Í hádeginu á morgun ferðast okkar menn til London og mæta þar særðum Palace-mönnum. Eftir frábæran endi á síðasta tímabili sitja Palace nú í fallsæti með þrjú stig í fyrstu sex leikjunum og eru eitt af fimm liðum í deildinni sem er ekki enn búinn að vinna leik.
Sumarglugginn var skrýtinn hjá Palace. Eins og flestir gerðu ráð fyrir misstu þeir Olise þegar Bayern Munich borgaði upp klásúlu í samningi hans en Palace höfnuðu tilboði frá Bayern í þjálfaran Glasner og höfnuðu nokkrum tilboðum frá Newcastle í Guehi en seldu svo fyrirliða sinn og leiðtogan í vörninni í Andersen til Fulham.
Eddie Nketiah voru svo stóru kaup Palace í vetur en hefur verið að spila fyrir aftan Mateta í stöðunni sem Olise spilaði í fyrra og ekki náð að heilla eins og er. Einnig sóttu þeir Ismaila Sarr frá Marseille sem margir munu muna eftir en hann var mikið orðaður við Liverpool þegar hann spilaði fyrir Watford en ég var handviss um að hann yrði næsti stóri sóknarmaður Liverpool á eftir Salah og Mané en er nú bekkjarmaður hjá Crystal Palace, þannig maður veit kannski ekki alltaf alveg jafn mikið um boltann eins og maður vill meina.
Palace hafa klárlega leikmenn í Eze og Mateta sem geta sært hvaða lið sem er og munu á einhverjum tímapunkti ná saman og enda um miðja deild en vonandi verður leikurinn á morgun ekki sá sem kveikir á þeim.
Okkar menn
Okkar menn unnu Bologna í vikunni. Sá sigur var alls ekki sannfærandi og virtist vera að leikmenn væru ekki tilbúnir að fara úr öðrum gír. Vonandi var það bara til að spara krafta sína og við sjáum liðið á fullum krafti á morgun.
Selhurst Park hefur oft verið talinn erfiður völlur fyrir Liverpool heim að sækja eftir frægt 3-3 jafntefli þar í titilbaráttunni 2014 og 3-1 tap þar haustið eftir en síðan þá höfum við farið tíu skipti á Selhurst Park og unnið níu og gert eitt marklaust jafntelfi.
Leikurinn á morgun er sá síðasti fyrir enn eitt landsleikjahléið þannig ég sé Slot ekki gera margar breytingar. Jota kemur aftur inn fyrir Nunez og ég á erfitt með að sjá hann breyta neinu öðru. Á blaðamannafundi talaði hann um að Elliott væri enn meiddur og Chiesa tæpur aðrir heilir, þannig ef ekkert breytist held ég að við sáum þetta lið á morgun.
Spá
Ég held að vandamál Palace haldi áfram og við vinnum sannfærandi 3-1 sigur þar sem Jota, Salah og Szoboszlai sjá um mörkin og Eze setur eina aukaspyrnu til að minnka muninn.
Breyta breyta liðinu milli leikja.
Erfiður leikur á móti liði sem við höfum oft átt í erfiðleikum með. Vona að við spilum betur en á móti Bologna.