Gullkastið – Þjálfaraleit stóru liðanna

Hvað bíður nýs stjóra hjá Liverpool og hvernig er staðan núna í þjálfaraleit stóru liðanna?
Brighton kemur í heimsókn á sunnudaginn og strax á eftir þeim leik mætast Arsenal og Man City. Mjög þétt prógram framundan hjá Liverpool og ekki nema þrír deildarleikir á sjö dögum strax í kjölfarið á landsleikjapásunni.

Réðum svo stjóra í Ögurverk lið aldarinnar skipað mestu gerpum aldarinnar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 468

 

13 Comments

  1. Tek Gullstund á eftir þegar Ísland vonandi komið á EM í sumar.

    En slæmar fréttir af tilgangslausum vináttuleik Skota þar sem Andy Robertson að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik! Týpiskt helv…. fokking fokk!!

    1
    • Bót í máli að Gomez komst óskaddaður í gegnum leik Englendinga.

      5
  2. Ætli þið að birta Gerpa-liðið einhvers staðar í heild sinni?

    5
    • Helst ekki nei!

      En ok:
      GK – Prickford
      DR – Neville
      DC – Funes Mori Fíflið
      DC – Keown
      DL – Evra
      MC – Bruno Fernandez
      MC – Fellaini
      MC – Tim Cahill
      AMR – Diouf
      AML – Gerpið
      S – Drunken Ferguson

      Stjóri – Alex Ferguson með Motormouth og Big Sam í teyminu

      6
  3. Eruði að grínast?

    David Coote á flautunni og Paul Tierney á VARsjánni í Brighton-leiknum á sunnudaginn! PGMOL gæti eins mætt með kústskaft og troðið því fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar…

    Einn góðan veðurdag hlýtur að verða flett ofan af einhverjum skítaskandal í þessum dómaramálum gegn Liverpool, þau eru ekkert eðlileg.

    2
  4. Nú verður spennandi að sjá hverja Southgate tekur með sér á Evrópumótið í sumar.

    Ég tel allar líkur á því að Joe Gomez verði í hópnum eftir langa fjarveru. Varnarlína Englands er vægast sagt götótt, the weakest link eins og sagt er, og Gomez er gulls ígildi því hann getur spilað allar fjórar stöðurnar. Ekki síst vinstri bak en þar er eiginlega enginn almennilegur kandidat nema Luke Shaw, sem er oft meiddur. Nema Kieran Trippier verði látinn spila vitlausu megin.

    Á miðjunni er spurning hvort Trent verður kominn í nógu gott stand til að koma til greina í sumar. Rice, Mainoo og Bellingham stóðu sig vægast sagt vel á dögunum og eru að mínu mati öflugasta miðja sem völ er á. Og reyndar enginn skortur á góðum miðjumönnum.

    Það sem mér þykir eiginlega mest áhugavert er hvort Southgate hefur kúlurnar í að skilja dýrlinginn Rashford eftir heima. Hann spilaði heilt kortér í öðrum vináttuleiknum núna og gerði ekkert. Jarrod Bowen var hins vegar hrikalega flottur og hann, Ollie Watkins, Ivan Toney, Anthony Gordon og Phil Foden eru allt menn sem ættu að vera í liðinu á undan Rashford. Já og svo er víst þessi Kane. Nú er að sjá hvort Man Utd dýrkunin verður staðreyndunum yfirsterkari hjá þjálfaranum en nýtt viðtal við Southgate virðist gefa vísbendingar um að Rashford sé ekki endilega inni í myndinni.

    Enski hópurinn er mjög sterkur frá miðju og framúr og líklega sjaldan verið eins margir góðir bitar um hituna þeim megin á vellinum. Vörnin er hinsvegar, umm, ekki góð. Kyle Walker er frábær, when fit, en það er óljóst í augnablikinu. Maguire er eins og hann er, John Stones verður líklega við hliðina á honum, en hvorki Ben Chilwell né Lewis Dunk voru að heilla í vináttuleikjunum. Ef allt er með felldu hlýtur að styttast í að Jarell okkar Quansah komi til álita sem miðvörður.

    Markvörðinn nefni ég ekki, þann drullusokk.

    En hvað finnst ykkur? Er enska liðið líklegt til afreka eða mun Southgate ná að klúðra þessu einhvern veginn?

    2
    • Steingleymdi nafna mínum. Hann á heldur ekkert erindi á Evrópumótið…

      1
  5. Takk fyrir góðan þátt, þó svo að Ísland verði ekki með á EM að sinni þá sér maður að liðið er komið með blóðbragðið í munninn og að dugi til að koma okkur á næsta stórmót.

    Hef ekki miklu að bæta við draumagerpaliðið annað en að Mourinhio er ekki góður þjálfari. Taktu af honum tékkheftið og hann er í besta falli meðalþjálfari sem getur á góðum degi náð skammtímaárangri but that’s it. Hann væri fullkominn landsliðsþjálfari þar sem hann getur leikið sér með að velja bestu bitana og er með þá í stuttan tíma svo hann getur ekki valdið þeim of miklum andlegum skaða.

    Áfram að markinu – YNWA!

    1

Merseyside derby hjá stelpunum

Xabi Alonso líklega ekki næsti stjóri Liverpool