Jæja, þá er lokið tveimur fyrri leikjum undanúrslita Meistaradeildarinnar vorið 2009. Þessir tveir leikir verða seint kallaðir frábær skemmtun.
Hér fyrir neðan er myndband af marki John O’Shea – eina markinu sem var skorað í tveimur leikjum þessa vikuna – gegn Arsenal í gær:
Þess má geta að Arsenal-liðið notar ekki svæðisvörn, sem útskýrir kannski hvers vegna allur fjærhelmingur vítateigsins var óvaldaður og heilir þrír United-menn voru þar aleinir með möguleika á að fá boltann og skora mikilvægt sigurmark. Og það var eftir að það voru þrír United-menn gegn einum Arsenal-manni hinum megin í teignum við upphaflegu fyrirgjöfina úr hornspyrnu. Með öðrum orðum, þá var meirihluti United-liðsins óvaldaður inní þessum vítateig.
Eigum við að telja hversu margar greinar hafa verið skrifaðar um varnaruppstillingu Arsenal í gær og bera það saman við greinarnar sem voru skrifaðar um svæðisvörn Liverpool eftir fyrri leikinn gegn Chelsea fyrir tæpum mánuði? Ég held við sleppum því bara.
Málið er að Liverpool er besta fótbolta lið í heimi og verður bara að átta sig á því að það er kalt á toppnum og öfund frá öðrum liðum.
Þið vitið líklega að Liverpool eru miklu miklu meira en einhverjir 11 leikmenn að sparka í bolta, þetta er stórkostlegur klúbbur og vorkenni ég öðrum stuðningsmönum að fá ekki að upplifa það að vera í fjölskylduklúbb.
Alveg furðuleg hvernig Arsenal mennirnir löbbuðu bara úr vörninni og frá þessum mönnum þó að sóknin væri ekki búin. Er þetta ekki Song sem skilur bara mennina eftir þarna á meðan að hann röltir úr teignum.
SiggiE hvað kemur ummæli þitt þessari grein við? Ég er Arsenal maður og viðurkenni fúslega að það var bara eitt lið á vellinum í gær, heppnir að fá ekki verri skell, Magnað hvað liðið er lélegt sóknarlega þegar Arshavin og Persie eru ekki með, enn það eru enn 90 min eftir á Emirates, enn smá séns þótt það sé nokkuð öruggt að united ná að skora á Emirates
þú segir að það sé kalt á toppnum? ertu United maður? Gott að þetta er fjölskylduklúbbur þá getur þú auðveldlega fundið öxl til að gráta á, enn eitt titlalausa árið, þú þarft ekkert að vorkenna mér, ég hef það flott hérna meginn, vonandi tekur þú þessu ekki illa;) sem ég veit þú samt gerir ef þú ert poolari.
Ég sé ekki að þetta hafi verið nein maður á mann vörn heldur… Bara klúður…
HEHE
Þessi ummæli mín hérna fyrir ofan voru bara svar við því að ef Liverpool notar svæðisvörn og fær á sig mark þá er það gangrínt mikið en ef Arsenal fer í maður á mann vörn og skilur eftir þrjá lausa menn á fjærstöng þá er það ekkert mál. Liverpool er stórlið og fær því lítið pláss til að gera misstök
Við Liverpool menn skiljum hvort aðra, við getum tekið þátt í fagnaðarlátum eða tekið sama á slæmum ósigrum. Það sem mestu skiptir er YNWA og að Liverpool er ekki bara einhvern fótboltaklúbbur hann hefur sameinað kynslóðir og er ekki bara leikmenn heldur sagan, Kop, Heysel,Hillsborough, aðdáendunir, fyrum leikmenn, titlar, stemning,samstaða sem ekkert annað lið kannast við.
Arsenal er lið sem spilar flottan bolta en eru búnir að vera með þennan krakkafótbolta of lengi. Þeir spila vel en ná ekki árangri og tala alltaf um að þið eruð með svo unga leikmenn.
Til þess að Arsenal eigi möguleika á að komast í hóp með stórliðum á borði við Barcelona,Real Madrid, Man utd, AC milan og Liverpool þá verður liðið að vinna meistaradeildarbikar að lámarki einu sinni en þangað til verðið þið í hóp fyrir neðan.
Ég held með Arsenal á móti Man utd en ég sé þá ekki klára þetta einvígi.
Hvað með það þó að Chelsea hafi farið á Nou Camp og ekki reynt að sækja og sækja? Náðu þeir ekki frábærum úrslitum þar? Jú. Og eru í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn.
Barcelona sótti mikið og sýndi flottan fótbolta á köflum. Þeir hefðu átt að skora nokkur mörk en voru óheppnir. Sama með United skilst mér, þeir hefðu átt að skora fleiri. Arsenal er ekki í neitt hrikalegri stöðu. Þeir hefðu alltaf þurft að skora á heimavelli, hvort sem leikurinn hefði varið 0-0 eða 1-0.
Við vitum allir og öll hvað er í húfi. Sæti í úrslitaleiknum. Menn hugsa fyrst og fremst um úrslitin, ekki skemmtanagildið. Bæði útiliðin geta vel við unað.
Í undanúrslitunum hjá Liverpool og Chelsea árið 2005, sælla minninga, var aðeins skorað eitt mark. Ég man reyndar ekki hvort að þessir leikir hafi verið neitt frábær skemmtun… sama með leikina gegn Chelsea 2007, eitt mark í hvorum leik. Man einhver hvort þessir leikir voru skemmtilegir? Er ekki öllum alveg sama?
Varðandi svæðisvörnina og gagnrýni á hana. Sammála um að hún hefur oft verið óvægin og ósanngjörn. En eiga menn bara að fara að skrifa pistla um varnarleik Arsenal, sem er hefðbundinn en ekki eftir kerfi eins og Liverpool spilar, af því þeir fengu á sig eitt mark? Ég er viss um að í mörgum greinum um leikinn stendur eitthvað um lélega dekkningu. Þar með er verið að gagnrýna það, en það þarf ekki heila grein til þess.
Hérna skrifar Phil McNulty, yfirmaður knattspyrnudeildar BBC, um leikinn.
http://www.bbc.co.uk/blogs/philmcnulty/2009/04/man_utd_give_wenger_hope.html
Þar gagnrýnir hann Arsenal meðal annars og segir að liðið hafi verið yfirspilað á köflum og detti út ef það spilar ekki betur næst. Talar líka um heppni Arsenal að tapa ekki stærra og hrósar Ferguson fyrir að stilla hárréttu liði upp. Þeir hefðu jú að mér skilst átt að vinna stærra.
Hérna er svo grein á Soccernet um leikinn.
http://soccernet.espn.go.com/columns/story?id=641950&sec=uefachampionsleague&root=uefachampionsleague&cc=3888
Þar segir meðal annars að vinstri helmingur varnarinnar hjá Arsenal sé veikleiki þeirra og það hafi United nýtt sér á réttan hátt. Aftur gagnrýni á vörn Arsenal.
Að lokum, spurning til þín Kristján af því þú gagnrýnir lúmskt hversu leiðinlegir þessir leikir voru þar sem það kom bara eitt mark í þeim, og annarra: Værum við að ræða þetta ef Liverpool hefði gert markalaust jafntefli á Nou Camp í undanúrslitunum? Efast um það 🙂
Það verður bara að segjast eins og er að Arsenal liðið er einfalega ekki eins sterkt og af er látið. Það vantar töluverðan stöðugleika í það og vörnin er klárlega veikur hlekkur. Þeim vantar auðsjáanlega öflugan miðvörð til að stjórna vörninni. Þá er Clichy meiddur og það sést langar leiðir að unglingurinn sem spilaði í gær í bakverðinum er ekki að ná að fylla hans skarð. Eins og komið er inná hér að ofan þá er eðlilega ástæða fyrir bitleysi Arsenal framá við þegar það vantar lykilmenn eins og Arshavin, Persie eða Rosicky í liðið. Það er ekki ósvipað og var hjá Lverpool þegar Torres og Gerrard voru meiddir á sama tíma í vetur. Vona bara að Arsenal taki seinni leikinn þó ég sé ekkert alltof bjartsýnn á það.
Svæðisvörn eða maður á mann,,,,skiptir ekki öllu ef menn bera ábyrgð á sinni stöðu. Því miður hefur það brugðist of oft hjá Liverpool að þeir sem eru að dekka fylgi ekki mönnum sínum og þeir na að laum sér á bak við svæðisvörnina. Þetta er allt spurning um grimmd og einbeitningu.
Er ekki algjör óþarfi að vera að skella inn myndbandi af man.utd og arsenal her inn? Sama hvað verið er að fjalla um…
Hahha, hvað er Song að spá að hlaupa í burtu meðan sóknin er enn í fullum gangi, ég yrði brjálaður.
En þegar maður á ekki lið í þessari keppni, þá verður það að viðurkennast að Meistaradeilidn er ömurlega leiðinleg keppni þar allir hugsa um að fá ekki á sig mörk, án gríns þá held ég að íslenska Pepsi deildin sé miklu skemmtilegri en Meistaradeildin, allavega svo lengi sem Liverpool er ekki að spila.
Dæmi um þetta er Chelsea á þriðjudaginn. Ef ég væri forseti UEFA þá myndi ég banna Chelsea frá evrópukeppnum í nokkur ár fyrir að reyna að skemma ímynd fótboltans og láta milljónir manna drepleiðast í tvo tíma útaf ræfilslegri spilamennsku. Og auðvitað fyrir Drogba sem er krabbamein fótboltans.
mér þykkir leiðinlegt ef þessi annars ágæta síða ætlar að leggja sig svona lágt plan. 100% sammála hjalta #6. Góð gagnrýni á umræðuna hér síðustu daga. Koma svo strákar hífið upp um ykkur buxurnar.
Hjalti (#6) – Ég nefndi í einni setningu að þetta hefðu ekki verið neitt spes leikir fyrir mig sem hlutlausan áhorfanda, þar sem liðið mitt var ekki að spila. Ég var ekki að skrifa heila grein eða kvarta endalaust yfir því að þetta hafi verið leiðinlegir leikir, ég bara nefndi það. Vissulega er öllum skítsama hvort leikirnir eru skemmtilegir eða ekki ef liðið þitt vinnur að lokum, en þar sem við Púllarar erum í stöðu hlutlausa aðdáandans þetta árið fannst mér ég hafa fullan rétt á að nefna þetta. Stuttlega eins og ég gerði.
Annars var þessi stutta færsla mín ekki skrifuð til að koma af stað sandkassastríði milli aðdáenda mismunandi liða. Liverpool FC er spes klúbbur og það vita það allir en það eru margir spes klúbbar þarna úti og mér finnst óvægið að tala niður til stuðningsmanna Arsenal, Man Utd eða annarra liða og gefa í skyn að þeirra klúbbur sé ekki alveg jafn verðugur stuðnings eins og Liverpool.
Ég skrifaði þessa stuttu færslu einfaldlega til að minna menn á að maður-á-mann dekkningin klikkar alveg jafn oft – og tölfræðilega jafnvel talsvert oftar, skilst mér – heldur en svæðisvörnin. Auðvitað á enginn að skrifa langar greinar í blöðin um dekkningu Arsenal-liðsins í marki O’Shea en af hverju er þá í lagi að eyða löngum blaðadálkum í þess háttar umfjöllun þegar Liverpool fá á sig mark með sína svæðisvörn? Það er einfaldlega það sem okkur Púllurum þykir fáránlegt.
Dóri (#10) – Þér er velkomið að stofna þína eigin síðu og skrifa þar um það sem þér sýnist. En ef þú ætlar bara að koma hér inn til að skamma okkur fyrir gæði pistlanna og umræðunnar hér inni geturðu alveg eins sleppt því. Svo er ég líka með belti á buxunum, engin hætta á að ég missi þær niðrum mig. 😉
Gott svar Kristján
Fyndið hvað fólk eru oft aðeins og fljótir að missa sig upp, þú segir “Þessir tveir leikir verða seint kallaðir frábær skemmtun.” sem eru 8 orð, og má ég bæta við að þetta er sannleikur, og einhverjum finnst rétt að svara þessum 8 orðum með hálfri ritgerð, viðurkenni ég að mér mundi trúlega finnast þetta eitthvað annað ef liverpool hefði verið að spila og náð góðum úrslitum. En þó að þetta vorum góð úrslit fyrir einhver breytir ekki þeirri staðreynd að þetta var leiðinlegur leikur. Ég man að ég gat ekkert sagt nema “við unnum” eftir leikinn móti Chelsea árið 2005, því við einfaldlega pökkuðum í vörn og bjuggum til leiðinlegan leik, gaman fyrir poolara en breytir samt því ekki að þetta var hrikalega leiðinlegur leikur fyrir hlutlausan
Annars er ég sammála að gagnrýnin á svæðisvörnina finnst mér oft mjög ósanngjörn.
Svo að lokum er ég einnig sammála Tomma (8) finnst alveg óþarfi að skella inn marki að O’Shit að skora, hvað sem umræðuefnið er um 🙂
Voðalega eru allt í einu margir viðkvæmir aðdáendur annarra liða farnir að tjá sig hérna inni.
Mér fannst þessi færsla eiga fyllilega rétt á sér. Kristján er bara að benda á það hversu bjánaleg breska fótboltapressan getur verið. Það gleymdu allir hreinlega að gagnrýna Arsenal fyrir þennan ótrúlega varnarleik í markinu af því að þeir spila hefðbundna vörn.
En í hvert einasta skipti sem að einhver leikmaður klikkar í Liverpool svæðisvörninni þá verður allt vitlaust.
Og við höfum sem hlutlausir aðdáendur fullan rétt á að dæma þessar 180 mínútur af fótbolta sem leiðinlegar, sérstaklega Chelsea-Barcelona leikinn. Það má vel vera að liðin hafi staðið sig vel, en fótboltinn var ekki skemmtilegur á að horfa.
Hjartanlega sammála.
Var umræðuefnið í kaffitímanum á mínum vinnustað þar sem að við Púlararnir vildum ræða hvað maður-á-mann dekkun væri vonlaus í hornum. Þá kom skemmtileg setning.
“Í maður á mann dekkun eru það leikmennirnir sem klikka en allavega ekki stjórinn”. Er inná topp fimm hjá mér, vissi ekki að þetta væri málið, svona er maður einfaldur! Sá ENGA grein fjalla um vonda uppstillingu Arsenal í horninu. Enga og það er auðvitað ágætis áminning fyrir okkur, NÆST þegar grenjað verður yfir svæðisdekkun Liverpool!
Svo er það mitt mat, sem ég hef áður lýst, að endurskoða verði skipulag Evrópukeppnanna, sem verða stöðugt leiðinlegri. Fer ekki ofan af því að í vetur hafa verið 5 – 7 skemmtilegir leikir í þessari keppni og það segir allt að sjá lið eins og Chelsea EKKI REYNA að sækja í leik og að Arsenal SÆTTI SIG VIÐ AÐ TAPA GEGN SCUMS!
Held að setja eigi bara upp hlutlausa velli frá 8 liða úrslitum eða eitthvað. Ég segi í alvöru að ég hef nær engan áhuga á þessari keppni og það er alls ekki eingöngu út af því að LFC er ekki með. Reyndi að horfa á þessa leiki, og gerði. En mér leiddist það svakalega og það finnst mér sem fótboltaáhanganda ömurlegt. Þetta á að vera sýning fjögurra bestu liða Evrópu. Þau eiga að skemmta!!!
Ekkert að því að gagnrýna, en ég bendi bara á báðar hliðar málsins 🙂
Maggi, eins og ég spyr, voru undanúrslitaleikirnir okkar gegn Chelsea eitthvað skemmtilegri fyrir hlutlausan Man Utd áhugamann, td? Ég man það ekki þar sem ég var í algjöru móki sökum spennings…
Og eins og ég bendi á er Arsenal að minnsta kosti gagnrýnt harðlega á tveimur stórum miðlum fyrir lélega vörn, þannig að það er nú ekki rétt að “allir hafi gleymt að gagnrýna Arsenal.” Færslan á samt alveg rétt á sér, eins og mín komment.
Og já Kristján, auðvitað hefur þú fullan rétt á að gagnrýna þetta. Algjörlega. Ekki fannst mér leikirnir neitt sérstök skemmtun. Ég er bara að minna á grjótkast úr glerhúsum 🙂
Og að sjálfsögðu er ég Púllari, ef það fer eitthvað á milli mála 😉
Þar sem þessi þráður hefur þróast meira í umræðu um hvenær fótbolti drepi mann og hvenær hann drepi ekki mann, þá ætla ég að fá að commenta aðeins á þann punkt.
Leikur Barcelona og Chelsea um daginn fannst mér allt annað en leiðinlegur. Ég horfði á mjög sterkt Chelsea lið mæta á gríðarlega erfiðan útivöll á móti einu besta sóknarliði heims í dag. Guus Hiddink bauð upp á algjöra kennslustund í varnarleik og minnti mig mjög mikið á Benitez á hans bestu stundum.
Fyrir mér er góður varnarleikur ekkert síðri fótbolti en góður sóknarleikur. Auðvitað finnst öllum mest gaman að sjá mörk og sóknarfjör en það verður líka að skoðast í stærra samhengi. Í 4 liða úrslitum CL hefðu öll lið þegið þessar 90 mínutur sem gestalið á Nou Camp. Ef að Didier “MerylStreep” Drogba hefði síðan skorað fyrir þá hefði þetta talist fullkomin leikur miðað við aðstæður.
Ég hef sagt það áður að ég er aðdáandi Liverpool en líka aðdáandi knattspyrnu. Og ég dáðist að mögnuðum varnarleik Chelsea liðsins í þessum leik þó svo að ég hafi vonast eftir að Barcelona færi áfram úr þessu einvígi.
Bara rétt Song til varnar að þá er þetta Adebayor sem er þarna töltandi út úr vörninni.