Liverpool sýndi fram á það að það er vel hægt að vinna sama liðið tvo leiki í röð, bara ef það skyldi hafa leikið einhver vafi á því fyrir leikinn í dag, og endurheimti sætið á toppnum eftir að bæði City og Arsenal töpuðu sínum leikjum.
Mörkin
0-1 Kadioglu (14. mín)
1-1 Gakpo (69. mín)
2-1 Salah (72. mín)
Hvað gerðist markvert í leiknum?
Jú fyrri hálfleikurinn var líklega allra lélegasti hálfleikur sem við höfum séð frá liðinu á þessari leiktíð og jafnvel lengur, hugsanlega var seinni hálfleikurinn gegn Forest á pari. Liðið átti líklega EITT færi, og það var Nunez sem bæði vann það og var ansi nálægt því að skora en Verbruggen varði vel í marki Brighton. Annars áttu þeir hálfleikinn með húð og hári, yfirspiluðu okkar menn gjörsamlega, miðjan var alveg horfin og þetta var líklega lélegasti leikur sem bæði MacAllister og Gravenberch hafa spilað fyrir félagið. Okkar menn unnu nákvæmlega enga bolta, hvorki fyrstu né seinni, gátu varla gefið boltann á samherja, og voru bara gríðarlega heppnir að fara bara 0-1 undir inn í hálfleik, máttu t.a.m. þakka Kelleher fyrir að hafa varið vel einn á móti einum um miðjan hálfleikinn. Til að kóróna frammistöðuna þá steig van Dijk á Konate á síðustu mínútu hálfleiksins, svo Frakkinn þurfti að fara af velli í hálfleik meiddur á handlegg.
Sem betur fer var talsvert betra lið sem mætti inná í síðari hálfleik, Gomez kom inn fyrir Konate og byrjaði á því að eiga skalla dauðafrír rétt fyrir innan vítateigspunkt en merkilegt nokk þá er hann ekki í mestu leikæfingunni þegar kemur að markaskorun fyrir félagið og skallinn var auðverjanlegur. Batamerkin voru þó greinileg, og eftir rúmlega klukkutíma leik komu Curtis og Díaz inn fyrir Macca og Szoboszlai, og Slot skipti í 4-4-2 með Nunez og Salah uppi á topp. Þetta skilaði sér heldur betur, því skömmu eftir breytinguna kom fyrsta markið, Gakpo var með boltann vinstra megin, gaf sendingu inn á teig sem stefndi beint á kollinn á Nunez, en hann bara beygði sig og boltinn sigldi í hornið fjær. Þarna sýndi Darwin okkur hvaða fótboltaheila hann býr yfir, og maður yrði ekki hissa ef við sæjum meira af svonalöguðu á næstunni frá honum. Brighton tóku miðju, komust í eina sókn, Liverpool vann boltann en tapaði aftur og Brighton komst í aðra sókn, en okkar menn unnu boltann, Curtis og Gakpo unnu vel saman á miðjunni, Curtis komst á gott skrið og gaf á Salah sem mundi allt í einu eftir öllum tilfellunum þar sem hann hafði köttað inn og skorað, og hann bara ákvað að hlaða í eitt svoleiðis mark aftur. Staðan farin úr 0-1 í 2-1 á rétt rúmlega 2 mínútum.
Okkar menn hafa verið duglegir að læsa leikjum í haust, og þeir gerðu það klárlega undir lokin, en maður hefur nú oft verið rólegri samt. Þetta hafðist þó og stigin 3 voru dregin að landi við mikinn fögnuð viðstaddra.
Hvað réði úrslitum?
Skiptingarnar þegar Curtis og Díaz komu inn á, og breytta leikkerfið sem því fylgdi.
Hverjir stóðu sig vel?
Tsimikas kom sterkur inn í vinstri bak, átti fínar hornspyrnur fyrir utan kannski eina sem dreif ekki yfir fyrsta varnarmann, en allar hinar sköpuðu hellings hættu. Trent var góður varnarlega, en var afleitur í sendingum á samherja, sérstaklega í fyrri hálfleik – eins og svosem megnið af liðinu. Kelleher var góður í sínum aðgerðum, átti gríðarlega mikilvæga vörslu í stöðunni 0-1, en var annars bara sá klettur sem liðið þurfti. Auðvitað er hann ekki Alisson, t.d. spurning hversu mikið “presence” hann hefur varðandi að garga á samherja sína í vörninni og þess háttar, en heilt yfir var hann öflugur. Framlínan gerði það sem hún þurfti að gera í seinni hálfleik, en tók ekkert rosa mikinn þátt í fyrri hálfleik, og t.d. Gakpo sást varla á löngum köflum þá, einfaldlega vegna þess að hann komst aldrei í boltann. En hann er núna búinn að skora 3 mörk gegn Brighton á tæpum 4 dögum, geri aðrir betur.
Hvað hefði mátt betur fara?
Frammistaðan hjá liðinu í heild sinni í fyrri hálfleik, svona má auðvitað ekki sjást á móti gæðaliðum eins og Brighton klárlega eru, og bara grís að liðinu var ekki refsað grimmilegar. Sérstaklega má nefna Gravenberch og MacAllister, en margir aðrir sem voru bara alls ekki að finna taktinn. Seinni hálfleikur var svo mun betri, og þetta var bara alvöru liðsframmistaða sem skóp sigurinn.
Umræðan eftir leik
Þetta var fyrsti leikur Joe Gomez í deildinni þar sem hann átti tvö skot að marki, svosem tímabært eftir þessa 143 leiki sem hann hefur spilað í deild. Hver veit nema markið fari að detta í hús?
Arne Slot heldur svo áfram að setja alls konar met yfir frammistöðuna í byrjun ferilsins hjá félaginu, en eins og hann hefur bent á þá gilda slík met voða lítið þegar á hólminn er komið, og það er staðan í lok maí sem við erum að horfa á. Máltækið segir jú að enginn vinni deildina í október/nóvember, en það sé vel hægt að vera búinn að tapa henni þá, svo við kjósum auðvitað að vera efstir frekar en á stöðum eins og hjá…. tja… tökum bara eitthvað lið af handahófi…. Manchester United sem dæmi?
Svo er bara að vona að Konate sé ekki mikið meiddur og verði ekki frá lengi. En það var vissulega mjög róandi að sjá Gomez koma þetta sterkan inn, og kannski er hans ferli hjá félaginu ekki lokið, eins og upplifunin var þegar hann var nánast korter í að vera seldur.
Tsimikas virðist vera búinn að stimpla sig inn í stöðu vinstri bakvarðar, en við skulum samt ekkert afskrifa gamla brýnið hann Andy Robertson strax. Engu að síður er alveg líklegt að þeir sem sjá um leikmannakaupin hjá félaginu séu með augun opin fyrir einhverjum til að koma inn í vinstri bak, hvort sem það yrði einhver sem tæki byrjunarliðssætið á kostnað Kostas, eða einhvern sem yrði varaskeifa fyrir Grikkjann.
Hvað er framundan?
Það er skammt stórra högga á milli, Xabi Alonso kemur með Bayer í heimsókn og liðin spila á Anfield á þriðjudagskvöldið. Svo er það deildarleikur gegn Villa um næstu helgi, kvöldleikur á laugardaginn nánar tiltekið.
Við skulum njóta þess í botn þegar staðan er eins og hún er. Liverpool á toppnum – heilum 7 stigum á undan Arsenal – og tökum eftir því að eftir leikinn gegn Villa um næstu helgi, þá verður liðið búið að spila við ÖLL liðin í efstu 8 sætunum að City undanskildu. Það er nú allt “létta” prógrammið sem liðið er búið að fara í gegnum.
Algjör viðsnúningur frá fyrri hálfleik og þessar skiptingar á Mac og Sobo þegar Jones og Diaz komu inn voru akkurat það sem þurfti til að brjóta ísinn !
Brighton eru bara drullu gott lið sem má ekki vanmeta og svo er Nott.F í 3dja sætinu það segir manni eitthvað um þessa deild !
City skitu á sig á móti Bournemouth og horfa á Haaland klúðra í stöng 1.5m metra frá markinu var það besta !
YNWA
Forest sitja nú einir í þriðja sætinu.
Þeir höfðu 2 vikur til að undirbúa leikinn á Anfield á meðan margir leikmenn Liverpool náðu ekki æfingu fyrir þann leik.
Akkúrat.
Ég veit við unnum og allt það, en sjáið hverjir eru í þriðja sæti. Bókstaflega eina liðið sem við höfum tapað fyrir enn sem komið er.
Þeir eru rugl góðir á þessu tímabili maður trúir því varla en þetta er það sem gerir þessa deild svona skemmtilega að horfa á svona lið brillera og Bournemouth að vinna City þessi lið eru sýnd veiði en aldrei gefin.
Jæja þið vantrúuðu snúið af villu vegar og styðjið okkar menn fram í rauðan dauðan. Þetta var ekki fallegt en sætt og toppsætið er okkar. Er hægt að biðja um mikið meira 🙂
YNWA
Það þarf særingamann hér heima eftir blótið hjá mér í fyrri hálfleik en trúna missti ég aldrei !
Stundum nauðsynlegt að blóta, öskra og æpa og hvað þá í svona leik 🙂
Haha heldur betur 😀
Þetta var mjög sætt, samanber hér að ofan. Skiftingar góðar og þó maður voni það besta með Konate þá fannst mér Gomes mjög ferskur sem dæmi tveir skallar að marki og sá seinni gat endað á hvorn veginn sem er.
Gomez stimplaði sig og tók eitt stykki 100% viðveru. Djös snilld.
Ég var í þann veginn að sætta mig við það að þetta væri bara ekki okkar dagur en þá brast á með nettri veislu frá Gakpo og Salah. Alveg er það ótrúlegt hvernig Salah skorar þetta sama mark hundrað sinnum. Og húrra fyrir Gakpo, hann verður sífellt sterkari. Top of the League!!
Allt önnur holning á liðinu í seinni hálfleik.
Skiptingarnar skiluðu þremur stigum í dag.
Gaman að sjá Gomez í svona stuði líka.
Geggjuð úrslit í deildinni í dag.
YNWA
erum með fjóra frábæra miðverði
The gap between Liverpool and Arsenal is now so big you can fit a forest in there! and a City !
Þetta var virkilega gott hjá okkar mönnum í fyrri helmingi seinni hálfleiks og svo reddaði Comes restinni og átti svo sannarlega skilið að skora sitt fyrsta mark í dag en ég trúi því samt að hann nái því í vetur. En ég sá mörkin í Bournemouth og City leiknum og vinstri bakinn hjá Bournemouth lagði bæði mörkin upp og ég hugsaði þá að það væri maður sem myndi passa flott í okkar lið . Er ekki innkaupastjóri Liverpool nýkomin frá Bournemouth? Ég held að hann hljóti að getað gert eitthvað í því og markaskorarinn hjá þeim mætti alveg fylgja með þessi nr 24 með hestahalann, hann er alvöru.
Erum við komin með þjálfara sem getur breytt leikjum svona svakalega eða er ákveðin heppni í gangi? Klopp var oft gagnrýndur fyrir að vera of íhaldssamur í að gera breytingar þó svo að hann hafi auðvitað verið stórkostlegur með okkur.
Núnez á að vera uppi á topp.
Gaman þegar gengur vel.
Slot er tactical genius.
Það er nú þannig eins og skáldið segir.
Skál í boðinu.
Top of the league!!!
Úff. Það er agalegt að lesa commentin á meðan leiknum stendur. Haldið þið að menn séu bara í alvöru áhugalausir??? Menn eru bara vel þreyttir og bara að minna ykkur á að Brighton eru ekki að spila í meistardeild. Það er gott að muna að fótboltaleikir er enn þann dag í 90 min plús og fint að gefa liði og þessum geggjaða stjóra séns að sigla þessu heim en ekki bara fara að grenja ef við fáum á okkur mark og erum ekki að spila okkar besta leik alla leiki. Það er ekki hægt!!
Þetta er enska deildin og það eru allir leikir erfiðir. City voru að tapa fyrir Bornnemouth!!!!
Elska þetta lið og elska karakterinn í því. Vildi að hann væri stundum meiri í okkur stuðningsmönnum 🙁
Það var nú ekki mikil bjartsýni hérna fyrir tímabilið.
Við verðum þá að hafa í huga að sl. tímabil var Liverpool í toppbaráttunni fram í april með 6-12 leikmenn að jafnaði á meiðslalistanum á meðan Arsenal og City voru að jafnaði með 1-2.
Þess utan sáust Szoboszlai og Salah varla eftir áramót, og Nunez hvarf í mars.
Núna tala Arteta og Guardiola um meiðslakrísuna sem þeir eru í. Bæði lið eru með 4 leikmenn á meiðslalistanum og af meiðslalista Arsenal er Odegaard sá eini sem á fast sæti í byrjunarliðinu.
Enginn talar þó um meiðslakrísu hjá Liverpool sem hafa verið nokkð lengi án Alisson (munar um minna), Jota, Elliott og Chiesa.
Svo virðist vera að eini möguleiki Arsenal er að geta stillt upp sínu sterkasta liði í hverjum einasta leik eins og þeir hafa oftast getað sl. 2 ár.
City hafa verið ósannfærandi eftir að Rodri meiddist.
Liverpool er í bullandi sjens þrátt fyrir einhvern no name stjóra sem spekingarnir segja að hafi verið fjórði kostur og eigendur sem tíma ekki að kaupa leikmenn.
Þetta var leikur eftir bokini. BHA er virkilega gott lið, það sast alla leið, en seinni skar ur um getuna og viljan. Ekki endilega það allra besta fyrir akveðið liffæri, en svo datt allt i dunalogn a endanum a þeim stað. En hey, a toppnum hvað viljum við meira.
YNWA
Eg vil svo bæta við, sa sem segir Nunez kjana ætti að lita vel a fyrtsa markið okkar. A sekundabroti akveður Nunez að trufla markmann BHA bara með þvi að beygja sig niður og gera ekkert. Hann sa hvert boltinn stefndi.
YNWA
Fannst engum Trent góður varnarlega nema mér … Tzimikas flottur og Gomes með sturlaða innkomu …. Sæ
Nei,er oft gagnrýninn á Trent í varnarleiknum en hann var virkilega góður í dag í varnarleiknum.
Konstantinos Tsimikas er bara mættur í byrjunarlið Liverpool og stuðningsmenn virðast flestir sáttir. Gott dæmi um leikmann sem hefur verið teamplayer alla tíð og beðið þolinmóður og tilbúinn eftir tækifærinu.
Gríðarlega mikilvægur sigur í dag. Mjög margt jákvætt sem hægt væri að skrifa. En ég segi bara…
Áfram Liverpool og áfram Slot!!!
Sælir félagar
Sá ekki keikinn, var í “ammlis” veislu og ég hlakka til að sjá hann í rólegheitum og njóta. Arne Slot og liðið er að gera ótrúlega hluti og seiglan í hópnum virðist ótrúleg. Svo er alvöru prófraun á morgun MU og Chelsea sem gaman verður að horfa á. MU verður að vinna og reyndar Chelsea líka svo – bara skemmtun. Liverpool er á toppi deildarinnar hvað sem öllum leikjum líður og það er reglulega gott 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Skýrslan hefur verið uppfærð, þetta tók aðeins lengri tíma en vanalega út af dottlu.
Magnaður viðsnúningur og frábær byrjun á tímabilinu. Megi þetta ganga sem lengst.
Það er annars ekkert hægt að segja slæmt um þessa byrjun hjá Slot. Ég viðurkenni að ég vildi Amorim inn þegar við vorum orðaðir við hann en svo kemur þessi sprengja til bjargar. Þetta sýnir bara hversu mikilvægt er að hafa rétta fólkið á bak við tjöldin sem vita hvað eru að gera. Þeir vildu halda þessu áfram sem var búið að byggja upp en ekki fara í þjálfara sem spilar upp allt öðruvísi. Djöfull vona ég að scummararnir hafi keypt köttinn í sekknum.
Þessi ráðning á Amorim er frekar undarleg.
Amorim var fáanlegur í sumar og í stað þess að ráða hann þá framlengja United við Ten Hag og leyfa honum að eyða 200 milljón pundum.
Amorim spilar gjörólíkt leikkerfi og hefði þurft heilt undirbúningstímabil og þessar 200 milljón pund til að kaupa inn í kerfið sitt.
Nú mega United engu eyða og Amorim er á leið í jólatörnina og fær lítinn sem engan tíma á æfingasvæðinu.
Síðan ber að hafa í huga að Amorim spilar sóknarbolta og notar m.a. kantmenn í vængbakvarðastöðum. Þó að kerfið hans virki í Portúgal þá er ekki þar með sagt að það virki á Englandi.
Ég horfði á sérfræðing fara yfir leikkerfi Amorims og hvernig hann gæti stillt upp úr leikmannahópi United. Það verður hálfur handleggur að byrja á þessu á miðri leiktíð. Bara það að snarskipta um kerfi er brjálæðislega erfitt í miðju kafi, plús það að hann vantar týpur af leikmönnum sem ekki eru til hjá United í augnablikinu. Og svo eru aðrir sem verða engin not fyrir, jafnvel nýlega keyptir menn. Það er ekki hægt annað en að sjá þetta sem algjör afglöp hjá Ineos, að klikka á því að skipta um þjálfara á réttum tíma í sumar.
já, það hefði meikað sens fyrir United að ráða Amorim inn í sumar. Þetta er alveg spennandi stjóri.
Þess ber þó að geta að Amorim ræddi bæði við Liverpool og West Ham í vor og hvorugt liðið bauð honum samning.
Ein af ástæðum þess er væntanlega leikkerfið. Ekki bara að það þurfi að fara í leikmannaskipti, heldur er þetta kerfi ákaflega sóknarsinnað og gæti tekið langan tíma að virka í PL.
Amorim gæti þó farið hægt í breytingar. Það væri hreinlega óskynsamlegt að skipta yfir í framandi leikkerfi án þess að hafa leikmenn sem henta í það og lítinn tíma til að prufa það á æfingasvæðinu
Illa rekinn klúbbur.
Horfandi á motd virkar þessi Kerkez hjá B’mouth sem svakalega öflugur vinstri bak. Myndi pottþétt taka hann fram yfir At Nouri frá Wolves sem er ekki sterkur varnarlega.