Mörkin
0-1 Gakpo (46.mín)
0-2 Gakpo (63. mín)
1-2 Adingra (81. mín)
1-3 Diaz (85. mín)
2-3 Lamptey (90. mín)
Hvað réði úrslitum
Fyrst og fremst Cody nokkur Gakpo sem skoraði tvö mjög góð mörk, það fyrra sérstaklega fallegt. Kom okkur á bragðið og við virtumst vera að sigla þægilegum 0-2 sigri í hús áður en Quansah gerði sig sekan um slæm mistök sem hleypti leiknum í uppnám.
Hvað þýða úrslitin
Úrslitin þýða einfaldlega að við eigum amk auka leik í desember (8 liða úrslit) og mögulega janúar (undanúrslit) og mars (úrslit). Hvort það sé svo jákvætt eða neikvætt er persónubundið. Það er alltaf skemmtilegt að vinna þennan bikar en hann er algjört aukaatriði hjá mér persónulega og ef hann vinnst ekki horfir maður nánast á hverja umferð sem tímasóun…. það er kannski bara ég.
Hvað hefði mátt betur fara?
Ég var virkilega ánægður með uppstillinguna í þessum leik. Hvíldum stóran meirihluta af byrjunarliðinu og nokkrir leikmenn fengu kærkomnar mínútur. Byrjun Quansah á þessu tímabili hefur verið slæm, vægast sagt. Tekinn útaf í fyrsta leik og átti sök í báðum mörkunum í dag, þó það síðara hafi verið óheppni.
Sigur á erfiðum útivelli þrátt fyrir mikla róteringu er samt alltaf jákvætt. Þetta gefur þessum leikmönnum fleiri mínútur á komandi vikum og mánuðum, sem er bara jákvætt – á meðan við forgangsröðum rétt.
Næsta verkefni
Eftir sem áður, það er leikur á 3-4 daga fresti og næstu 10 dagar eða svo eru stórir! Brighton kemur í heimsókn n.k. laugardag áður en við tökum á móti Leverkusen í CL í miðri viku og endum svo á heimaleik gegn Aston Villa áður en þrettánda landsleikjahléið tekur við!
Þar til næst
YNWA
Algjört gull að vinna þessa carabao-bikar-leiki. Það munar um allt brass og þarna gefst kostur á að þjálfa aukaleikarana á stóra sviðinu því við vitum aldrei hvort og hvenær við þurfum raunverulega á þeim að halda.
Væri mjög sáttur ef Slot landaði þessum litla bikar í mars.
Og vonandi klára Tottenham City. Þá er stærsta hindrunin úr veginum.
skoh… pep dottinn út. Dauðafæri.
Ánægður að sjá Slot ískaldann taka Quansah útaf rétt fyrir lok leiksins. Ég vorkenni auðvitað stráknum og vona að hann nýti þetta til að spila með einbeitingu þegar hann fær tækifæri til, en hann er að spila í hæsta flokki.
ég verð að segja að Quansah var frábær í kvöld!! Að vísu átti eina slæma sendingu í leiknum sem kostaði mark en að kenna honum um mark númer 2 er algjört rugll vilja menn að hann reyni ekki að blokka skotið???????????????????
Fáum Southampton næst á útivrlli
Eru tveir undanúrslitaleikir eða var því breytt í sumar?
Flott að fara í gegnum þessa viðureign og ná að dreifa álaginu.
Vona að Quansah jafni sig á þessu, hann er flottur varnarmaður sem við þurfum að hafa með óbrotið sjálfsálit í áframhaldið.
YNWA
Frábært að komast áfram og þó að það séu engir auðveldir leikir þá gátum við svo sannarlega verið óheppnari með drátt
Drátturinn:
Southampton – Liverpool
Newcastle – Brentford
Tottenham – Man Utd
Arsenal – Crystal Palace
Þarna ætti SLot að geta spilað á svipuðu liði og í gær og gefið þeim meiri spiltíma.
Á meðan við erum að spila þessa leiki með menn í liðinu sem eru alla jafna ekki að spila held ég að það sé alveg frábært að komast áfram í þessari keppni því það þýðir fleiri verkefni fyrir leikmenn sem fá annars ekki að spila
Sælir félagar
Góður sigur og framhald í þessum bikar er gott. Þar gefst færi á að gefa þeim leiki sem lítið spila annars og það er nauðsynlegt fyrir þá. Quansah átti hreina sök á fyrra markinu en seinna markið var einfaldlega óheppni. Slot kippti honum útaf til að tryggja sigurinn í leiknum og setti inn á einn öflugasta miðvörð deildarinnar. Það er skiljanlegt til að sigla sigrinum í höfn en hlýtur að vera afar sárt fyrir Quansah og styrkir ekki sjálfstraustið nema síður sé. Quansah var búinn að vera mjög góður fram að þessum mistökum blessaður drengurinn og hann á eftir að skila góðum frammistöðum fyrir liðið þegar fram líða stundir.
Það er nú þannig
YNWA
Hvaða tilfinningu hafið þið fyrir ástandinu í vinstri bakvarðar-stöðunni? Ef Robbo er byrjaður að hrapa hratt, eins og kom t.d. fyrir bæði Hendó og Fabinho á sínum tíma, þá er Tsimikas orðinn byrjunarliðsmaður, en hann er bara ekki nógu sterkur til þess. Og svo Joe Gomez jack-of-all-trades sem bakköpp? Eru einhverjir augljósir kostir í boði af ungum Liverpool-mönnum sem ekki eru á láni?
Ég kom inná þetta í sumar. Fannst hann dala talsvert í fyrra og var mikið meiddur. Fyrir mér var miðjumaður og vinstri bak mikilvægustu stöðurnar til að bæta. Augljóst núna hvor er mikilvægari að kaupa í. Mitt mat er að 1.janúar þarf að labba inn um dyrnar einhver sem er starter í vinstri bak til að auka líkurnar á stórum titli. Robbo er alls ekki sami leikmaður og hann var fyrir 2-3 árum.
Maður var að vonast eftir ungum vinstri bakverði í sumar sem mögulega gæti tekið við keflinu af Robertson eftir 1-2 ár.
Líklegt er þó að Edwards og Hughes vilji gefa sér tíma til að finna slíkan leikmann í samráði við Slot væntanlega.
Við erum ágætlega staddir með Tsimikast sem annan kost.
Þó er það þannig Robertson hefur ekki náð fyrra formi eftir axlarmeiðslin
Fram að Arsenal leiknum var hann þó að leika sæmilega og er ekki nema þrítugur.
Mér finnst Jaroz sterkur.
Ég sá Magga í Brighton úlpu á mbl.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/01/funda_vegna_kjaradeilu_i_dag/). Er það í tilefni af leikjunum við þá í vikunni?