England í úrslit á EM

Lykilmenn Liverpool eru að týnast í frí einn af öðrum þessa dagana en reglan er að hver og einn fái þriggja vikna frí að lágmarki. Arne Slot fær alls ekki stóran hóp til að vinna með fyrstu vikurnar í starfi en það gefur á sama tíma nokkum minni spámönnum tækifæri til að minna á sig.

Konaté fór í frí í gær og Van Dijk, Gakpo og Gravenberch eru á leiðinni í frí núna eftir sárt tap gegn Englendingum. Seinna í kvöld ræðst það svo hvort Diaz eða Nunez mæta Mac Allister í úrslitum Copa America. Slot fær því ekki mikið meira en þrjár vikur með þessum leikmönnum fyrir fyrsta leik sem er 17.ágúst.

Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez spila ekkert hjá Southgate þannig að þeir ættu að vera nánst komnir í frí þrátt fyrir að England hafi einhvernvegin haltrað í úrslit þökk sé einstaklingsgæðum í enska liðinu og smá heppni. Þeir sluppu vissulega við lið eins og Þýskaland, Frakkland og Spán á leið inni í úrslit en miðað við hvernig þetta mót er að detta með þeim vinna þeir væntanlega Spán um helgina. Suður-Ameríkukeppninni líkur einnig á sunnudaginn.

Það er nákvæmlega ekkert að frétta af leikmannamarkaðnum hvað Liverpool varðar og benti fyrsta viðtal við Richard Hughes til að líklega yrði lítið að frétta í júlí, þá ekki bara hjá Liverpool heldur almennt. Helstu fréttir vikunnar eru þær að Liverpool er að landa einu mesta efni Englands frá Chelsea en það er 15 ára strákur sem fer í akademíuna.

35 Comments

  1. Nunez ákveður að fara í fremstu víglínu í slagsmál við bullur í stað þess að einbeita sèr að koma fjölskyldunni úr aðstæðum. Drengurinn er gjörsamlega óheflaður með galnar ákvarðanir.

    5
    • maður er bara smeykur að drengurinn sé alvarlega greindarskertur; maður hefur séð það ítrekað

      4
      • Börkur, hér sérðu nokkrar staðreindir í sambandi við budgetið hjá Liverpool vs liðin í kringum okkur á Klopp tímanum,
        https://www.youtube.com/watch?v=x3xnSIzzhs0&t=290s

        Það.er magnað að sjá Tottenham með mun meira budget enn Liverpool, Arsenal með helmingi meira. FSG þarf að sýna það núna að tilboðið í Moisés Caicedo í fyrra hafi verið meiri alvara enn sýndarmennska.

        Klopp gerði kraftaverk með það sem hann fékk upp í hendurnar frá FSG enn það er engin ávísun á sama árangur fyrir nýja stjóran okkar.

        8
      • Ari takk fyrir þetta vídeó mjög áhugavert……við höfum fjármagn margir aðrir klúbbar á hættusvæði…..FSG kunna sitt fag…..þetta er langhlaup…..

        3
      • Vissulega er hægt að líta á þetta sem langhlaup, það er ekkert verra enn sóðafjárfestingarnar hjá Chelsea sem ekki vænlegt til árangurs!

        Enn við þurfum líka að passa okkur á því að vera ekki allt of lengi í sama langhlaupinu því það er gott að koma á einhverjum tímapunkti í mark?

        Ég tel að hvorki Arsenal eða Tottenham séu að svindla í sínum rekstri og Liverpool er stærri og verðmætari klúbbur enn þessir tveir klúbbar svo við ættum að öllu eðlilegu að vera að lámarki með sama kaupmátt þegar kemur að leikmannakaupum því ef ekki þá gætum við lent í því að vera endalaust í sama langhlaupinu og koma aldrei í mark?.

        3
  2. Sælir félagar

    LFC er eini klúbburinn sem engin orðrómur er í gangi um. Það hefir svo sem gerst áður að klúbburinn virðist ekkert vera að gera á leikmanna markaðinum og svo dúkkar upp einhver leikmaður sem enginn vissi um og enginn hafði heyrt að væri til. Vonandi gerist það að einhver heimsklassa miðvörður og miðjumaður verði kynntur upp úr þurru. Vonandi ekki einhver 29 ára Frakki eins og Rabiot.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  3. Gareth Southgate er taktískur snillingur og kemur heimsbyggðinni á óvart en einusinni með því að stilla upp sama byrjunarliði og byrjaði síðasta leik þar sem Harry Kane og Jude Bellingham halda áfram að hrífa okkur uppá tærnar með sinni frábæru frammistöðu sem þeir eiga að vísu enþá eftir að sýna en það er annað mál og því spái ég þvert gegn sannfæringu minni að England vinni hið skemmtilegta lið Luis de la Fu­ente þjálfara Spánverja.
    Leikurinn endar eftir venjulegan leiktíma 0-0 eftir 90 hundleiðinlegar mínútur en svo byrja lætinn.
    England 3
    Spánn 2

    En af leikmanna kaupum okkar manna spá ég því að það verði bara ekkert að frétta í allt sumar, alveg sama hversu oft ég byrja hvern nýjan dag á að ath hvort það sé ekki eitthvað slúður í gangi um leikmenn sem Liverpool sé að kaupa, líklega verða einu leikmennirnir sem koma til okkar í sumar einhverjir efnilegir unglingar sem engu breyta fyrir byrjunarliðið.

    3
    • Ég vona innilega að Kane byrji. Hann er geitin. (þetta er grín)

      1
  4. Klopp væri fullkominn fyrir enska landsliðið tækju HM eftir 2 ár…..

    1
  5. Mikið vona ég að GS dúkki upp hjá MUtd þegar þeir losa sig við EtH. Lúserar vel geymdir þar

    1
  6. @ í end þá átti enska landsliðið ekki inneign í að vinna þetta mót.
    Það voru alltof miklar tilviljanir og einstaklingsframtök sem kom liðinu í þennan úrslitaleik.

    Það spiluðu langflestir í þessu liði undir getu og ekkert pláss fyrir t.d. leikmann eins og TAA sem er ungur bakvörður samt stoðsendingarhæðsti bakvörður frá upphafi PL og var sá leikmaður sem skapaði flest færi þær fáu mínútur sem hann spilaði.

    GS spilar virkilega neikvæðan fótbolta og er það fögnuður efni fyrir enska knattspyrnu að hann sé að hætta og vonandi hafa þeir vita á að ráða mann sem nær því besta út úr þeim einstaklingum sem eru í þessu liði.

    Höfum það líka í huga að koma þessu enska liði í 2 finals í röð er í sjálfu sér ekki mikill árangur.
    liðinu var t.d. spáp titlinum af flestum veðbönkum og öðrum fyrir mótið.
    og það tókst ekki og er því GS réttilega að segja starfi sínu lausu eftir mótið.

  7. Í alvöru á að leyfa Manure að kaupa Leny Yoro!? Á bara vera með hendur í vösum í allt fokking sumar!

    1
    • Er hann 50 milljon punda virði? Hef aldrei séð hann spila en þetta er svakalegt verð fyrir 19 ára miðvörð.

      1
      • Sælir félagar

        Ég veit ekki með þennan Yoro en lufsugangurinn sem einkennt hefur FSG í nánast öllum gluggum síðan VvD var keyptur heldur áfram undir Slot. Það er örugglega eitt af þeim atriðum sem fengu Klopp til að gefast upp sem stjóri Liverpool. Af öllum liðum í ensku deildinni er minnst að frétta frá Liverpool. Jafnvel þau lið sem minnsta hafa kaupgetuna eru að reyna meira en Liverpool og er það nákvæmlega eins og alltaf.

        Það er nú þannig

        YNWA

        1
    • Er hann meira efni en Quansah? Þó hann heitir Yoro þá er Quansah orðinn starter í þriðja besta liði Englands sem er töluvert betra en Yoro að spila með Lille.
      Hvaða skilaboð væru það til Quansah ef Yoro yrði keyptur.

      4
      • Stór ástæða fyrir uppgangi Quansah er að hann spilaði flesta sína leiki með VVD sér við hlið.

        Að tefla 19 ára og 21 árs miðvörðum saman er kannski ekki það skynsamlegasta í PL.

        Merkilegt annars hvað menn geta haft sterkar skoðanir á 18 ára miðverði Lille sem þeir hafa aldrei séð spila.

        5
  8. Rosalega líst mér illa á þetta slúður með Trent og Real madrid, þeim sárvantar leikmann í þessa stöðu og hann á 12 mánuði eftir á samning sem setur Liverpool í ömurlega stöðu og svo er Bellingham mjög góður vinur hans sem hjálpar okkur ekki heldur.
    Það væri skelfilegt að missa varafyrirliðann okkar fyrir slikk í sumar.

    • Craig Houlden hjá Anfield Agenda var svo reiður yfir þessu með Trent í gær að það var varla hægt að horfa/hlusta á hann. Hann froðufelldi af pirringi.

      En það verður áhugavert að sjá hvað Edwards og co. gera með stjörnurnar þrjár sem eru að hefja lokaár á samingi: Salah, Trent og van Dijk. Eiga þeir allir að renna út og fara svo á næsta ári fyrir núll pund? Eða verður einhver þeirra seldur núna?

      • Þetta lítur alls ekki vel út.

        Real Madrid mögulega búnir að sannfæra TAA um að koma frítt næsta sumar.

        2
  9. Óttast að þessi Heitinga ráðning sé fyrsta failsportið hjá Slot. Það veit ekki á gott að fá fyrrum Everton leikmann innum dyrnar á Anfield. Þessi ráðning er ekkert að fara hjálpa að vinna stuðningsmenn á sitt band.

    3
    • Það verða fyrst og fremst úrslit leikja sem hjálpa Slot að vinna aðdáendur á sitt band og gildir þá einu um hvort einhver fyrrverandi leikmaður Everton sé í þjálfarateyminu eða ekki.

      Þessi lið hafa keypt og selt leikmenn sín á milli. Ablett kom á sínum tíma úr þjálfaraliði Everton, Sammy Lee var þar aðstoðarstjóri og Benitez stjóri.

      5
  10. Í venjulegum raunheimi.
    Þá væri galið fyrir Liverpool að kaupa 18ára Yoro núna með Quansah ungan þarna líka. Báðir þurfa mín. Liverpool getur ekki gefið þeim þær báðum.
    TAA ég vona innilega að hann helgi sinn feril Liverpool.
    Hvað varðar þessa aðstoðarmannstöðu þá hélt ég að Slot væri að taka með sér sitt staff og að liverpool væru að ráða inn team sem væru búið að vinna lengi saman.
    Salah og Virgil. Vonandi semja þeir áfram og aðstoði félagið á þessum tímapunkti.

    • Það er eins gott fyrir Liverpool og Slot að liðið standi sig næsta vetur annars gæti komið flótti í okkar bestu menn.

      Trent, Salah og Van Dijk allir að fara inn í loka árið á sínum samningum, það væri ekki gott að missa þá frítt næsta sumar og eiginlega enþá verra að selja þá nú í sumar til að fá eitthvað fyrir þá.

      En eru engar fréttir af leikmann málum nema þá helst að helvítis spánverjarnir í Real Madrid eru á eftir Trent.

      1

Æfingatímabilið að byrja

Gullkastið – Logn Á Undan Stormi?