Upphitun: Brighton… aftur

Eftir 3-2 sigur gegn Brighton í bikarnum í vikunni mætum við þeim aftur í deild um helgina, en í þetta skiptið á heimavelli. Það er mýta á Englandi að þegar lið mætast tvisvar í röð þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Vissulega eru nokkur dæmi um lið sem gera það og vonandi verðum við eitt þeirra á morgun.

Tímabil Brighton hefur verið upp og niður í fyrstu leikjunum en þeir hafa náð nokkrum góðum úrslitum með sigrum gegn Man Utd og Newcastle og jafntelfi gegn Arsenal en einnig tapað stigum á stöðum sem þeir bjuggust ekki við með markalausu jafntefli gegn Ipswich og misstu leik gegn Wolves niður í jafntefli á ævintýranlegan hátt um síðustu helgi.

Brighton eyddu rúmlega 200 milljónum punda í sumar, þar á meðal í tvo leikmenn sem spiluðu fyrir Slot hjá Feyenoord á síðustu leiktíð í Minteh og Wieffer en stjarna liðsins í ár er hinsvegar Danny Welbeck sem hefur skorað sex mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Það verður áhugavert að sjá hversu lengi hann nær að halda því uppi þar sem Welbeck hefur aldrei verið mikill markaskorari þó hann hafi reynst sínum liðum vel.

Okkar menn

Slot gerði nokkrar breytingar í bikarleiknum en það er stutt í næsta leik því við eigum þriðjudagsleik í Meistaradeildinni gegn Xabi Alonso og hans strákum í Leverkusen. Það verður því áhugavert að sjá hvað Slot gerir um helgina.

Þetta er liðið sem ég geri ráð fyrir að sjá á morgun. Gakpo átti frábæran leik í vikunni og var skipt útaf meðan að Diaz kláraði leikinn þannig ég býst við að sjá Gakpo um helgina og Diaz gegn Leverkusen. Eins í vinstri bakverði spilaði Robbo allan leikinn og Tsimikas hefur verið að spila Meistaradeildarleikina með Gakpo þannig ég gæti séð að Slot haldi sig við það að spila þeim saman og setji svo Robbo aftur inn með Díaz í komandi viku.

Aðrir eru nokkuð sjálfvaldir fyrir utan að ég held að Szoboszlai komi aftur inn fyrir Jones ef við horfum á Arsenal leikinn. Fannst alveg eðlilegt að gefa Jones tækifærið í þeim leik miðað við að Szoboszlai hefur ekki verið uppá sitt besta og Jones átti flottan leik gegn Chelsea en fannst okkur sakna vinnslu Szoboszlai í leiknum og held að hann fái að byrja á morgun.

Spá

Held að við höldum áfram góðu gengi en vinnum frekar þægilegan 2-0 sigur þar sem Salah og Nunez skora mörk Liverpool.

6 Comments

  1. Hvernig ætli það hafi nú verið? voru Brighton með sterkt lið á móti okkur í bikarnun? Welbeck var á bekknum (pun intended) en hvað með aðrar kanónur?

    1
  2. Ég væri eiginlega til í að sjá fremstu 3 vera
    Gakpo- Salah- Diaz
    Eins og ég vonaði að Nunez yrði algjör sprengja þá þurfum við bara að fara að átta okkur á því að gaurinn er einfaldlega slappur framherji eins leiðinlegt og það er að segja það.
    Hann skorar ekki mörk og leggur lítið upp og lélegur í uppspili, ég vona svo sannarlega að hann skori þrennu í þessum leik ef hann byrjar en ég á ekki von á neinu frá honum.

    7
    • Stanslaust verið að hypa hann, bókstaflega ekkert getað í góðu Liverpool liði
      þar sem felst allir framherjar myndu skóra óháð getustigi.

      Það þarf að kaupa framherja, Nunez gæti verið flottur sem bakup

      6
      • Það sem hefur böggað mig frá upphafi með Nunez er hvað hann er vitlaus fótboltamaður. Þú ert ekki svona oft rangstæður nema það vanti nokkrar blaðsíður í þig. Skoðandi youtube video af honum þegar hann var keyptur hélt ég að hann væri svo góður slúttari. Það hefur ekki verið raunin. Sammála að það þarf betri striker í þetta lið. Hann er fínn að koma inná af bekknum með djöfulgang og orku, that’s it.

        3
    • Kom ekki Nunez að einhverju 16 til 18 mörkun (mörk og stoðsendingar) hjá okkur á síðasta tímabili þar sem hann kom oftar en ekki inn af bekknum sem telst varla svo slæmt.

      1
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Hannes og svo sem ekki miklu við hana að bæta. Uppstillingin er líkleg og bara spurning um Gagpo eða Diaz. Það sást greinilega í síðasta leik að þeir eru báðir vinstri vængframherjar enda skoraði Diaz þegar búið var að færa hann yfir á vinstri vænginn. Hvað Darwin varðar þá er það líklega rétt að hann er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni en ég vil gefa honum séns amk. út þessa leiktíð. Ég trúi ekki öðru en hann fari að valda liðum enn meiri erfiðleikum en hann gerir í dag.

    Leikurinn á eftir verður erfiður og okkar menn verða að mæta til leiks frá fyrstu mínútu og það verður ærið verkefni fyrir TAA að gæta Mitoma í þessum leik. Webeck hefur líka verið að skora undanfarið, er kominn með 6 mörk ef mig misminnir ekki, svo hann er höfuðverkur líka. Það er bara einfaldlega þannig að Brighton liðið er mjög vel mannað og hinn ungi stjóri þess hefur náð góðum tökum á verkefni sínu þó þeir hafi tapað einum og einum leik. Þetta verður sem sagt hunderfiður leikur og okkar menn verða að vera á góðum degi til að vinna. Sigur og ekkert nema sigur er samt það sem ég vil.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1

Brighton 2-3 Liverpool

Liðið gegn Brighton … aftur