Arne Slot er ennþá að sanna sig í hlutverki stjóra Liverpool enda að stíga í risastór fótspor Jurgen Klopp. Leikur helgarinnar var töluvert blásinn upp sem fyrsta alvöru stóra prófið á hann sem stjóri Liverpool jafnvel þrátt fyrir að hann þriðji leikir hafi varið á Old Trafford, fynda við það er reyndar að hann hefur talað þannig sjálfur. Niðurstaðan var góður sigur á þessu sterka milljarðaliði Chel$ski með fullt af jákvæðum punktum án þess að þessi sigur hafi svarað öllum spurningum eða gert út um allar efasemdir. Enda þegar öllu er á botninn hvolft bara einn leikur.
Skoðum hann betur og umferðina almennt á Englandi. Ögurverk liðið er á sínum stað og klárað að fylla upp í verstu leikmannakapin að þessu sinni, hver leiðir frammlínuna? Prófin þyngjast svo bara í framhaldinu hjá okkar mönnum, Leipzig úti í Austur-Þýskalandi og svo Arsenal úti í London. Eftir það er svo Brighton úti í deildarbikar þannig að framundan eru þrír þungir útileikir á viku.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 492
Hef tekið eftir því að Szoboszly hefur fengið sína gagnríni. Mér finnst hún ósanngjörn. Nú vildi svo til að hann var í viðtali út af Leipzig v Liverpool og þar kom ýmislegt ágætt fram.
Hann er sammála því að hann gæti spilað betur. Gefið fleirri stoðseningar og skorað fleirri mörk en hann sé stoltur af því að vinna skítavinnuna fyrir liðið og sé ekki í eins miklu sóknarhlutverki og hann var í fyrra.
Getur verið Szoboszly sé demantur sem þarf að læra að meta ? Og hann sé í svipuðu hlutverki (ekki eins) og Roberto Firmino. Hann býr yfir ógurlegri hlaupagetu, snöggur og með mikið þrek. Hans vinna snýst um að hlaupa þindarlaus um völlin, búa til sendingamöguleika og pressa andstæðinginn. Það er mjög auðvelt að vanmeta framtak slíks leikmanns.
Szobo er svona oftast í meira sóknarhlutverki en í fyrra, amk spilar hann töluvert framar á miðjunni en undir Klopp. Hann er oft að pressa framar en Jota og Nunez.
Það er þó eðlilegt að hann fái gagnrýni fyrir sóknarleikinn og sú gagnrýni hefur m.a. komið frá Slot. Maður sem spilar jafn framarlega og Szobo á að koma að fleiri mörkum.
Einnig er eðlilegt að einhverjir sófaspekingar kunni ekki að meta vinnuframlagt hans þar sem þessi vinna er ekki alltaf sýnileg á skjánum.
Þetta er satt með sóknarhlutverkið. Ég misskildi. Hann er með ögn meira sóknarhlutverki enn í fyrra en þetta er að stórum hluta það sama.
En vissulega er vinnuframlagið vanmetið svona heilt yfir.
Szobo gæti orðið einn besti miðjumaður í heiminum þegar hann fer aftur að blómstra sóknarlega
Sælir félagar
Takk fyrir skemmtilegan þátt kop-arar og ég er sammála ykkur um leikinn sem ég var reyndar á og skemmti mér konunglega á hoppandi og skoppandi Anfield. Vegna umræðunnar um Sobo þá get ég sagt ykkur að ég keypti mér treyju með Szoboszlai 8 aftan á í Liverpool. Mér hefur nefnilega fundist og finnst að hann verði fyrir ósanngjarnri gagnrýni. Vinnuframlag hans er nánast ómannlegt og gerir það að verkum að andstæðingar Liverpool fá aldrei frið, ekki eina mínútu allan leikinn. Barátta hans gefur líka fordæmi fyrir aðra leikmenn og léttir gríðarlega á þeim. Beint framlag hans í markaskorun og stoðsendingum er ef til vill ekki mikið en öll skíta vinnan sem hann vinnur býr til stöður sem aðrir vinna úr og skora mörk eða eiga stoðsendingar. Takk Sobo fyrir mig.
Það er nú þannig
YNWA