Yfirferð – Úrvalsdeildarliðin

Random punktar um liðin í deildinni – Næsta Gullkast er ekki áætlað fyrr en á fimmtudaginn

Liverpool

Arne Slot var tilkynntur daginn eftir að tímabilinu lauk og augljóst í einhvern tíma að hann var búinn að semja við Liverpool. Hinsvegar kom The Athletic með áhugaverða frétt strax í kjölfarið sem augljóslega var unnin í kjölfar samskipta við menn sem þekkja til þess efnis að Slot hefði snemma skorað hátt á öllum listum hjá Liverpool varðandi nýjan stjóra og að sú vinna hófst strax í nóvember þegar Klopp tilkynnti ákvörðun sína. Liverpool er því að fá þann stjóra sem þeir helst lögðu áherslu á í Arne Slot.

Xabi Alonso var líkt og fjölmargir aðrir einnig á lista yfir mögulega arftaka Klopp en aldrei valkostur sem kom sterklega til greina. Bæði vegna þess að Richard Hughes sem er í góðu sambandi við umboðsmann Alonso vissi strax að hann vildi halda áfram því sem hann er að gera hjá Leverkusen. Eins er nokkuð ljóst að forsvarsmenn Liverpool voru að leita eftir stjóra sem er líkari Klopp hvað leikstíl varðar, heavy Metal pressu fótbolta og fjögurra manna vörn frekar en slow-paced þriggja miðvarða bolta sem margir af áhugaverðari stjórum Evrópu núna hafa verið að leggja upp með og ná góðum árangri.

Amorim, De Zerbi og Nagelsmann voru allir á lista en komu víst aldrei alvarlega til greina. Það var mikið frekar skoðað það af alvöru að leita til gömlu kempanna Valverde (stjóri Atheltic) og Spaletti (þjálfari Ítala) sem er áhugavert og nokkuð óvænt.

Minna óvænt er að Eddie Howe og Iarola hafi a.m.k verið á lista enda mikið tengdir Hughes og Edwards. En grein Athletic nefnir einnig Sebastian Hoeness þjálfara Stuttgart, hann endaði tímabilið líkt og Alonso fyrir ofan Bayern sem er ekkert lítið afrek með Stuttgart. Hans leikstíl er líkt við leikstíl Klopp og á hann víst marga aðdáendur hjá Liverpool. Eins er Michel stjóri Girona sagður hafa verið á okkar lista.

Slot er auðvitað óskrifað blað fyrir okkur en það er traustvekjandi að leit Liverpool virðist hafa verið snuðrulaus og unnin eins fagmannlega og hægt var að fara fram á.

Chelsea

Pochettino og Chelsea gerðu í dag starfslokasamning eftir aðeins eitt ár í starfi. Þetta þarf kannski ekki að koma gríðarlega óvart ef horft er á tímabilið í heild en kannski aðeins í ljósi þess að þeir unnu fimm síðustu leiki tímabilsins, ná líklega í Evrópudeildina og hafa aðeins tapað tveimur leikjum (City og Arsenal) frá því í mars. Hann var með alveg nýtt og illa samansett lið sem var í töluverðum meiðslavandræðum og er “rekinn” loksins þegar hann virðist vera ná tökum á liðinu.

Vonandi fer þessu endalausa eyðslufylleríi þeirra að ljúka því það er bara fullkomlega galið að eitt lið komist upp með að yfirbjóða bara alla sem þeir vilja og skeyta engu um þær leikreglur sem önnur lið þurfa að vinna eftir. Það er nenfilega aðeins vanmetið hversu ógeðslega lélegt Chelsea hefur verið miðað við eyðslu. Þetta var ekki beint ódýr hópur áður en núverandi eigendur keyptu félagið en þeira hafa síðan þá keypt leikmenn fyrir €992m og selt á móti fyrir aðeins €314m.

Nettó eyðslan þeirra er -€678m undanfarin tvö tímabil. Liverpool nær rétt svo helmingnum af því á öllum níu árum Klopp með félagið. Chelsea var ekki í neinni Evrópukeppni í vetur og ná ekki í Meistaradeildina á þessu tímabili. Heimavöllur félagsins er sá níundi stærsti í deildinni og meðalfjöldi á heimaleikjum er 39.500 manns. Það getur ekki gengið upp gagnvart FFP að þetta eyðslufyllerí með tilheyrandi launum standist skoðun.

Það verður því fróðlegt að sjá hver tekur við Poch, fara þeir aftur í Brighton módelið sem dæmi og hjóla í De Zerbi sem er hættur þar? Já og hvað í veröldinni gera þeir á leikmannamarkaðnum? Stór hluti af leikmannahópnum eru enn mjög söluvænlegur og mest allt leikmenn á besta aldri sem eiga miklu meira inni hjá alvöru liði með alvöru skipulag og alvöru stjóra.

Arsenal

Karma er að bíta ansi marga stuðningsmenn Arsenal fast í vetur sem skemmtu sér yfir óförum Liverpool í baráttu sinni við svindllið Man City en upplifa núna að 89 stiga tímabil dugar ekki til að vinna deildina gegn þeim. Talið við okkur þegar +90 stiga tímabilin duga ekki heldur.

Arsenal var svo sannarlega mjög vel að því komið að vinna deildina, miklu betur en Man City en þegar allt er talið enda þeir uppi með engan bikar nema Community Shield, ósannfærandi fyrsta tímabil (í langan tíma) í Meistaradeildinni og afar stutt ferðalög í öðrum keppnum. Þeir sluppu mjög vel við meiðsli hjá lykilmönnum sem þarf í svona fine margins baráttu en það dugði ekki til.

Sigur á Aston Villa á heimavelli um miðjan apríl og umræðan um þá væri allt önnur, þeir unnu sex leiki í röð eftir það en það dugði ekki til, þekkjum við slíkt maður lifandi! Það má því segja að þeir alveg eins og Liverpool töpuðu titlinum þann vonlausa dag.

Það er reyndar áhugavert að skoða aðeins töpuð stig Arsenal í seinni hluta mótsins. Leikjaálagið yfir jólin var alls ekkert bjánalega þétt eins og oft er en þeir sluppu með jafntefli á Anfield á Þorláksmessu, töpuðu fimm dögum seinna gegn West Ham á heimavelli og svo aftur gegn Fulham á útivelli þremur dögum seinna. Eitt stig á nánast eina kafla tímabilsins um og eftir áramót sem þeir lentu í smá leikjaálagi.

Næst þegar þeir áttu leik í miðri viku milli deildarleikja (í febrúar!!) töpuðu þeir í Porto. Eini tapleikur Arsenal í deildinni eftir áramót kom svo á milli leikjanna við FC Bayern, mögulega er það tilviljun því aftur fengu þeir fimm daga milli leikja en um leið og þeir fengu minni hvíld milli leikja eða fókus á aðrar keppnir fóru þeir að hiksta og það kostar á endanum titilinn.

Í Meistaradeildinni vann Arsenal einn afar ósannfærandi sigur á Porto í riðlakeppninn, slefaði yfir þá eftir vító og féll svo á sverðið gegn FC Bayern sem hefur verið skugginn af sjálfum sér í vetur.

Arsenal féll úr leik í báðum bikarkeppnum og spilaði fyrir vikið sex leikjum færri leiki en Liverpool í vetur, sjö ef við teljum ekki Community Shield með sem er basicly æfingaleikur. Ætli það sé hægt að finna eitthvað af meiðslum og orku í þessum 6-7 leikum sem skilar Liverpool sjö stigum á eftir Arsenal í vetur?

Stóra spurningin fyrir næsta tímabil er hvort þeir nái að byggja ofan á þetta tímabil og gera einum betur næsta vetur. Eru þeir komnir með svipað hungur og okkar menn voru með fyrir tímabilið 2019-20 eða lenda þeir í meira mótlæti? Halda þeir áfram að kaupa leikmenn fyrir €135-235m per tímabil?

Uppgangur Arsenal undanfarin ár er ekki alveg hrein tilviljun eða vegna þess að Arteta er svona rosalega snjall stjóri. Hann hefur fengið mjög góðan stuðning til að byggja upp þetta þétta og góða lið og keypti t.a.m. leikmenn síðasta sumar fyrir €235m án þess að losa neitt í samræmi við það á móti.

Nettó eyðsla Arteta frá 2019 er líka miklu hærri en Klopp hefur fengið hjá Liverpool síðan 2015. Tæknilega séð er árangurinn í ár “aðeins” fimm stigum betri en á síðasta tímabili þrátt fyrir öll þessi innkaup og það á tímabili þar sem hópurinn lenti í verulega litlu mótlæti.

Hinsvegar duga 89 stig til að vinna titilinn flest öll tímabil og gætu vel dugað næsta vetur. Arsenal liðið sem fót taplaust í gegnum tímabilið 2003-04 náði t.a.m. aðeins einu stigi meira en Arsenal nú.

Man Utd

Árangur United er litlu minna afrek en það sem Chelsea hefur verið að afreka undanfarið m.v. hvað hópurinn hefur kostað. 8.sæti er niðurstaðan í ár og engin Evrópa næsta vetur nema þeir vinni Man City í bikarúrslitum. Eftir þann leik kemur betur í ljós hvaða breytingar verða gerðar á Old Trafford fossinum í sumar. Manioo, Garnacho og Hojlund eru sagðir þeir einu sem eru ósnertanlegir í sumar, rest má fara fyrir rétt verð eða bara fara sama hvað.

Það er talað um að United fái ekki að kaupa mikið í sumar nema fyrir það sem þeir selja í staðin sem hlítur að teljast nokkuð sanngjarnt í ljósi þess að gera þarf töluverða tiltekt á hópnum áður en fleirum er bætt við hann. Sancho einn og sér gæti t.a.m. skapað töluvert svigrúm. Eins ættu þeir að losna við nokkra hálaunaða leikmenn í sumar. Eitthvað á þessa leið?

Fróðlegt að sjá hvað United gerir í sumar en það er alveg ljóst að Radcliff er að ekki að koma inn í United til þess að halda áfram með liðið í 8.sæti. Satt að segja eru þeir í 8.sæti þökk sé einstaklingsgæða í liðinu, leikur liðsins í vetur verðskuldar enn neðar.

Man City

Enska Úrvalseildin verður einfaldlega að fara taka á brotum Man City á öllum Financial Fair Play reglum sem og reglum um eignarhald félaga sem þeir hafa komist upp með að brjóta fyrir opnum tjöldum undanfarin áratug. Það var hræðilegt fyrir deildina að City skildi vinna (enn einu sinni) þessa spennandi þriggja liða titlbaráttu mest allt tímabilið.

Það er fyrir það fyrsta öllum drullu sama um Man City og virðingin fyrir árangri þeirra er álíka mikil og fyrir afrekum Lance Armstring á reiðhólinu. Núna koma t.a.m. fréttir þess efnis að bresk stjórnvöld hafi verið í viðræðum við stjórnvöld í Abu Dhabi vegna ákæra á hendur Man City af ótta við að málaferlin kunni að skapa milliríkjadeilur. Magnað að Man City skuli koma svona með beinum hætti við stjórnarmenn í Abu Dhabi, eru þetta ekki ótengt einkafyrirtæki?

Þær reglur sem City er ákært fyrir komu í kjölfar þess að leki á upplýsingum kippti svo fullkomlega niður um þá buxurnar og nær auðvitað rétt svo yfir brot af þeim fimleikum sem þeir hafa komist upp með að stunda. Áhuginn til að rannsaka þá og hvað þá taka á þeim er eins grunsamlega lítill.

Ágætt að lesa aðeins um hvað málið snýst:

Alveg eins og þegar Liverpool var í sporum Arsenal er þetta mál ömurlegt fyrir Premier League brandið og deildin álíka trúverðug og ef Seria A hefðu ekkert gert í mútumálum tengdum AC Milan og Juventus á sínum tíma.

Árangur Man City er allur byggður á sandi, bókstaflega.

Tottenham

Var þetta gott eða slæmt tímabil hjá Tottenham? Þeir enda fyrir ofan Man Utd, Chelsea og Newcastle sem öll eiga óvanalega slæm tímabil en ná samt ekki Meistaradeildarsæti. Það er reyndar ekkert eðlilega on-brand fyrir Spurs en hítur að teljast töluverð vonbrigði og glatað tækifæri. Eftir 10 umferðir var Tottenham á toppnum í deildinni (þökk sé ráni gegn Liverpool) stemmingin öll með þeim.

Fyrir utan 38 deildarleiki spilaði Tottenham bara þrjá aðra leiki í vetur, einn deildarbikarleik í ágúst og tvo í FA Cup þar sem þeir luku leik í janúar. Þeir spiluðu 17 leikjum færri leiki en Liverpool í vetur eða næstum því hálfu tímabili. Hvaða áhrif hefur það á hópinn að bæta 10-15 leikjum við næsta vetur?

Salan á Hary Kane virðist ekki hafa verið stóra vandamálið, þeir skoruðu fleiri mörk í vetur og fengu (sex) fleiri stig milli tímabila, sóknarlínan virkaði hættulegri. Vörnin var ekki nógu þétt hinsvegar.

Frá áramótum vann Tottenham 9 leiki, tapaði 7 og gerði þrjú jafntefli. Það gera 1,57 stig að meðaltali í leik þar sem Tottenham var bókstaflega í engu leikjaálagi. Eru hlutabréf í Postecoglou ennþá há eða var þetta glatað tækifæri? Þeir tryggðu sér vissulega sæti í Evrópudeildinni næsta vetur og ættu að koma inn í þá keppni sem eitt af sigurstranglegri liðunum.

Newcastle

Við spurðum fyrir ári síðan hvernig Newcastle myndi ganga að bæta Meistaradeildinni við leikstíl Eddie Howe og guð minn góður þvílík brotlending. Náðu ekki upp úr riðlinum í Meistaradeildinni, hópurinn í gríðarlegum meiðslavandræðum og í besta falli Conference Evrópukeppnin á næsta ári (ef City vinnur bikarinn). Það er töluvert fall frá partýstemmingunni fyrir ári síðan þegar þeir tóku af okkar mönnum Meistaradeildarsæti.

Fróðlegt að sjá hvað þeir geta sett í leikmannakaup í sumar.

Brighton

11.sæti hjá Brighton eftir að hafa náð 6.sæti árið á undan er líka töluvert fall og auðvitað vonbrigði. Þeir tóku þó sitt fyrsta tímabil í Evrópu sem var stórt fyrir félagið og nýr stjóri sem tekur nú við af De Zerbi er með fáránlega efnilegan hóp sem ætti að vera hægt að vinna töluvert meira úr næsta vetur. Þeir þurfa klárlega ekki að selja eftir síðasta tímabil og geta væntanlega haldið áfram í sumar að hlaða inn ungum leikmönnum sem margfaldast í verði á 1-3 árum.

Aston Villa

Emery gerir alveg tilkall til þess að vera stjóri tímabilsins með því að koma Aston Villa í Meistaradeildina samhliða Evrópukeppni. Það er lúmskt mikið búið að setja í leikmannakaup hjá Villa undanfarin ár og fróðlegt að sjá hvort þeir hamri járnið meðan það er heitt og freisti þess að festa sig í sessi. Emery hefur reynslu af því að gera svipaða hluti með svipað stór félög á spænskan mælikvarða og kann eins vel á Evrópufótbolta.

West Ham – Crystal Palace – Bournemouth

West Ham er með spennandi hóp og er að skipta Moyes út fyrir Julen Lopetegui sem mögulega nær að stilla þessa sterku sóknarlínu enn betur saman? Þeim langar að vera það sem Aston Villa er í dag og ættu í raun að vera það. Risaverkefni í sumar að halda mönnum eins og Kudus og Paquate, eða nota þá fjármuni vel sem þeir fá fyrir þá.

Crystal Palace tóku liðið loksins úr handbremsu þegar þeir kvöddu Hodgson og fengu Glasner inn í staðin. Mjög spennandi stjóri sem var að gera góða hluti í Red Bull liðunum sem og víðar í Þýskalandi. Hefði haldið að hann væri undir smásjá stærri liða en Palace, líklega verður hann það m.v. hvernig Palace er að spila. Stóra vandamál Glasner í sumar verður að sannfæra sína lykilmenn um að taka næsta tímabil líka.

Bournemouth sem var talið fallbyssufóður allt síðasta tímabil endar þetta tímabil í 12.sæti og virðast vera með stjóra til að taka þá jafnvel hærra eða fara sjálfur á stærra svið. Halda þeir Solanke?

Everton

Dyce gerði vel hjá Everton í vetur og hélt þeim sannfærandi uppi þrátt fyrir stigamissi en það er ljóst að vandamál þeirra eru alls ekki úr sögunni og fróðlegt að sjá hvað gerist utan vallar hjá þeim í sumar. Deildin verður mun sterkari næsta vetur spái ég, verður Everton sterkara?

Þeir seldu Gordon í fyrra og verða líklega að hlusta á boð í lykilmenn eins og Jarrad Branthwaite og Onana í sumar?

Fall liðin

Eftir síðsta tímabil var spurningin hvort liðin sem kæmu upp væru ekki töluvert veikari en liðin sem féllu, það reyndist heldur betur vera raunin. Sheffield United bókstaflega veiktu hópinn milli ára og skítféllu aftur sem eitt lélegasta Úrvalsdeildarlið sögunnar. Luton sýnu öllu meiri baráttu, náðu í áhugaverð úrslit og voru mjög óheppnir í nokkrum leikjum. Áttu samt ekki og eiga ekki erindi í Úrvalsdeild. Burnley náði svo aldrei að sýna þann fótbolta sem kom þeim upp, þeir eru betra lið en þeir náðu að sýna megnið af þessu tímabili og ég held að þeir verði eina liðið sem geri atlögu að því að koma strax aftur upp næsta tímabil. Ekki nema þetta tímabil hjá Sheffield United hafi verið einn stór undirbúningur fyrir næsta tímabil í Championship?

Leicester kemur upp aftur með áhugaverðan stjóra og allt annan anda í kringum félagið, Ipswich gætu verið liðið sem líklegast verði til að fara strax aftur niður og bæði Leeds eða Southampton koma upp og gera líklega tilkall til að halda sér uppi. Öll þessi lið utan Ipswich telja sig vera Úrvalsdeildarfélög.

Leicester, Ipswich og Southampton eru öll með stjóra sem líklega eiga eftir að láta til sín taka í Úrvalsdeildinni eða hærra leveli en Championship á næstu árum á meðan Leeds er með Daniel Farke sem þegar hefur spreytt sig í Úrvalsdeild. Allt stjórar vel undir fimmtugu.

9 Comments

  1. Takk fyrir fróðleikinn sem rann vel niður með morgunkaffinu.

    Þvílík svívirða að City skuli komast upp með svindlið. Mótmæli þeim sem setja Pep í efsta sætið yfir bestu stjórana. Já, maðurinn kann vissulega sitt fag og verðskuldar lof fyrir hæfileika sína og útsjónarsemi – en þá spyr maður samt – fyrst hann er svona öflugur, af hverju þá að svindla?

    Svo játa ég að það verður gaman að fylgjast með Slottaranum næsta tímabil. Hann fær góðan undirbúning til að stlla saman strengina. Virkar orkumikill og staðfastur. Hversu gaman væri það nú ef honum tækist að halda áfram með þennan hóp (plús sexu og auka mannskap í vörn) á framfarabraut?

    3
    • Finnst Pep samt bara partur af þessu hjá City rétt eins og óútfylltur tékki til að kaupa leikmenn í boði ríkisreksturs Olíuríkis. City hefur ekkert svigrúm til að ráða Pep eða að fóðra hans kröfur á leikmannamarkaðnum án þess að sveigja reglurnar ansi duglega. Mótmæli því alls ekki að hann sé einn allra besti stjórinn í bransanum í dag.

      Hann hefur reyndar vissulega fengið ansi góð lið til að vinna með og gert það mjög vel.

      4
  2. “Li­verpool hef­ur gripið til þess ráðs að aug­lýsa eft­ir sér­fræðingi í föst­um leik­atriðum á sam­fé­lags­miðlin­um Lin­ked­In”

    Hvaða helvítis fíflagngur er þetta,

  3. Frábær yfirferð Einar og hafðu þakkir fyrir. Þetta sumar, eins og svo mörg önnur, verður virkilega spennandi og áhugavert að sjá hvað liðin gera á markaðnum bæði hvað varðar leikmenn og þjálfara.

    Mín spá:

    Liverpool verður örugglega ekki í þeim flokki að eyða 200 – 300 milljónum punda í sumar. Það er ekkert að fara að breytast innkaupastefnan þar á bæ. Hugsa að það verði ekkert svo miklar breytingar á hópnum en kaupa einn varnartengilið og svo einn center vinstra megin í vörnina. EF eitthvað verður selt úr sóknarlínunni (lesist Darwin Nunez) þá verður eflaust eitthvað verslað í staðinn þar.

    Man City gerir mögulega heldur ekki mikið á markaðnum í sumar. Einhverjir leikmenn eru að komast á aldur vissulega en það er samt nóg eftir í þeim. Kaupa einhverja unga og efnilega brassa eflaust.

    Man United vá maður minn. Hvað skal segja um þá? Þvílíkt overhaul sem þarf að taka á það lið og liggur við að menn verði að hringja í Chip Foose til að vinna það Overhaul á verkstæðinu sínu. Allt svo sýnt í beinni á Discovery. Ég hef það samt á tilfinningunni að þeir standi með Ten Hag enda enginn augljós betri kostur þarna úti. Það væri gamble að hringja í McKenna eða annan ungan og efnilegan stjóra. Þeir losa sig við 10 og kaupa 41. King Harry Mg verður samt áfram ásamt Bruno Fernandes.

    Arsenal munu reyna sitt besta að nýta hungrið til að gera betur á næsta tímabili. Þeir munu spreða í sóknarmann sem kann að skora mörk. Restin af liðinu er nú alveg ágæt nema þeir munu eflaust líka kaupa eitthvað fyrir meiri breidd.

    Tottenham…… pass

    Aston Villa eiga eftir að kaupa eitthvað sniðugt. Menn vilja byggja ofan á þetta. Það verða hinsvegar ekki gæði keypt heldur magn.

    Restin verður svo eitthvað spennandi gert með góða leikmenn úr Championship deildinni.

    Þetta er mín spá. Svo verður sumarið örugglega ekki eins spennandi og maður heldur.

    YNWA

    2
  4. Mín spá

    Liverpool – Gera ekki mikið en eina ferðina. Djúpur miðjumaður keyptur og svo líklega 1-2 aðrir. Liverpool langar að láta ungu strákana halda áfram að fá spilatíma. Liðið verður áfram sterk en út af nýjum þjálfara með nýjum áherslum þá mun vera raunhæft að setja stefnuna á top 4 en ekki baráttu um titilinn.

    Man City – Versla ekki mikið. Líklega 1-2 góða leikmen. Mér fannst vera kominn smá þreytta í þetta hjá þeim og tel ég að þeir verða ekki meistara á næsta ári.

    Arsenal – halda áfram að styrkja sig með kaup á framherja og ef þeir ná að halda varnarlínunni aftur nánast meiðslalaus( misstu reyndar einn í meiðsli allt tímabilið) þá tel ég þá vera tilbúna að klára deildina ef Man City halda áfram að dala.

    A.Villa – Þeir munu taka skref til baka, því að núna eru komnar væntingar og meistaradeild tekur mikið úr þér.

    Tottenham – Vera sterkari á næstu leiktíð og byggi ég það að stjórinn er flottur og sér núna betur hvað vantar.

    Chelsea – Hvaða helvítis bull er þetta hjá þeim. Þeir verða á svipuðum slóðum.

    Man utd – Því miður þá held ég að þeir séu ekki að fara neðar en þetta í drullunni. Nýr stjóri sem veit kannski smá hvað hann er að gera mun bæta liðið því miður en þeira draumar snúast um að ná top 4 en ég trú ekki að þeir ná því.

    Newcastle – Taka skref fram á við aftur eftir lélegt tímabil og mun það hjálpa liðinu mikið að þeir fá styrktaraðila sem kemur úr austur át sem á engin tengsl við eigendur liðsins en er samt á öllum myndum með þeim.

    C.Palace er það lið sem maður er eiginlega mest spenntur fyrir af þessum miðju liðum því að ef þeir ná að sannfæra sína stjörnur til að vera eitt tímabil í viðbót þá getur þetta orðið Evrópubarátta hjá þeim.

    Everton verða því miður solid og verða meiri segja ekki í fallbaráttu allt tímabilið.

    West ham eru búnir að toppa en vilja spila betri fótbolta heldur en Moyes boltinn og eins og síðast þá mun það skila sér í færri stigum.

    Bournmouth gætu misst Solanke í sumar og það veikir þá.

    1
  5. Pep er frábær stjóri, það er enginn vafi á því. Það hefur fullt af stjórum flaskað á því að stjórna liði fullt af stjörnum en hann er kláralega einn sá besti í því. Undanfarin ár verður líka að horfa á það, að þeir City menn hafa ekki alltaf einungis keypta allra bestu mennina. Það breytir því auðvitað ekkert að allur þeirra árangur er í grunninn byggður á svindli. Án þess að sveigja og svindla á reglum væru þeir auðvitað aldrei í þessari stöðu í dag, eina spurningin er hvort það er hægt að sanna brotin á þá. Það væri líka mjög fróðlegt að sjá Pep taka við Liverpool liði eins og Klopp tók við árið 2015 og sjá hvað hann gæti gert með sama budget. Ég efast ekki um að hann myndi standa sig vel, en myndi hann gera sömu hluti og Klopp, það leikur vafi á því.

    Annars þætti mér fróðlegt ef einhver myndi fara yfir dómaraákvarðanir seinustu ára og þá sérstaklega þar sem VAR varð að biðjast afsökunar. Ég fullyrði það nánast að City hefur líklega aldrei lent í því, frekar á hinn veginn ef eitthvað er, hendin á Rodri er enn í fersku minni. Það var fullt af leikjum í vetur þar sem við unnum en manni leið eins og dómarasamtökin hefðu eitthvað á móti okkur. Þetta var sérstaklega áberandi fyrri hluta þessa tímabils. Manni finnst oft eins og dómararnir taki sönsum þegar Liverpool á ekki séns á titlinum lengur, það var amk gefið rautt í seinasta leik Klopp en ég leyfi mér að efast um að það hefði verið gert fyrr á tímabilinu.

    Ég veit að ég hef nefnt þetta oft, en mér fannst þetta einfaldlega ekki réttlátt í vetur og þetta kostaði þegar upp er staðið griðarlega mikið, ég leyfi mér að fullyrða það. Fyrir utan leikjaálagið, þá kostar það gríðarlega að spila á 9 á móti 12 tottenham mönnum í 90 mín + osfrv.

    8
  6. Orðið þreytt þetta tal um City. Þeir eru ákærðir fyrir eitthvað sem gerðist fyrir 10 árum, en ef við skoðum eyðsluna í PL síðustu fimm árin eru þeir ekki á toppinum:

    1) Chelsea: £-672.95m
    23/24: £-168.66m (6th)
    22/23: £-464.7m (12th)
    21/22: £26.45m (3rd)
    20/21: £-162.45m (4th)
    19/20: £95.96m (4th)

    2) Manchester United: £-594.92m
    23/24: £-125.36m (8th)
    22/23: £-187.35m (3rd)
    21/22: £-94.8m (6th)
    20/21: £-54.96m (2nd)
    19/20: £-133.02m (3rd)

    3) Arsenal: £-550.53m
    23/24: £-145.2m (2nd)
    22/23: £-144.08m (2nd)
    21/22: £-116.25m (5th)
    20/21: £-57.14m (8th)
    19/20: £-91.59m (8th)

    4) Tottenham: £-459.4m
    23/24: £-132.83m (5th)
    22/23: £-118.93m (8th)
    21/22: £-52.38m (4th)
    20/21: £-83.08m (7th)
    19/20: £-73.5m (6th)

    5) Newcastle: £-414.7m
    23/24: £-92.93m (7th)
    22/23: £-147.05m (4th)
    21/22: £-111.15m (11th)
    20/21: £-33.1m (12th)
    19/20: £-31.85m (13th)

    6) Manchester City: £-326.67m
    23/24: £-116.7m (Champions)
    22/23: £9.97m (Champions)
    21/22: £-38.55m (Champions)
    20/21: £-93.5m (Champions)
    19/20: £-81.9m (2nd)

    9) Liverpool: £-221.44m
    23/24: £-95.24m (3rd)
    22/23: £-48.38m (5th)
    21/22: £-49.1m (2nd)
    20/21: £-57.14m (3rd)
    19/20: £32.14m (Champions)

    Auðvitað á að dæma helst í gær fyrir það sem þeir gerðu, en það er ekki sanngjarnt að segja að þeir hafi svindlað til sín titlinum í ár.

    3
    • Byrjum á staðreyndum.

      115 kærunar eru frá 2009 – 2018.

      Ástæðan fyrir því að Man City hafa ekki þurft að eyða rosalega undanfarinn ár ( hafa samt verið að gera það) er sú staðreynd að þeir voru búnir að eyða ótrúlegum upphæðum í liðið á undan. Það er mjög þægilegt að segja já Man City voru ekki að eyða mikið undanfarið en svo sér maður hvað ALLIR í liðinu þeira kostuðu þá sér maður hvað þeir hafa eytt miklu í liðið sitt.

      Það sem er verra er að það bendir allt til þess að þeir gerðu það með svindli og segir það rosalega mikið að þeir neyta að láta PL fá skjöl sem PL á rétt á(ertu þá ekki að fela eitthvað?)

      Svo að meistaraliði MAN CITY er byggð á svindl grunni og það er vandamálið. Pep og strákarnir hans hafa auðvita ekkert með þetta að gera og eru klárlega besta liðið í dag en málið snýst um hvernig þetta varð að Pep og strákarnir hans og í því felst svindlið.

      Skulum samt átta okkur á því að aldrei að dæma einhvern fyrr en sekt er sönnuð en í þessu tilfelli finnst manni það nokkuð ljóst að það er eitthvað rangt þarna og eiginlega bara spurning um hvort að þeir komist upp með þetta með saman safni að dýrustu lögræðingum heims til að verja sig.

      Hérna er tölfræði liðana síðan að Klopp mætti á svæðið.
      Þarna er Man City í 4.sæti með 800 m punda í mínus á meðan að Liverpool er með 390 m punda í mínus. Það sem meira er Man City liðið 2015 var miklu betra mannað og dýrara en Liverpool liðið 2015 svo að það þyrfti líklega ekki eins mikla styrkingu en hafa samt styrkt það tvisvar sinnum meira fyrir utan að seðlar til umboðsmanna og laun eru hærri hjá City.

      Bíðum bara og sjáum hvað kemur út úr þessu hjá Man City en allir þeira titlar eru stjörnurmerktir að mínu mati.

      15

Slot næsti stjóri Liverpool (Staðfest!)

Gullkastið – Klopp Tíminn Á Enda