Dansa við úlfa er gömul óskarverðlaunamynd með Kevin Kostner í aðalhlutverki en hún kom upp í hugan í dag, því að í dag vorum við einmitt að gera það. Við vorum að dansa við þá í staðinn fyrir að drullast til þess að ganga frá þeim og það var helvíti pirrandi.
Ekki merkilegur leikur og meiri líkur að ég horfi á bíómyndina aftur en þennan leik.
Mörkin
0-1 Konate (45 mín)
1-1 Ait-Nouri (56 mín)
1-2 Salah (61 mín víti)
Hvað réði úrslitum?
Fyrri hálfleikur fer nú ekki á spjöld sögunar fyrir skemmtanagildi en okkar strákar voru rosalega lengi í gang og var lítið í ganga lengi framan af. Við vöknuðum undir lok hálfleiksins og átti Sly að koma okkur yfir eftir frábæra sendingu frá Andy og fór maður að halda að þetta yrði einn af svona dögum liðsins en Jota átti rétt fyrir lok hálfleiks flotta sendingu inn í teigin þar sem Konate átta sig á því að hann er stór og sterkur ( stundum finnst manni að hann gleymi því) og stangaði boltan inn í markið.
0-1 í hálfleik og þá er bara að sigla þessu heim.
Við byrjuðum síðari hálfleik betur en heimamenn en þeir voru ekkert að ógna. Konate vildi fá smá spennu í þetta og ákvað að frjósa aðeins eins og gamall afruglari(já krakkar mínir hvað er nú það? spyrjið afa og ömmu) og gaf þeim jöfnurnar mark.
Við vöknuðum aðeins við þetta og fengum víti skömmu síðar sem Salah skoraði úr en mitt persónulega álit er að hann eigi ekki að taka víti en það er allt önnur saga og fagnaði ég markinu innilega.
Wolves fékk svo fínt færi á 72 mín þegar þeir virtust vera að sleppa í gegn en Konate átti geggjaða tæklingu en ég er ekki en þá búinn að fyrirgefa honum markið sem við fengum á okkur.
Við náðum svo að halda þetta út en ekki var það fallegt.
Hvað þýða úrslitin?
Við erum í 1.sæti og er það mjög gaman en við þurfum að spila miklu betra en þetta ef við ætlum okkur að vera í þessari baráttu allt til enda.
Hvað hefði mátt betur fara?
Þessi rólega byrjun og lengi að komast í gang var frekar pirrandi. Ekki getum við bent á að þetta sé hádegisleikur og ættu allir að vera löngu vaknaðir.
Konate hefði mátt ekki gefa mark. Sumir segja að Alisson hefði auðvitað átt að koma út og grípa boltann og það má vel vera en Konate má ekki gera bara ráð fyrir því og hann átti að taka ábyrgð fyrst að hann var sá sem var með boltann.
Leikmaður dagsins
Það er erfitt að segja. Mér fannst eiginlega engin vera að standa sig frábærlega en ætla að láta Jota fá þetta fyrir stoðsendinguna og að fiska víti en maður er líka farin að taka Van Dijk sem sjálfsögðum hlut að eiga góða leik og mér fannst hann góður í dag. Ef Konate hefði ekki gefið þeim mark þá væri þetta hans titil.
Hef smá áhyggjur af Salah þessa dagana en eftir frábæra byrjun þá er eins og að hann sé í smá niðursveiflu en vonandi nær hann sér fljótlega á strik.
Næsta verkefni
Bologna í meistaradeildinni á Anfield á miðvikudaginn og væri gott að koma okkur í góða stöðu þar með sigri.
YNWA – Það er yndislegt að vera með lið í 1.sæti og maður er ekki alveg sáttur sem segir manni á hvaða stall Klopp kom þessu liði á og Slot er að gera vel með í dag.
Jones hlýtur að vera búinn að taka byrjunarliðssætið af Szoboszlai. Hann var þó alla vega hættulegur við teiginn…
…sem segir allt hvernig Sóbó gekk í dag.
Bara sáttur við liðið í heild. Náðu í úrslitin eftir að hafa fengið klaufalegt mark á sig eina sem skiptir máli. Komnir á toppinn ég kvarta ekki nenni ekki að velta mér uppúr hvað hefði getað farið betur. Jota var sprækastur og fær mann leiks einfalt.
YNWA !
Ég bara spyr, er ekki Alexis Mc Allister hreinlega jafnbesti leikmaður Liverpool ?
Mér fannst hann mjög góður í dag. Hann og Ryan Gravenberch.
mögulega var hann jafnbestur á sl. tímabili. Var nokkuð lengi í gang þetta tímabili, hræðilegur t.d. gegn Forest. Í dag var hann líklega að eiga sinn besta leik á tímabilinu.
Mac A og Gravenberch voru góðir í dag. Szobo slakur.
Frábær vinnusigur í dag og þrjú stig og toppsætið er okkar. Ekkert annað skiptir máli.
Mér hefur fundist Wolves vera að spila nokkuð vel í vetur og kannski pínu óheppnir með stigasöfnun. Það réttlætir þó ekki fyrir mér svona agalega dapra liðsframmistöðu og Liverpool sýndu í dag. Salah og Szobo agalegir. Gravenberch og Mc aðeins skárri. Jota fær úr litlu að moða fremst. Mér fannst Salah kóróna leik sinn og liðsins þegar hann sendir glataða sendingu þegar við vorum 4 á 2. Manni sýnist slappi-Salah vera mættur aftur eftir ágæta byrjun á tímabilinu. Liðið fer að spila við mun erfiðari andstæðinga á næstunni og ég sé bara ekki fyrir mér að það fari mjög vel. Auðvitað vonar maður að þetta sé bara vitleysa en mér finnst bara vanta mikið upp á.
næstu helgi munum við svo líklega reka síðasta naglann í kistu Glasner hjá Palace og minn maður Roy verður sóttur á hjúkrunarheimilið til að bjarga málum á Shelhurst í enn eitt skiptið.
Takk fyrir leikskýrsluna þetta með vítin hjá Salah er umhugsunarefni hann er ekki að klína þeim út við stöng einsog Gerrard en oftast fara markmennirnir í öfugt horn….kanski er hann betri en aðrir að lesa markmenn…ég er alltaf á nálum þegar hann tekur víti finnst hann brothættur í þeim…
Sælir félagar
Mér finnst skelfilegt að sjá liðið spila eins og það gerði í dag. Það var vísu það sem ég var hræddur við að það gerði því einhverra hluta vegna gerir liðið þetta reglulega. Menn mæta inn í leiki í fyrsta gír og dóla sér þar meira og minna út leikinn. Mér er ómögulegt að skilja af hverju liðið byrjar svona leik eftir leik og leyfir lélegri liðum að ógna sér verulega. Það var fyrst og fremst góður(?!?) varnarleikur sem bjargaði þessum þremur stigum frekar an frábær sóknarleikur. Ég er ósammála mönnum um Sobo en það skiptir í sjálfu sér engu máli.
Helsta áhyggjuefni mitt nú um stundir er Mo Salah. Hann er búinn að vera skelfilegur í síðustu leikjum og það á auðvitað að bekkja manninn fyrir svona framistöður. það er fullt af mönnum í liðinu sem geta teki víti. Fleiri leikmenn þurfa að athuga sinn gang. Spjaldið sem varafyrirliðinn nældi sér í var ótrúlega heimskulegt og svo mætti áfram telja. En leikurinn vannst og Slot mun örugglega fara yfir eymdina sem liðið sýndi í leiknum svo ég nenni ekki að fjölyrða um það.
Það er nú þannig
YNWA
Eitt sem ég skil ekki. Menn fengu að hanga utan um hálsinn á Salah eins og þeir væru kærusturnar hans en aldrei neitt dæmt, utan eitt skipti. Og Anthony Taylor má að snúa sér að því að bera út póst, mín vegna.
Hæsta xG. Lægsta xGA. Flest stig og á toppnum eftir 6 leiki.
Er það ekki bara allt í lagi með þessa hræðilegu eigendur, lélagan glugga, og stjóra sem er “bara ekki á LFC level” — svo við tökum saman kvartið…
Erfiðari próf framundan, en ef einhver hefði sagt að tímabilið eftir brottför Klopp byrjaði svona hefði enginn trúað því. Kætumst meðan kostur er.
Sammála. Umskiptin hafa verið ótrúlega góð sem ég held að stafi af fagmannlegri stjórn sem veit nákvæmlega hvað þarf til að viðhalda ákveðnum standard. Eftir höfðinu dansa limirnir, hver einn og einasti limur þarf að dansa með. Arne virkar á mig sem fagmaður fram í fingurgóma. Megi þetta halda áfram svona!
Sóbó var bara slakur og þarf að viðurkennast og færið sem hann fékk.. maður setur kröfu á að maður með hans laun klári svona dæmi. Salah var þeim mun slakari og þessi sending hans þegar þeir komust í gegn var skelfileg og dreif varla tvo metra. Jota var minn maður leiksins og Grafenbekk stutt á eftir,mikill kraftur í honum og óttalaus upp völlinn.
Áttum að klára þetta 3-0 en stundum er ekki dísin með þér en 3 stig í pokann og á efsta laufblaðinu um sinn.
Þrjú stig á mjög erfiðum útivelli.
Þetta Wolves-lið á eftir að ná sér á strik.
Dómarinn hefði mátt dæma meira og spjalda fyrir ítrekuð brot hjá úlfunum þar sem þeir toga og hindra með höndunum. Gríðarlega pirrandi að sjá lið komast upp með svona.
Sammála mönnum hér sem viðra áhyggjur sínar yfir spilamennsku liðsins og sér í lagi einstakra leikmanna.
Hvernig Salah hékk inná í 90 mínútur er rannsóknarefni. Hann var alveg skelfilegur elsku karlinn. Það er bara ekki boðlegt á þessu leveli að eiga svona margar misheppnaðar sendingar.
Þrjú stig og toppsæti, já takk. En spilamennskan þarf að batna – treystum Slot fyrir verkefninu.
Áfram Liverpool!
Skelfilegt að hlausta á umræðurnar. Það er svo stutt í neikvæðnina. Mætti halda að ég hafi villst inn á síðu rauðu djöflana eftir tap. Það er svo greinilegt að menn eru ofdekraðir eftir Klopp árin. Af umræðunni að dæma er ekki eins og að Liverpool sitji eitt á toppinum eftir leik dagsins. Erfitt að skilja einstaka umsagnir um leikmenn. Vissulega var þessi leikur erfið fæðing en sigur vannst ! Premier League er sterk þar sem jafnvel botnliðin geta tekið stig af þeim bestu. Gefur þessari deild einstakt skemmtanagildi fram yfir allar aðrar deildir í Evrópu. Úlfarnir eru miklu betri en staða liðsins í deildinni segir til um og úrslit hafa ekki beinlínis verið að falla með þeim. Gleðjumst frekar að við vinnum leiki þrátt fyrir að liðið eigi ekki sinn besta dag. Það er styrkleikamerki. Ég persónulega hélt að liðið yrði í miklu meira ströggli eftir brotthvarf Klopps. Slott hefur sýnt að það er mikið í hann spunnið og hann er að gera eftirtektarverða hluti með Liverpool. Vonandi var þessi leikur í dag bara vaxtarverkir og byrjunin á einhverju miklu stærra. Áfram Slot og Liverpool.
Ég hef aldrei spilað fótbolta og virðist hafa afskaplega takmarkað vit á íþróttinni miðað við umræður hér og annars staðar. Ég fylgist bara með og held með Liverpool. Mig undrar stundum hvers vegna Íslendingar eigi ekki amk. 100 fótboltastjóra um víðan völl svo mikil er spekin stundum.
Fyrir mig er alveg nóg að vera í efsta sæti með besta markahlutfallið, mér er alveg sama hvernig er farið að því í einstaka leikjum. Hin liðin eru augljóslega líka að gera einhver mistök. Eða hvað?
Síðan vona ég að það megi verða þannig að jafntefli verði helst engin hjá LFC, mikið betra að tapa einum og einum leik og vinna svo næstu tvo heldur en að gera tvö jafntefli og vinna einn.
Jafntefli eru dýr.
*póstaði þessu fyrst í rangan þráð auðvitað 🙂
Bestu hornspyrnurnar í fyrra tók Mac þegar vantaði báða Trent og Robbo. Hreinlega skil ekki af hverju Mac er ekki á þeim. Einnig myndi manni líða betur ef Mac væri með vítin en heilt yfir er tölfræði Salah mjög góð. Ekki hægt að kvarta svosem en sammála, maður getur varla horft þegar hann tekur þau.
Szobo er aðalkallinn hjá Ungverjalandi, svona Gylfi Sig þeirra, tekur aukaspyrnur og víti. Alltaf langbestur þar. Ég er alveg að fara gefast upp á honum, hefðum skorað a.m.k. tvö á móti Forest ef hann hefði ekki eyðilagt sóknir trekk í trekk. Skelfilegur í dag og hristi svo hausinn yfir að vera skipt útaf. Þó fyrr hefði verið! Salah hefði líka mátt vera skipt útaf. Chiesa átti skilið 15-20 mins e. leikinn gegn WH.
Fyrst og fremst sætt að ná í 3stig þegar liðið spilar illa. 15 af 18 eftir 6 leiki er mjög góð byrjun hjá nýjum stjóra og það tekur tíma fyrir liðið að komast í takt með breyttar áherslur. Þetta lofar góðu og ég get ekki beðið um meira. Nema kannski auka miðjumann í janúar.
Ég er einmitt orðinn dauðleiður á að sjá þá tvo Trent og Robertson rétt drulla boltanum að fremsta manni í hornspyrnum. Hvað er svona flókið fyrir menn á þessu getustigi að senda “parabólu” bolta sem dettur í miðja þvöguna?
Þó að þetta sé góð stigasöfnun þá verðum við gera ráð fyrir að allir sigurleikirnir eru gegn andstæðingi sem er í 11 sæti eða neðar. Eini leikurinn sem tapaðist var gegn liðinu í 9 sæti. Við sjáum betur hvar liðið stendur þegar þeir byrja að keppa við liðin sem eru í efri hlutanum.
Mig grunar að ýmsir Púllarar í eldri kantinum hafi haft gaman af síðdegisleik dagsins. Einhverra hluta vegna er mannskepnan heilluð af slysum og hrakförum… og getur ekki hætt að horfa.
Allt í klessu þarna…..vonandi falla þeir ekki…..
Ég horfði og naut hverrrar mínútu. Verst að þessi leikur verður naglinn í kistuna hjá Erik Ten Hag. Hefði svo sannarlega vilja hafa hann áfram og sem lengst. Ég horfi á alla leiki í gegnum sænska Viaplay og vore allir álitsgjafar á þeim bæ sammála um að það yrði fundað strax í kvöld um framtíð hans hjá félaginu. Til bráðabrigða tekur að öllum líkindum Van Nistelroy.
Réði Ole Gunnar Solskjer aftur ef ég réði einhverju þarna til 5 ára…..
Þrátt fyrir skemmtanagildið þá voru þetta í raun alveg hrikaleg úrslit, verður líklega til þess að “við” missum Ten Hag.
Craig hjá Anfield Agenda er sannfærður um að eina ástæðan fyrir því að Man Utd er ekki búið að reka Ten Hag sé einfaldlega sú að þeir hafi ekki efni á því! Mig minnir ég hafi séð einhversstaðar að það kosti 17 milljón pund. En þvílíka hörmungin sem þetta Utd lið er hjá honum. Maður hefur sjaldan séð annað eins (hvað er að frétta, Woy Hodgson?). Komnir niður í 13nda sæti í kvöld og Aston Villa á útivelli næst.
Muniði þegar Unai Emery tók við Villa af Gerrard? Þeir voru með allt niðrum sig þegar Emery kom (í nóv?) en enduðu í fjórða sæti ef ég man rétt. Sami mannskapur – annar þjálfari. Það hlýtur að vera hægt líka á Old Trafford. Ekki þar fyrir, mér leiðist ekkert.
Ég sá nú ekki mikin fótbolta um helgina, og t.d. ekki Liverpool leikinn.
sé að sumir tala um ekki sérstaka spilamennsku. Ég held að þetta sé eitthvað sem við gætum þurft að venjast.
þá er ég ekki að meina að liðið sé lélegt heldur að liðið er með mun fleiri gíra en undir stjórna Klopp.
Þar sem allt var sett í botn alltaf og líf og fjör allar helgar.
En ég sá fyrsta korterið í leik Manutd og Spurs. fyrst menn eru byrjaðir að ræða það
ég held að Ten Hag verði ekki þarna næsta tímabil og ekki viss um að hann endist þetta tímabil.
hann talar mikið um að menn séu allir að róa sama bátnum. ég get ekki séð að inná vellinum séu menn sem eru tilbúnir að legga á sig vinnu. menn tala um að svo kemur þessi eini leikur sem Hag hefur svo bjargað sér alltaf þessi góði stóri leikur inn á milli. það hefði átt að vera Liverpool leikurinn þá og Tottenham á OT og svo núna er Villa næst úti. Ég sé þetta lið ekki gera mikið þar, mögulega mun Ten hag fara með liðið í skotgrafirnar eins og hann gerði í fyrra allir fyrir aftan bolta og reyna ná úrslitum þannig. en það virkar ekki til árangurs í PL og eitthvað sem fólk nennir ekki að fara horfa á.
svo því miður þetta er búið hjá þeim Hollenska.
Ekki nær nú minnið langt aftur, því það var fullt af svona leikjum þegar Klopp stjórnaði, og oft voru þetta leikirnir sem við vorum í vandræðum með. En þá var talað um styrkleikamerki að spila ekki vel en vinna en nú er þetta allt eitthvað svaka vonlaust, engin breidd og við bara búin að spila á móti svo lélegum liðum o.s.frv.
Félagar….. við erum á toppnum, njótum.
Ég sé að þú ert að svara mér, Ég veit ekki hvort þú hafir lesið yfir póstinn frá mér.
En ég las allavega yfir þitt svar.
Það eru fullt af svona leikjum hjá öllum stjórum ef út í það er farið. en það eitt og sér kemur ekki leikstíl þeirra við á neinn hátt. tek það fram aftur að ég sá ekki þennan leik.
og var bara að benda á það augljósa sem allir hafa rætt um að Slot spilar mun meiri possesion en Klopp gerði, og Klopp var mun viljugri að fara hratt fram og nota til þess langar sendingar. en auðvitað sérðu hluti á vellinum sem þú getur sagt að þarna átti Trent langa sendingu fram undir Slot.
hvergi í mínum pósti gagnríni ég þessa aðferð. heldur bendi á að ef sigranir koma svona undir Slot þá er það meðvituð ákvörðun ekki heppni.
þú talar um breidd? þú þarft ekki nema að lesa létt yfir umræður hérna inni þar sem ég bendi á að ég skilji ekki þessa umræðu að Liverpool vanti breidd vs önnur lið. mér finnst breidd liðsins bara mjög góð. og hef aldrei skilið þessa umræðu.
að lokum ef þú last póstin frá mér. og ert að skrifa þetta útfrá seinni hlutanum í honum.
Þá vona ég að þú gerir greinamun á Ten Hag og Arne Slot. og skora á þig að lesa þetta aftur yfir.
Hæ hr. F
Ég svaraði þér eingöngu útaf þessari setningu.
“þá er ég ekki að meina að liðið sé lélegt heldur að liðið er með mun fleiri gíra en undir stjórna Klopp. Þar sem allt var sett í botn alltaf og líf og fjör allar helgar.”
Þar er ég einfaldlega að benda á að undir Klopp áttum við fullt af leikjum þar sem við vorum allan tíman í öðrum gír að reyna að druslast í gegnum varnarvegg andstæðingana. S.s. ekki allt á fullu og ekkert líf eða fjör.
Restin átti meira við almennt um þá svartsýnu.
Ég held að allir geri sér grein fyrir muninum á Ten Hag og Slot 🙂