Eftir vonbrigði síðustu helgar þá er komið að næsta verkefni – í þetta skiptið er það 8 liða úrslit í Europa League þar sem við tökum á móti Atalanta, lið sem við mættum ekki fyrir svo löngu en jafnframt andstæðingur sem við eigum ekki mikla og stóra sögu með.
Sagan og formið
Liverpool mætti Atalanta síðast í meistaradeildinni í nóvember 2020 þegar allt var í lás sökum COVID, sælla minninga. Úrslitin í þessum tveimur leikjum voru skrítin, rétt eins og ástandið á þessum tíma, 0-5 sigur okkar manna á Stadio Di Bergamo en 0-2 tap á Anfield þremur vikum síðar í leik sem skipti kannski ekki öllu máli og var liðsvalið svolítið eftir því.
Liðin eru að koma inn í þennan leik í talsvert ólíku formi. Gestirnir hafa einungis unnið tvo leiki af sjög síðan í febrúar en það var 0-3 sigur gegn Napoli í Seria A og 2-1 sigur gegn Sporting í síðustu umferð EL. Atalanta hefur einmitt verið að spila ört síðustu vikur og verður þetta fjórði leikur liðsins á síðustu þrettán dögum. Gestirnir sitja í 6 sæti í Seria A, 8 stigum frá meistaradeildarsæti en þó með leik til góða.
Á sama tíma hefur Liverpool spilað átta leiki síðan í byrjun mars, unnið 5 af þessum leikjum, gert tvö jafntefli (City og Utd) og tapað einum (Utd í FA bikarnum).
Það er því ekkert í sögu þessara liða sem ætti að gefa okkur vísbendingar um hvernig leikurinn kemur til með að þróast en staða liðanna og form þeirra gæti þó bent til þess að Liverpool freistast líklega til þess að reyna að klára einvígið í kvöld, sérstaklega m.t.t. leikaálagsins sem er framundan og þeirrar staðreyndar að Atalanta hefur einungis unnið 5 af 16 útileikjum í Seria A svo þeir hafa hingað til ekkert verið sérstakir á ferðalögum sínum.
Atalanta
Það eru ekki margir sem ég þekki í þessu Atalanta liði ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þarna er þó leikmaður sem hefur verið orðaður við okkur undanfarið, sem jafnframt hefur verið þeirra besti maður á tímabilinu, Teun Koopmeiners heitir kauði og spilar á miðjunni. Flestir ættu nú að kannast við Kolasinac frá tíma hans hjá Arsenal en hann spilar á vinstri vængnum í 3-4-1-2 kerfi.
Liverpool
Ég þori eiginlega ekki að tala um þá staðreynd að við erum að endurheimta flesta okkar leikmenn til baka þessa daganna. Líklega kemur þessi leikur heldur fljótt fyrir Alisson en Trent og Jota eiga alveg mögulega á að ná einhverjum mínútum undir beltið í kvöld en allir þrír snéru aftur til æfinga í vikunni sem er virkilega jákvætt og mikilvægt fyrir liðið með leiki á þriggja daga fresti líklega (vonandi) út maí.
Þegar maður horfir á leikjarplanið næstu tvær vikur eða svo þá eigum við tvo heimaleiki í röð núna (Atalanta og svo Crystal Palance á sunnudag) en svo taka við fjórir útileikir í röð (þ.m.t. síðari leikurinn gegn Atalanta í næstu viku). Það er því ekki ólíklegt að Klopp stilli upp sterku liði í kvöld og reyni að komast langt með að klára þetta einvígi, enda auðveldara recovery með næsta leik á Anfield – þá væri jafnvel hægt að hvíla einhverja lykilmenn í síðari leiknum en þremur dögum eftir hann eigum við Fulham úti áður en við spilum svo annan útileik í deild þremur dögum síðar gegn Everton!
Ég ætla að skjóta á þetta lið, þ.e. að það verði að mestu óbreytt frá síðustu helgi en fáum Konate inn í miðvörðinn og Gakpo fái sæti í stað Darwin, enda átt tvær fínar innkomur í röð núna:
Kelleher
Bradley – Konate – Virgil – Robertson
Szobo – Endo – Mac
Salah – Gakpo – Diaz
Spá
Ég hef þá tilfinningu (sem veit kannski ekki á gott) að við skorum úr færunum í kvöld. Þetta verður 4-1 sigur þar sem að Salah skorar 2, Gakpo 1 og Szobo 1.
Við sjáum hvað setur.
Koma svo!
YNWA
Takk fyrir upphitun Eyþór….Klopp mun mæta með sitt sterkasta lið vonandi sjáum við Trent og Jota taka þátt í leiknum Allison er sagður vera aðeins á eftir þeim ..