Gullkastið – Leikmannaslúður

Æfingaleikir í Ameríku og leikmannaslúður helst á dagskrá í þætti vikunnar.

Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Guðlaugur Þór Þórðarson

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

Skv. umræðu í þættinum hvaða búningi spilar Ögurverk lið aldarinnar?


MP3: Þáttur 481

13 Comments

  1. Hvað segja menn við framförum Jarrel Quansah og þörf á að fá inn annan miðvörð.
    Van Dijk er klárlega fyrsti kostur á þessu tímabili allavega og Konate mun berjast við Quansah um hitt sætið, persónulega finnst mér meiri framtíð í Quansah og svo er Van Den Berg þá 4 kostur í þessa stöðu.
    Ég segi að við ættum ekki að fá inn annan miðvörð nema þá reynslubolta fyrir lítinn pening sem væri þá backup fyrir þá. Finnst mjög mikilvægt að Quansah fái mikin spilatíma í vetur.

    Svo er spurning hvort að Slot muni ekki spila 4-2-3-1 í vetur og búi þá til þessa “10” stöðu í liðinu sem að Carvalho og Elliot muni spila og skipta með sér.
    djúpir væru þá Mac Allister og Szobozlai og því kannski ekki þörf á því að vera sérstaklega með sérstakan varnarsinnaðan miðjumann í liðinu.

    Annars langaði mig bara að stofna smá umræðu því þetta spjall er greinilega ennþá í sumarfríi 🙂

    10
    • Ég hefði nú talið það ákveðið lykilatriði að fá miðvörð í staðinn fyrir Konate, þar sem hann er gagnslaus.

      5
      • Konate er nú varamaður í franska landsliðunu þannig að hann er nú alls ekki gagnslaus.
        mér finnst hann reyndar virkilega góður leikmaður en of meiðslagjarn til að vera 1-2 kostur í þessa stöðu.

        9
    • Best að vera með. 🙂

      Hvar er staða Trents í liði Slots? Þarf að smíða eitthvað kerfi sem virkar sérstaklega fyrir hann eða hvar sjáiði hann spila best?

      3
    • Sammála Red sakna umræðunnar…..Joe Gomez getur líka spilað hafsentinn…lítið um kaup hingað til erum með ansi marga spennandi unga leikmenn sem þurfa tækifæri….

      4
  2. Getur Liverpool FC farið að koma með eh skemmtilegt eins og góða styrkingu fyrir liðið ?
    Afhverju eru ÖLL hin liðin að styrkja sig en það er radio fucking silence frá okkar miljarðamæringum.

    9
  3. Það sem er auðvitað forgangur hjá félaginu er að semja við Trent um leið og hann kemur til baka úr fríi.
    Svo má semja við þá félaga Van Dijk og Salah, Salah er í fantaformi og ég held að hann hugsi það vel um sig að hann getur alveg spilað á Liverpool leveli næstu 2-3 árin.

    Svo erum við með spennandi unga leikmenn.
    Mun Quansah slá Konate úr liðinu, eg held það.
    Mun Conor Bradley spila það vel að Slot “neyðist” til að gera Trent að miðjumanni (gef mér það að hann verði áfram)
    Mun þetta verða árið hans Harvey Elliot ?
    Hann hefur alla burði til að slá í gegn.
    Mun Carvalho spila það vel að Slot breyti leikkerfinu til að koma honum í liðið ?

    Ef að Slot fengi að styrkja 1 stöðu í liðinu, hvaða stöðu og hvaða raunhæfa leikmann mynduð þið vilja sjá til liðsins ?

    5
    • Vinstri bakvörð nema það sé ungur klár í það úr akademíunni…

      2
  4. Það væri snilld að sækja Oliver Watkins eða svipaðan leikmenn því mér finnst að það vanti alvöru sóknarmann í liðið, flestir okkar frumherja eru eiginlega meiri kantmenn en sóknarmenn nema þá helst Darwin Nunez, Cody Gakpo sýndi okkur á EM hversu megnugur hann er á kantinum og Diez og Jota eru líka meiri kantarar en sóknarmenn.

    4
  5. Ollie Watkins væru auðvitað frábær kaup enda með betri sóknarmönnum deildarinnar en efast stórlega um að eigendur Liverpool myndu borga háar fjárhæðir fyrir leikmann sem verður 29 ára í des.
    Vonandi verður Numez bara í stuði í vetur, þetta hlýtur að fara að detta fyrir hann.

    4
  6. Jæja. Nú er þessi Obi-Martin á leið til Man Utd. Er víst mikið efni. Yoro fór líka þangað. Chelsea náði Messinho og Guiu frá Barcelona, Arsenal tók Calafiori, City fær Savinho, Tottenham fær Bergvall, West Ham fær Luis Guilherme, Aston Villa nær Ian Maatsen og Amadou Onana. Þetta eru bara nokkur dæmi um unga og mjög efnilega leikmenn sem liðin hafa nælt í í sumar. Liverpool hvergi nærri þessum viðskiptum. Liverpool er ekki að kaupa bestu bitana af reyndari mönnum. Ekki að kaupa þá bestu ungu heldur. Bestu leikmenn Liverpool eru komnir vel yfir þrítugt. Á hvað vegferð eru Liverpool?? Ætlum við að halda áfram að kaupa lítið og þá bara miðlungsmenn?? Ég sé þá ekki annað en Liverpool verði rétt rúmlega miðlungslið næstu árin. Sumir hafa dásamað marga efnilega leikmenn Liverpool. Fyrir mér eru bara Bradley og Quansah sem styrkja hópinn en hinir virðast langt frá því. Ég hef pínu áhyggjur af þessu ef heldur sem horfir.

    1
  7. Ég er farinn að halda að þessir kanar sem eiga liðið tími ekki að kaupa viðbót til styrkingar á liðinu.

  8. Spái því að næsta vika verði lífleg í leikmannamálum því þá eru flest liðin búin með ferðalögin og búin að átta sig á hvar þarf að auka gæði fyrir tímabilið.

Æfingaleikur gegn Real Betis

Æfingaleikur gegn United