Palace 0 – Liverpool 1

Okkar menn munu halda toppsætinu þetta landsleikjahléið eftir góða ferð til Suður London í dag.

Við fengum strax kalda vatnsgusu í andlit eftir 24 sekúndur þegar Palace skoraði en réttilega var það mark tekið af vegna rangstöðu. Eftir það var bara eitt lið á vellinum í 45 mínútur. Við bara pökkuðum heimamönnum saman, héldum boltanum vel og fórum inn í svæðin sem Palace gefa séns á með sinni þriggja manna vörn.

Eina markið sem skildi að kom á 8.mínútu. Sjúk íshokkísending Kostas upp vinstri rataði í fætur Gakpo sem átti fasta sendingu inn í markteiginn sem Diogo Jota setti í netið. Við fengum færi til að skora fleiri mörk en nýttum færin illa og því var munurinn miklu minni en átti að vera þegar all sérstakur dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Palace komu sterkt út úr hálfleiknum og Ali þurfti að verja nokkur skot en við tókum svo leikinn yfir aftur, Jota hélt áfram að fá færi sem ekki nýttust og hægt og rólega fóru heimamenn að koma meira inn í leikinn og þurfti Ali áfram að grípa inní og gerði það vel. Það fór svo vel um mann á mínútu 77 þegar hann dúndraði boltanum útaf til að fá skiptingu, enn einu sinni lærið góða og Vitoslav Jaros kom inná í fyrsta sinn fyrir klúbbinn. Klárt að Ali verður frá um stund, Kelleher sem var veikur í dag örugglega að taka næstu leiki og frábært í raun að þriðji markmaðurinn okkar sé landsliðsmaður!

Síðustu mínútur leiksins voru auðvitað stressandi en þó þurfti Jaros aldrei að verja, hann greip þó vel inní leikinn og er flottur í fótunum. Við hefðum alveg getað bætt aðeins við en þetta mark Jota stóð uppi og tryggði níunda sigur Slot í tíu leikum. Verst hvað maður er enn ógeðslega pirraður yfir þessum eina tapleik!
Svo maður fer slakur inn í næstu h***ítis pásu og framundan eru RISA leikir í þessari toppbaráttu sem við sannarlega erum á kafi í!

Nokkrir umræðumolar

Liðið er stöðugt að verða meira solid í sinni leikfræði sem Slot er að byggja upp. Við héldum boltanum algerlega í fyrri hálfleik og sköpuðum færi gegn liði í lágri blokk, eitthvað sem við hlökkum til að þróist enn meir.
Að því sögðu VERÐUM við að nýta færin okkar. Í dag var það Jota sem fékk þau flest en það má líka gagnrýna frammistöðu Salah í dag og bæði Szobo og Jones hefðu getað nýtt hlaup inn í teiginn og skotfærin betur. Of oft höfum við tapað stigum í svona leik.

Vörnin okkar. VÁ!!! Van Dijk er kominn á þann stað sem hann var bara bestur, manni fannst hann gera allt það yfirvegað að hægt væri að hugsa það að hann væri bara í hægindastól með vindil. Hann var alger lykillí því að sigla þessum leik heim þegar Palace vöknuðu og alger leiðtogi þessa liðs. Við höfum nú fengið á okkur 2 mörk í 7 leikjum, langbesti árangur í deildinni og það sem við þurfum til að ná árangri á meðan við nýtum færin ekki betur en þetta. Bestur í dag, stutt á eftir kom félagi hans Konaté. Snillingar.

Í fyrsta sinn sjáum við rotation hjá nýja stjóranum. Eins og við fórum yfir í podcasti vikunnar þá er álagið búið að vera mikið að undanförnu og því fengu Jones og Gakpo fyrsta start í deild og Kostas heldur áfram að leysa Robbo af. Allir komu vel frá sínum leik og það skiptir auðvitað öllu máli að menn geti stigið inn þegar þarf.
Annað landsleikjahlé mætt og það er bara fínt fyrir Slot að geta aðeins hallað sér til baka og horft yfir deildina fyrir næstu skref. Þetta er FÁRÁNLEGA góð byrjun og það segir bara margt að hann er að slá met yfir bestu byrjun stjóra í sögunni í hverjum leik núna. Það er alveg ljóst að hér er mikill hæfileikamaður á ferð sem að leikmenn eru tilbúnir að berjast fyrir.

Næstu skref

Nú förum við inn í 15 daga pásu áður en við förum í ROSALEGT prógramm. Næstu sjö leikir eru deildarleikir við Chelsea, Arsenal og Brighton í bland við Meistaradeildarleiki við Leipzig, Real Madrid og Leverkusen…og útileikur við Brighton í deildarbikar. Það mun segja helvíti margt um tímabilið hvernig þeir leikir.

En, næstu tvær vikur amk syngjum við…

LIVERPOOL, TOP OF THE LEAGUE – LIVERPOOL, LIVERPOOL TOP OF THE LEAGUE!!!

22 Comments

  1. CP menn héldu að nú væri færi þegar Alisson meiddist og sóttu sem aldrei fyrr, en þá er frábært að eiga mann eins og Jaros til að loka markinu.

    12
  2. Vel gert hjá okkar mönnum finnst liðið betur ballenserað undir Slott í þessum fyrstu 10 leikjum….taka Salah útaf var áhugaverð skipting….Salah tók þessu hæfilega glaður en í síðasta leik þá voru allir fúlir yfir skiptingum finnst það furðulegt hjá leikmönnunum vælandi í hina áttina yfir leikjaálagi…minn maður leiksins í dag er Tsimikas….

    9
  3. Þetta var flottur sigur.
    Gravenberg virkar eins og ja…. 120 m punda M.Caicedo átti að líta út fyrir okkur. Strákurinn geislar af sjálfsöryggi og líður mjög vel inn á vellinum. Slot að gera virkilega vel með hann.

    Jones fannst mér koma mjög sterkur inn á miðsvæðið og sérstaklega í fyrri hálfleik. Mikil vinnsla og dugnaður varnarlega og skilaði boltanum vel frá sér og var ekki hanga á honum of lengi( Menn gleyma að hann er líka ungur eða aðeins 23 ára en manni líður eins og að hann sé miklu eldri)

    Eina sem var slæmt var að Alisson meiðist og fer þetta að vera helvíti þreytt með hann og meiðsli. Veit ekki um markvörð sem tognar eins oft og hann. Góða er að það er landsleikjarhlé núna en það má reikna með að hann verður frá í 4-8 vikur. Sem er hræðilegt.

    YNWA – Gott að byrja og enda helgina á toppnum 🙂

    13
  4. Þetta var … fjúkk… niðurstaða. Tveir lykilmenn meiddir og allt í uppnámi. Hvar er annars sá írski í markinu? huggaði mig við það þegar ég sá að Alisson hnaut, að Kelleher væri nú betri enginn en svo var hann bara ekki á svæðinu! En þetta var sigurstund fyrir þennan Jaros.

    Og mikið hrikalega er ég ánægður með þennan jarðbundna Hollending sem við fundum.

    Nú biðjum við ekki um meira en að Ramsdale loki markinu á eftir!

    8
  5. Jota átti að nýta færin sín betur en skorar eina markið sem sigrar leikinn þannig maður má ekki kvarta.
    Efstir !
    Vona sé ekki alvarlegt með Alisson !
    YNWA

    6
  6. Aftur er mark.í smettið strax. En í þetta skiptið fannst mér það ekki vegna að menn eru nokkrar mín í gang. Það myndast eitthvað bingpong strax eftir miðju sem dettur fyrir þá en þó ekki alveg þar sem markið var réttilega dæmt af.

    Mér fannst liðið flott í fyrri hálfleik og óþolandi að Palce hafi sloppið svona oft við að þurfa spila sig út úr pressuni með því að henda sér niður og fá auka í hvert skiptið.

    Gravenberch bara úff! Ég fór nú bara hugsa um Frank Rijkaard og Ruud Gullit í fyrri þessar smooth hreyfingar og hvernig hann vann boltann! Held að Hollendingar fái flashback !!!

    Euro Gakpo var svo solid allar 90. Sýnist stutt í hann og hann verði í mörg ár hjá félaginu.

    Jota er svo vel spilandi gæi og hjálpar þessu að tikka ala bobby!

    Tsimikas er svo að vaxa undir Slot og var frábær í dag er með flottan fót og hefur alltaf verið en já flottur fyrir slot.

    Ég ætla ekki að nefna allt liðið bara svona nokkra sem mér fannst áberandi.

    Palace byrjaði með djöflagangi og liverpool hélt bara áfram að spila sinn leik og í seinni settu þeir okkur aðeins undir pressu og menn héldu bara coolinu áfram.
    Þetta eru ekki eins opnir leikir og áður en á móti þá vonandi fer maður að líða betur í framhaldinu
    Það er allt í lás þarna aftast og spilið bara solid svona eins og menn treysti á kerfið ánn djöflagangs. Það koma færi og þá er bara spurnimg að skora úr þeim.
    Ef jota hefði ekki skorað og þetta endað 0-0 væri umræðan oðruvísi en held að liðið og Slot væru rólegri því held að þetta hafi gengið eftir hvernig við vildum nálgast þennan leik hádeigisleikur eftir cl leik eitthvað sem menn hötuðu á síðasta timabili.

    7
  7. VVD maður leiksinns , sá er að eiga gott season.
    Kalla eftir sókninni , þetta er að hiksta leik eftir leik.

    10
    • VVD er eins og önnur dýrategund. Rólegur en samt nautsterkur. Einn sá besti.

      1
  8. Hér vantar algjörlega að koma inn á það hvað Mcallister er geggjaður leikmaður og mikilvægur hlekkur á miðjunni hjá okkur.
    Mér fannst liðið missa allt of mikla stjórn á leiknum og opnast eftir að hann fór út af.
    Gravenberch hefur verið ómennskur og skilað frammistöðum upp á 9,5 í hverjum leik en Macca hefur verið nánast á sama stað.
    Það eru auðvitað viðvörunarljós að sjá hvað miðjan féll niður í gæðum þegar hann fór út af. Slot hefur hins vegar afar fáa kosti þarna sem geta skilað svipuðum gæðum á vellinum.
    Á toppnum í deildinni og þrjú stig í dag er fagnaðarefni.

    13
    • 100% sá gæi fær ekki allt hrós sem hann á skilið.
      Sýnist hann hafa verið lykill að miðju brighton á sínum tíma þegar horft er til baka ásamt því að hafa verið lykill að miðju HM meisturum Argentínu.
      Svo sjáum við hann vikulega eða oftar að vinna þessa endalausu vinnu inná miðsvæði Liverpool. Geggjaður leikmaður sem spilar þetta dæmigerðahlutverk sem gleymist oft í umræðunni.

      12
  9. Aftur sigur á erfiðum útivelli. Frábært.

    Færanýting hefði klárlega mátt vera betri en stigin þrjú það mikilvægasta.

    Vont að missa meistara Alisson, enda sá besti í bransanum og einn af tveimur mikilvægustu leikmönnunum liðsins. Vonandi er þetta aðeins léttvæg tognun og þá frekar nær fjórum vikum en átta.

    Mínir menn leiksins eru hollendingarnir Van Dijk, Gakpo og Gravenberch. Geggjaðir.
    Alisson, Mac Allister og Tsimikas má líka nefna.

    Nú er bara að njóta toppstöðunnar og leggjast í landsleikja-þunglyndi næstu tvær vikurnar.

    Áfram Liverpool!

    9
  10. Jæja, þá er hægt að varpa öndinni léttar. Hélt hreinlega á tímabili að þeir ætluðu að glutra niður þessu eins marks forskoti. Og Slot hafði kúlur í að taka egypska prinsinn út af! Athyglisvert. Þó að Diaz hafi reyndar ekki gert mikið í hans stað. En áfram veginn! Ugly wins rule!

    5
  11. Jæja, 3 stig, það sem skiptir mestu máli. Vont að missa Alisson í meiðsli, og Kelleher. Prógrammið er ROSALEGT framundan ! Vona að Alisson nái sér fljótt. Við verðum að nýta þessi færi til þess að drepa leiki, en , ekki hægt að kvarta, á toppnum, en höfum spilað við slök lið í byrjun.
    Framundan er alvöru prófraun. Njótum á meðan.

    2
  12. Spurning hvort að krossbandameiðsli Carvajal muni koma hreyfingu á mál TAA.? Vonandi að menn fari að klára þessi samningamál við TAA og VVD sem allra fyrst. Það er alveg viðbúið að RM geri atlögu að fá TAA strax í janúar og hvort sem Liverpool vilji selja hann þá eða halda honum út tímabilið mun það klárlega hafa áhrif á leikmanninn. Þannig að best væri að klára þessi mál sem allra fyrst.

    Annars tek ég undir að Macca og Gravenberch hafa verið frábærir á þessu tímabili og eiga klárlega stóran þátt í þessari góðu byrjun. Tengja vel saman og búa yfir ótrúlegri orku. Maður óttast að það komi eitthvað hökkt þegar það þarf að rótera á miðjunni í því álagi sem er framundan.

    Annars bara mjög öflugur útisigur á velli sem oft hefur reynst L’pool erfiður.

    8
    • þessi samningamál eru stórundarleg.

      Mér þóttu menn ansi værukærir með að ætla að bíða með samningaviðræður fram í september.

      Nú er kominn október og ekkert er enn að frétta.

      Bæði Salah og VVD sögðu fyrir nokkrum vikum að engar viðræður væru í gangi.

      Ef áform eru um að endurnýja hópinn og semja ekki við VVD og Salah þá þykir mér mjög undarlegt að ekkert sé þá að frétta af viðræðum við TAA.

  13. Núna var Dani Carvahal eini hægri bakvörður real madrid að slíta krossband og spilar ekki meira á tímabilinu.
    Ætli þeir fari þá ekki á fullt að reyna að fá Trent í januar ?

    • Mega kaupa Trent á 200m punda.treysti Slot til að vinna með það.

      2

Byrjunarliðið gegn Crystal Palace – Leikþráður.

Stelpurnar mæta Spurs