Mörkin
1-0 Mac Allister (11.mín)
2-0 Salah (75. mín)
Hvað réði úrslitum
Tréverkið og Mo Salah. Þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik þá lagði Salah upp fyrsta markið og skoraði alveg ágætis mark sjálfur, sem gaf okkur smá svigrúm síðasta korterið eða svo. Við þurftum svo á tréverkinu að halda, bæði stöng og slá, en það er í raun merkilegt að við höfum haldið hreinu í þessum leik. Við þiggjum það, og stigin þrjú!
Í öðrum fréttum er það helst að Gravenberch er líklega maður leiksins enn eitt skiptið – var frábær í dag, virkilega góður á boltann og býr til svo mikið pláss með hraða sínum og tækni. Ég viðurkenni það fúslega að ég hafði litla sem enga trú á að hann myndi ráða við þetta hlutverk eftir að Zubamendi kaupin duttu uppfyrir en skal glaður éta þann sokk!
Hvað þýða úrslitin
Það er frekar einfallt, 6 stig af 6 mögulegum og stórir leikir framundan í meistaradeildinni eftir landsleikjahlé þegar við heimsækjum RB Leipzig áður en við tökum á móti Leverkusen og Real Madrid!
Hvað hefði mátt betur fara?
Erfitt að benda á eitthvað eitt en á stórum köflum í leiknum (utan fyrstu 20 mínúturnar eða síðustu 15 mínúturnar þó síðari hálfleikur hafi verið mun skárri) fannst manni við hafa algjöra stjórn á lelknum. Gestirnir sköpuðu sér óþægilega mikið af færum og voru að valda okkur heilum helling af vandræðum. Við þurftum á stönginni, slánni og Alisson að halda í dag, í leik sem á sama tíma og átti að vera “rútínu” sigur en að sama skapi leikur sem varð að vinnast.
Maður hefði alveg þegið það að við hefðum verið aðeins þéttari og með meiri stjórn á leiknum – til að geta hvílt sig meira á boltanum í bland við að skipta lykilmönnum fyrr útaf. Maður á samt ekki að kvarta of mikið þegar liðið vinnur í meistaradeildinni og heldur hreinu í þokkabót.
Næsta verkefni
Eftir sem áður, það er leikur á 3-4 daga fresti, næst er það Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn áður en annað landsleikjahlé tekur við, merkilegt alveg.
Þar til næst
YNWA
Er það bara ég eða eru Vincenzo Italiano og Benedikt Erlingsson tvífarar?
Salah þvílíkur leikmaður!
Góður sigur gegn erfiðu liði sem gáfu ekkert eftir.
YNWA
Talandi um miðjuna bara, mér fannst Szoboszlai mjög góður í dag, miklu betri en í seinustu leikjum. Síðan kom Jones inn og var mjög flottur. Jones gæti hugsanlega verið frábær leikmaður í kerfinu sem Slot vill spila og hann hefur sýnt með sínum innkomum að hann gæti verið það, vantar bara stöðugleika. Szobo lika gæti orðið meiri demantur, síðan þarf auðvitað ekkert að ræða menn eins og .Mac Allister, Gravenberch osfrv
Yndislegur sigur… Þarf ekki alltaf að vera fallegt. Áfram svona strákar!
P.s. Eru menn ekki að grínast með alla þessa landsleiki?!?
Hvað ætli Slot hafi mikla þolinmæði fyrir Darwin? Seldur næsta sumar?
Nú hef ég einhverskonar ást á Nunez, eitthvað heillandi við hann.
En maður minn hvað það er pirrandi að horfa upp á hann klúðra hverju færinu á fætur öðru.
Huxið ykkur ef hann væri álíka góður klárari og Jota eða Diaz?
Tja eða hefði bara brot af hæfileikum Salah.
Sælir félagar
Mér varð að ósk minni um sigur hvernig svo sem hann fengist. Þetta fékk ég og auðvitað við öll stuðningsfólk liðsins og svo auðvitað leikmenn og staffið. En við fengum ekki mikið meira en það. Afburða leikmenn eins og Macca og Grav stóðu uppúr frekar döprum hópi í þessum leik. Sobo algerlega þindarlaus og Sala var á köflum öllum heillum horfinn en leggur samt upp og skorar. Spjaldaruglið í afar slökum dómara leiksins er svo kapítuli út af fyrir sig. En þrjú stig í hús og það er fyrir öllu í kvöld.
Hitt er svo annað sem veldur mér áhyggjum. Það er að liðið er bara ekki að spila vel sem heild. Eitthvað er sem veldur þessu og ég bara viðurkenni að ég átta mig ekki alveg á því hvað það er. Fyrstu þrír leikir í deildinni og leikurinn við Milan voru mjög vel spilaður og upp settir. En síðan var leikurinn við NF þar sem Slot og liðið átti engin svör, leikurinn við Úlfana þar sem liðið vann vegna þess hvað Úlfarnir voru afspyrnu lélegir og svo leikurinn í kvöld. Maður á ef til vill ekki að vera að kvarta þegar leikir vinnast en ég má bara til að deila þessum áhyggjum með ykkur félagar. Ef til vill skiljið þið þetta betur en ég og hafið einhver svör.
Það er nú þannig
YNWA
Ég ætla að vera devils advocate hérna í kvöld. Þetta voru 3 stig en frammistaðan var skelfileg á móti miðlungs liði frá Ítalíu. Þeir eru í 13.sæti heima fyrir með 1 sigur, 4 jafntefli og 3-0 tap á móti Napolí.
Þeir gerðu 0-0 jafntefli við Shaktar á heimavelli í síðustu umferð en Shaktar tapaði 3-0 fyrir Atalanta í kvöld.
Þeir áttu fleiri tilraunir og voru nánast með jafn mikið posession á Anfield. Þetta er bara ekki sjálfbært og það kemur að því að liðið þarf að spila við mun betri andstæðinga. Þá er ég hræddur um að illa fari ef spilamennskan batnar ekki.
Slot hefur sjálfur sagt að það hefur ekki komið neitt alvöru test hingað til, og þá er með talið útileikur á móti slöku liði Man.Utd.
Fín úrslit hingað til, en frammistaðan hefur oft á tíðum ekki verið uppá marga fiska og það á móti slökum andstæðingum.
Lið sem vinna bikara voru ekki best heila leiktíð nema kannski í 5. Flokki
Lið sem skila bikurum í hús sækja sigra í allskonar leikjum.
Hafið þið prófað að horfa á önnur góð lið? Það er ekkert flugeldasýning alla daga!!! City hafa oft spilað illa líka og rétt sótt 3 punkta. Real vinna ekki allt sannfærandi. Víkingar eiga líka ömurlega leiki…..
Sigurvegarar skila úrslitum þô þeir eigi ekki sinn besta leik.
Þetta er svolítill Groundhog Day, Vörn liðsins þarf sitt korter til þess að vera klárir og við fáum á okkur mark í smettið rétt eftir upphitun. en blessunarlega er verið að dæma þessi mörk af í ár ólíkt því sem gerðist í fyrra. jú vissulega réttlega dæmt af.
Og það gladdi mig að heyra að Slot ræddi þetta aðeins í viðtali. svo maður sé ekki einn að velta fyrir sér hversu lengi liðið er að byrja leikina.
Vissulega er frábært að tékka á textavarpinu og sjá Liverpool efst bara allstaðar allt frábært bara.
Ég veit samt ekki hvort mér finnist Liverpool vera spila eitthvað sérstaklega ílla, það er svo erfitt að dæma það með nýjum stjóra strax. og en og aftur liðið er ekki alltaf á fullu allar 90 mín eins og hjá Klopp, liðið er að reyna jafna út álagið og vonandi að það verði til þess að um færri meiðsli verði að ræða yfir tímabilið.
við erum ekki að fá mikið af mörkum á okkur eða færum þegar við lendum undir í leikjunum á vellinum þá. og oftast komnir með mark þegar sú staða kemur í leikina.
Ég held að við séum að stjórna þessjum leikjum þótt við virðumst undir á vellinum á ákveðnum tíma í leikjunum. við erum svakalega von því að orkustigið sé 100% bara í 90mín og jú það komu hauskúpu leikir hjá klopp sem afsönnuðu þá reglu.
er þetta ekki svolítið núna að treysta verkefninu?
það er mikið talað um létta leiki.
ég sá stöðublað hjá Ipswish t.d. þeir hafa tapað tveimur leikjum í vetur og það gegn Lfc og City,
t.d. jafntefli við Villa og Brighton úti.
Það er ekkert sjálfgefið að vinna öll þessi minni nöfn. og það úti.
Veit nú ekki hvaða korter þetta er sem vörn liðsins þarf til að vera klár.
Hvað hefur liðið fengið á sig mörg mörk þetta tímabil og hversu mörg hafa komið á fyrsta korterinu?
Staðreyndin er nú samt að í augnablikinu er LFC með bestu vörn í Englandi.
á þessu fyrsta korteri sem vörnin virðist þurfa til að vera klár hefur liðið fengið á sig 1 mark í 9 leikjum.
Þetta verður greinilega að laga
Hversu góður er þessi gæi Gravenbergh, sá hefur stigið upp á þessu tímabili og hann er bara að verða betri og betri, útsjónarsemi, endalaus hlaup, stoppa sóknir og dripla framhjá leikmönnum og gefa sendingar framá við. Fyrir mér er hann besti miðjumaður liðsins í dag og hann fer vaxandi leik eftir leik.
Konate hefur líka stigið upp og verið að bæta sinn leik og ef hann helst heill þá verður hann algjört monster.
En Darwin Nunez kallinn, ég vorkenni honum því þetta er bara alls ekki að ganga upp hjá honum.
Svo maður sé nú ekki alveg drep-ósanngjarn þá átti Darwin stóran þátt í markinu hjá Salah. En elsku drengurinn hvað þetta gengur illa hjá honum. Á sama tíma skorar hann eins og mf fyrir landsliðið? Hugsa að stór hluti af þessu sé annars vegar stress og hins vegar tungumálavandi.
Þú ert væntanlega að meina í markinu hjá Macca, þar gerði hann mjög vel þegar hann gaf boltann á Salah sem átti svo stoðsendinguna. En þegar Salah skoraði var Nunez kominn útaf.
Macca, með fyrirgjöf frá Salah, var það. Takk, Daníel!
Já ég fór að efast um að ég hefði munað þetta rétt, hélt að Darwin hefði e.t.v. átt eitthvað hlaup sem hefði opnað fyrir Salah. En það var semsagt fyrst og fremst Trent sem hjálpaði til í því marki.
Annars er ég að miklu leyti sammála með Nunez. Ég er í þeim gírnum að mig langar alveg svakalega að hann finni fjölina sína, því hann er svo augljóslega stútfullur af hæfileikum og getu. Sést bara í markinu sem er nú tilnefnt sem mark mánaðarins í deildinni.
Darwin hefur byrjað 3 leiki. 1 mark og 1 assist.
Finnst nýja fyrirkomulagið á meistaradeildinni koma vel út. Ekki lengur happdrætti hvort menn endi í erfiðum eða léttum riðli, bara 36 liða ,,meistaradeild” þar sem menn ráða sínum eigin örlögum í 8 viðureignum. Og svosem ekki verra þegar tréverkið heldur með manni.