szlobo að ógleymdum Bradley voru ekki með og að Nunez yrði ekki í sínu besta formi þá rann af mér bjartsýnin.

    Það kom líka á daginn að þetta virkaði engan veginn.

    Heimamenn komust upp með hörð návígi en nokkrir þar áttu líka leik lífsinns.

    Mörkin voru skelfileg.

    4
  6. Rosalega kaflaskiptur leikur

    Arsenal miklu betri í fyrri hálfleik en þeir gáfu okkur mark og við fórum ósangjart með jafna stöðu í hálfleik.
    Í síðari hálfleik byrjuðum við af krafti og mér fannst við miklu betri en þeir og leið eins og næsta mark yrði okkar. Svo kemur trúða mark hjá Van Dijk og Alisson og Arsenal komnir yfir eftir að hafa varla sést í síðari.
    Svo setjum við pressu á þá og þeir verjast í varnarpakka sem við erum ekki að ná að opna, rautt spjald og svo Alisson klúður og game over 3-1 tap.

    Þetta var ekki ósangjart sigur hjá Arsenal en maður er helvíti fúll að fá þetta mark númer 2 á okkur þegar við vorum betri aðilinn í leiknum.

    Man City menn brosa núna vel og innilega en þetta voru drauma úrslit fyrir þá.

    Við erum ekki vanir að tapa leikjum og því er þetta helvíti fúlt og sárt en það er nóg eftir.

    YNWA – Það þýðir samt ekkert að væla núna. Burnley(h), Brentford(ú), Luton(h) og Forest (ú) eru næstu fjórir leikir í deild og þurfum við 12 stig úr þeim og taka svo á móti Man City á Anfield.

    5
  7. Arsenal betra og allt jújú.

    En í Jafnri stöðu 1-1
    Og markið sem Van Dijk og Alison gefa svo er ófyrirgefanlegt!
    Þetta eru gæjarnir sem eiga að draga liðið yfir línuna! Svo það verði meistarar. Mistök sem þessi kosta titla í svona leikjum.. …

    11
  8. Skil ekki þessa frammistöðu. Arsenal sterkt lið og á heimavelli. Tap er tap en það er hvernig við töpuðum sem veldur mér áhyggjum. Spennustigið kolrangt, frammistaða lykilmanna hreinasta hörmung, er ekki einn af þeim sem tryllist af minnsta tilefni en ég bara verð að segja að slappari frammistöðu á öllum sviðum leiksins í lykilleik hef ég ekki séð hjá okkur lengi. Óboðlegt algjörlega, verðum að keyra okkur strax í gang því cityvélin mun malla frammá vor. Trent og robbo sem fyrst í leikform og sobo vonandi klár á miðjuna, salah tilbaka og snýtum þessu. Guð hjálpi næstu andstæðingum liverpool, koma svo.

    6
  9. Betra liðið vann þennan leik í dag en við vitum að við erum betri en þeir. Núna er bara að sanna það og enda fyrir ofan þá og sjitty.

    4
  10. Ég ætla nú bara að sjá það jákvæða i þessu sanngjarna tapi og það er að Allison af öllum mönnum átti sinn slæma dag á kontórnum, þar sem bæði mörkin í seinni voru hans alla leið.
    Allison er svo stór karakter að hann mun bæta upp fyrir skaðann fyrr en seinna ef ég þekki hann rétt.
    Það er líka gott að’ muna að okkur vantaði Shala og Edo og Szobbozlei og strákinn nr. 84 í dag.
    Ég vilsvo bara biðja svartsýna menn um að muna að sólin kemur upp á morgun.

    6
  11. Get ekki sagt að tapskýrslur séu eitthvað sérstaklega skemmtilegar, svo þessi er bara nákvæmlega jafn löng og hún þarf að vera.

    13
    • Takk Daníel, góð skýrsla og hnitmiðuð eins og þér einum er lagið. Þurfum ekkert að orðlengja frekar þetta tap, áfram gakk, viku hvíld og svo 3 stig næstu helgi takk!

      5
  12. Þó erfitt sé, þá getur maður alveg tekið tapi. En það sem veldur áhyggjum er að Arsenal virðist vera með betra fótboltalið – er það raunin? Maður spyr sig því okkar menn sáu varla til sólar í þessum leik og úrslitin sanngjörn.

    Ömurleg frammistaða hjá öllu liðinu fyrir utan Luis Diaz sem var sá eini sem sýndi eitthvað hugrekki.

    Og sérstaklega vont að okkar bestu menn og helstu leiðtogar, þeir Alexander-Arnold, Alisson og Van Dijk voru slöppustu menn vallarins.
    Vonandi er þetta ekki byrjunin á andlegu veseni en maður er bara stútfullur af áhyggjum eftir að Klopp sagði upp.

    Auðvelt að hugsa að það sé rándýrt að tapa þessum leik og City komnir í bílstjórasætið og munu vinna deildina eins og venjulega.
    Nei fjandinn, dæmum ekki liðið eftir eina lélega frammistöðu, sem hún svo sannarlega var, heldur gefum þeim séns á að sýna að hvernig þeir ætla að bregðast við.

    Áfram Liverpool!

    11
  13. Algerlega ömurlegt, það versta sem ég hef séð lengi.
    Skítt með að Ars hafi verið eitthvað betri en þeir nýttu færin sín vel, sem við gáfum þeim, á meðan við sköpuðum ekki neitt, hræðileg frammistað í gegnum liðið, einu sem fá yfir 5 eru Gomez og hugsanlega Macca og Diaz rétt slefar fyrir markið.
    Þetta lið er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut og við sáum í dag hvers vegna.
    Því miður því Klopp á skilið svo miklu meira.
    Hræðilega ömurlegt.

    3
  14. Sko….

    Það voru, og eru enn, 90% líkur á að Shitty vinni þessa deild. Ekkert breytt frá ágúst hvað það varðar.

    Alveg hrikalegt að sjá okkar bestu og reyndustu menn taka þessa skitu í marki 2. Minnir á Gerrard mómentið þó það verði seint toppað.

    Að því sögðu er þetta samt geggjað lið og við klárum okkur við toppinn í lok tímabils, spurning bara um sæti 2-4 held ég.

    Svo erum við í öllum bikurum og ég held það komi dolla í hús á þessu tímabili.

    Mitt glas er hálffullt… rock on!

    1
  15. Úffff buin að vera með i maganum i allann dag svo drullum við upp a bak og utd vann i dag æææææ svo vondur dagur.

    3
  16. Og best að það sé bara sagt: þrátt fyrir þessa skitu hjá Virgil og Alisson, þá vil ég ENGA í þeirra stað.

    4
  17. Það er nú alveg furðuleg greining hjá sumum hérna að kenna Alison um eitthvað í þessum leik. Fyrirliðinn skeit gjörsamlega uppá bak í öllum mörkunum. Fyrsta markið hleypur hann úr línunni og tapar einvíginu og skilur allt galopið fyrir aftan sig, annað markið á hann að taka boltann til hliðar eða negla honum í innkast, þriðja markið leyfir hann Trossard að hlaupa að marklínu og ætti markið að skrifast sem sjálfsmark á Virgil ef eitthvað er. Þetta er ömurlegasta frammistaða Van Dijk sem ég hef séð. Allison er bara óheppinn vegna þess að fyrirliðinn missti hausinn.

    13
  18. Sælir félagar

    Ég hafði mjög slæma tilfinningu fyrir þessum leik eins og ég sagði í athugasemd við upphitunina. Það gekk því miður eftir. Ég var svo heppinn að geta ekki horft á leikinn í beinni og veit ekki hvort ég nenni að horfa á hann í endursýningu. Hitt er svo ekki í lagi sem kemur fram í þessari skýrslu og athugasemdum að leikmenn LIverpool komi ekki með hausinn skrúfaðan á inn í einn mikilvægasta leik tímabilsins eins og staðan var fyrir leikinn. Þetta mun fara eins og ég spáði fyrir tímabilið og eins og flestir viti bornir menn hafa spáð. M. City skilar enn einum titlinum í vor andskotinn hafi það bara.

    Það er nú þannig

    YNWA eða er það ekki annars eða gengu menn einir í þessum leik?

    4
  19. Það er svosem alveg nóg eftir þannig að ef það er einn skitu leikur þá er það bara þannig og áfram gakk. Veit ekki betur en að þetta sé allt í okkar höndum eftir allt. Líka gott að sjá að þeir eru mannlegir.
    Eina sem ég er ósáttur við er ákvörðun Klopp að byrja með Gravenbech því hann var alveg off í dag, og síðan bætti ekki úr skák að sjá Thiago inn á sem er rétt byrjaður að æfa. En eins og segir í einu frægasta leikriti hr. Egner, “gert er gert og boðað það sem borðað er”.
    Afram gakk.
    YNWA.

    4
  20. Erfitt að halda því fram að Liverpool séu með betur spilandi lið en Arsenal eftir þennan leik. Þeir átu okkur á miðsvæðinu og lokuðu á flesta sóknartilburði Liverpool nokkuð auðveldlega. Gravenberch og Gakpo eru tæplega nógu góðir til að byrja svona leiki að mínu mati.
    Alison og Diik eiga svo hrikalegan leik báðir og Konate engu skárri. Arnold ekki tilbúinn í verkefnið og þessi leikur var aldrei að fara vinnast þegar svo er í pottinn búið.
    Mc. Allister og Diaz voru fínir.
    Liverpool er á toppnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað neitt frábæran fótbolta í vetur.
    Liverpool mun tapa fleiri stigum það sem eftir er tímabils en vonandi hiksta City og Arsenal meira.
    Og djöfull sem hann Arteta er leiðinleg týpa af manni.

    7
  21. Jæja.
    Búnir að vera á geggjuðu rönni og ég ætla ekki að falla í einhvert þunglyndi yfir einum slökum leik.

    Við vinnum deildina í vor, þessi leikur verður til þess eins að brýna mannskapinn í næstu leiki.

    City hafa sýnt það á tímabilinu að þeir eru ekki 100%

    YNWA

    1
  22. Ég er búinn að melta þetta aðeins. Miðjan okkar tapaði stríðinu gegn mjög sterkri miðju Arsenal og Liverpool tapaði endanlega leiknum þegar Klopp ákvað að skipta Trent útaf í staðinn fyrir að setja hann inn á miðjusvæðið. Alisson og Van Dijk áttu slæman leik og það kemur alltaf freak leikir hjá öllum leikmönnum. Gagpo heldur áfram að valda vonbrigðum þegar hann fær séns, en honum til varnar þá fékk hann ekki góða þjónustu frá miðjunni.

    Ef LFC ætlar að landa titlinum í ár þá þarf að færa Trent alveg á miðjuna þar sem við erum veikastir fyrir: Vonandi er að myndast tækifæri fyrir þá færslu þegar Connor Bradley kemur til baka.

    3
  23. Liverpool, Arsenal og City hafa öll tapað stigum og átt lélega leiki. Margar ástæður fyrir því.
    City tapaði m.a. eftirfarani leikjum:
    0–1 v Newcastle United (Away) 27 September 2023 (EFL Cup) 1–2 v Wolverhampton Wanderers (Away) 30 September 2023 (Premier League) 0–1 v Arsenal (Away) 8 October 2023 (Premier League) 0–1 v Aston Villa (Away) 6 December 2023 (Premier League).
    Arsenal tapað sínum stigum og Liverpool sínum.
    Þetta er mjög jafnt og við erum ekkert slakri en hin liðin…..allir tapa stigum.
    Nú verður Klopp að standa sig. Ekert væl.

    3
    • Hann átti að halda sig fjarri og gefa VVD svigrúm til að eiga við þennan bolta. Allison minnkaði allt athafnasvæði hans með því að æða út í þennan bolta.

      1
  24. Ég hreinlega nenni ekki að velta mér mikið upp úr þessu. VVD, gerði sjaldgæf mistök, og átti þátt í öllum 3, Grav var ekki góður, aðrir voru bara flottir.
    Arsenal átti sinn besta leik ever. Við erum enn á toppnum og ætlum að vera þar…

    2
  25. Höfum ekki unnið Ars í síðustu 4 deildarleikjum, 2 töp og 2 jafntefli, sem er alveg hræðilegt.
    Mér fannst Ars ekkert svo góðir í gær, hafa ekki verið að heilla mig í vetur, fengu fá færi í gær en nýttu þau vel, ma vegna þess hversu illa varnarmenn okkar framkvæmdu hlutina. Að mínu mati átti Allison miklu stærri þátt í 2. markinu en VVD.
    Okkar lið var hreint út sagt ömurlegt og létu Ars líta miklu betur úr en þeir eiga skilið.

    5
  26. Ég var nú að ræða við okkar menn niðrí vinnu og flestir eru sammála um að þetta sé Klopp að kenna. Hann er að setja óþarfa pressu á liðið með þessari tilkynningu. Væri ekki bara best að give it to stevie until end of the season. Fá alvöru stemmingu.

    3
    • Fréttir segja að tíðindin hafi hvort eð er verið að leka og því hafi félaginu og Klopp verið nauðugur einn kostur að koma fram opinberlega, þó tímasetningin hafi verið vond.

      2
  27. Ekki gráta Björn bónda, heldur safna liði! Liverpool verður meistari, ekki spurning. Belive.

    1
  28. Hvernig ætli fari fyrir Trent undir nýjum stjóra? Hann er vonlaus bakvörður og ekki trúlegt að hann verði hafður þar lengur. Þá er það miðjan. Sendingarnar eru vissulegar stórkostlegar en það er spurning með pressu, varnarvinnu afturábak og þess háttar. Þetta verður fróðlegt að sjá.

    2

Liðið gegn Arsenal

Jurgen Klopp