Þá er verst geymda leyndarmál sögunnar loksins ekki lengur leyndarmál, en klúbburinn var að staðfesta það sem bæði Arne Slot og Jürgen Klopp hafa staðfest óopinberlega (eða jafnvel mjög opinberlega) á síðustu dögum, þ.e. að sá fyrrnefndi verði næsti stjóri Liverpool.
— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2024
Vertu velkominn Arne, megir þú verða okkar Paisley!
Verst geymda leyndarmál?
Þetta var gert opinbert fyrir mánuði síðan.
Eðlilegt að að Slot skrifi ekki undir fyrr en hann klárar sín verkefni í Hollandi og Klopp klári sín verkefni með LFC.
Nei þetta var gert opinbert fyrr í dag en var hinsvegar öllum ljóst fyrir um mánuði síðan.
Flott að klára þetta strax daginn eftir að tímabilinu lauk og auðvitað var búið að ganga frá þessu fyrir löngu síðan.
Margt áhugavert í þessu, það er auðvitað búið að gera margar og stórar breytingar bak við tjöldin og því kemur ekkert á óvart að Slot er titlaður Yfirþjálfari ekki Stjóri eins og við þekkjum. Hversu mikið frábrugðið hlutverki Klopp það er leiðir tíminn kannski í ljós. Richard Hughes verður klárlega með mun meira afgerandi vægi en kannski Edwards var með þegar hann og Klopp unnu saman?
Mögulega leiðir þetta til þess að klúbburinn tekur meira tölfræðimiðaðar ákvarðanir í leikmannamálum og minna en út frá tilfinningum?
Slot tikkaði í flest boxin sem félagið var að reyna fylla:
Gott að þetta er frá, núna þarf samt fljótlega að fara tilkynna eitthvað stórt umfram nýjan stjóra, helst nýr samningur Trent Alexander-Arnold og/eða ný spennandi leikmannakaup.
Já verður maður ekki að treysta teyminu sem stýrir þessum málum á bak við tjöldin. Arne með 3ja ára samning og fær því nægan tíma til að spreyta sig og sannfæra okkur um að hann sé sá rétti.
Ef allt á leið í skrúfuna eftir næstu 1 – 2 tímabil þá má alltaf taka stöðuna á Xabi.
Sammála EM – leikmannakaup næst, vantar sterkan miðvörð sem spilar meira en 50% af timabilinu, alvöru 6-u til að gefa McAllister lausan tauminn. Er svo ekki kominn tími á að færa Trent alfarið inn á miðjuna? Að lokum spurning með nýjan “stræker” miðað við vangaveltur um hvort Nunez fari í sumar eður ei.
Eru ekki góðar líkur á að Arne sé með einhverja í sigtinu??
Þegar “tölfræðinördarnir” hafa yfirtekið fótboltalegar ákvarðanir eru þá “spennandi” leikmannakaup ekki orðið mjög svo afstætt hugtak?
Klopp sannaði það enn og aftur, í athöfninni eftir leik, hvurslags eðal náungi hann er og hversu stóran part Liverpool á í honum. Ég hef aldrei séð fráfarandi þjálfara kynda undir stuðningsmönnum jafn mikið með svona töff chanti, ekkert eðlilega svalur náungi!!
Hvernig þá? Hver er munurinn á að kaupa leikmenn sem búið er að greina mjög vel frekar en einhvern sem virkar rosa flottur en passar ekkert endilega í okkar lið?
Salah er dæmi um leikmann sem “tölfræðinördarnir” lögðu þunga áherslu á að kaupa
NKL!! Það sem einum finnst vera svakalega spennandi kaup, vildi Klopp ekki Reus þegar Salah kom?, finnst öðrum kanski ekkert spes, þannig að spennandi verður mjög afstætt hugtak. Töfræðileikmenn eru sjaldan leikmenn sem sófakartafla er spennt yfir því þetta er jú stundum ekki svo mjög high flying leikmenn. En þetta átti nú bara að vera svona létt grín um hvað er spennandi og hvað ekki þegar tölfræðin er látin ráða.
Þetta er nú ekki alveg svona svart og hvítt. Tölfræði og greining á leikmönnum tekur á sig ólíkar myndir. Til að mynda eru það almennt markverðir verstu liðanna sem verja flest skot (fá flest á sig). Þegar ónefndur klúbbur austan við okkur keypti sér bakvörð um árið var helsti sölupunkturinn sá að hann tæklaði manna mest í deildinni. Aftur þá kom hann frá liði sem stundaði sinn fótbolta mest á eigin vallarhelmingi. Eins þá er ekki beinlínis hægt að telja hversu vel menn taka þátt í pressunni eða hversu góður þú ert í því að fremja taktísk brot án þess að fá gult spjald.
Það er enginn eins og Klopp.
https://www.thisisanfield.com/2024/05/jurgen-klopps-farewell-had-70-more-viewers-than-man-city-title-lift/
Sælir félagar
Þá er komið að því að jafna sig eftir Klopp. Söknuðurinn er tilfinnanlegur núna strax þegar maður sér fyrir sér framtíð Liverpool og enginn Klopp á hliðarlínunni. Það er sorg í mínu hjarta en lífið heldur áfram og nú er að ná afturbata og sætta sig við skilnaðinn og venja sig við söknuðinn. Það tekur sinn tíma en reynslan kennir manni að þetta samband verður að lokum að minningum sem maður yljar sér við á köldum fótbolta dögum.
Þar af leiðir er næsta skref að bjóða Arne Slot velkominn og vona hit besta. Slot á ekkert annað skilið á sínu fyrsta tímabili en skilyrðislausan stuðning okkar sem studdum Klopp í gegnum þykkt og þunnt. Vonandi fær hann stuðning frá FSG og stjórn klúbbsins til að gera þær breytingar sem hann vill gera og fá það leikmenn sem tölfræðin býður honum upp á. Velkomin Arne Slot og megi gæfan vera þér og Liverpool hliðholl um langa daga.
Það er nú þannig
YNWA
Ég er lítið spenntur en ætla að gera eins og Van Dijk og Allisson segja í viðtölum – að bíða og sjá hvað Slot hefur upp á að bjóða og hvaða leikmenn hann kaupir. Það þarf engin geimvísindi til að sjá að djúpur miðjumaður og fjórði haffsent eru nauðsynleg kaup í sumar og að halda í gríðarlega sterkan hóp.
Ég er innilega ósammála þeim sem vilja láta gervigreind finna fyrir sig þjálfara og leikmenn. Þá væru menn eins og Klopp gagnslausir.
Mestar áhyggjur hef ég af því að Slot skortir alla reynslu á hæsta leveli. Bæði sem leikmaður og þjálfari. Þá er árangur hans í Evrópu ekki til þess fallinn að það ætti að vekja áhuga Liverpool.
Mun samt styðja Liverpool fram í rauðan dauðan og alla þá sem eru í kringum liðið. Það eiga allir skilið að fá tækifæri og að verða metnir út frá frammistöðu og árangri.
Áfram Liverpool!
Ég held að mann verði að fara varlega í að tala um tölfræði og vel ígrundaðar vangaveltur um það hver passar best inn í það módel sem klúbburinn vill byggja upp eins og eitthvað gervigreindargaldrakukl.
Ég skil samt hvað menn eiga við, en ástríða og persónuleiki eru alveg örugglega einn af fjölmörgum þáttum sem lagðir voru til grundvallar, enda alveg ljóst að hvað sem allri statistík líður þarftu að ávinna þér virðingu og eignast klefann.
Ég var persónulega spenntari fyrir Vincent Kompany, en það er bara barnaleg óskhyggja – ekki studd neinum öðrum rökum en að hann er flottur karakter sem vill spila fótbolta.
Að því sögðu: Velkominn Arne Slot. YNWA
Ég er hrikalega spenntur fyrir Arne Slot. Hef góða tilfinningu fyrir honum og vanalega ljúga mínar tilfinningar ekki.
Tek spenntur á móti honum og vonandi mun hann fá stuðning bæði frá eigendum með fjármagni og stuðningsfólki með brjáluðum stuðning frá byrjun.
Hvað á að gera með Salah, hann virðist vilja vera áfram en hann rennur út af samning eftir 12 mán þannig að annað hvort semur hann áfram eða verður seldur í sumar.
Trent má bara ekki selja í sumar né önnur sumur en hann á 12 mán eftir af sínum samning og er Real og Bellingham eru að ýta á hann þá gæti það orðið vandamál þannig að það á ekkert að bíða eftir að Slot mæti í vinnu 1 júni heldur bara semja við drenginn strax.
Svo má fara að vinna í öðrum hlutum.
Aðeins off thread, en sjáiði 30 manna hópinn hjá Southgate? Bæði Quansah og Gomez? Ásamt Curtis og Trent. Vonandi sleppur Quansah svo í gegnum niðurskurðinn og fær að fara á Evrópumótið. Hann er svo sannarlega búinn að vinna sér inn fyrir því. Þvílíkar framfarir hjá einum ungum miðverði!
Á hinn bóginn er dálítið skrýtið að Curtis skuli vera inni en Elliott úti. Hefði átt að snúa hinsegin að mínu mati.
Já sammála
Væntanlega er Southgate með í huga að nota Jones sem afturliggjandi miðjumann sem er staðan sem hann spilaði með U21 í fyrra.