Ég þarf að játa svolítið Kopverjar.Ég elska hugmyndina um hádegisleiki á Laugardögum. Vakna í rólegheitum, drekka kaffi og horfa á Liverpool áður en haldið er inn í helgina af fullum krafti? Hvað gæti verið betra? En eins og með margt í þessu lífi þá er hugmyndin betri en framkvæmdin, allavega ef okkar menn spila eins á þessum leiktíma og þeir hafa oftar en ekki gert síðustu ár. En Slot hefur valið ellefu menn sem eiga að rjúfa þessa hádegisleikjabölvun, ég vona að innan fárra mánaða verði þetta orðið uppáhalds leiktíminn okkar!
Byrjunarliðið er eftirfarandi:
Verður að teljast óvænt að bæði Jones og Tsimikas byrja, kannski ekki alveg jafn óvænt að Gakpo fái sénsin í byrjunarliðinu. Kelleher er víst veikur og þess vegna er hann ekki á bekknum.
Crystal Palace teflir fram eftirfarandi liði:
Hvernig lýst ykkur á?
Mér líst hrikalega illa á að setja Curtis Jones inn í byrjunarliðið í erfiðum útileik gegn Palace. Liverpool liðið má alls ekki misstíga sig þarna frekar en í flestum öðrum leikjum.
Það er óskandi að sem flestir eigi ON dag í dag þannig að við komumst upp með að hafa C.Jones. í startinu. Meiðsli elliot að koma sér illa núna ef Szobo er ekki nógu fit í leikinn.
Ég er hins vegar skíthræddur um að hann ráði ekki við verkefnið og við fáum á okkur hættulegar skyndisóknir þar sem hann hangir á boltanum. Með sama móti er hann gjarn á að drepa taktinn í sóknarleiknum.
Aldrei séns á að spá öðru en sigri samt sem áður.
0-2 í erfiðum leik þar sem seinna markið kemur á 86 mín.
Mér list vel á þetta. En málið með þessa fyrstu leiki umferðar er að ef þeir vinnast er íþróttahelgin save og allt hate-watching bara skemmtilegt. En ef Liverpool tapa stigum, það fer alveg með íþróttahelgina.
Ég ætla að spá 0-2 sigri. Gakpo og Jones með mörkin.
Áfram Liverpool og áfram Slot!
Menn kalla eftir róteringum og skiljanlega við vitum að leikmenn þreytast og aðrir meiðslagjarnir. Er þetta sterkasta byrjunarliðið okkar ? Nei en Slot stjórnar og hann er þá með sterka leikmenn til að koma inná ef þetta gengur ekki upp.
Hef trú á þessu ætla spá okkur 1-2 sigri
YNWA
Hef auðvitað trú á þessu byrjunarliði en set samt spurningarmerki af hverju Gakpo, Jones, Tsmikas og jafnvel Bradley byrjuðu ekki í miðri viku. Hefði klárlega valið að sjá Robbo, Diaz og Szobo í starting 11 í dag.
Sælir félagar
Ég vonast eftir sigri og það er alveg möguleiki ef okkar menn mæta frá fyrstu mínútu. það hefur viljað brenna við sofandaháttur í upphafi leikja þar sem rangstaða hefur bjargað okkur frá að lenda undir. Auðvitað er rangstöðu taktik hluti af varnarleiknum en þetta hefur verið naumt stundum. Upstillingunni treysti ég Slot fyrir og vona að hann sé búinn að hrista endalaust boltaklappið úr Jones. Eins og ég sagði þá vonast ég eftir sigri í hunderfiðum leik og efsta sætið okkar næstu tvær vikurnar eða svo.
Það er nú þannig
YNWA
Sáttur við breytinguna á liðnu og treysti á að Arne Slot viti hvað hann er að gera.
Mín spá er 0-3 fyrir okkar menn þar sem við verðum í bölvuðu brasi allan fyrrihálfleikinn en rúllum svo yfir þá í seinni, Salah með tvö og Trent með eina sleggju beint úr aukaspyrnu.
Jotaaaaa
Arne Slot veit vel hvað hann er að gera, Gakpo með stoðsendingur á Jota 🙂
Jones er fullkominn í þetta kerfi hjá Slot. Skil ekki af hverju hann fær svona mikið hatur.
Virkilega góður leikur það sem af er.
Hvað er að frétta Gravenberch er bara eins og Maradona þarna inná shjitt!
En þessi dómari er ætti að vera færður nokkrar deildir niður
Sælir félagar
Enn og aftur bjargar rangstaðan. Að öðru leyti hefur leikurinn verið eign Liverpool. Jota er ótrúlegur í teig andstæðinganna en Salah búinn að vera dapur í þessum leik eins og undanfarna leiki. Grav magnaður en hins vegar er dómgæsla Hooper fyrir neðan allar hellur og sæmir ekki dómara á efsta stigi. Varslan hjá Alisson í lok hálfleiksins mögnuð Alisson varsla. Hvað höfum við oft séð hann bjarga svona skotum 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Mac útaf ? Hmm
Í dag er ég sáttur við allt og alla nema dómarann
Skjóta á markið !
Jæja sigurinn hangir á bláþræði. Óska eftir marki sem allra fyrst svo við lendum ekki fleiri skyndisóknum eftir þessa stöðugu pressu.
úúúffff jæja færið frá Jota var vissulega betra en við verðum að koma með annað mark!
Fara að nýta þessi færi, strákar. Jota og Salah báðir að sóa dauðafærum.
Robbo inná ? Diaz fríska uppa þetta eða ?
Diaz inn fyrir Gakpo
Alisson að bjarga okkur þetta er ekkert spes
Meiri kraftur í heimamönnum. Nú kemur Diazinn inn á. Vonandi nær hann að skora.
Áhorendur komnir í stuð…
Jæja Alisson meiddur. Kaupin á þeim georgíska voru sennilega bara nokkuð klók.
Já á næsta tímabili hjálpar ekki núna því miður
Alisson meiddur jæja
Við klárum þetta, Dias setur eitt…
Góð lið klára svona leik ….við erum vonandi gott lið……stattu þig strákur í markinu….Diaz verst betur en Salah og skorar vonandi….
Inna með Nunez og hvila jota
Koma svo
Bananahýði er orð sem ómar í huga mér!
Vonandi ekki vika í uppbótartima
fjúkk.
Alisson meiddur mögulega Mac líka ?
Súrsætur sigur
Seigla í liðinu en um leið ótrúlegur klaufaskapur hjá Jota að klára þetta ekki fyrir okkur. Hefði átt að vera með þrennu og stoðsendingu. En hey… efstir í deildinni og liðið búið að fá á sig 2 mörk. Ekki hægt að kvarta undan því.