Upphitun: Hádegisleikur gegn West Ham

ATH: Arne Slot tekur við Liverpool- Liverpool og Feyenoord hafa náð munnlegu samkomulagi
Sá nánar umræðu í færslu fyrir neðan upphitun


Það er erfitt að huga að næsta leik þegar liðið er búið að kasta frá sér öllum titlum á síðustu vikum en þannig er bara staðan. Eftir tapið gegn Everton kúplaði ég mig alveg út og var bara komast að því núna þegar ég byrjaði á upphitun hvernig leikur City fór í gær.

Nú er hinsvegar bara tími til að setja hausinn upp, enginn pressa bara klára tímabilið og kveðja stjóran með stæl og fara svo að undirbúa (líklega) stjórnartíð Arne Slot, meira um það í færslunni hér fyrir neðan.

Á morgun mætum við West Ham í hádegisleik og endurheimtum þar Gakpo sem var fjarverandi gegn Everton því konan hans var að eignast barn og við söknuðum hans mjög.

Spurningin er kannski helst hvern hann leysir af í fremstu víglínu því þó Nunez sé að fá fyrirsagnirnar fyrir slaka frammistöðu hefur Salah ekki verið mikið betri eftir að hann snéri aftur úr meiðslum.

Geri ráð fyrir þessu liði. Gakpo inn fyrir Nunez, Quansah fyrir Konate og Gravenberch fyrir Jones og hinir átta geta þakkað fyrir að fá að halda sæti sínu eftir síðasta leik.

Fjórir leikir eftir undir stjórn Klopp, hefðum við viljað enda á tilti? Vissulega en það eru hverandi líkur á því þannig endum með fjórum sigrum og minnumst góðu tímana sem Klopp færði okkur áður en við höldum í nýja tíma.

4 Comments

  1. Ég væri til í að sjá Trent á miðjunni með Mac Allister og Szoboszlai og Gomez í bakverðinum.

    Annars verður erfitt að gíra sig upp það sem eftir er af tímabilinu.

    3
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Hannes Daði og það er ekki auðvelt að setja inn upphitun þegar liðið er komið með bremsuförin upp í hnakka. Mér finnst uppstillingin líkleg en hefði alltaf viljað Nunez inn fyrir Salha. Það er nefnilega svo komið að ég vil ekki sjá Salah í liðinu. Nunez hefur það fram yfir Salah að hann reynir og reynir en Salah bara passar sig og mér finnst að hann megi bara passa sig annars staðar en á vellinum. Hann getur bara verið heima að passa að hann verði ekki fyrir bíl í innkeyrslunni. Annars á ég ekk von á neinu og nenni ekki að spá fyrir þennan leik. Mikið verður gaman þegar Arne Slot tuskar liðið til á næstu leiktíð

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  3. You will never walk alone !

    Get up lads! Keep going and see through the end of the storm.

Uppfært: Arne Slot næsti stjóri Liverpool?

Liðið gegn West Ham