Gullkastið – Klopp Tíminn Á Enda

Uppgjör á tímabilinu og hvað kemur næst?

Tímabilinu er lokið og Liverpool formlega búið að kveðja Jurgen Klopp, Takk fyrir okkur Jurgen!
Gerum upp tímabilið bæði hjá Liverpool og almennt og horfum til framtíðar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 475

3 Comments

  1. Takk fyrir gullkastið í vetur kæru kopparar.

    Ég er svona heilt yfir nokkuð ánægður með vetur miðað við væntingar síðasta haust.

    Að vísu svíður enþá leikurinn á móti Tottenham þar sem bæði var tekið af okkur löglega mark og seinna gula spjaldið sem Jota fékk, það er eitt að tapa fótbolta leik en að vera rændur svona var alveg ömurlegt svo ekki sé meira sagt.

    Ég er ekki alveg sammála Magga með að þessi vetur fari ekki í sögubækurnar, kannski ekki fyrir fótboltann sjálfan eða það að meistari Klopp sé hættur heldur fyrir stigafrádráttinn af liðunum, er þetta ekki í fyrsta skipti sem stig eru dregin af liðum í úrvalsdeild fyrir að fara ekki eftir reglum hvað varðar fjármál?

    Ég bið svo spenntur eftir því að þið komið með meiri fróðleik um Arne Slot og hvernig fótbolta hann vil spila og í hverju hans bolti er frábrugðin boltanum sem Klopp lét spila.

    9
  2. Var ekki með neinar væntingar fyrir veturinn, fannst vanta of mikil gæði í liðið, á vondum stöðum.
    Átti von á að liðið yrði að berjast fyrir 4. sætinu.
    3ja sætið og dolla er því vel umfram mínar væntingar og í raun ótrúlegur árangur að fara með þetta lið þangað. Ef við tökum svo inn í myndina allt það sem gekk á og hallaði á okkur, dómara- og VAR skandarlar hægri vinstri, mikil meiðsli lykilmanna og persónuleg áföll, þá er þessi árangur hreint magnað að vera í titilbaráttu langt fram á vor.
    Neita því samt ekki að vonbrigðin með hvernig hrundi undan þessu eru mikil, við vorum í séns en gerðum upp á bak. Svíður sérstaklega Evrópudeildina, en hey, liðið sem sló okkur út vann, en þetta er keppni sem við áttum að vinna.
    Klopp er næst sigursælasti þjálfari Liverpool talið í bikurum, hann vann næstum allt en því miður hvern bara einu sinni, ef undan er skilinn deildarbikarinn. Paisley vann aldrei FA Cup, ekki heldur Heimsmeistarakeppni félagsliða. Shankley vann aldrei Evrópukeppni meistaraliða. Kenny vann ekki deildarbikar en hefði tekið Evrópubikar á einhverjum tímapunkti með þau lið sem hann var með ef liðið hefði mátt vera með, en ef og hefði. Benitez mun ég aldrei nefna í sömu andrá og þessa meistara þannig að hjá mér eru þetta Fab4.
    Árangurinn í titlum talið er því bara ansi góður og það eina sem kom í veg fyrir fleiri eru í raun tvö stórlið sem ekki er hægt að keppa við fjárhagslega, af ýmsum ástæðum.
    Fyrst og fremst vil ég kenna FSG og innkaupastefnunni um að titlarnir voru ekki fleiri, liðið vantaði ekki nema 1-2 gæðaleikmenn til að hjálpa okkur við að landa fleirum. En svona er þetta bara.
    Klopp skilur hins vegar miklu meira eftir sig heldur en dollur, það er alveg ljóst, sem gerir hann að goðsögn.

    7

Yfirferð – Úrvalsdeildarliðin

Gullkastið – Arne Slot og þjálfarakapall