Æfingaleikur gegn United

Það er komið að næsta æfingaleik, og vonandi að þessi gangi jafn vel og síðasti leikur gegn Arsenal, en núna ætla okkar menn að spila við Manchester United. Mac Allister er kominn til liðs við teymið en er ekki í hóp í kvöld (sem þarf ekkert að koma á óvart), en á hinn bóginn er Szoboszlai ekki með í kvöld. Skýringin sem er gefin er “fatique”, og látið fylgja sögunni að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af.

Liðið mun semsagt byrja svona:

Kelleher

Bradley – Konate – Quansah – Tsimikas

Elliott – Jones – Gravenberch

Salah – Jota – Carvalho

Bekkur: Jaros, Stephenson, Sepp, Big Nat, Chambers, Endo, Morton, Bajcetic, Blair, Doak, Nyoni

Aðeins færri á bekk en í síðasta leik, þá sáum við kappa eins og Beck, Nallo og Gordon, en þeir eru ekki á skýrslu í kvöld.

Númer 1,2 og 3 er auðvitað að gefa leikmönnum tækifæri til að spila sig í gang, en auðvitað viljum við líka vinna United. Skárra væri það nú.

22 Comments

  1. Snyrtilega gert hjá Carvalho, vonandi heldur hann áfram að heilla og þá gæti hann átt framtíð hjá klúbbnum

    6
  2. Salah að fara illa með varnarmann united og Jones kemur þessu í markið af harðfylgi.
    Konate vel ryðgaður og united að fá slatta af færum en sem betur fer að nýta það illa.

    3
  3. Ég get ekki sagt að ég sé yfir mig hrifin af spilamennsku liðsins, þó það sé tveimur mörkum yfir. Þessi tilraun að spila aftarlega þýddi það að Man Und var með hápressu sem aftasta lína átti í stökustu erfiðleikum að leysa úr. Sér í lagi Konate sem var ítrekað að senda slappar sendingar. Curtis Jones er fjarri því nógu góður þegar það er maður í bakinu á honum og átt til að missa boltann á hættusvæði. Og svo þegar við náðum okkur loksins úr þessari hápressu tók ekki betra við. Þá vantaði allt hugmyndaflug til að klára sóknina en oft fjaraði sóknin út í sandinn.

    Ég skil að það tekur tíma að slípa liðið til en samkvæmt þessum leik – erum við ekki alveg með réttu leikmennina í þetta leikkerfi. En kannski lagast þetta með tímanum. Sem stendur er þetta ekki nógu gott.

    2
    • Það vantar jú 8 eða 9 byrjunarliðsmenn, og lítið hægt að dæma út frá liði sem er að mestu B-liðið okkar.

      13
      • Einmitt. Auk þess er þetta friendly. Miklar æfingar og leikm í misjöfnu standi. Salah rangstæður.

    • Við vorum yfirspilaður og sáum aldrei til sólar í þessum leik. Slot veit greiniega ekkert hvað hann er að gera.

      2
  4. Síðari hálfleikur snarlagaðist. Aðalega út af tvennum ástæðum. Sepp Van Der Berg kom inn á fyrir Konate og svo Trey Nyoni inn á fyrir Curtis Jones. Það var annað atriði sem ég var mjög hrifin af í síðari hálfleik. Markvörður Liverpool fór að senda langa bolta fram á framlínuna, þá losnaði um pressuna og liðið komst framar á völlinn. Gæti trúað því að það gæti verið mikil hætta af Alison því hann er svo góður sendingamaður og einnig að henda löngum boltum.

    Persónulega skil ég ekki þetta endalausta dútl með boltann aftast á vellinum. Fanst það stundum hálf tilgangslaust. En ég veit að með réttu leikmönnum fer það verða mun árangursríkara.

    Vonandi áttu Curtis Jones og Konete bara lélegan leik og það gengur betur hjá þeim næst. Ellega fáum við endalausa pressu á okkur ef við lærum ekki að bregðast við henni. Það verður endalaust ráðist á veikasta hlekkinn ef hann verður ekki styrktur.

    3
    • Tek undir með þér. Nyoni hefur alveg einstakt auga fyrir sendingum. Það er óþolandi þreytt að horfa á Curtis snúast í kringum sjálfan sig með boltann.

      3
    • Og annað líka. Sjáiði hvað Salah er miklu glaðari en hann var í vor?

      5
      • Reyndar er það klippingin. Ég alltaf ánægðari ef ég losa mig flókann og svitann sem hárinu fylgir.

        7
  5. Ok, stórar spurningar um nálganir Slot.
    (Í ljósi þess að hann er með “óbreyttan” liðshóp að velja úr.)

    1. Hvaða styrkleikum Klopps liðins er hann strax byrjaður að veikja (draga úr)?
    2. Hvaða eiginleikum/auðkennum er kominn vísir um að hann að gæti gert að einhverju alvöru alvöru?

    2
  6. Djuf er svarti vara búningurinn flottur þeir tóku sig vel út í honum.
    Skemmtileg úrslit og gaman að sjá þessi mörk.
    Carvalho gaman að sjá að hann er koma sterkur inn !

    4
  7. Sælir félagar

    Ég sá ekki leikinn og er ekki búinn að horfa á hann í heild, bara háuljósin. Mér sýndist þar að góðir markverðir Liverpool hafi bjargað liðinu frá nokkrum mörkum en það er nú sosum þeirra hlutverk að verja markið. Það er hinsvegar alltaf gaman og gott að vinna þetta skítalið frá Manchester borg og breytir engu hvort leikurinn skiptir máli eða ekki.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  8. Þá eru leikmenn á leiðinni aftur til baka úr þessum USA túr sem gekk bara ansi vel. Engin meiðsli á leikmönnum og 27 leikmenn notaðir í ferðinni.
    Kellegher var frábær í þessum leikjum fyrir utan smá skjálfta á móti Arsenal en geggjaður á móti united. Verður fúlt ef hann fer í sumar.
    Jarrel Quansah sýndi það að hann ætli sér að verða miðvörðurinn sem spilar með Van Dijk í vetur.
    Carvalho heillaði með 2 mörkum og spurning hvað gerist með hann í vetur en Liverpool voru að neita 15 mp tilboði í hann í dag.
    Restin af leikmönnunum voru að skila sér á Anfield í morgun og 2 æfingarleikir eftir og 3 vikur í mót.

    Núna fara hlutirnir að gerast í kringum félagið, leikmenn seldir og lánaðir og vonandi 2-3 kaup á næstu dögum.

    5
    • Reyndar bara 2 vikur (tæpar) í fyrsta leik. Óþarflega langt samt.

  9. Varðandi þetta 4231 kerfi, double pivot miðja, þá eru ansi margir miðjumenn til staðar. Mac og Szobo kannski fyrstu tveir á blað nema Slot hugsi Szobo sem tíuna. Þá ertu með Grav næstan inn? Hann var flottur í gær en þarf að sjá meira frá honum til að vera sannfærður. Endo og Bajetic kannski 5. og 6. kostir í þessa stöðu. Jones hefur verið að spila þarna en hann getur ekki spilað.one touch ball. Verður að klappa honum og lélegt utd lið stal ítrekað boltanum af honum. Hentar betur sem tía. Pointið er samt að það eru of margir miðjumenn svo hægt sé að réttlæta ný kaup á miðjuna. Þó maður vilji fá heimsklassa sexu þarf að losa allavega tvo.

    Mest aðkallandi er miðvörður og vinstri bakvörður. Held að það verði einu stöðurnar sem mögulega verði keyptar inn í. Vona að Kelleher verði áfram. Lofa honum amk 20 leikjum á ári næstu tvö árin og svo fyrsti kostur 2026.

    Ef Trent verður ekki búinn að skrifa undir fyrir 20.8 þá selja hann. Því miður en þetta er royale fokkup að vara C sem btw er scouser og einn besti hægri bakvörður heims eigi 11 mánuði eftir af samning!

    1
  10. Eftir lestur á komentin hér þarf ég að fá áfallahjálp, því ég neita að viðurkenna að stuðningsmenn Liverpool geti í raun verið svona heimskir. Halló, þessir leikir eru í raun kynning á leikmönnum í akademíunni því öllu staffinu var skipt út og það er gott.

    4

Gullkastið – Leikmannaslúður

Stórar vikur framundan