Byrjunarliðið gegn Brighton (bikar)

Það er heill hellingur af breytingum frá því í leiknum gegn Arsenal, sem er nákvæmlega eins og maður vildi sjá það.

Slot stillir þessu svona upp í kvöld:.

Jaros

Bradley – Quansah – Gomez – Robertson

Endo – Curtis
Morton
Szobo – Gakpo – Diaz

 

Það verður fróðlegt að sjá Morton og Jaros í kvöld.

Koma svo!

YNWA

28 Comments

  1. Er mjög sáttur við að Slot sé að hvíla menn og leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig líka í þessum leik.

    6
  2. Akkurat það sem ég vildi sjá, helling af leikmönnum sem fá verðskuldaða hvíld fyrir næsta deildarleik.
    Sammála um að það er spennandi að sjá Jaros í markinu.
    Endo og Quansha að fá loksins tækifæri í byjunarliðinu ásamt Morton og Bradley.
    Verður væntanlega engin flugeldasýning hjá okkar mönnum en væri gott að komast áfram í næstu umferð með þetta lið.

    5
  3. Líst vel á þetta. Verður gaman að fylgjast með.

    Trúi því líka að city sé að fara að detta út í kvöld Tottenham mæta glóandi í leikinn enda er ekki um marga kosti að velja fyrir þá ef þeir ætla að næla sér í málm!

    2
  4. Frábært lið ef allt gengur upp en ekki svo gott ef við föllum úr leik. Ég trúi á og treysti þessum leikmönnum og mun styðja þá hvernig sem fer og auðvitað gott að menn fái leik undir beltið. En númer eitt er að sigra 🙂
    YNWA

    2
  5. Frekar lítið að gerast en ekkert að koma manni stórkostlega á óvart.
    Diaz átti að skora þarna áðan
    Flott varsla hjá Jaros

    3
  6. Margir leikmenn inná sem hafa lítið spilað, aldrei spilað saman og ekki i miklu leikformi, Bradley, Gomez, Quansah, Endo og Morton.
    Ekkert skrýtið að þetta sé svona en ef við förum áfram þá ætti þetta að mestu vera okkar bikarlið og spilamennskan fer þá batnandi.
    Ætli Salah gamli komi ekki bara inná og klári þetta eins og svo oft áður.

    2
  7. Man Utd eru heldur betur að halda uppá brottför Ten Hag! Komnir í fjögur mörk eftir 39 mínútur. En andstæðingurinn er líka við hæfi, neðan úr fyrstu deild…

    4
  8. Við erum með 2 ótrúlega góða vinstri kantmenn í Gakpo og Diaz, spurning hvort Diaz þurfi ekki bara að fara að spila frammi

    3
  9. Euro Gakpo mættur í kvöld allavega 😀 svakalegur leikur hjá kappanum

    5
  10. Úff slæmur dagur hjá Quansah
    Mark og nánast stoðsending í eigið mark

    4
  11. Fáránlegt að taka Quansah af velli þó hann hafi átt þátt í þessum mörkum.

    1
    • Og ennþá fáránlegra að setja ískaldan Konaté inná og taka sjensinn á meiðslum. Þessi bikarkeppni er ekki jafn mikilvæg og deildin.

      3
  12. Sáttur við spilamennsku okkar manni…Quansah átti hauskúpu leik því miður allir hinir frábærir.

    2
    • Quansah var fínn í 85 mín. Ekki gott fyrir sjalfstraustið að taka hann af velli því miður.

      2
  13. Stórkostlegur sigur b-liðs okkar á móti sterkum Brighton á útivelli.

    Arne Slot, þú ert algjör meistari!

    1

Bikarleikur gegn Brighton

Brighton 2-3 Liverpool