Okkar menn rúlluðu til Norður-London í dag og tóku þar á heimamönnum í Arsenal á Emirates vellinum. Þeir fara aftur norður á bóginn með eitt stig í pottinum sem þýðir að við sitjum í 2.sæti deildarinnar eftir helgina stigi á eftir City en áfram fjórum stigum á undan Arsenal.
Byrjunin á leiknum var þokkaleg fersk hjá okkur, héldum bolta og komum grimmir í návígin. Það var því svolítið gegn gangi leiksins að langur bolti upp hægri fann Saka sem gjörsamlega pakkaði Robbo saman og klíndi svo yfir Kelleher í markinu. Skotinn okkar sannarlega í vanda en fékk heldur ekki mikla aðstoð. Eitt – núll á fyrstu tíu mínútum. Helvítis ávani okkar manna gegn Arsenal.
Leikurinn var í jafnvægi og við vorum ekkert lengi að jafna. Fyrirliðinn kom þar til bjargar upp úr horni á 18.mínútu og næstu mínútur virtist ríkja nokkuð jafnvægi. Það jafnvægi hvarf þegar á hálfleikinn leið. Arsenal þrýstu okkur aftar á völlinn, síðustu 15 mínúturnar voru þeir 68% með boltann og áttu 6 tilraunir á markið gegn 0. Ein þeirra endaði í markinu, Diaz braut mjög klaufalega af sér framan við teiginn og upp úr aukaspyrnunni skoraði Merino með skalla, VAR skoðaði lengi en markið stóð og þannig fórum við inn í hálfleikinn eftir hundfúlan endi.
Við komum ágætlega út í seinni og eftir sjö mínútur lentu Arsenal í vanda þegar þeir urðu að taka Gabriel útaf vegna meiðsla, hafsentaparið sem þeir hafa notað í allan vetur horfið þar sem að Saliba var í leikbanni og þetta gaf okkur klárlega vind í seglin. Slot ákvað að reyna að nýta sér vindinn og gerði þrefalda skiptingu þegar Tsimikas, Gakpo og Szoboszlai komu inn í stað Robbo, Diaz og MacAllister. Viðsnúningurinn sást vel á fyrstu 20 mínútunum í seinni, þá var okkar possession 66% og skottilraunir að marki 4-0. Því miður tókst illa að skapa alvöru færi og hægt og rólega náðu Arsenal að brjótast upp úr pressunni.
Þegar að manni fannst heimamenn vera að ná að standa af sér mesta áhlaupið kom jöfnunarmark. Geggjuð hockey sending frá Trent upp hægri losaði Darwin sem keyrði inn í teig og lagði á Salah sem auðvitað kláraði af öryggi framhjá Raya á 82.mínútu – fyrsta markið okkar á lokakortérinu í vetur, megi þau fleiri koma. Þarna vorum við klárlega líklegri til að keyra á stigin þrjú, Arsenal búnir að þurfa að hreyfa verulega til í vörninni sinni og Saka kominn útaf, vonin maður. Vonin!
Hraðinn jókst á báða bóga, sjö mínútum bætt við og Slot henti Endo inn fyrir Curtis til að setja aðeins meiri festu varnarlega á miðjunni og draga úr hasarnum. Það sem eftir lifði leiks hins vegar voru hvorugt lið að gera alvöru atlögu og tíminn rann út – jafntefli staðreynd sem að voru líklega sanngjörn úrslit eftir kaflaskiptan leik.
Molar
Erfiður leikur sannarlega að baki, klárlega stærsta prófið síðan Slot mætti til leiks og hann hefur lært ýmislegt af því. Við létum reka okkur ferlega aftur á völlinn í lok fyrri hálfleiks og þá vantaði einhvern veginn drive-ið til að losa pressuna almennilega. Held að það sjáum við leyst á annan hátt gegn stóru liðunum í framtíðinni.
Vinstri vængurinn varnarlega er bras virðist vera. Robbo átti erfitt gegn Chelsea og í fyrri í dag var stanslaust vesen. Vissulega mátti hann alveg fá meiri hjálp og varadekkun en það var augljóst að Arteta var að leggja leikinn upp á þann hátt að keyra þar upp og það munu fleiri lið gera. Þessi leikstaða er svolítið að verða sú sem ég held að horft verði til að styrkja sem fyrst. Tsimikas átt ágætar innkomur og vel gæti hann farið að fá að byrja stærri leikina í framtíðinni í stað Skotans knáa.
Darwin Nunez var klárlega sprækastur framherjanna okkar. Slot hefur talað um það að hann hafi þurft að leggja sig mjög fram um að læra leikkerfið og útfærsluna sérstaklega varnarlega. Það hefur hann sannarlega gert og stoðsendingin á Salah verulega flott innlegg í leikinn. Frábært að sjá hann þróa sinn leik inn í meiri „sophisticated“ leikstíl. Því kraftinn á hann til!
Mo Salah fór fram úr Jermaine Defoe í skoruðum mörkum og jafnaði ákveðinn Robbie Fowler, situr nú með Guði í 8.sæti þar með 163 mörk. Hann fékk úr litlu að moða í fyrri hálfleik en vaknaði í seinni og þú vildir engan annan hafa fyrir Darwin að senda á en hann. Þeirra samvinna heldur áfram að gefa!
Næst
Framundan er svo vika með tveimur Brighton leikjum. Fyrst förum við til þeirra í Carlingbikarleik og fáum þá svo á Anfield í deildinni næsta laugard. Tveir hörkuleikir þar framundan, sérstaklega þarf deildarleikurinn að gefa takk.
Náðum stigi í leik þar sem við vorum einfaldlega alls ekkert góðir.
Sterkt að koma til baka fannst mér það kom kafli í seinni þar sem við vorum mun betri en heilt yfir litið ? sáttur við stigið bara við höldum áfram !
Veit ekki með mann leiksins mér fannst Konate vera góður.
YNWA !
Hann var tjúllaður!
Við kvörtum ekki yfir þessu.
Þetta var karakterseiglustig!
YNWA!!!
Væri til í að grikkinn færi framfyrir Robbo í næstu leikjum. Fínt stig
Þetta slapp fyrir horn í þetta skiptið. 😉
Við erum í sturluðu formi!!! Arsenal að spila á þriðjudegi á heimavelli og við á mjög erfiðum útivelli á miðvikudegi!!! Arsenal bugaðir út um allan völl!
Ég er hrikalega stoltur af okkar mönnum!!
Konate frábær en lítið að frétta með restina og miðjan alveg off í dag. Sterkt stig engu að síður.
Aðeins út fyrir efnið, en sáuð þið VAR dæma fáránlegt víti á Man U? Þetta gengur ekki að menn sitji yfir Varsjánni og horfi 20-30 sinnum á eitthvað í hægri endursýningu til þess að breyta vallardómi. Ég meina það! Clear and obvious error? Aldrei í lífinu. Ef ég væri Ten Hag væri ég að brjóta rúður einhversstaðar núna af tómri bræði…
Sammála þér, biluð ákvörðun að dæma víti þarna.
Greinilega ManU maður í VAR herberginu.
Gott stig í toppslagnum.
Elsku Robbo átti gríðarlega erfitt gegn sprækum Saka.
Þurfum að fara að skoða endurnýjun á þeirri stöðu.
YNWA
Góð skýrsla Maggi, mjög gott stig í erfiðum leik, áfram gakk
Sælir félagar
Gott stig á erfiðum útivelli en ýmislegt sem má laga. Sérstaklega er orðið afar áríðandi að fá “bakkupp” fyrir Robbo. hann réði ekkert við þennan leik og Tsimikas var greinilega betri þegar hann kom ínn á. En staðan í töflunni er góð en augljóst að við þurfum að styrkja vinstri bak og miðjuna. Konate var gríðarlega góður í þessum leik og er minn maður leiksins.
Það er nú þannig
YNWA
Við skulum ekki blekkja neinn félagar, dómarinn hann Anthony Taylor er maður leiksins. Hvað var van dijk að gera, var 80% rautt og gríðarlega heppinn. Arsenal átti að fá víti þegar konate clatterar Martinelli, og ég veit ekki hvað var dæmt á í restina. Gríðarlegur “heppnis” sigur. Vilja sádarnir í city hafa okkur sem keppinauta frekar en arsenal?
Gleymdiru að taka lyfin þín?
Svo geggjað! Elska sjá sára menn sem líða ílla koma hingað inn og afhjúpa sig. Ekki séns í helvíti að þarna sé Poolari á ferð. En jú dómarinn á hrós skilið fyrir þennan leik sló ekki feilnótu. Var geggjaður að leyfa Arsenal ekki tefja í 90 mín á heimavelli og dæmdi ekki endalaust þegar þeir voru að henda sér í jörðinna trekk í trekk. Sjáumst svo á Anfield þar sem verður spólað yfir ykkur. 4 stig er ásættanlegt…
Hörður pétursson 27.10.2024 at 19:16
Gríðarlegur “heppnis” sigur
Elska þetta lið okkar!
Ég myndi ekki vilja vera í sporum MU aðdáenda núna. Liðið hefur skorað 8 mörk í 9 leikjum sem jafngildir því að það nái tæplega 34 mörkum yfir leiktíðina. Í vor varð Sheffield langneðst í deildinni með 35 skoruð mörk. Skerí sjit á Gamla Vaði. En þeir hljóta nú að reka Ten Hag bráðum, þótt þetta sé ekki honum einum að kenna.
Man Utd vinna vonandi næsta leik (veit ekki á móti hverjum) og svona sullast eitthvað áfram. Málið er að alltaf þegar það á endanlega að fara að spraka ETH þá vinna þeir og hann fær framhaldslíf, minnir á OGS tímann hjá þeim.
Megi þetta lengi halda áfram.
Það versta fyrir okkur væri ef það kæmi alvöru þjálfari þarna og þeir færu að taka til í klúbbnum. Þessir fjármunir sem þeir ráða yfir munu skila sér í topp 4 með einhverjum meðalmanni í brúnni og þannig herða samkeppnina um meistaradeildarsæti.
Nýbunir að framlengja við hann. Elska hvað þessi klubbur er ekki með þetta.
Ég held mig enn við spána um að hann verði látinn fara í nóvember. Var orðinn skíthræddur um að hann færi fyrr fyrir bara nokkrum vikum, en sem betur fer hefur hann fengið að hanga.
Þetta er búið.
Ég sem var svo nálægt, munaði bara 4 dögum.
Konate frábær í þessum leik og í raun á þessu tímabili, hefur spilað mun meira en flestir áttu von á enda hefur hann sýnt að miðað við stærð og styrk þá hefur hann verið óheppinn með meiðsli en megi þetta halda áfram sem lengst enda frábær leikmaður.
Robbo er að dala hratt finnst mér og hefur bara verið skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili og ég held einfaldlega að Tsimikas verði búinn að taka af honum sætið fljótlega ef hann fer ekki að stíga upp.
En 1 stig á þessum erfiða velli er alltaf flott stig, þó svona miðað við vandræði Arsenal í vörninni þá var þetta nánast töpuð 2 stig þó að það sé alltaf gott að tapa ekki á þessum erfiðu útivöllum.
7 stig í þessari viku á móti Chelsea, Leipzig og Arsenal verður að teljast bara góð vika og Slot er að sýna að hann er alvöru stjóri.
Sammála með Konate, svakalegur. En held að Robbo sé bara þreyttur. Ef þeir geta skipt þessari stöðu meira á milli sín held ég að við sjáum gamla góða Robbo. Hann er held ég líka svakalega mikilvægur í þessum hóp, hvort sem það er á æfingasvæðinu, klefanum eða á vellinum. Fannst Tsimikas koma einmitt mjög vel inn í gær.
Gleymdi að minnast á innkomu Szoboszlai, gjörbreyttist leikurinn eftir að hann kom inná.
YNWA!
Jæja þar fór það. Vonandi verður van Nistelrooy ekki miklu betri en forverinn. Þar er vissulega svigrúm til framfara en mér líður alltaf vel að fylgjast með litla mu einhvers staðar í neðri hluta deildarinnar.
Og svo sérstakur bónus að hlýða á úrval afsakana frá þessum ónytjungum sem þeir velja til forystu!
https://www.visir.is/g/20242641401d/ten-hag-rekinn-fra-man.-utd
Vondar fréttir. Hann var ákaflega lunkinn í að ná í úrslit akkúrat þegar hitinn var sem mestur undir honum en ekki mínútu lengur. Var að vonast til að halda honum í eitt tímabil í viðbót.
Skelfilegar fréttir, og ég nýbúinn að tjá mig um þetta…
Leiðin liggur varla annað en upp hjá þeim, en reyndar hefur maður sagt þetta í mörg ár þegar þeir hafa skipt einum handónýtum stjóra út fyrir annan.
Verð að viðurkenna að það er ákveðinn skellur að ten hag sé rekinn en langt frá því að vera óvænt en ég vonaðist til þess að hann myndi nú vinna leik annað slagið til að halda þessu áfram.
RVN er nú tekinn við en er hann ekki bara að fá sömu vandamál upp í hendurnar og allir hinir stjórarnir.
Verður athyglisvert að sjá áframhaldið á þessu.
Jú blessaður höfum engar áhyggjur.
Manutd er félag sem á 7 titla á 150árum, ef þú tekur Alex Ferguson árin frá.
hann er og var félagið!. þeir eru ekkert ánn hans 🙂
Heimta VAR á að reka ETH. Aldrei honum að kenna…. Fá hann aftur í stólinn. Skíthræddur að Nistelroy kunni eitthvað.
Welcome to United sööör Gareth ????
Ekki reka Ten Hag!
Stuðnings- og saknaðarstund Púlara fyrir Ten Hag á Spot, kl 7:0 í fyrramálið.
Allir að mæta!
Nefndin.
Það var líka virkilega gott að hugsa til þess að arsenal lita á jafntefli heima sem tap á móti okkur. Sérstaklega þar sem þeir hafa verið að klikka. Tippa á að þeir verði ekki í topp 3 í vor.