Gullkastið – All eras come to an end

Liverpool kom tvisvar til baka í London til að næla í ágætt stig á Emirates í stórleik helgarinnar eftir góðan sigur í Leipzig í miðri viku. Slot heldur áfram að standast stóru prófin með sóma.
Svekkjandi að vinna ekki Arsenal auðvitað en alvöru áfallið kom í dag þegar Man Utd sagði Erik Ten Hag mjög ósanngjarnt upp störfum, hann sem var bara rétt að byrja.
Nýtt Ögurverk lið verður skipað vonarstjörnum Liverpool á Úrvalsdeildartímanum og óskum við eftir tilnefningum frá hlustendum/lesendum fyrir hvern þátt. Vonarstjörnurnar sem við erum að velja, eru ungir leikmenn sem miklar væntingar voru fyrir en náðu svo aldrei að slá í gegn hjá Liverpool. Byrjum þetta á markönnum, þið tilnefnið og við veljum í næstu viku.
Þessi vika inniheldur tvo leiki gegn spræku Brighton liði.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 493

14 Comments

  1. Kirkland, keyptur á svo mikið en álíka mikið meiddur (jafnvel meira) en Keita.

  2. Hvað er málið með þennan Chiesa, Þetta er í annað sinn á stuttum tíma þar sem LFC kaupir einhvern á hækjum rétt fyrir lokun að því að hann var einu sinni góður. (Mann ekki einu sinni hvað hinn hækjan hét)

    Þu kaupur ekki 10 ára gamlan bíl og reiknar með því að hann sé jafn góður og 2 ára bíll að því að hann var einu sinni góður bíll, meiri helvítis villeysan sem er í gangi í moðhausnum á sumum þarna hjá LFC.

    það er nú þannig.

    2
    • Mér skilst að Chiesa sé ekki meiddur. Hann fékk ekkert undirbúningstímabil og það er verið að keyra hann í form á æfingasvæðinu.

      4
      • Nákvæmlega, hann er fengin á nokkura ára samning á flottu verði, en hefur lítið sem ekkert spilað seinustu mánuði.
        Við fáum að sjá hann á fullu eftir áramót

        2
      • Er bara því miður ekki að kaupa þetta.
        Lélegt form ? já ok þá spila menn minna td eins og síðustu 15 eða 20 mín.

        Ætliði að segja mér að professional leikmaður hvort sem hann borðaði aðeins og mikla pizzu á ítalíu geti ekki tekið nokkrar mín hér og þar ?

        Nope þetta er eitthvað annað.

        2
  3. Takk fyrir mjög góðan þátt, bræður.

    Nú erum við búnir að taka á móti Chelsea og Arsenal og uppskeran er 4 stig. Ég hefði alltaf tekið því fyrirfram og við erum sannarlega að sýna að liðið er ekkert á þessum stað af því það fékk svo ‘kósý’ byrjun. Nú þarf bara að halda áfram að berja í bresti og þétta hópinn þannig að við séum ekki að fá leiðinleg klaufamörk á okkur og raða inn stigunum.

    Persónulega held ég að verstu fréttir heimsins úr íþróttaheiminum komu fram í gær með brotthvarfi Erik 10 Hag. Megi frammistaða hans í stjórasæti ManUtd vera okkur innblástur í því að reyna ekki að fara í verkefni sem eru okkur ofviða 🙂 gleymum heldur ekki 7-0-sigrinum – það er íþróttaafrek sem verður líklegast aldrei toppað!

    Hvað varðar þennan Arsenal-leik þá er ég einmitt með ykkur í lið með það hvað Arteta fer innilega í taugarnar á mér. Þessi Mini-Mourinho er mögulega í samskonar hlutverki og Erik 10 Hag var. Þjálfari sem er í starfi sem er honum ofvaxið og þegar í ljós kemur að leikmenn eru ekki að skila árangri þá kemur vangetin bersýnilega í ljós.

    Varðandi okkar frammistöðu þá var auðvitað svekkjandi að fá þessi mörk á okkur. Eflaust lítið hægt að gera þegar Saka er kominn í þessa stöðu enda er hann banvænn þegar hann er með boltann þarna á vellinum. Hinsvegar er ég á því að þetta hafi verið rangstaða í seinni markinu en við deilum víst ekki við dómarann eða VAR-ið sem sýnir þetta bersýnilega.

    Að lokum, þá er ég alveg kominn á nippið með það að gefast upp á Darwin vini okkar. Mér finnst alltof oft vera eins einhver trúður út á vellinum sem man ekki hvar hann á að vera og oftar en ekki er að hann þvælast fyrir og missa taktinn í uppspilinu. Eins mikill aðdáandi hans og ég hef verið þá er ég alveg að missa þolinmæðina… eða hvað? Er einhver sem getur sannfært mig um annað?

    Áfram að markinu – YNWA!

    Ps. Hugmynd að Ögurverks-liði – leikmenn í hverri stöðu sem eiga að baki að minnsta kosti einn A-landsliðsleik með sínu landi. Þetta gæti verið skemmtileg blanda 🙂

    3
  4. Hugmynd að besta 11 manna Ögurverks-liði:
    Max 2 leikmenn frá hverri heimsálfu.

    2
  5. Hei, hugmynd að Ögurverksliði: Leikmenn Liverpool í gegnum tíðina sem eru frá Norðurlöndunum 🙂

    4
  6. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan þátt. Fyrir mér er það Peter Gulasci sem er markvörður liðsins sem náði aldrei árangri hjá Liverpool en hefur gert það gott eftir að hann fór.

    Það er nú þannig

    YNWA

Arsenal 2 – Liverpool 2

Bikarleikur gegn Brighton