Það hlýtur nú að hafa verið einhverskonar met, því ÖLL Liverpool liðin eiga hádegisleik þessa helgina. U18 þurftu að lúta í gras gegn City, en sigurinn á Brentford er okkur enn í fersku minni, og U23 liðið vann góðan útisigur á Newcastle þar sem Trey Nyoni og Kaide Gordon skoruðu mörk okkar manna í 1-2 sigri. Í hádeginu í dag mæta svo stelpurnar okkar suður með sjó og heimsækja þar Brighton. Liðin eru á ólíkum stöðum í deildinni:
en þrátt fyrir að Liverpool sé í efri hlutanum og Brighton í næst neðsta sæti, þá er munurinn á þessum liðum líklega minni en þær tölur benda til. Þó er rétt að rifja upp að fyrri leikurinn á Prenton Park endaði með öruggum 4-0 sigri okkar kvenna. Síðasti útileikur hins vegar var í nóvember 2022, og sá leikur endaði 3-3.
Svosem fátt sem kemur á óvart þegar kemur að liðsuppstillingunni, Taylor Hinds er enn frá vegna meiðsla, og af einhverjum ástæðum er Lucy Parry ekki í hóp, en þá er það hérumbil upptalið:
Bonner – Fahey – Fisk
Koivisto – Nagano – Matthews
Holland – Höbinger
Lawley – Roman Haug
Bekkur: Micah, Clark, Daniels, Lundgaard, Kearns, Kiernan, Enderby, van de Sanden
Það verður hægt að sjá leikinn á The FA Player (með bresku VPN) eins og svo oft áður.
Nú væri mjöööög vel þegið að hirða 3 stig, og minnka muninn í United.
KOMASO!!!!
Það er verið að sýna leikinn á vodafone sport og þær eru 1-0 yfir.
…og endar 0-1 með marki frá Ceri Holland um miðjan síðari hálfleik, hún fékk svo sitt seinna gula spjald í uppbótartíma og verður því í banni í næsta leik. En góð 3 stig og liðið er farið að narta í hælana á United sem sitja í 4. sæti.
Markið hjá Ceri:
https://twitter.com/LiverpoolFCW/status/1759548392047284283