Liverpool 2-1 Chelsea

Mörkin

1-0 Salah (29. mín)

1-1 Jackson (48.mín)

2-1 Jones (51.mín)

Hvað réði úrslitum?

Maður dæmdi margt til tjóns

mjög þar óð hann reykinn

Kom að jaxlinn Curtis Jones

kláraði svo leikinn

(HBJ)

Enn og aftur, fjölþættar ástæður fyrir frábærum, torsóttum sigri. Sterkur varnarleikur, þétt miðja sem er líka skapandi og ógnandi, ógnandi sóknarmenn. Gott og vel skipulagt leikplan Arne Slot og félaga og góð leikstjórn. Chelsea var með 0.88 xG, við fengum ekki eins mikið af færum á okkur og oft áður. Hinn nýbakaði faðir, Curtis Jones tekur fyrirsagnirnar í dag, algjörlega frábær, fjölmargir aðrir sem stóðu mjög góða vakt líka. Chelsea eru að koma til baka í toppbaráttuna og svei mér þá ef þetta furðuverk í stjórnun þess félags sé ekki að skila sér smátt og smátt.

Hvað þýða úrslitin

Top of the league! City hirti ósanngjörn þrjú stig í dag, Arsenal tapaði í gær, það er bara meiri meistarabragur á okkar liði en keppinautunum. Allt of snemmt að segja það auðvitað en það er meiri agi, meiri leiðindi, meiri skynsemi, sigurstranglegri taktur í þessu liði núna heldur en oft undir stjórn Klopp. Og best að tala ekkert um hversu vel við sleppum við meiðsli núna. Hvort það sé heppni eða íþróttavísindadeildinni að þakka veit ég ekkert um. En prógrammið fram undan er hrikalegt.

Hvað hefði mátt betur fara?

Jota meiddist, óljóst hversu illa. Náðum ekki að losa þá frá okkur allan leikinn.

Næsta verkefni

Rosalegt prógram framundan. Næsti leikur er í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, gegn Jurgen Klopp og félögum í Red Bull Leipzig. Síðan Arsenal þar á eftir.

Þar til næst

YNWA

31 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. CuJo aldeilis frábær, varnarlega einnig, hélt Palmer vel í skefjum.
    Sterkur sigur. Klapp klapp.

    13
    • Varnarlega sá maður sá nýja hluti frá Jones í dag. Hann hefur alla tíð átt í erfiðleikum varnarlega. En arkitektinn að þessari frammistöðu er Slot og hans teymi.

      9
    • Skítalyktin af dómgæslunni í þessari deild finnst alla leið til Saudi Arabíu og til baka! Ég var með TOT leikinn frá því í fyrra allan tíman í hausnum! var á tímabili að spá í slökkva á sjónvarpinu af stressi. Ég er svo rosalega stoltur af þessu liði okkar að hálfa væri hellingur þetta var ekki auðvelt og því miður gera dómarar þessarar deildar þetta langtum erfiðara en þörf er á ekkert og ég segi það ekkert samræmi í dómgæslu hjá þessum trúðum.

      YNWA

      8
  2. Storkostlegur sigur a sterku liði og efasemdarraddirnar herna voru kveðnar i kutinn, enn og aftur.
    Við erum með frabært lið og magnaðan þjalfara.

    2
  3. Það má segja margt um leikinn og dómarana, en innkoma Nunez var frábær. Hann var áræðinn og í andlitinu á leikmönnum Chelsea en slakaði á þegar hiti var á honum. Hann var að spila fyrir liðið en ekki bara sig.

    Vona svo innilega hann spili sig inn í byrjunarliðið og byrji að skora mörk aftur.

    36
  4. Ekki sammála Slott að mest afgerandi dómurinn hafi verið vítið sem var dæmt af. Sennilega var það rétt hjá dómurunum og VAR. Miklu frekar að Chelsea héngu 11 inná þegar Jotta var tekin niður eða augljósa h?nd í bolta sem hefði átt að vera víti í fyrri hálfleik. Hefði verið allt annar leikur einum fleiri og 2 yfir.

    7
  5. Dómarar í þessari umferð er skrýtnir. SwindleCity fær mark sem er að mínu mati undarlegt. Rangstæða alltan tímann. Arsenik fær rautt á meðan Chelsea frá gult fyrir nkl sama brot. En góðujr og erfiður sigur á mjög góðu liði sem hefur 123548595 menn innanborðs á meðan við höfum 11.

    7
  6. Afhverju er maður ekki hissa. Horfði á wolfs og city og öll 50-50 fóru city megin.
    Þeir komast upp með morð á vellinum oft að tímum. Það er eins og Liv þarf stanslaust að spila á móti 12 mönnum. Þekki Nallara og þeir eru byrjaðir að tala um þetta.

    8
    • Þetta er búið að viðgangast árum saman. Nallarnir þögðu þó þunnu hljóði þangað til að þeir fóru að veita City einhverja samkeppni.

      10
    • Djöf… væl er þetta alltaf út í dómarana. Líklegast voru allir stóru dómarnir réttir þegar upp var staðið. Eina vafaatriðið er hugsanlega hvort spjaldið hafi átt að vera gult eða rautt þegar Salah var togaður niður, en þetta var við miðjulínuna og 2 Chelsea menn í kringum hann. Get ekki sagt að þetta hafi verið upplagt marktækifæri.
      Markmaðurinn snerti fyrst boltann áður en hann fór í CJ og mér fannst varnarmaðurinn ekki taka Salah niður, alla vega mjög soft.
      Þið eruð að tala um hvað City voru heppnir að markið fengi að standa, en gæjinn í rangstöðunni hafði engin áhrif á markmanninn og reyndi ekki við boltann. Nokkuð sambærilegt atvik gerðist í CJ markinu, þá var Darwin minnir mig í rangstæðu en reyndi ekki við boltann.
      Flottur leikur, tvö góð lið, hef trú á að Chelsea endi í 4 sætinu í vor.

      Hef hins vegar smá áhyggjur af Gunnu spákonu á Ystu-nöf, ætli andinn hafi yfirgefið hana?

      1
      • hafði einginn áhrif á markmanninn hann bara bakkaði vel inn í hann og setti hann úr jafnvægi rétt áður hinn skallar það hafði ansi mikil áhrif á leikinn frá mínu sjónarhorni 🙂

        8
  7. Það er kominn timi a að fara að dæma i þessu svindl dómsmali þetta þetta er að skemma deildina og truverðugleika.

    12
  8. Er eitth hægt að ræða þetta brot á JOTA ? 100% rautt !
    Dómarinn vildi vera aðalatriðið.

    17
    • 100% sama brott og í Arsenal leiknum. þetta covering defender bull sem var fyrir aftan þá báða. Jota var bara sloppinn
      þetta eru engin geimvísindi

      5
  9. Menn eru misánægðir með Szoboslai og það er að vissu leyti skiljanlegt. Hann hefur átt erfitt sóknarlega á köflum þetta tímabil og það sama var upp á teningnum í dag.

    Í gegnum tíðina hefur maður séð ýmsa miðjumenn skila arfaslökum frammistöðum, en ég get þó ekki sagt að Szobo hafi verið slakur í dag. Hann barðist allan leikinn og vinnslan og pressan var fyrsta flokks,

    Maður man þá tíð er Firmino sat á friðarstóli í framlínunni án þess að skora eða leggja upp mark svo mánuðum skipti. Þá var það vinnuframlagið sem skipti öllu.

    Szobo gæti vissulega bætt ýmislegt en það er væntanlega ástæða fyrir því að hann er undantekingalaust í byrjunarliði toppliðsins.

    Nú er sem betur fer komin alvöru pressa frá Jones. Því ber að fagna

    18
  10. Það er svo furðulegt hvað hann er lélegur á síðasta þriðjungi. Hann er svosem með eitt mark og nokkrar stoðsendingar, meira en margur miðjumaðurinn, en þetta er allt krummafótur hjá honum þessa dagana. Byrjaði rosalega hjá okkur og var líkt við Gerrard, er með rosalegan skotfót og ætti núna að skila meira í mörkum og stoðsendingum en í staðinn stoppar allt á honum auk þess er ákvarðanatakan hræðileg. Sammála þó að hann berst eins og óður hundur og er það vel og það er eina ástæðan fyrir því að hann byrji flesta leiki. Tel samt Mac/Grav/Jones vera besta mögulega miðjan núna.

    5
    • Szobo hefur margoft sýnt að hann getur verið frábær fram á við þó svo að hann sé ekki að sýna sömu gæði sóknarlega og á fyrri hluta síðasta tímabils.

      Mögulega gætu Jones eða Elliott gert miðjuna betri komi annar þeirra inn fyrir Szobo en þeir mun aldrei skila sömu vinnslu og pressa af sama krafti.

      Ég myndi alltaf spila Szobo gegn Arsenal.

      Svo er spurning hvort Jones eða Elliott myndu henta betur gegn slakari andstæðingum.

      Ekki voru Winjaldum, Hendó og Milner að skila mörgum mörkum eða stoðsendingum þau tímabil sem liðið var að fara langt yfir 90 stig.

      5
      • Nei, en tölfræði Szobo hjá Leipzig og ungverska landsliðinu sýna allt annað en hjá Liverpool. Þó ber að setja varnagla því hann tekur ekki auka-,víta- og hornspyrnur hjá Lpool. Hljótum samt að gera meiri kröfur á hann þegar hann er búinn að spila flesta leiki sína á þessu tímabili í tíunni. Að mínu mati klúðraði hann Forest leiknum. Ósammála með Arsenal leikinn, Jones á skilið að byrja hann. Er samt team Szobo, hann á helling inni og mun fara að delivera sóknarlega, trúi því.

        5
  11. Frábær sigur þrátt fyrir að þessir dómarar hafi reynt eims og þeir gátu til að skemma fyrir okkur þá er þetta bara svo agað og flott lið að við bara silgdum þessu heim curtis jones var alveg í sérflokki 🙂 þvílík gleði þetta var erfiða prófið sögðu margir svo reyndist það ansi erfitt bara fyrir Chelsea haha

    4
  12. Virkilega flottur leikur og gaman að sjá hvað liðið er að spila stöðugan fótbolta og sigla þessum 3 stigum inn leik eftir leik.
    Eina sem hægt er að gagnrýna kannski er frammistaða Szobozlai en það er sennilegast af því að ég átti von á meira frá honum sóknarlega, þá er ég aðallega að meina eins og skot utan af velli og þess háttar.
    En geggjuð liðsframmistaða í liðinu og þetta er að smella vel hjá Slot.

    Núna berast svo fréttir af því að Van Dijk og hans teymi sé komið í samningsviðræður við Liverpool sem eru frábærar fréttir því ef að Van Dijk sleppur við erfið meiðsli þá held ég að hann eigi alveg 2-3 ár eftir á þessu stigi og hefur spilað eins og kóngur í ríki sínu á þessu tímibili, þvílíkur leikmaður og leiðtogi. Klára að semja við hann og fara svo í að semja við Trent og Salah.

    4
    • >> og fara svo í að semja við Trent og Salah

      Ég ætla nú bara rétt að vona að það sé löngu byrjað, og helst langt komið!

      9
  13. Ég er að velta einu fyrir mér í sambandi við vítið sem var dæmt og síðan tekið af Curtis Jones. Er hlutverk VAR í vítateignum ekki bara að leiðrétta clear and obvious error? Var þetta clear and obvious error hjá dómaranum – að dæma víti fyrir svona brot? Þetta leit ekki vel út í eye-testinu. Það hefði klárlega verið dæmt á þetta atvik úti á vellinum og gefið gult spjald. Og það hefði líka verið dæmt á þetta í vítateignum EF brotamaðurinn hefði verið útileikmaður en ekki markvörður. Þarna lagðist VAR yfir atvik sem virtist fullkomlega rétt dæmt í hita leiksins, horfði á það hægt aftur og aftur og frá ýmsum sjónarhornum – nokkuð sem dómarinn á enga möguleika á í miðjum leik. Er verið að misnota VAR? Mér fannst þetta amk. of langt gengið í gær.

    4
    • Það var margt mjög furðulegt.
      og ótrúlegt hvað þessi blessaða dómarastétt getur komið sér í mikið vesen.
      t.d. eitt það fáa sem fótboltaáhugarmenn hafa verið samála um og aldrei þurft að rífast yfir er að ef aftasti maður er brotlegur þá er það beint rautt.
      en nei nú erum við að fara rífast um það næstu árin hvort einhver á vellinum sé nógu nálægt til að eiga möguleika á að ná þessum sem er að sleppa í gegn.
      þetta eru ótrúlegir menn þarna!.

      og þetta víti sem þú talar um. veit ekki hversu oft Liverpool hefur fengið á sig rangan tóm og talað um þetta blessaða clear and obvious error og það notað til þess að breiða yfir drulludóma.
      hef aldrei skilið það dæmi í fótboltanum notaðu þessa tækni bara til þess að dæma rétt.
      allt annað er bara eitthvað mat manna hvað er augljóst og hvað ekki. og þá þarftu ekki þessa tækni (VAR)

      Svo finnst mér gjörsamlega óþóland hvað okkar menn fá alltaf brot á sig í pressuni svo sér maður önnur lið sleppa trekk í trekk. það gerðist 2-3 í þessum leik að við vinnum boltan af varnarmönnum Chelsea sem láta sig detta og fá aukaspyrnu þegar við erum að komast í frábærar stöður.
      Og segi það en og aftur M.Salah er lagður í einelti í þessari deild hann er gjörsamlega togaður niður trekk í trekk ánn þess að fá aukaspyrnur þetta er margra ára augljóst dæmi.

      annars er ég góður og Slot er að byggja upp monster.
      og vonandi verður þetta City drasl ekki fyrir með allar sínar 115 kærur á sér í þetta skiptið.

      Og ein sturluð staðreynd í restina.
      nú hefur oft verið talað um hvað Ferguson tíminn hafi verið brábær réttilega úr 7 titlum í 20.
      á öllu eru samt tvær hliðar. Manutd er næstum 150ára klúbbur og ef þú tekur afrek eins manns fyrir félagið út þá hefur þessi klúbbur unnið 7 titla. þessi klúbbur hefur ekkert verið að gera rósir fyrir fergie! svo ég skil ekki þessar væntingar um titla og pressu á stjórum í dag. klúbburinn er mögulega á þeim stað þar sem hann á heima 😉

      7
      • Talandi um hitt liðið, þarna muuuu. Ég ætla að horfa á þá spila í Tyrklandi á fimmtudaginn. Síðast þegar þeir fóru á þá sólarströnd var leikurinn mjög eftirminnilegur, aðallega fyrir eindæma hallærisgang mu-manna. Svona þarf nú lítið til að gleðja gamla fólkið, hehe.

        2
      • Sælir félagar

        Ég er sammála F hvað varðar einelti dómara á Salah. Ég skil ekkert í klúbbnum að vinna ekkert í þessu máli. Það er varla erfitt fyrir þá sem vinna fyrir klúbbinn að taka saman myndbönd sem sýna þessa meðferð sem hann fær. Ég er líka sammála mati F á MU sem er bara miðlungsklúbbur, er, hefur verið og verður. Annars bara góður eftir sigur gærdagsins 🙂

        Það er nú þannig

        YNWA

        3
  14. Ég var að lesa að Jadon Sancho hefði spilað fyrri hálfleikinn fyrir Chelsea. Hann fór alveg framhjá mér en gaman þegar mótstæðingarnir reyna að endurvinna rusl frá Old Toilet

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Chelsea (leikþráður)

Gullkastið – Milljarðaliðið lagt