Gullkastið – Fullkomin helgi

Liverpool vann og allir helstu keppinautarnir töpuðu, það var erfitt að teikna þessa helgi mikið betur upp. Tveir baráttusigarar á þrælgóðu Brighton liði og City og Arsenal misstigu sig bæði nokkuð illa.
Nýtt Ögurverk lið er á sínum stað skipað helstu vonarstjörnum Liverpool og byrjum við á stöðu markmanns. Endilega hjálpið okkur að velja fyrir næstu viku þegar við ætlum að skoða hægri bakverði.
Næsta vika er síðasta vikan fyrir enn eitt helvítis landsleikjahléið en heldur betur með flugeldasýningum. Xabi Alonso hans ósigrandi Leverkusen lið mætir á Anfield á morgun og um helgina er deildarleikur gegn Aston Villa klukkan 20:00 á laugardaginn. Kop.is verður á staðnum með Verdi Travel og gleðivísitalan eftir því í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 494

8 Comments

  1. Horfði á Fulham merja sigur gegn Brentford í gærkvöldi.

    Frábær viðureign og gestirnir voru næstum búnir að landa stigunum þremur þegar okkar maður Harry Wilson mætti og skoraði tvö í uppbótartíma, það seinna í blálokin. Þarna reiknaðist mér til að væru þrír fyrrum púlarar inn á. Sepp van der Berg mannaði nauðvörnina allan leikinn og virtist allt til hins síðasta, ætla að standast álagið. Svo kom Carvahlo inn á, kominn í Brentford, áhorfendum í Kotinu, til lítillar hrifningar! Hann heillaði mig reyndar ekki, en Berg var lengst af rokk-sólid í miðverðinum. Wilson átti svo kvöldið auðvitað.

    Legg reyndar ekki í vana minn að horfa á önnur lið spila en þetta reyndist hin besta skemmtun!

    8
    • Sammála. Harry Wilson átti geggjaða innkomu. Fyrra markið leit út eins og hælspyrna á lofti, skil ekki enn hvernig boltinn fór inn. Og seinna markið var ekkert nema viljinn einn, henti sér fram í lágan skalla og kom boltanum í netið (með öxlinni). Ég sá alltaf dálítið eftir Harry Wilson, snarpur og viljugur leikmaður.

      En Brentford… talandi um að leggja rútunni. Þvílíkur leiðindabolti. Mér skilst að þetta sé fjórði leikurinn sem þeir tapa eftir að hafa reynt að verja forystu með því að leggjast í tíu manna vörn.

      2
  2. Vonarstjörnur: hægri bakk

    Stephen Wright átti að taka stöðuna um aldamót
    Stephen Darby sömuleiðis í lok Rafa tímans
    Jon Flanagan átti að verða meira en hann varð, en hausinn fylgdi ekki
    Calvin Ramsay átti að vera backup fyrir Trent en meiðsli komu í veg fyrir það og Bradley tók sénsinn í staðinn

    5
  3. FLanagan, var góður 13/14 tímabilið og ég vonaðist til að það héldi áfram.

    3
  4. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt og gott uppgjör.

    Sannarlega fullkomin helgi þar sem stjörnurnar á himninum röðuðust algerlega í takt við okkar væntingar. Ótrúleg helgi þar sem meira að segja leikur Chelsea og ManUtd skipti akkúrat engu máli fyrir okkur né töfluna – megi það vara sem lengst.

    Skil samt ekki þennan taugatitring varðandi ráðningu Amorim í þjálfarastöðu ManUtd, það er alveg deginum ljósara að núna á annan áratug hefur hver þjálfarinn, fastráðinn sem lausráðinn, komið þarna inn einvörðungu til þess að deyja í starfi. Sir Alex klárlega færði ManUtd þeirra mestu velgengni en jafnframt þeirra stærstu bölvun því þetta crowd sem er í kringum þetta lið mun ekki sætta sig við neitt nema instant árangur eins og á gullaldarárum liðsins í kringum aldamótin. Amorim þarf a.m.k. tvo glugga til þess að setja sinn svip á þetta lið og ég tel að það séu engar líkur á því að hann sé að fara að gera eitthvað með þetta lið, hvorki til lengri né skemmri tíma. Held hreinlega að heil kynslóð eða tvær af aðdáendum ManUtd þurfi að fara í gegnum þetta lið áður en þeir fara að sætta sig við að þeir munu ekki ná fyrri hæðum í afrekum inn á vellinum.

    Það sem mér finnst svo magnað síðan með okkar besta Slot er hvernig hann virðist vera að ná svo miklu meira út úr leikmönnum sem manni fannst vera komnir á einhverja endastöðu undir stjórn Klopp. Gott dæmi eru Tsimikas og Gomez. Hafið þið séð skepnuna sem Tsimikas er orðinn þetta haustið? Maðurinn er trylltur inn á vellinum og hreinlega má setja spurningamerki hvort við Robertson eigi afturkvæmt sem byrjunarliðsmaður ef fram heldur sem horfir. Sömuleiðis hefur Gomez verið að koma inn og gera virkilega góða hluti inn á vellinum. Þetta er síðan fyrir utan allt annað sem hefur nú þegar verið skjalfest með t.d. Gravenberch í 6-stöðunni og svo Konaté sem virðist hafa sjálfan frelsarann í vasanum sem heldur honum heilum í gegnum allan þennan barning.

    Ímyndið ykkur hvað Slot hefði t.d. getað náð út úr leikmanni eins og Naby Keita, sem þið svo óverðskuldað settuð í verstu-kaups-liðið.

    Það að sjá síðan Nottingham Forest í Meistaradeildarsæti klárlega mildar það aðeins að við töpuðum fyrir þeim en hugsið ykkur bara stöðu mála ef þetta verður staðan næstu vikur og jafnvel fram á nýja árið? Maður heldur allaveganna í vonina að ManUtd nái ekki að klifra hærra upp töfluna en síminn leyfir manni að sjá á einni síðu 🙂

    Áfram að markinu – YNWA!

    8
  5. Skemmtilegt pod eins og alltaf. Hér er mitt lið aldarinnar sem hefur ekki meikað það en voru afskaplega efnilegir.

    Markvörður: Chris Kirkland
    Hægri bakvörður: Stephen Wright
    Miðvörður 1: Thiago Ilori
    Miðvörður 2: Sebastian Coates
    Vinstri bakvörður: Emiliano Insua
    Hægri kantur: Anthony LeTellec
    Miðjumaður 1: Dani Pacheco
    Miðjumaður 2: Jonjo Shelvey
    Vinstir kantur: Sheyi Ojo
    Framherji 1: Florent Sinama-Pongolle
    Framherji 2: Suso

    Svo eru varamennirnir þarna líka:
    Connor Randall
    Harry Wilson
    Nabil El-Zhar
    Mark Gonzales

    Þetta er mitt lið. YNWA

    3
  6. Hvernig er það? Veit einhver hvort það sé algert nono að gista á Dixie Dean hotel ef maður er Liverpool aðdáandi á leið á leik á Anfield?

Liverpool – Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni

Liðið gegn Leverkusen