Liverpool lauk leiktíðinni með ansi þægilegum og góðum 2-0 sigri á Wolves í frábærri stemmingu á Anfield.
Leikurinn bar nú alveg þess merkis að það var ekki mikið undir fyrir liðin annað en stoltið og það að Liverpool vildi enda lokaleik Klopp á jákvæðum úrslitum.
Á 28. mínútu fékk leikmaður Wolves beint rautt spjald eftir nokkuð groddaralega tæklingu og það var Mac Allister sem skoraði gott skallamark eftir frábæra fyrirgjöf Harvey Elliott.
Skömmu síðar skoraði Quansah í öðrum leiknum sínum í röð þegar hann potaði skoti Salah yfir línuna.
Liverpool fékk tækifæri til að skora fleiri og þá sérstaklega þegar Luis Diaz setti boltann í slá og á marklínu fyrir opnu marki – en það súmmerar ansi mikið upp leiktíð Liverpool!
Leikurinn fjaraði út og aðal athyglin var á það að kveðja Klopp og þá aðila sem eru að yfirgefa félagið.
Í tilfinningaríkri kveðjuræðu sinni dásamaði Klopp félagið, liðið, borgina, tímann sem hann var hjá félaginu og sagði að við ættum að vera jákvæð og spennt fyrir framtíðinni – og svo fékk hann Anfield til að syngja nafn Arne Slot og í leiðinni svo gott sem staðfestir fyrir hönd félagsins að hann muni taka við stjórn á eftir honum.
Við kveðjum með tár í auga en bros á vör. Þvílíkur tími sem við höfum átt með Jurgen Klopp með öllum þeim árangri, vonbrigðum, minningum og tilfinningum sem við fengum að upplifa á þessum tíma. Danke Jurgen!
Það lítið að segja um leikinn, þetta var þægilegur 2-0 sigur sem endaði með því að ég fékk kusk í augun við að fylgjast með kveðjustund Klopp.
Taka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir Liverpool og ekki síður mig og mitt sálartetur herra Klopp, nú taka við nýir tímar með Arne Slot sem vonandi kemur til með að standa sig vel sem stóri Liverpool.
Velkominn Arne Slot ég kem til með að styðja þig í blíðu sem stríðu eins og ég hef gert við alla þá stjóra sem hafa verið hjá mínum ástkæra klúbb.
YNWA
Takk fyrir allt Jurgen. Elska þennan stjóra, vonandi verður Arne ekki síðri, og mun safna titlum fyrir LFC eins og engin sé morgundagurinn. YNWA.
Sæl og blessuð.
Með söknuði kveðjum við Klopp enda hefur hann breytt þessu félagi meira en nokkur dæmi eru um í seinni tíð. Svo held ég að við verðum sátt við þessa ákvörðun. Hefði ekki viljað sjá hann þreytast með liðinu, lenda á vegg og veggi og missa þennan eldmóð og neista smátt og smátt.
Nú fáum við nýjan sóp, yngri þjálfara fullan af orku og sjálfstrausti. Held það boði gott og að leikmenn taki með sér það góða sem Klopp skilur eftir í félaginu.
The season’s back on. GET IN!
Takk Klopp og takk Kop.is fyrir veturinn osfrv
Takk Klopp
Takk leikmenn
Takk kop.is
Takk stuðningsmenn LFC
Takk fyrir fótboltann
Velkominn Arne Slot — I want to believe
Viðeigandi endir á fínum vetri og einstakri stjóratíð Klopp. Þakkir til ykkar Kop-verjar fyrir málefnalega og mjög svo skemmtilega pistla í vetur sem fyrr. Hefði eins og aðrir viljað enda þetta með þeim stjóra en lítið hægt svo sem að kvarta og ég viðurkenni fúslega að hafa smá áhyggjur af genginu framundan, ekki bara nýr stjóri heldur allt starfsliðið farið á einu bretti eða því sem næst. Vonandi kemur nýr stjóri með ferskan blæ á liðið og verð að treysta Edwards og co að hafa valið rétt ?
Þeim stóra átti þetta að vera að sjálfsögðu !
Takk fyrir mig Jurgen Klopp.
Ferðalagið með þér var frábært!
Velkominn Arne Slot.