Þetta verður stysta leikskýrsla allra tíma, einfaldlega af því að ég hef ekki frá neinu að segja. Liverpool vann Middlesbrough í 16-liða úrslitum Deildarbikarsins í kvöld á Anfield, með tveim mörkum gegn engu. Þetta var víst sanngjarn sigur, en NEIL MELLOR skoraði bæði mörk Liverpool undir lok leiksins.
Mellor var víst alveg frábær í kvöld og í raun allir ungu strákarnir líka. Ég sá leikinn ekkert frekar en aðrir þar sem aðeins var boðið upp á lýsingu á Liverpool-síðunni opinberu. En ég hlustaði á þulina lýsa þessum leik og eftirfarandi atriði virtust vera augljós, ef marka má lýsingu þeirra:
–IGOR BISCAN var í heimsklassa í kvöld. Já, það var víst auðheyrilegt á orðum þulanna. Hann var yfirburðamaður á vellinum í kvöld.
-Þeir Warnock, Pongolle, Mellor, Potter og Whitbread voru líka frábærir og stórhættulegir í þessum leik. Síðan komu þeir John Welsh og Richie Partridge inná í leiknum og miðað við lýsinguna léku þeir frábærlega líka. Greinilega björt framtíð hjá okkur…
-Dudek var fyrirliði og átti víst nokkrar frábærar markvörslur á mikilvægum augnablikum í byrjun seinni hálfleiks. Hélt okkur inní leiknum á tímabili.
-Að öðru leyti vorum við víst miklu betri. Skv. lýsingunni áttum við fyrri hálfleikinn með húð og hári og síðasta hálftímann af seinni hálfleik líka. Þannig að þessi sigur var greinilega sanngjarn.
Byrjunarliðið í kvöld var annars svona:
Finnan – Henchoz – Whitbread – Traoré
Potter – Biscan – Diao – Warnock
Pongolle – Mellor
Bekkurinn: Luzi, Welsh, Riise, Raven, Partridge.
Í hnotskurn þá var þetta bara frábær sigur. Frábær leikur og þá sérstaklega fyrir ungu strákana okkar. Og miðað við frammistöðu Biscan í kvöld hllllýýýýýtur hann að fá að byrja inná við hlið Xabi Alonso gegn C. Palace á laugardaginn.
Nú erum við komnir í 8-liða úrslit Deildarbikarsins með varaliðinu okkar. Það er ekki leiðinlegur árangur… 😀
Gott mál. Frábært að við séum komnir áfram því þá fá þessir ungu fleiri tækifæri til að sanna sig.
Þar sem ég sá þetta auðvitað ekki heldur, þá er ekki úr vegi að benda á [umfjöllun BBC](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/league_cup/3988401.stm) um leikinn. Þar segir m.a.:
>And Reds midfielder Igor Biscan continued his rich vein of recent form as he impressed and he saw an early 25-yard shot saved.
Vonandi fáum við Biscan inn í næsta leik! Hann á það nú skilið. Hann er búinn að vera frábær í þrem síðustu leikjunum, sem hann hefur byrjað inná.
Var að horfa á 20 mín samantekt úr leiknum. Liverpool var greinilega að gera ágæta hluti, Biscan sótti af áræðni, var að taka menn á, leggja boltann til hliðar eða skjóta á markið.
Ljóst að mark Boro sem var dæmt af var löglegt, Zenden var ekki rangstæður, en ágætt að svona dómar lendi stundum okkar megin 🙂 Einnig heppni að þeir skyldu ekki skora þegar Jobo skaut í stöng.
Mörkin voru góð, ekkert pot hjá Mellor, skot með hægri í fyrsta markinu og vinstri í því seinna.
Hvar fékkstu þessa samantekt, Matti?
Þú getur t.d. náð í samantekt á þessarri síðu. Þetta er að vísu bittorrent svo þetta er erlent download en þarna koma bæði heilu leikirnir sem og samantektir bæði yfir einstaka leiki og umferðir og oftar en ekki fylgir match analysis með í kaupbæti.
Ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af erlendu niðurhali eða átt nógu skrambi mikinn download kvóta þá mæli ég eindregið með þessarri síðu.
Sama stað og síðast. 295 MB divX skrá. Hef ekki pláss til að hýsa þetta á mínum server, annars myndi ég skella henni þangað 🙂
Semsagt sama stað og Svenni bendir á.