Chiesa að nálgast?

Nú eru margir af öruggustu pennunum að tala um að Chiesa gæti mjög líklega orðið næsti leikmaður sem Liverpool kaupir. Talað er um að það sé búið að semja við leikmanninn, og nú sé bara spurning hvort semjist milli Juventus og Liverpool. Hann á stutt eftir á samning, svo kaupverðið yrði lágt, eða einhversstaðar á bilinu 10-15 milljónir punda.

Spennandi ef satt reynist!

23 Comments

  1. þetta er done deal hann er á leiðinni á Merseyside samkvæmt Fabrizio fyrir nokkrum mín þegar þetta er ritað.
    Ekki nema hann falli á lækniskoðun þá er þetta að gerast.

    11
    • 10.9m punda + eh addons er þetta virkilega satt?
      Varla mikið gamble með svona upphæð þetta kallar maður tombólu verð.

      12
  2. Núnez seldur í Janúar?
    Leit bara ílla út í Brentford leiknum. Og virðist ekki vera með þennan fótbolta heila þó að
    hann sé líkamlega öflugur.
    Diaz vinstri kantur , Gakpo þar til vara og frammi til vara. Jota frammi þar til hann meiðist og Salah
    hægri og Chiesa til vara og getur spilað allar stöður.
    No brainer.

    Spennandi að sjá hvernig hann spilar þessu, slotarinn.

    11
  3. Það sem er sérstaklega áhugavert við þessi kaup er að Chiesa spilaði í vetur fyrir Juventus sem framherji (second striker) í 3-5-2 (eða 3-4-1-2) kerfi.

    31 af 37 leikjum í deild og bikar spilaði hann því framarlega fyrir miðju.

    https://www.transfermarkt.com/federico-chiesa/leistungsdatendetails/spieler/341092/plus/0?saison=2023&verein=&liga=&wettbewerb=&pos=&trainer_id=

    Hins vegar spilaði hann hægra megin með Ítalíu í sumar.

    Getur verið að ein af aðal ástæðum þess að Chiesa sé fenginn sé að Liverpool telur sig þurfa öflugra “back up” fyrir Jota ?
    Ásamt því auðvitað að geta leyst Salah af hólmi þessar fáu mínútur sem hann hvílir.

    7
  4. held að hann sé hugsaður í allar sóknarstöðunar. Veitir öllum samkeppni.

    Svo fer það eftir meiðslastöðunni og frammistöðum hvar hann spilar.

    Sé fyrir mér að hann byrji á að koma inn á af bekknum á hægri kantinn fyrir Salah.

    Mikil samkeppni um sóknarstöðunar. Sú var tíð að Origi og Minamino voru einu sóknarkostirnir af bekknum.

    12
  5. Ætli Núnesinn verði þá seldur? Stórbrotinn með landsliðinu … gæti farið á bærilegan pening þó varla það sem hann var keyptur á.

    Verður sennilega súpersöbb. Ef við hefðum haft einn slíkan í leikjunum gegn mu í fyrra þá hefðu þeir farið á annan veg.

    Man þegar Shaquiri pakkaði þeim saman í 1-3 leiknum hérna um árið.

    4
  6. Æðislegur leikmaður sem getur leyst margar stöður frammi. En er samt ekki pússlið sem vantar svo við förum í þetta mót til að vinna það.

    Gravenbech hefur komið mjög vel út sem djúpur miðjumaður og virðist hafa eiginleika sem fáir í þeirri stöðu virkilega hafa, en vantar kannski þá eiginleika sem flestar sexur hafa, að vera harður tæklari og brjóta upp sóknir andstæðinganna.
    Ég er ekki viss um að við eigum slíkann leikmann á hæsta levelli í dag innan hóps.

    5
  7. Alltaf verið hrifinn af Chiesa sem leikmanni, hann er magnaður þegar hann er heill og ótrúlega ógnandi með mikinn hraða. Sóknarlínan hjá okkur er orðin ROSALEG !
    Nú er bara að bæta í vörnina, það væri æðislegt að fá nú eina “sexu” og svo varnarmann, þá er glugginn í 9/10

    5
  8. Heill Chiesa er bara world class player!
    Hann var ekkert eðlilega góður á EM þegar Ítalía vann.
    Menn tala mikið um meiðsla sögu hans. Þetta er svolítið eins og þegar Thiago kom inn. FSG eru greinilega ready í að láta reyna á svona hluti.
    Góðu fréttinar í þetta skipti er að Slot og hans teymi sem hann fékk að taka með sér að ég heild örugglega eru snillingar að halda mönnum heilum og feyenoord með fæst meiðsli í þrjú ár í röð.
    Þetta er bara en eitt vopnið í sóknarleik liðsins.
    Auðvitað getur vantað eitthvað þarna aftast en Liverpool heilt yfir er með frábært lið.
    Og ég held að þessi Zubimendi sé ekkert varnar dmc tröll sem hefði breyt sköpum í að stoppa sóknir heldur meira frábær spilari á vellinum. Hann kom ekki og fundum við þá þennan frábæra spilara bara aðeins framar á vellinum.
    Sýnist í byrjun að Slot sé að þétta liðið frekar mikið og við verðum ekki akveg í sama veseninu þarna aftast þótt það komi enginn þangað inn núna.
    En held samt að leitin að rétta gaurnum haldi áfram. En með komu Chiesa er eitthvað leyst.

    6
  9. Ein af ástæðum þess að þeir eru svona seint í glugganum að kaupa Chiesa hlýtur að stafa af því að önnur lið hafa þá þegar fjárfest í sínum helstu bitum og eru því ekki eins líkleg að keppa við Liverpool um að kaupa hann. Hefði haldið að svona leikmenn færu minnst á 40 m punda og því verður ekki annað sagt en þessi kaup voru mjög klók. Ef hann helst heill þá er framlínan okkar ansi vel mönnuð.

    5
  10. Verð að viðurkenna að ég varð frekar hissa þegar maður heyrði af þessu en ef Chiesa kemur til Liverpool væri það áhugaverð viðbót við liðið. Hann er frábær leikmaður með miklan hraða og tækni, og myndi bæta nýrri vídd við sóknina. Kostirnir eru að hann gæti létt álagið af öðrum leikmönnum og bætt við mörkum og stoðsendingum, sérstaklega ef Salah ákveður að fara næsta sumar. Gallarnir eru hins vegar að hann gæti þurft tíma til að aðlagast ensku deildinni, og það eru alltaf meiðslavandræði sem þarf að hugsa um, eins og hjá honum áður.

    Salah hefur sagt að hann ætli ekki að pæla í framtíðinni fyrr en eftir þetta tímabil, þannig að þessi kaup gætu verið til að tryggja framtíðina ef hann fer. Liverpool virðist vera að búa sig undir möguleikann á að missa Salah, og Chiesa gæti orðið lykilmaður í þeirri uppbyggingu.

    3
  11. Ég hef nú bara meiri áhyggjur af samningsmálum okkar við þá þrjá sem gætu farið frítt næsta sumar.

    Nema menn ætli að vera hlusta á það í allann vetur að Salah, Trent og Virgil eigi bara 1 ár eftir.
    hélt að svona lagað þyrfti að klára sem first.

    6
    • Maður fær það á tilfinninguna að annaðhvort leikmennirnir eða klúbburinn vilji skoða aðra möguleika nema hvort tveggja sé. Það verður að viðurkennast. Ég ætla að gerast svo djarfur og segja að Trent semji en Salah og VVD fari á aðrar slóðir.

      4
      • Jú jú, en eitt er að þeir fari annað ef við erum ekkert að fá fyrir þá, það finnst mér sárast.

        3
      • Þá þurfum við einhvern fyrir VVD. Gæti vel trúað að hann fari í eftirlaunadeildina í Saudi eftir þetta tímabil.
        Það er þá einhver yfirburða miðvörður sem við þurfum, Brathwaite eða Guehi ?? Næsta sumar ? Eða núna ?

        2
      • 13.1.2
        Höddi B 29.08.2024 at 11:06

        Þú ert semsagt búinn að ákveða að VVD semji ekki?

        1

STAÐFEST LEIKMANNAKAUP!

Chiesa orðinn leikmaður Liverpool (Staðfest!)