Æfingatímabilið að byrja

Áður en tímabilinu lauk var búið að tilkynna töluvert miklar breytingar á Liverpool bak við tjöldin, nýr stjóri og algjör yfirhalning á strúktúrnum fyrir ofan hann. Eftir það hefur nánast ekkert heyrst frá Liverpool. Undanfarin ár hefur Liverpool jafnan verið búið að klára stóru leikmannakaup tímabilsins á þessum árstíma eða við a.m.k. höfum ágæta hugmynd um hver helstu skotmörkin eru. Þannig er það bara alls ekki núna. Höfum þó í huga að í tíð Michael Edwards keypti Liverpool nokkrum sinnum leikmenn nánast upp úr þurru sem voru ekki í umræðunni sólarhing áður.

Liðið mætir til æfinga á morgun og Arne Slot situr fyrir svörum af því tilefni svo vonandi förum við að fá eitthvað aðeins meiri fréttir af liðinu á næstu dögum. Það að Liverpool sé ekkert búið að gera, hvorki í leikmannakaupum né leikmannasölum þarf ekkert að koma svo rosalega á óvart. Það eru tvö stórmót í gangi sem hægja alltaf á leikmannakaupum. Nýr stjóri hefur bókstaflega ekki hitt leikmannahópinn sem hann fær í hendurnar og Liverpool þarf satt að segja ekki að gera neinar ofboðslegar breytingar á hópnum þó vissulega megi styrkja hann á nokkrum stöðum.

Fyrir mánaðarmót var talað um Anthony Gordon og spurning hvort það sé einhver séns núna eftir að Newcastle bjargaði sér hvað PSR reglurnar varðar. Eins er óljóst hvort hann sé eitthvað sérstaklega stórt target hjá Liverpool. Diaz er ekkert verri leikmaður en vissulega nokkuð eldri. Cody Gakpo er eins að spila frábærlega í þessari stöðu fyrir Holland.

Rayan Aït-Nouri vinstri bakvörður Wolves hefur eitthvað verið orðaður við Liverpool undanfarið en hvergi af blaðamönnum sem hægt er að taka mikið mark á.

Liverpool er ennþá með sjö leikmenn sem eru enn á EM. Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru nú bara í skoðunar og æfingaferð hjá taktíska snillingnum Gareth Southgate.  Virgil van Dijk og Cody Gakpo eru lykilmenn hjá Hollendingum auk þess sem Ryan Gravenberch er í hóp. Ibrahima Konate er í vörninni hjá Frökkum og Diogo Jota er á bekknum hjá Portúgal því þeir eru bara ennþá í alvöru að setja allann fókusinn á Crynaldo.

Alisson, Nunez, Diaz og Mac Allister eru allir ennþá á Copa America. Úrslitaleikirnir í þessum mótum eru eftir 10 daga.

Eðlilega mætir enginn af þessum til æfinga strax og má gera ráð fyrir þriggja vikna fríi fyrir hvern og einn þegar þeirra þjóð fellur úr leik. Robertson, Szoboszlai og Jaros mæta ekki á morgun af sömu ástæðu, þeir fá sín þriggja vikna frí eftir EM.

Góðu fréttirnar eru að Salah og Endo fara ekki á ÓL sem er jákvætt enda er fótbolti ekki ÓL sport. Liverpool missir þ.a.l. engan leikmann á ÓL.

Liverpool fer til Bandaríkjanna eftir tvær vikur til að spila við Real Betis, Arsenal og Man Utd.

Það eru 44 dagar í fyrsta leik og ljóst að Arne Slot þarf að nýta þá mjög vel. Hann fær ekki hópinn nema hluta af þessum tíma og enn eru bara fjórir æfingaleikir á dagskrá og þrír af þeim eru í auglýsinga æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilað er í þremur borgum. Ekki solid alvöru æfingaferð þar sem liðið er í æfingabúðum á einum stað í tvær vikur.

Talandi um United þá voru þeir að framlengja samning Erik Ten Hag um eitt ár í kjölfar þess að hann tryggði liðinu sigur í FA Cup í vor sæti í efri hluta töflunnar í deildinni. Fyllilega verðskuldað.

Arsenal verða mögulega með ítalska miðvörðinn Riccardo Calafiori í vörninni hjá sér í Bandaríkjunum en þeir eru taldir líklegastir til að næla í hann þó fréttir vikunnar hermi að  £39.8 tilboði þeirra hafi verið hafnað af Bolognia. Þetta er leikmaður sem hefur einnig verið orðaður eitthvað við Liverpool.

 

12 Comments

  1. Hef verið að fylgjast með okkar mönnum á Euro og Copa. Fyrir utan hvað það er pirrand að þeir fái ekki sumarfrí, þá er mjög áhugavert að skoða þetta.

    Mac Allister — enn betri merð ARG en á HM. Notar plássið sem myndast af Messi hættunni til að vera hættulegri sjálfur
    Diaz — besti leikmaður Colombia og iðinn eins og andskotinn. En verður keppni við Gakpo að byrja hjá LFC!
    Allison — ekki mikið ðað gera svosem hjá honum.
    Darwin — er Darwin. En hefur skorað meira af “poacher” mörkum með landsliðinu en hjá LFC: Vonandi að læra eitthvað af Suarez.
    Gakpo — einn besti leikmaður Euro. Hollendingar að fatta það og hættir að senda á Depay.
    Virgil — bara hann.
    Trent — ótrúlega góður í liði sem stillir upp nokkrum af bestu leikmönnum Evrópu í Beefeater varnarkerfinu sem hefur verið fullkomnað við Buckingham höll.
    Szoboszlai — ágætur í lélegu liði
    Robertson — sama
    .

    3
    • Hrikalega svekkjandi að sjá Southgate ná því alminnsta sem hann getur út úr þessum væna leikmannahópi sem England á í dag. Held að hann hljóti að hafa tekið þjálfaragráðurnar áður en innáskiptingarnar voru kynntar til sögunnar í knattspyrnu. Alltaf sömu mennirnir. Ég bíð með heila andatjörn í hálsinum eftir því að Englandi falli óhjákvæmilega úr leik.

      2
      • Grínistinn Gareth! Sama lið og síðast, nema einn maður inn fyrir mann sem er í banni. Ótrúlegt að horfa upp á þessa stífni. Megi England vinna engu að síður!

        2
  2. Hann Arne kallinn er heppinn að því leitinu að hann er að taka við virkilega flottu liði sem er með mikil gæði allstaðar á vellinum og alls engin nauðsyn að hlaupa útum allt að kaupa til þess að kaupa.
    Aftur á móti þarf að taka ákvarðanir með Salah, Van Dijk og Trent. 3 gríðarlega mikilvægir leikmenn.
    1 miðvörð og vinstri bakvörð sem berst um sætið við Andy og þá ættum við að vera góðir fram í jan og Arne kominn með smá tilfinningu fyrir hópnum og hvað þarf að byggjar þar ofan á.

    3
  3. Held að okkar maður Konate hafi ekki spilað eina mínútu á mótinu.
    Sem er vel, þá eru líkur á að hann haldist ómeiddur.

    3
  4. Það ætti einhver góðhjartaður að senda Southgate VHS spólu af leik Spánar og Frakklands…

    2
    • Til hvers? Hann stillir upp sama liði og spilar sama bolta alveg óháð öllum aðstæðum.

      2
      • Lykillinn að þessari uppástungu liggur í VHS spólunni. Sumsé grín.

        1
    • Ég er reyndar nokkuð viss um að þau myndbönd sem Southgate er að horfa á fyrir leiki eru á VHS. Boltinn sem hann aðhyllist er allavega frá gullöld VHS.

      2
  5. Já það getur vissulega verið rétt að LFC hafi stundum keypt leikmenn fyrirvaralaust en það hefur sjaldan verið jafn mikil dauða þögn yfir þessum klúbb á markaðnum og er núna. Það eina sem heyrist frá þessum þönglum er að FSG (FuckingShitGobbles) séu að kaupa sér nýtt lið í Frakklandi. Á meðan sjáum við sjóð heita bita semja við önnur lið #staðfest/here we go.

    Búið ykkur undir hörmungar tímabil kæru félagar.

    3
  6. FSG sagt vera að kaupa Bordeaux. Það virðist ekki vera nóg að eiga eitt félag lengur í heimi þeirra ríku. Þessi íþrótt hlitur að lenda á vegg fyrr en síðar. Kannski bara málið þessir menn stofni þessa “ofur” deild sína og spila leikina í Arabíu.

    3
  7. Leiðinlegt að Southgate virðist ætla að missa af Manure gigginu.

    Annars held ég að Edwards hafi áður náð að klára díla hratt af því að hann yfirborgaði. Ég vona að við séum ekki að fara í þann dans aftur. Nýja skipulagið á sennilega að koma í veg fyrir svoleiðis.

Olivia Smith komin til Liverpool Women (Staðfest!)

England í úrslit á EM