Þá er komið að fyrsta úrslitaleik tímabilsins, Anfield South, Carabao Cup, og hverjir eru mótherjarnir aðrir en (bölvaðir) Chelsea enn eina ferðina.
Sagan
Við getum hæglega horft ansi langt aftur í tímann, vel rúma öld til að skoða fyrsta skiptið sem þessi lið mættust. Chelsea vann þann leik 4-1 í fyrstu deildinni árið 1907. Hins vegar gekk Chelsea ekkert sérstaklega vel megnið af 20. öldinni og þeir voru ekkert alltaf í efstu deild, ekki frekar en Liverpool. Chelsea náði raunar aðeins einum deildarmeistaratitil alla 20. öldina og þeim tókst ekki að reisa félagið og gera það að stórveldi eins og Liverpool varð undir Bill Shankly og síðar Bob Paisley.
Tölurnar voru þó ekkert stórar og engir sérstakir yfirburðir hjá Liverpool. Heildartölur af lfchistory.net eru 195 leikir, 84 sigrar Liverpool gegn 65 sigrum Chelsea en þá er 21. öldin tekin með.
Raunar var engin alvöru erkifjendamenning á milli þessara liða fyrr en Roman Abramovic keypti Chelsea og fór að dæla í það peningum. Á sama tíma var Liverpool með ágætt lið, var oftast í Meistaradeildarbaráttu. Árið 2004 hófst svo skemmtileg rimma á milli tveggja litríkra karaktera, Jose Mourinho og Rafa Benítez. Þeir hófu báðir störf sumarið 2004 og áttu eftir að láta rækilega til sín taka hjá sínum félögum og mætast í brennheitum leikjum, ekki síst í bikarkeppnum.
Fyrsti slíki leikurinn var einmitt úrslitaleikur í Deildabikarnum árið 2005. Jose Mourinho var rekinn upp í stúku, Steven Gerrard skoraði sjálfsmark og eftir að venjulegum leiktíma lauk 1-1 sigraði Chelsea 3-2 eftir framlengingu á Millenium vellinum í Cardiff.
Seinna sama tímabil mættust þau aftur í bikar, að þessu sinni í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en hið undurfagra og eftirminnilega mark Luis Garcia tryggði Liverpool sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar það árið. Við þurfum svo sem ekkert endilega að fjalla sérstaklega um þann leik en fyrir þá sem ekki muna, eða voru ekki fæddir, þá vann Liverpool Meistaradeildina árið 2005 með laufléttum sigri á AC Milan.
Vorið 2007 var næsta bikarrimma félaganna. Hún var líka í Meistaradeildinni, líka í undanúrslitum og lauk líka með sigri Liverpool. Eftir 1-1 samanlögð úrslit vann Liverpool í vítakeppni og mætti líka AC Milan í úrslitaleiknum. Við þurfum heldur ekkert sérstaklega að rifja þann leik upp en hann fór ekki eins og hinn leikurinn því AC Milan vann Meistaradeildina það árið.
Vorið 2008 var síðan enn ein viðureignin, enn og aftur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Nú var búið að reka Mourinho og þá loksins höfðu Chelseamenn sigur en töpuðu síðan eftirminnilega í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United í úrslitaleiknum.
Vorið 2009 mættust liðin síðan enn á ný í Meistaradeildinni, nú í 8-liða úrslitum. Það verður að segjast eins og er að það var alveg farið að halla undan fæti hjá Liverpool-liðinu á þessum tíma, Chelsea var komið með yfirhöndina yfir Liverpool og Rafa Benítez var orðinn hrikalega þreyttur á Gillett og Hicks og hætti loks árið 2010. Alls mættust liðin 24 sinnum á árunum 2004-2009, að meðaltali fimm sinnum á tímabili.
Eftir að Benítez hætti gat liðið einfaldlega ekkert, Fernando Torres fór frá Liverpool til Chelsea og það jók ekkert á vinsemdina á milli stuðningsmanna liðanna. Roy Hodgson var stutt í starfi og King Kenny Dalglish tók við keflinu og kom liðinu í bikarúrslit á Wembley árið 2012. Þann leik náði Chelsea að vinna 2-1 en King Kenny tókst að stýra liðinu til sigurs í deildarbikarnum það árið.
Það sem gerðist næst var eiginlega of súrrealískt til að segja frá. Vorið 2013 tók Luis nokkur Suarez sig til og beit Branislav Ivanovic leikmann Chelsea í deildarleik. Suarez skoraði síðan jöfnunarmark í lok leiks en þetta átti sannarlega eftir að hafa sína eftirmála. Fyrst byrjaði David Cameron forsætisráðherra Bretlands að skipta sér af. Suarez fékk sína sekt og þriggja leikja bann fyrir “violent conduct”. Sérstök nefnd á vegum FA setti hann svo í 10 leikja bann. Nefndin vildi með því gefa skýr skilaboð um að hegðun sem þessi ætti sér engar málsbætur. Ári seinna var Liverpool í bullandi titilbaráttu undir stjórn Brendan Rodgers og Jose Mourinho var aftur kominn í stjórastólinn hjá Chelsea. Þeir unnu leikinn og Liverpool missti af titlinum það árið eftir að hafa verið á toppnum lengi vel. Best að vera ekkert frekar að rifja það upp.
Síðustu dramaleikir félaganna voru loks vorið 2022. Þá léku liðin til úrslita í báðum bikarkeppnunum í Englandi. Það er skemmst frá því að segja að Liverpool vann þá báða eftir 0-0 og vítaspyrnukeppnir.
Þegar allt er tekið saman þá hefur Liverpool gengið vel með Chelsea þegar þeir hafa haft almennilegt lið. Segir sig kannski sjálft. Það er því töluvert stór spurning hvernig þessi leikur fer, því við vitum ekki hvort Liverpool geti – og muni – tefla fram almennilegu liði. Þetta er skrifað með þeim fyrirvara að allir sem hafa spilað fyrir Liverpool í vetur hafa staðið sig frábærlega og margir langt fram úr væntingum. En kíkjum samt aðeins fyrst á mótherjana.
Chelsea
Þetta verður nú varla mikið leiðinlegra. En það eru ekki öll lið jafn lukkuleg, hvorki með stuðningsmenn, lög og tónlistarsmekk eins og okkar menn í Liverpool. Stuðningsmenn Chelsea eru líka þekktir fyrir að veifa plastfánum og vera hálfgerðir plaststuðningsmenn (glory hunters) líkt og bræður þeirra og systur í ljósbláa hluta Manchesterborgar.
Það má þó ekki gleyma því að Chelsea eiga fullt af stuðningsmönnum sem urðu til langt á undan Roman Abramovic. Töluvert margir Íslendingar fóru að halda með Chelsea þegar Eiður Smári lék með þeim upp úr aldamótum og svo eru alveg nokkrir sem eru ekki úr plasti og héldu með þeim í gegnum súra tíma síðustu áratugi tuttugustu aldar.
Tímabilið
Chelsea réði engan annan en Mauricio Pochettino til starfa síðastliðið sumar. Alls keyptu þeir 8 leikmenn í sumarglugganum 2022, 8 leikmenn í janúar 2023, 12 leikmenn í sumarglugganum 2023 og einn í janúar. Þeir eru því alls búnir að kaupa 29 leikmenn síðustu tvö árin fyrir fleiri hundruð milljón pund og engin furða að það taki tíma að slípa þetta saman. Sérstaklega þegar um er að ræða leikmenn sem fáir sófasérfræðingar höfðu heyrt um, svo sem Disasi (39m), Badiashile (35m), Malo Gusto (26m), Ugochukwu (23m), Chukwuemeka (20m), Madueke (30m), Jackson (32m) og Nkunku (52m). Það mætti halda að njósnadeildin hjá Chelsea hafi verið á sterum undanfarið því það var raunverulega engin sérstök þörf á því að gera svona svakalegar breytingar. En, nýir eigendur og svona…
Chelsea hefur ekkert gengið sérstaklega vel í deildinni, þökk sé téðum breytingum og mögulega því að þessi aragrúi leikmanna er ekkert endilega úr efstu hillu. Að minnsta kosti fáir þeirra. Eftir 25 leiki sitja þeir í 10.sæti deildarinnar með 35 stig og markatöluna 42-41. Þeir hafa basically setið í 9-12.sæti deildarinnar alveg síðan í 7.umferð og ekkert endilega líklegt að það muni breytast mikið. Í síðustu fimm leikjum hafa þeir unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað tveimur. Liverpool spilaði við þá fyrir tæpum mánuði og rúllaði 4-1 yfir þá á Anfield. Þeir eru einfaldleg algjört jójólið, töpuðu heima fyrir Úlfunum 2-4, unnu síðan Crystal Palace á útivelli 3-1 og gerðu loks jafntefli við Man City á útivelli í síðasta leik. Það er því nánast útilokað að segja til um hvaða Chelsea-lið mæti út á völlinn þótt það sé hægt að giska á hvaða leikmenn spili leikinn.
Leiðin í úrslitaleikinn
Chelsea fór svona semi-þægilega leið í úrslitin, drógust fyrst saman við lið AFC Wimbledon sem þeir unnu 2-1 á heimavelli. Sem þeir spiluðu reyndar á alla keppnina. Í næstu tveimur umferðum unnu þeir Brighton 1-0 og Blackburn 2-0 en lentu svo í kröppum dansi í 8-liða úrslitum gegn Newcastle. Þar unnu þeir 4-2 í vítaspyrnukeppni eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Það kom þeim í léttari andstæðinginn í undanúrslitum og eftir 1-0 tap á útivelli gegn Middlesbrough rúlluðu þeir sér frekar létt í úrslitaleikinn með 6-1 sigri í seinni leiknum
Liðsuppstillingin
Í síðasta leik spilaði liðið gegn Man City, það er komin vika síðan og þeir eru væntanlega að reyna að slípa sterkasta liðið sitt saman. Ég hef ekki fylgst það mikið með Chelsea í vetur til að vita eitthvað sérstaklega mikið um sterkasta lið og þess háttar, ég er reyndar ekki viss um að Pochettino viti það sjálfur. En liðið gegn Man City var svona:
Petrovic
Chilwell – Disasi – Colwill – Malo Gusto
Fernandez – Caicedo – Gallagher
Sterling – Jackson – Palmer.
Mér finnst alveg jafn líklegt að þetta verði byrjunarliðið, mögulega setur Pochettino Chalobah eða Nkunku inn. Kannski kemur Sanchez markmaður inn, Reece James fyrirliði verður ekki með, Cucurella er ólíklegur og nokkrir aðrir eru bara out.
Liverpool
Ég er bara til í að opinbera það hér og nú, I´m a believer. Eftir leikinn gegn Luton þar sem nánast bara einhverjir voru að spila fyrir Klopp og Anfield trúi ég því að hver sem fer inn á völlinn undir stjórn Klopp breytist í einhvers konar ofurhetju. Stuðningsmenn eiga þvílíkt eftir að yfirgnæfa plaststuðningsmenn andstæðinganna og Wembley verður rauður, Anfield South.
Leiðin í úrslit hefur verið óvenju létt þetta árið. Í lok september var leikið í þriðju umferð og þar mætti lið Leicester, sem hefur verið á flugi í Championship deildinni, á Anfield. Þeir áttu ekki break og Liverpool vann 3-1. Næst fór Liverpool suður til Bournemouth og vann 2-1. West Ham voru síðan fórnarlömbin í 8-liða úrslitum, 5-1 var niðurstaðan þar og loks fórum við í gegnum Fulham með 3-2 samanlagt til að komast á Wembley.
Liðið hefur verið nánast á stöðugri uppleið allt tímabilið og það kemst einfaldlega ekki hærra en það er statt núna. Á toppnum í deildinni, búið að vera þar síðan 26.desember og inni í öllum bikarkeppnum. Úrslitaleikurinn ætti því ekki að geta komið á betri tíma en akkúrat núna. En samt. Liðið er búið að vera meira og minna vængbrotið alveg síðan Andy Robertson fór úr axlarlið í október síðastliðnum. Það hefur samt bara engu máli skipt.
Að því sögðu veit maður samt aldrei. Það er alltaf spenningur og stress fyrir alla leiki og ekki síst fyrir úrslitaleiki eins og þennan. Liverpool er á hörku siglingu og hafa unnið fjóra af síðustu fimm, aðeins tap gegn Arsenal á Emirates kemur í veg fyrir fullt hús þar og raunar hafa 8 leikir af síðustu 9 unnist og á þessu ári hafa þeir bara skorað þrjú eða fjögur mörk í þessum sigurleikjum. Því bendir allt til þess að Liverpool sé bara með miklu betra lið en Chelsea. Einfalt?
Nei, alls ekki. Eins og áður sagði, úrslitaleikur. Aldrei einfalt, aldrei unnið fyrirfram. Sama hversu mikill munur er á liðunum. Ég man eftir því þegar Dalglish, Rush, Grobbelaar og félagar töpuðu fyrir Wimbledon á Wembley. Það átti ekki að geta gerst.
En þeir eru ekki að fara að tapa fyrir Chelsea. Klárt mál.
Það er erfitt að giska á liðsuppstillinguna þar sem ekki er ljóst hverjir verða stignir upp úr meiðslum. Prófum þetta svona:
Sem sagt, sama lið og gegn Luton, nema Nunez kemur inn fyrir Gakpo. Þetta er fullkomlega út í loftið því ég hef ekki hugmynd um hvort Salah og Nunez verði klárir að byrja, á bekk eða verða ekki í hóp. Aðrir held ég að séu bara out. Ég veit heldur ekki hvort Klopp velji Gakpo eða Elliott í liðið. Kannski verða þeir báðir inni og Gravenberch á bekknu. Það eru svona það eina sem ég sé mögulega öðruvísi í kortunum. Þeir sem verða fullorðnir á bekknum eru þá Gakpo, Gomez, Tsimikas og vonandi Salah. Síðan verða bara börnin okkar, Clark, kannski Danns, Nioni, ætli þeir dragi ekki bara um hverjir af þeim verða á bekknum.
Spá: 3-1 fyrir Liverpool. Luis Diaz brýtur ísinn, pabbi verður mættur á Anfield South. Nunez skorar síðan áður en Chelsea minnkar muninn og Salah klárar síðan leikinn, nýkominn inn á þegar Chelsea verður með megnið af liðinu sínu frammi. Fyrsti titillinn árið 2024 kemur í hús á sunnudaginn.
Mér finnst rosalega erfitt að sjá minn mann Joe Gomez kominn bara á bekkinn eftir frábæra frammistöðu í vetur. Vissulega er Andy komin til baka og svo hefur Bradley spilað svakalega vel þessa leiki en ég vil frekar sjá reynsluna hjá Gomez í staðinn fyrir Bradley.
Gomez hefur gert þetta allt áður og er öruggur í vörninni og ef á þarf að halda meiri sóknarþunga í seinni þá er hægt að kalla á Bradley.
Vonandi verða þeir Salah og Nunez klárir og Szobozlai allavega á bekknum ef hann er klár.
Spái 3-2 í hörkuleik.
Allir með öndina í hálsinum……trúa trúa trúa….
Takk fyrir frábæra upphitun Ívar, þetta verður eitthvað.
Til fróðleiks fyrir pistlahöfund voru hvorki Robertson né Konate í byrjunarliðinu gegn Luton
Auðvitað fengum við evrópudeild gegn eh sparta prag dæmi í útileik 3 dögum fyrir city leikinn who would of thought!
Sælir félagar
Takk fyrir frábæra upphitun Ívar Örn. Það er svo að Liverpool hefur þurft að spila við bláa olíuliðið oftar en nokkrum líkar og hafa þessir leikir oftar en ekki verið hundleiðinleg stöðubarátta með litlum tilþrifum. Ein af undantekningum þess var leikurinn í deildinni um daginn. Því miður verður ekki hægt að búast við svoleiðis afgreiðslu í þessum leik. Ég held að þetta verði hundleiðinleg stöðubarátta ef bláa olíuliðið fær að ráða en ef Liverpool nær að stjórna leiknum verður þetta skemmtilegt. Ég þoru ekki að spá tölum en vona bara að galdramaðurinn Klopp nái að kreista enn eina ferðina afburða spilamennsku út úr liðinu okkar sem kemur illa sært til leiks.
Það er nú þannig
YNWA
Góð upphitun og takk fyrir mig. Af hverju ættum við ekki að trúa? Við erum ekki á toppnum vegna slembilukku. Við ættum að vera með 1 eða 3 stigum meira vegna svindls sem við urðum fyrir gegn spurs.
Við erum með breiðan hóp OG það mikilvægasta; við erum með hugarfarið sem sigurvegarar eru með. Við vinnum þetta 3-1!
Svo má ekki gleyma vítinu sem við áttum að fá í leiknum gegn Arsenal þar sem Odegaard handlék/varði boltann inn í teig – sáu allir að það var víti nema VAR! Líklegast 2 töpuð stig þar.
Auðvitað má deila um alla dóma en það er viðurkennt að dómarar og VAR gerðu misstök í þessum leikjum gegn Spurs og Arsenal. Verður ansi súrt ef þessi atvik munu svo hafa úrslitaáhrif í lok tímabils!
Spurning hvort þetta verði einhver 443 leikur af hálfu Chelsea og dómgæslunar, ef ekki þá vinnum við.
YNWA
Þetta verður engin skemmtun. Tölfræðin segir að í úrslitaleikjum er að meðaltali skorað 1,9 mark og reikna ég að sama verður upp á teningnum núna. Reyndar var 0-0 leikurinn gegn þeim sem við kláruðum í vító frábær skemmtun með fullt af dauðafærum.
Ég ætla að spá Chelsea sigri í þessum leik. Okkur vantar of marga lykilmenn og þótt þetta lið virkar gegn Luton þá er Chelsea of stór biti.
O-2 tap
Langar helst að gefa Salah, Nunez og Sly bara frí til þess að ná að gera sig meira klára fyrir stærri bikara sem eru í boði.
Halló halló halló Sigurður Einar……….. þú ert á hálum ís hér með þessum ummælum þínum – svona í ljósi umræðunar eftir leikinn við Luton fyrr í vikunni! Bannað að vera með neikvæðni! :O) :O) :O)
Nei raunsæi er alltaf ágæt í spám ég er viss um að 95% af Liverpool aðdáendum spá okkur sigri og því er gott að einhver kemur með mótvægi. Fyrir utan að mér finnst fátt skemmtilegra en að spá vitlaust um Liverpool töp 😉
Vonum allavega að þú reynist ekki sannspár í þetta sinn. ?
Takk fyrir fína upphitun, Ívar Örn. Vil bara segja að þetta var mjög fallegt “understatement” hjá þér: “Þá vann Liverpool Meistaradeildina árið 2005 með laufléttum sigri á AC Milan.” Hjartalæknar og tölfræði í kringum þann leik væri eitthvað.
Þetta er bara fyrir mig og Daníel.
Tilvitnun dagsins af samfélagsmiðlum: „Rashford should have his wage taped to the ball and told to chase, it if he wants to be paid.”
Svo er hér önnur tilvitnun af samfélagsmiðlum:
“Man Utd have conceded 435 shots in the Premier League this season. ONLY Sheffield United have conceded more.”
Ekki það að mér er drullusama hvernig einhverjum miðjumoðsliðum gengur.
Þar af 100 skot í fimm leikjum. Okkur er alveg sama.
Hvar er leikurinn sýndur?
Vodafone Sport-Viapley-Sky Sport
Hvar safnast Liverpoolmenn saman í Rvk til að horfa á leiki?
Miðað við hvað ég er ekki sannspár og Liverpool hefur unnið(alltaf þegar ég spái þeim tapi) þá segi ég allann daginn 3-0 sigur fyrir Chelsea!
Hvar er hægt að horfa á leikinn á stór Selfoss svæðinu ?
menn eru að slúðra um að Salah og Nunez verði ekki í hóp.
staðfest. Svakalegt að sjá varamannabekkinn. Adrian, Gomez, Tsimikas og 6 úr u18