Gullkastið – Slot Vélin Farin Að Malla

Liverpool er á toppi Úrvalsdeildarinnar og með fullt hús stiga í Meistaradeildinni eftir leiki vikunnar þrátt fyrir að hvorugur hafi verið einhver flugeldasýning sem verður í minnum höfð. Áhugaverð úrslit í öðrum leikjum vikunnar og framundan er útileikur í London sem er síðasta verkefnið fyrir næsta landsleikjahlé.
Það koma svo tveir inná miðjuna í Öguverk liðinu

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun er hana að finna hér á þessum hlekk.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 489

4 Comments

  1. Það var mikið! 🙂
    Nei annars flottur þáttur.
    Mjög svo samála hvernig þið nálgist spilamennsku Liverpool.

    En nú er okt gengin í garð.
    Er ekki óeðlilegt að á þessum tímapunkti séu þesir lykilmenn ekki búnir að skrifa undir ?

    Hvað veldur því td að Trent sé ekki en búinn að skrifa undir? Væri hann ekki búinn að því ?
    Hvert er flækjustígið ?

    Væri gaman að fara fá smá umræðu um þessi samningsmál

    3
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og spjallið. Ég er sammála F hér fyrir ofan að gaman væri að fá umræðu um samningamál þeirra þriggja VvD, Mo og TAA. Það mætti líka fá grundaða umræðu um frammistöðu liðsins í leikjunum undanfarið og hvernig liðið virðist stundum detta í fyrsta gír og liggja undir áföllum þó það hafi sloppið fram að þessu. En sem sagt takk fyrir mig.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  3. “Er ekki óeðlilegt að á þessum tímapunkti séu þesir lykilmenn ekki búnir að skrifa undir ?,,

    Jú klárlega óeðlilegt og nú þurfa okkar menn í Kop.is að taka upp síman og hringja út og tala við sýna menn og upplýsa okkur hörðu stuðningsmenn.

    Mér finnst allt skrítið við þetta og líka að það hafi ekki verið klárað fyrir tímabilið, þeim lengra sem líður þeim minni eru líkurnar þ.e. ef maður reynir að setja sig í fótspor leikmanns. Fara frítt geggjað, eins og að skatturinn gleymi að rukka mig í 1 ár.

    1

Liverpool 2-0 Bologna

Crystal Palace á útivelli