Stelpurnar mæta Spurs

Kvennaliðið okkar er í Lundúnum rétt eins og strákarnir voru í gær (vonum að þeir séu komnir heim núna), og þær ætla að mæta stöllum sínum í Tottenham Hotspurs núna kl. 13:15.

Annað sem er svipað ástatt með karla- og kvennaliðunum eru markmannsvandræði. Hjá strákunum eru bæði Alisson og Kelleher frá (en vonandi verður Kelleher orðinn frískur af flensunni þegar landsleikjahléinu lýkur), og hjá stelpunum hafa Teagan Micah og Faye Kirby verið frá, mislengi þó. Rachael Laws hefur því staðið á milli stanganna og svosem ekkert nýtt þar, en Eva Spencer úr akademíunni hefur verið á bekknum. Nú er hins vegar U17 landslið Englands á leið á HM, Eva var kölluð inn í það lið, rétt eins og Zara Shaw (sem er reyndar listuð þar meðal varnarmanna), svo hvorug þeirra er til reiðu í dag og næstu vikur reyndar.

Matt Beard breytir til og fer í 4-3-3 með uppstillingunni í dag (eða mögulega 4-2-3-1 með Nagano og Lundgaard djúpar), enda full ástæða til að hrista aðeins upp í liðinu eftir 2 jafntefli í fyrstu deildarleikjunum:

Laws

Parry – Bonner – Matthews – Hinds

Höbinger – Nagano – Lundgaard

Smith – Roman Haug – Kapocs

Bekkur: Evans, Fahey, Silcock, Clark, Daniels, Kiernan, Enderby

Það er semsagt ENGINN varamarkvörður á bekknum, og eins gott að Rachael Laws fari ekki að meiðast. Ef svo illa skyldi fara þá er spurning hvort Yana Daniels myndi ekki setja á sig hanskana, vonum að til þess þurfi ekki að koma. Reyndar er enginn hreinræktaður miðjumaður heldur, en Niamh Fahey spilaði í sexunni fyrir einhverjum árum og gæti sjálfsagt brugðið sér þangað ef þess þarf. Ceri Holland er ekki í hóp, ekki alveg ljóst hvað veldur.

3 stig í dag myndu nú gera helling til að laga stöðuna, en það er ljóst að það verður ekki hlaupið að því, liðin gerðu tvö jafntefli á síðustu leiktíð og það má búast við hörkuleik.

Leikurinn verður sýndur á Youtube og verður víst einnig á BBC2.

KOMA SVOOO!!!!

3 Comments

Palace 0 – Liverpool 1

Gullkastið – Útisigur í London