Gullkastið – Skítur skeður!

Uppfært – Þáttur með betri hljómgæði kominn inn

Næstu fjórir í deildinni eru svokallaðir skyldusigar en andstæðingar Liverpool í þessum leikjum eru í fjórum af sex neðstu sætunum. Þetta eru jafnframt leikir sem Liverpool var í vandræðum með í fyrra.

Fyrsti raunverulegi tapleikur tímabilsins um helgina og það nokkuð verðskuldað tap gegn Arsenal en mjög góður sigur á Chelsea í miðri viku með sýningu frá Conor Bradley vann upp á móti því.

Bættum hægri bakverði við í hæagi bakvörðinn í Ögurverk lið aldarinnar skipað mestu gerpum deildarinnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 460

8 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir spjallið, alltaf gaman að heyra rætt um liðið okkar og Gerpaliðið er skemmtileg tilbreyting. Ég er sammála Steina um Asley Young. Einhver al-leiðinlegasti leikmaður heims í sinni stöðu og ansi var gaman þegar hann var rekinn út af í leiknum okkar við Everton í vetur. Neville systirin á líka alveg skilið að vera í þessu liði og ekki allur munur á þeim delum.

    Maggi þarf að gera eitthvað við þá hljóðmynd sem hann býður uppá í hlaðvörpunum ykkar. Það er alltaf eins og hann sé að tala á kafi í vatni. Ef hann er að tala í gegnum símann sinn á “speaker” þá verður hann að hætta því. Það er einfalt að fá “mæk” við svona síma eða á tölvu. Mér finnst óboðlegt að skilja ekki nema annað hvert orð sem þessi gamli uppáhalds nemandi minn segir. Annars bara sáttur

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Uppfært – Er búinn að laga þetta töluvert með því að setja Teams upptökuna sem er varalausn hjá okkur inn í staðin, núna er allt annað hljóð í okkar manni

      Það hefur eitthvað klikkað í upptökunni í gær og við reynum að kippa í lag í næsta þætti.
      Maggi er með sama búnað og við Steini en mögulega var það eitthvað rangt tengt í gær.
      Bölvað bara.

      5
      • Var einmitt að furða mig á þessu. Hljómaði eins og Maggi væri alltof langt frá hljóðnemanum. Er kannski einhver bilun í hans búnaði?

  2. Takk fyrir góðan þátt, gott að fara inn í helgina með góða greiningu á stöðunni, næstu fjórir leikir eru must win og svo úrslitaleikur deildarinnar þegar Man€ity mæta á Anfield.

    Það eru liðnir 5 dagar síðan þessi leikur var og ég er ennþá með óbragð í munninum – þoli hreinlega ekki að tapa svona leikjum. Ég er drullusvekktur með okkar frammistöðu á móti Arsenal. Þetta var ekki boðlegt hjá okkur að láta þetta lið yfirspila okkur og falla á okkar eigin bragði þegar þeir pressa okkur upp í hornfána. Þetta var ekkert merkilegt upplegg hjá Arsenal heldur. Pressa og bakka síðan í vörn eftir að þeir ná að skora og héldu sig svo í skyndisóknum.

    Það síðan að fóðra trúðinn Arteta með þessum sigri er bara beyond áhorf fyrir mig, ég hreinlega get ekki þennan mann. Versta Klopp-eftirherma fyrr og síðar og kæmi mér ekki óvart ef hann verður kominn í jogginggalla og derhúfu í síðustu leikjum tímabilsins. Fagnaðarlætin hjá liðinu voru svo á pari við það þegar Tottenham vann deildina eftir að þeir unnu okkur með sjálfsmarki í haust.

    Mér fannst skiptingarnar vera of varnarsinnaðar hjá okkur, svolítið eins og það ætti að halda fengnum hlut í stöðunni 1-1 en fljótlega eftir það fóru hjólin endanlega undan vagninum. Það voru bara alltof margir off þennan daginn. Að því sögðu, þá hefði Alisson varið boltann í þriðja markinu ef boltinn hefði ekki farið af varnarmanninum. Óháð allri tækni og því dæmi, það er bara vont að taka á móti bolta þegar hann deflectar þegar hvert sekúndubrot skiptir máli í ákvarðanatöku.

    Maður er samt stoltur af strákunum og hvernig þeir rífa þeir sig í gang eftir svona mistök. Ekkert rifrildi, engar fingrabendingar, bara pepp og gerum betur næst. Óskandi að fleiri í samfélaginu almennt taki þetta sér til fyrirmyndar.

    Ég veit að Kennarasambandið er að senda nafna minn út um allar koppagrundir og oftar en ekki eru hljóðgæðin á ferðinni í samræmi við það. Þetta er hinsvegar með því versta hingað til. Það hefði mátt halda að maðurinn hafi verið sendur til Tunglsins og eina leiðin til að ná einhverju sambandi hafi verið í gegnum einhvern aflóga rússneskan gervihnött sem var upp á sitt besta þegar það voru ennþá sjónvarpslausir fimmtudagar. Smá tip, ef það er echo cancellation eða eitthvað annað til að takmarka umhverfishljóð, þá dregur það talsvert úr viðnámi upptökunnar og þar með gæðunum. Mögulega þarf bara að skoða heyrnartól með snúru og að menn geti heyrt í sér þegar upptaka er í gangi. Einfalt ráð þar er að taka heyrnartólið af öðru eyranu.

    Treysta því að okkar færustu tæknimenn verði settir í málið sem fyrst 🙂

    Áfram að markinu – YNWA!

    6
    • Allir með eins míkrafón fyrir framan okkur, það hefur því miður eitthvað klikkað í þessari upptöku, grunar að upptakan hafi óvart verið stilt á beint úr tölvunni sem er vonlaust en get ekki fullyrt, mögulega bara bilun í búnaði.
      Skoðum fyrir betur í næstu viku. Þetta er btw töluvert lagfærð útgáfa 🙂

      2
  3. Þakka fyrir góðan þátt að venju, sem ég náði þó bara að hlusta á helminginn af áður en svefninn kallaði. Gott að vita að eiga seinni hlutann inni og svo þáttinn í heild á góðri stund.

    Þetta verður spennandi allt til enda. Þurfum helst að taka City á Anfield eftir mánuð. Markatala okkar í síðustu fimm leikjum er 15-6, var 14-3 í fjórum leikjum fyrir þann síðasta. Gæti verið verri. Það er ekkert búið í þessu.

    YNWA

    1
  4. ATH:
    Upptaka sem fór í loftið í gær var gölluð þar sem upptaka misfórst eitthvað hjá Magga. Upptakan í gegnum Teams tókst hinsvegar og allt annað að heyra í okkar manni núna 🙂

    Afsökum þetta og reynum að laga í næstu viku

    4
  5. Frábær þáttur eins og venjulega. En af hverju ekki að velja Klopp lið Ögurverks í stað Gerpaliðsins Ögurverks? Allir sem hafa spilað x leiki undir Klopp eru gjaldgengir.

    Eða er það etv bara núverandi lið Klopp lið Ögurverks? Held ekki…

    3

Jurgen Klopp

Upphitun fyrir Burnley á Anfield – Metáhorfendafjöldi á morgun!