Gullkastið – Ekkert svigrúm fyrir mistök

Skyldusigur á Burnley, hvað er að koma úr akademíunni, Öguverk lið aldarinnar o.fl. á dagskrá í þætti vikunnar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 461

12 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og spjallið. Ekki spurning að mér datt enginn í hug sem toppað gæti Evra sem gerpi enda eitthvert mesta helv . . . gerpi sem ég man eftir. Gaman að heyra yfirferðina um akademíu strákana og hvað það varðar er framtíðin björt. Hitt er verra að öll liðin virðast vera að klára meiðsla lista sinn nema Liverpool. Það er ekki gott.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Sigkarl hefur gott að því að hlusta á hann tvisvar 😉

      En annars væri gaman að fá nýja þáttinn inn.

      4
  2. Aftur kýs Maggi líta framhjá reynslu Xabi Alonso með Real Sosiedad B. Samt talar hann um 14 ára reynsluna sem Klopp hafði þegar hann kom á Anfield.

    Alonso var stjóri RSB í 3 ár og Í fyrsta skipti í 60 ár kemur hann i liðinu upp í Segunda División sem er næst efsta deild á Spáni.

    3 gríðarlega mikilvæg ár sem hafa móta XA sem stjóra.

    Þess utan tekur XA við BL snemma í október í fyrra og í vor mætti segja að hann hafi tæplega 5 ára reynslu sem stjóri.

    Af þeim 7 árum sem Klopp stýrði Mainz voru 4 eða 5 þeirra utan efstu deildar. Þetta eru árin sem mótuðu Klopp sem stjóra. Kannski skipta þau engu máli?

    9
  3. Menn eru mismunandi að þroskast, Alonso virðist vera alvöru gæji enda virðast öll liðin vilja hann. Ég er mest hræddur að hann segi Nei við Liverpool einmitt út af því að liðið er ekki að lofa honum nægu fjármagni til að styrkja hópinn.
    Góður þáttur að venju og gaman að heyra hve menn voru rólegir fyrir þessum leik gegn Brentford, það hjálpar manni að slaka á í vikunni.

    Btw Salah mættur á æfingar og Conor Bradley, það styrkir hópinn

    3
    • Sælir félagar

      Mér fannst hljóðgæðin hjá Magga með því betra sem verið hefur. Það er helst ef hann æsist eitthvað í umræðunni og hækkar róminn að það fari að bergmála eins og hann sé að tala ofaní vatni. Hann þarf einfaldlega að tala aðeins hægar og bara í þægilegum talmáls styrk þá er allt gott.

      Það er nú þannig

      YNWA

      3
  4. Risa fréttir að besti hægri bak í deildinni, þótt víða væri leitað sé kominn aftur nú fyllist maður bjartsýni og öðlast trú á að við verðum óstöðvandi

    8
  5. Takk fyrir góðan þátt, það var líka allt annað hljóð í nafna mínum í þessum þætti en ég tek undir með liðsfélögum okkar hérna í þræðinum, það er eins og nafni sé aðeins of langt frá hljóðnemanum… nema þið hafið verið að kaupa gömlu upptökugræjurnar af Veðurstofunni? Það var alltaf eins og það væri verið að tala ofan í bolla þar og hefur ábyggilega ekki breyst. Maður nefnir þetta bara af því að aðrir í upptökunni eru alveg kristaltærir og heyrist það best þegar nafni hefur lokið einræðum sínum og annar tekur við orðinu 🙂

    Ég tek undir með ykkur að þessi Brentford-leikur verður einhver bölvuð brekka. Ég hef fulla trú á okkar mönnum en þetta er bara svo bölvað bras með þessi lið sem hafa engu að tapa, tala nú ekki um þegar Ivan Toney er þarna frammi og líklegur til alls. Vona bara að hausinn sé rétt skrúfaður á okkar menn og að þeir loki þessum leik snemma.

    Hvað varðar þjálfaramálin þá er ekki mikið um einhverja reynslumikla bita þarna úti… nema menn telji að Roy Hodgson sé það hokinn af reynslu að hann eigi skilið að snúa aftur? Hélt ekki! Reynsla er nefnilega ekki alltaf það sem gerir útslagið í þessum efnum þó svo að hún sé mjög mikilvæg.

    Ég verð bara sannfærðari með hverjum deginum sem líður að Xabi snúi aftur heim og taki við taumunum. Þetta verður þá 2-3 ára tímabil þar sem hann er að koma sínum takti og áherslum inn hjá liðinu en ólíkt því þegar Klopp tók við þá er þetta það þroskaður og öflugur hópur að liðið er líklegt til afreka á þessum ‘aðlögunartíma’ hjá Xabi. Megi þetta bara ganga í gegn eins fljótt og auðið er.

    10
  6. styð conte í jobbið í sumar .. mun eflaust ekki endast lengi .. en eitthvað segir mér að hann gæti unnið eitthvað með þetta lið

Stelpurnar mæta London City Lionesses í bikarnum

Enn einn hel*!$&**)!!is hádegisleikurinn: Brentford á laugardaginn